Morgunblaðið - 11.09.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 15
MENNING
Verðdæmi: Eikarparket 14mm, 3 stafa
Tilboð kr. 2.290.-m 2
Parket í miklu úrvali
Eftir Þórunni Þórsdóttur
totators@gmail.com
FYRST segir hann, „… ég safna
orðum og set þau í rétta röð, til þess
að afsanna algengar einfaldanir.“
Langur og mjór með mikil brún
augu, 28 ára gamall, uppalinn í
Stokkhólmi og búsettur þar og í Par-
ís. Ættaður frá Túnis. Jonas Hassen
Khemiri, rithöfundur með hagfræði-
menntun og reynslu frá New York,
þar sem hann fékk að fylgjast með
umhverfis- og innflytjendamálum
hjá Sameinuðu þjóðunum. Þá var
hann rétt tvítugur og búinn að skrifa
í fimm ár eða svo. Það var þarna, í
Ameríku, sem hann byrjaði á fyrstu
bókinni sinni, fyrir alvöru að
minnsta kosti. Hún var svo gefin út í
Stokkhólmi 2003, hlaut verðlaun,
náði metsölu (Norstadt) og hefur
verið þýdd á nokkur tungumál.
Sögurnar
Kvikmynd eftir þessari fyrstu bók
hans, Rauðu auga, verður frumsýnd
í Svíþjóð nú í haust. Síðan hefur
Khemiri skrifað aðra skáldsögu,
Montecore, a Unique Tiger og leik-
ritið Innrás, og hlaut hvort tveggja
virtar sænskar viðurkenningar.
Hann hefur nú nýlokið við leikrit
fyrir franska leiklistarhátíð, Artiep-
arole (útg. í Frakklandi Serpent aux
Plumes). Auk þess er væntanleg eft-
ir hann bók á sænskum markaði
næsta vor með stuttum leikverkum,
smásögum og öðrum textum úr fór-
um unga mannsins sem ekki vill
kannast við landamæri.
Margræðnin
Khemiri kveðst alveg vita hvað
hann vilji og skrifi til þess meðal
annars að varpa rýrð á fyrirfram-
gefnar skoðanir, orð séu ekki frekar
en ljósmyndir til dæmis úr
ákveðnum stað eða tíma, reynsla
fólks hvaðanæva sé áþekk en ávallt
tvíræð, jafnvel tíræð og stundum tíð-
rædd. Fólk felli auðveldlega dóma
og dragi hvert annað í dilka. Af því
vilji hann helst ekki vita; honum
finnst ekki skynsamlegt að setja
mann undir ákveðinn hatt sem hann
þarf svo alltaf að hafa. Sannleik-
urinn sé margræður.
Blekkingin
„Vald tungumálsins felst í blekk-
ingunni,“ segir Khemiri, „mér tókst
ekki upp í hipphoppi fimmtán ára
gömlum, jafnvel yngri, í Svíþjóð, svo
ég fór að skrifa og hef haldið áfram.
Orðið eins konar rappari. Ég skrifa
ekki innflytjendaverk, ekki um
pabba eða mömmu eða mig nema að
hluta til kannski. Starf mitt snýst
um að laga lygina og hagræða sann-
leikanum svo að hann sé þarna
svartur á hvítu fyrir augum þeirra
sem lesa. Persónurnar í sögunum
mínum eru aðgerðalitlir uppreisn-
arseggir (passive-active people) og
þær vilja ekki verða þekktar eða
skilgreindar, sérstaklega ekki eftir
þjóðerni. Textinn veitir því skjól sem
í rauninni gerist, hvers vegna skiptir
sannleikurinn máli eða uppruni
hans, hver erum við þá eiginlega?“
Landa-
mæralaus
ósönnuð orð
Ungskáld Jonas Hassen Khemiri.
Morgunblaðið/Kristinn
ÓLAFUR Gíslason
flytur fyrirlesturinn
„Málsvörn fyrir orna-
mentið“ í Opna
Listaháskólanum,
Skipholti 1, stofu 113 í
dag kl. 10. Ólafur er
þekktur listgagnrýn-
andi, blaðamaður, leiðsögumaður og fyrirlesari. Í
fyrirlestrinum ræðir hann skreytilist í Istanbúl í
tilefni af fyrirhugaðri námsferð Listahá-
skólanema þangað. Opni Listaháskólinn býður
upp á fyrirlestra um fjölbreytt efni í allan vetur.
Eins og ævinlega eru þeir opnir öllum almenningi
og aðgangseyrir er enginn. Nánari upplýsingar
um Opna Listaháskólann á lhi.is.
