Morgunblaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 14
Eftir Kristján Jónsson
og Boga Þór Arason
TVEIR helstu ráðgjafar
George W. Bush Bandaríkja-
forseta um málefni Íraks hófu
í gær að svara spurningum
þingmanna í Washington um
stöðu mála og munu yf-
irheyrslurnar standa í tvo
daga. Um er að ræða þá David
Petraeus, hershöfðingja og yf-
irmann bandaríska heraflans í
Írak, og Ryan Crocker, sendi-
herra Bandaríkjanna í Írak.
Petraeus sagði að Banda-
ríkjaher hefði náð að mestu
þeim markmiðum sem Bush
setti þegar hann fjölgaði í
bandaríska herliðinu í Írak.
Væntanlega yrði hægt að
fækka smám saman í herafl-
anum í Írak um 30.000 her-
menn fyrir mitt næsta ár.
Petraeus sagði að um 2.000
bandarískir hermenn í Írak
yrðu kallaðir heim síðar í mán-
uðinum og 3.500-4.000 her-
menn til viðbótar ekki síðar en
um miðjan desember. Fjórar
hersveitir færu síðan frá Írak
fyrir júlí á næsta ári og eftir
yrðu þá um 130.000 bandarísk-
ir hermenn, eða álíka margir
og í janúar þegar byrjað var
að fjölga hermönnunum.
Petraeus sagði að ekki yrði
hægt að taka ákvörðun um
frekari brottflutning her-
manna frá Írak fyrr en í fyrsta
lagi í mars á næsta ári.
Hershöfðinginn við-
urkenndi að árangurinn af
hernaðinum hefði verið upp og
ofan en sagði að þegar á heild-
ina væri litið hefði dregið úr
ofbeldinu í Írak.
Petraeus lagðist gegn til-
lögu demókrata um að meg-
inhluti herliðsins yrði kallaður
heim í byrjun næsta árs.
„Ótímabær heimkvaðning
herliðs okkar myndi líklega
hafa hrikalegar afleiðingar,“
sagði hann.
Crocker sendiherra kvaðst
telja að hægt yrði að tryggja
„öryggi, stöðugleika, lýðræði
og frið í Írak“ og þokast hefði í
rétta átt í þeim efnum.
Geta ráðið úrslitum
Stjórnmálaskýrendur hafa
sumir sagt að yfirheyrslurnar
og þær ályktanir sem þing-
menn muni draga af þeim geti
ráðið úrslitum um það hvort
Bush takist að halda til streitu
stefnu sinni um að hvika
hvergi í Írak. Margir og þá
einkum þingmenn demókrata
vilja að ákveðin verði tíma-
setning brottfarar heraflans
frá Írak. Sumir vilja jafnvel að
brottflutningurinn verði haf-
inn strax.
Fleiri bandarískir hermenn
eru nú í Írak en nokkru sinni
fyrr, eða um 168 þúsund, eftir
að þeim var fjölgað um 30.000.
Var fjölgunin liður í þeirri
stefnu Bush að reyna að efla
öryggi óbreyttra borgara í
landinu.
Nouri al-Maliki, forsætis-
ráðherra Íraks, sagði í ræðu á
þingi í gær að stefna Bush
hefði orðið til þess að öryggi
borgaranna hefði aukist, árás-
um í Bagdad hefði fækkað um
75% síðan í ársbyrjun.
Ný skoðanakönnun í Írak
bendir til þess að almenningur
sé ósammála Maliki og telji
nýja stefnu Bandaríkjamanna
alls ekki hafa aukið öryggi í
landinu. Um tveir af hverjum
þremur aðspurðum segja að
það hafi þvert á móti minnkað
og nýja stefnan orðið til að
minnka líkur á sáttum milli
stríðandi fylkinga. Rösklega
helmingur, eða 53%, segir
samt að erlenda herliðið eigi
ekki að fara fyrr en búið sé að
bæta öryggi í landinu.
Petraeus segir hernaðarleg markmið að mestu hafa náðst í Írak en varar við of hraðri heimkvaðningu
Hermönnunum fækki smám saman
AP
Samráð David Petraeus (til vinstri) og Ryan Crocker ræðast
við áður en yfirheyrslurnar í þinghúsinu hefjast.
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
VINSÆLDIR Mahmouds Abbas
forseta hafa aukist meðal Palest-
ínumanna frá því að Hamas-
hreyfingin náði Gaza-svæðinu á sitt
vald, ef marka má skoðanakönnun
sem birt var í gær. Hún bendir
einnig til þess að 73% Palest-
ínumanna séu andvíg valdatöku
Hamas á Gaza-svæðinu í júní, en
hún varð til þess að Abbas vék
Hamas úr palestínsku þjóðstjórn-
inni og skipaði nýja stjórn á Vest-
urbakkanum.
Samkvæmt könnuninni styður
31% Palestínumanna Hamas en 48%
Fatah og hefur munurinn á fylgi
hreyfinganna aukist um sjö pró-
sentustig frá því í júní. Um 59%
sögðust myndu kjósa Abbas ef for-
setakosningar færu fram nú, en
36% Ismail Haniyeh, forsetaefni
Hamas og fyrrverandi forsætisráð-
herra.
Abbas ræddi við Ehud Olmert,
forsætisráðherra Ísraels, í Jerúsal-
em í gær og þeir skipuðu samninga-
nefndir sem eiga að undirbúa al-
þjóðlega friðarráðstefnu sem
George W. Bush Bandaríkjaforseti
hefur boðað í nóvember.
Olmert hét því einnig á fundinum
í gær að láta palestínska fanga
lausa áður en föstumánuður músl-
íma, ramadan, gengur í garð.
