Morgunblaðið - 11.09.2007, Page 4

Morgunblaðið - 11.09.2007, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁVALLT er nóg af bílstjórum flutn- ingabifreiða sem vanrækja skyldur sínar, þegar kemur að því að festa farm með lögboðnum hætti. Einn af þeim var í umferðinni í gærmorgun og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefði hæglega getað farið illa. Morgunblaðið fékk Ágúst Mo- gensen, forstöðumann Rannsókn- arnefndar umferðarslysa, til að benda á þá þætti, sem betur hefðu mátt fara á palli bifreiðarinnar. „Það sem maður rekur fyrst augun í á þessari mynd er brettið sem liggur á pallinum með farmi á. Ég fæ ekki séð hvort farmurinn er fest- ur við pallinn eða aðeins brettið en vona að hann hafi verið vel festur, annars hefði brettið hæglega getað færst til. Í öðru lagi nær farmurinn út fyrir pallinn og í þriðja lagi er farmurinn bundinn en það ættu að vera styttur þarna.“ Einnig bendir Ágúst á að af myndinni að dæma virðist sem farmurinn sé við það að detta af pallinum. „Farmurinn hallast ískyggilega mikið. Þetta er svolítið skrítið því svo virðist sem nóg pláss sé á pallinum. Ég skil ekki hvers vegna brettið fær allt þetta pláss en svo er hinu raðað saman. Þarna hefði ég viljað hafa farminn inni á pallinum og styttur til að gæta hans.“ Í reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu farms segir m.a. að til varnar hliðarskriði skuli vera stytt- ur, annaðhvort utan með eða í miðju, eða skjólborð sem skulu ná a.m.k. hæð efri brúnar farms. Einn- ig kemur þar fram að farminn skuli skorða af tryggilega og festa við ökutækið. Gengið skal frá farmi þannig að ekki sé hætta á að hann hreyfist eða falli af ökutækinu. Morgunblaðið/Júlíus Farmurinn hallast ískyggilega mikið Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HITAVEITA Suðurnesja hefur átt fund með Skipulagsstofnun þar sem kynnt voru alls sex svæði á Reykja- nesskaga þar sem HS fyrirhugar borun rannsókn- arholna. Svæðin eru við Trölladyngju, Köldunámur, Austurengjahver, Hveradali í Krísu- vík, Sandfell og Eldvörp. Afstaða til borunar tekin á hverju svæði fyrir sig Að sögn Stefáns Thors, skipulags- stjóra ríkisins, varð niðurstaðan sú að stofnunin mælti með að því að rann- sóknarborun á öllum framangreind- um borsvæðum yrði tilkynnt í einu lagi til stofnunarinnar, sem tæki ákvörðun um matsskyldu, en síðan yrði tekin afstaða til borunar rann- sóknarholu á hverju svæði fyrir sig. Allar rannsóknarboranir eru til- kynningarskyldar til Skipulagsstofn- unar, sem metur á grundvelli um- sagna frá lögboðnum umsagnar- aðilum hvort borun eigi að vera háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun hafa verið tilkynnt- ar rannsóknarholur á Reykjanes- skaga við Trölladyngju, á Hellisheiði, á Ölkelduhálsi, við Hverahlíð og á Stóra-Skarðsmýrarfjalli, í Innstadal og Fremstadal, í Köldukvíslarbotnum og í Grændal. Auk þess hafa verið til- kynntar alls fimm holur á Þeista- reykjum, þar af tvær sem boraðar hafa verið á borplani sem er fyrir en var útvíkkað. Úrskurðir féllu um rannsóknarbor- anir í Grændal þar sem lagst var gegn framkvæmdinni og um jarðhita- nýtingu á Reykjanesi þar sem lagst var gegn borun einnar holu af þrem- ur. 9 holur taldar matsskyldar Inntur eftir því hvaða rannsóknar- holur hafi verið ákvarðaðar mats- skyldar að undanförnu segir Stefán það ekki hafa verið raunina með tvær holur við Trölladyngju, sjö holur á Hellisheiði, tvær holur á Ölkelduhálsi og þrjár holur við Hverahlíð, tvær holur í Köldukvíslarbotnum, auk þeirra fimm holna sem boraðar hafa verið á Þeistareykjum. Hins vegar hafi tvær rannsóknarholur á Ölkeldu- hálsi, ein í Innstadal, ein á Stóra- Skarðsmýrarfjalli, tvær í Fremstadal og þrjár á Reykjanesskaga verið tald- ar matsskyldar. Boranir tilkynnt- ar allar í einu Stefán Thors Í HNOTSKURN »Hitaveita Suðurnesja fyr-irhugar borun rannsókn- arholna á sex svæðum á Reykja- nesskaga. »Skipulagsstofnun hefur óskaðeftir því að allar rannsókn- arholur HS séu tilkynntar í einu lagi til stofnunarinnar. »Allar rannsóknarborholur erutilkynningarskyldar til Skipu- lagsstofnunar, sem síðan metur hvort þær séu matsskyldar. Skipulagsstofnun fengið tilkynningu um rannsóknarborholur á 11 svæðum LÉTTABÁTUR varðskipsins Týs dró í gær pólsku skútuna Syrenku til lands í Keflavík en segl hennar rifn- uðu og þar að auki bilaði vélin úti fyr- ir Garðskaga klukkan rúmlega þrjú í gær. Um borð voru níu manns og voru þeir allir óhultir. Svo heppilega vildi til að Týr var staddur skammt undan þegar kallið barst og tók aðeins um 20 mínútur fyrir skipið að sigla að skútunni. Þegar seglin rifnuðu var stíf suð- vestanátt og mældist vindstyrkur um 13 m/s í Garðskagavita. Á leið til Vestmannaeyja Skútan var dregin inn í Keflavík- urhöfn og í gærkvöldi var áhöfnin þegar byrjuð að kanna seglabúnað, aðgæta varaseglið o.s.frv. Skútan mun hafa verið á leiðinni til Vest- mannaeyja þegar óhappið varð. Seglin rifnuðu og vélin gafst upp Léttabátur Týs dró skútu til hafnar ÚLFUR Chaka Karls- son, tónlistar- og myndlistarmaður, lést á Landspítalanum sunnudaginn 9. sept- ember sl., 31 árs að aldri. Hann hafði átt við hvítblæði að stríða mörg undanfarin ár en banamein hans var lungnabólga í kjölfar erfiðrar aðgerðar sem hann gekkst undir fyrr á árinu. Foreldrar Úlfs eru Anna Th. Rögn- valdsdóttir og Charles Dalton. Eig- inkona hans er Sigrún Hólmgeirs- dóttir, en þau gengu í hjónaband sl. fimmtudag, 6. september. Sama dag voru fjölmennir tónleikar haldnir honum til stuðnings í Iðnó þar sem fjölmargir vinir hans komu fram. Úlfur var m.a. í hljómsveitinni Stjörnukisa sem vann Músíktilraun- ir fyrir röskum áratug. Hann var alla tíð mjög virkur í íslensku tón- listarlífi auk þess sem hann vann að myndlist. Úlfur útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2003 og hélt á skólaárum sínum þrjár sýningar; einkasýning- ar og samsýningar. Hann stundaði nám í Háskóla Íslands í jap- anskri sögu og menn- ingu árin 2004-2005. Eftir það hélt hann í framhaldsnám í myndlist í Center of Contemporary Art, CCA, í Japan 2005-2006 og lauk þaðan prófi. Auk tónlistar og mynd- listar fékkst Úlfur Chaka við hönnun og bókakápuskreytingar, en hann hannaði m.a. sérstæða Lesbók fyrir Morgunblaðið, helgaða myndlist, ár- ið 2004. Andlát Úlfur Chaka Karlsson FORNLEIFAFRÆÐINGAR sem hafa unnið við rannsóknir á fyr- irhuguðum virkjanasvæðum í neðri hluta Þjórsár hafa fundið fjóra landnámsskála. Rannsóknirnar eru liður í mótvægisaðgerðum vegna virkjanaframkvæmda. Fjallað er um fornleifafundinn á vef Landsvirkjunar og kemur þar m.a. fram að það eru Bjarni F. Ein- arsson, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofunni ehf., og sam- starfsmenn hans sem hafa grafið niður á skálana fjóra en þeir eru við Urriðafoss, í landi Þjótanda, undir Skarðsfjalli og gegnt Haga. Bjarni telur mögulegt að einn skáli til við- bótar leynist á svæðinu, í landi Herríðarhóls. „Það að finna óþekkta skála varpar skýrara ljósi á landnámið hérna. Skálarnir tengjast allir Þjórsá sem hefur allt- af verið mikil laxveiðiá. Áin hefur greinilega dregið að sér frjálsa menn sem hafa viljað setjast að við ána til að nýta hana,“ er haft eftir Bjarna. Hann telur að skálinn í landi Þjótanda hafi verið reistur nokkrum áratugum eftir 871 og byggir það á gjóskulagsrannsókn. Morgunblaðið/Sigurður Fundur Fornleifafræðingarnir Brynhildur Baldursdóttir og Inga Hlín Valdimarsdóttir grafa eftir fornminjum í landi Þjótanda en þar hefur fundist forn skáli. Til hægri er Ármann Guðmundsson, nemi í fornleifafræði. Fornir skálar við Þjórsá HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur, frá 29. maí sl., þar sem ákvörðun sýslu- mannsins í Reykjavík um að synja um uppboð á 77,78% hlutafjáreignar Jóns Ragnarssonar í Hótel Valhöll ehf. er felld úr gildi. Jón Ragnarsson sagði fyrir dómi að hann hefði afsalað til tveggja barna sinna hluta af hlutafjáreign- inni, alls um 60%, í maí 2006 – og lagði fram ljósrit þess efnis. Beiðni um fjárnám var ekki tekin fyrir fyrr en í september 2006. Dómurinn taldi hins vegar að ekki hefðu verið færðar fullnægjandi sönnur á að Jón hefði ekki verið eig- andi bréfanna, enda hefðu ekki legið fyrir upplýsingar um að aðilaskiptin hefðu farið fram með þeim hætti sem lög og samþykktir félagsins áskilja. Synjun sýslumanns felld úr gildi SAMHJÁLP og Reykjavíkurborg hafa fundið og sæst á framtíðarhús- næði fyrir kaffistofu Samhjálpar en Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, vildi í gær ekki greina frá því hvar henni hefði verið valinn staður. Vonast er til að hún verði opnuð eftir tvær til þrjár vikur. „Þetta er húsnæði á hentugum stað, það er laust og hægt að koma því í stand þannig að þar geti kaffi- stofan verið til framtíðar,“ sagði Jór- unn. Áður en greint yrði frá stað- arvalinu í fjölmiðlum yrði málið kynnt í nágrenni kaffistofunnar. Um 60-70 manns hafa reitt sig á máltíðir á kaffistofu Samhjálpar. Húsnæði fundið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.