Stjórn Ísraels hafði áður hafnað
þeirri kröfu Palestínumanna.
AP
Friðarumleitun Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ehud Ol-
mert, forsætisráðherra Ísraels, á skrifstofu Olmerts í Jerúsalem í gær.
Stuðningurinn við Abbas
eykst en fylgi Hamas minnkar
YFIRVÖLD í Kólumbíu handtóku í
gær leiðtoga stærsta eitur-
lyfjasmyglhrings landsins, Dieogo
Montoya, sem er
á lista banda-
rísku alríkislög-
reglunnar, FBI,
yfir þá sem hún
leggur mesta
áherslu á að
handtaka.
Montoya var
handtekinn án mótspyrnu í litlu
bóndabýli í fjallahéraðinu Valle del
Cauca. Yfirvöld sögðu þetta mesta
sigur í baráttu þeirra við eitur-
lyfjasmyglara frá því að Pablo Es-
cobar, leiðtogi Medellin-smygl-
hringsins, var skotinn til bana árið
1993.
Yfirvöld telja að smyglhringur
Montoya hafi með aðstoð eitur-
lyfjasmyglara frá Mexíkó flutt um
500 tonn af kókaíni til Bandaríkj-
anna á árunum 1990 til 2004. Tveir
hershöfðingjar voru reknir og 26
hermenn handteknir fyrir mánuði
þegar í ljós kom að þeir voru á mála
hjá smyglhringnum.
Kókaínbarón
handtekinn
Diego Montoya
A.M.K. 29 manns – þ.á m. björg-
unarmenn – létu lífið í sprengingu í
flutningabíl, sem flutti sprengiefni,
40 mínútum eftir að bíllinn lenti í
árekstri í Mexíkó í gær.
Tugir létu lífið
IINNLÖGNUM á sjúkrahús vegna
hjartaáfalla hefur fækkað um 17%
síðan reykingar voru bannaðar á
almenningsstöðum í Skotlandi í
mars á síðasta ári.
Færri hjartaáföll
ENGINN náði kjöri í fyrri umferð
forsetakosninga í Gvatemala á
sunnudag. Kosið verður á milli
kaupsýslumanns, Alvaro Colom, og
fyrrverandi hershöfðingja, Otto
Perez Molina, 4. nóvember.
Kosið aftur
PORTÚGALSKA lögreglan lauk í
gær við skýrslu sem hún hyggst af-
henda saksóknurum er ákveða
hvort ákæra eigi bresku hjónin
Gerry og Kate McCann fyrir að
bana fjögurra ára dóttur sinni,
Madeleine, fyrir slysni.
Hjónin ákærð?
Islamabad. AFP. | Stjórnvöld í Pak-
istan sendu Nawaz Sharif, fyrrver-
andi forsætisráðherra, rakleiðis úr
landi á ný en hann flaug til Islama-
bad frá London í gærmorgun. Sha-
rif hefur verið í útlegð í sjö ár en
hugðist snúa aftur heim til Pakist-
ans og freista þess að fara fyrir her-
ferð gegn núverandi forseta, Pervez
Musharraf, og verða þess valdandi
að hann hrökklaðist frá völdum.
Við komuna til Islamabad neitaði
Sharif að afhenda vegabréf sitt og
ruddist lögregla þá um borð í vél þá
sem flutti hann til landsins. Hann
var handtekinn á grundvelli gam-
allar ákæru um spillingu en síðan
færður um borð í farþegaflugvél
sem hélt áleiðis til Jeddah í Sádi-
Arabíu fjórum klukkustundum eftir
að Sharif kom til Pakistans. Herinn
í Pakistan rændi völdum af Sharif
árið 1999 og fór Musharraf fyrir
valdaráninu. Sharif var sakaður um
spillingu og settur í fangelsi en síð-
an sendur í útlegð til Sádi-Arabíu
ári seinna. Gerði samkomulag um
lausn hans úr fangelsi ráð fyrir því
að hann yrði þar til 2010. Í kjölfar
þess að hæstiréttur Pakistans ákvað
að Sharif væri heimilt að snúa aftur
tilkynnti hann hins vegar að hann
hygðist snúa aftur og fara fyrir
stjórnarandstöðunni í landinu.
Musharraf hefur sætt sívaxandi
gagnrýni heima fyrir, sem erlendis,
m.a. fyrir að neita að láta af emb-
ætti æðsta yfirmanns hersins, um
leið og hann er forseti. Með því að
vísa Sharif þegar úr landi á ný hef-
ur Musharraf lamað getu hans til
athafna en ákvörðunin er hins vegar
líkleg til að auka enn á óvinsældir
forsetans.
Sharif sendur rak-
leiðis aftur úr landi
AP
Útlagi Nawaz Sharif ræðir við
fréttamenn á leiðinni til Islamabad.
Fékk aðeins að staldra við í Pakistan í fjórar klukkustundir
AFGANSKUR maður fer með bænirnar sínar nálægt
grafreit Tadjíkans Ahmeds Shah Masood í Panjshir í
Afganistan í gær, um 100 km norður af höfuðborginni
Kabúl. Þess var minnst í gær að sex ár eru liðin frá því
að útsendarar hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden
réðu Masood af dögum – og í dag verður þess minnst
vestur í Bandaríkjunum að sex ár eru liðin frá hryðju-
verkaárásunum á New York og Washington sem kost-
uðu um 3.000 manns lífið. Masood var stundum kall-
aður „Ljónið frá Panjshir“ vegna framgöngu sinnar í
stríði Afgana við Sovétmenn á níunda áratug síðustu
aldar. Seinna meir barðist hann gegn talíbönum.
AP
Minntust morðsins á Masood