Myndlist
Flúr og filigrí í
Listaháskólanum
EYJASKEGGJAR er yf-
irskrift tónleika þeirra Hlífar
Sigurjónsdóttur fiðluleikara og
Juliu MacLaine sellóleikara í
Listasafni Sigurjóns Ólafs-
sonar í kvöld kl. 20.30. Á efnis-
skrá eru sónata fyrir fiðlu og
selló eftir Ravel og Boat
People, nýtt tónverk sem
bandaríska tónskáldið James
Blachly samdi við ljóð Brents
MacLaines, föður Juliu. Þá
frumflytja Hlíf og Julia, sem er frá Prince Edw-
ards-eyju í Kanada, verkið Grímu, dúó fyrir fiðlu
og selló sem Jónas Tómasson samdi undir áhrif-
um samnefnds verks eftir Sigurjón Ólafsson.
Tónlist
Tónverk samin við
ljóð og höggmynd
Gríma eftir Sig-
urjón Ólafsson
Á KÖLDUM sunnudegi um
vetur messar presturinn Tom-
as yfir örfáum sóknarbörnum
sínum, á sama tíma og hann á í
mikilli sálarnauð vegna efa-
semda um trúarsannfæringu
sína. Kennslukonan Marta
býður prestinum ást sína sem
huggun fyrir að hafa misst
trúna. En presturinn hafnar
þessu boði hennar jafnákveðið
og hún tjáir honum ást sína.
Kvöldmáltíðargestirnir er önnur í röðinni af þrí-
leiksmyndum Bergmans, þar sem hann fæst við
samband mannsins við Guð, og verður sýnd á veg-
um Kvikmyndasafnsins í Bæjarbíói kl. 20 í kvöld.
Kvikmyndir
Kvöldmáltíðar-
gestirnir í kvöld
Veggspjald mynd-
arinnar.
Eftir Hall Þór Halldórsson
hallurth@gmail.com
ÞAÐ voru fagurlega meitlaðir tón-
ar sem liðu niður ganga Sívalat-
urns í Kaupmannahöfn síðastliðið
föstudagskvöld. Fífilbrekkuhóp-
urinn fór þar mikinn í flutningi sín-
um á nokkrum ljóðum Jónasar
Hallgrímssonar, í útsetningum Atla
Heimis Sveinssonar. Tónleikarnir
voru liður í hátíðardagskrá sem
blásið var til í Kaupmannahöfn um
liðna helgi, í tilefni þess að hinn 16.
nóvember næstkomandi verða tvö
hundruð ár liðin frá fæðingu
skáldsins. Meðal gesta í salnum
var þrjátíu manna hópur frá Ís-
landi, sem kom gagngert til gamla
höfuðstaðarins til þess að taka þátt
í þessari dagskrá og koma á slóðir
Jónasar.
Fyrr á föstudeginum hafði Svav-
ar Gestsson sendiherra tekið á
móti hópnum í sendiráði Íslands á
Norður-Atlantshafsbryggju. Þar
hleypti hann dagskránni af stokk-
unum með stuttri tölu, auk þess
sem hann minnti á sjötíu ára flug-
afmæli Íslendinga, og þakkaði sér-
staklega fyrir málverk af Jónasi
eftir listmálarann Tryggva Ólafs-
son, sem nú prýðir veggi sendi-
ráðsins.
Fífilbrekkuhópurinn sam-
anstendur af Sigrúnu Eðvalds-
dóttur fiðluleikara, Sigurði Ingva
Snorrasyni klarinettuleikara, Önnu
Guðnýju Guðmundsdóttur píanó-
leikara og Hávarði Tryggvasyni
kontrabassaleikara, auk þeirra
Eyjólfs Eyjólfssonar tenórsöngv-
ara og Huldu Bjarkar Garð-
arsdóttur sópransöngkonu.
Tónleikadagskráin tók yfir tutt-
ugu og tvö lög, auk uppklapps.
Voru tónleikagestir ákaflega hrifn-
ir af útsetningum Atla Heimis, þótt
einhverjum hafi brugðið við að
heyra gömul og klassísk lög eins
og Álfareiðina í nýstárlegri útgáfu.
Einn gesta sagði Atla Heimi ákaf-
lega hugrakkan að hafa lagt í
þetta, en var ánægður með árang-
urinn.
Á milli laga steig leikarinn Hjalti
Rögnvaldsson fram, og kynnti með
miklum tilfþrifum það sem koma
skyldi; hann setti það þá gjarnan í
samhengi við líf Jónasar og ævifer-
il, auk þess sem hann las upp úr
glænýjum þýðingum af ljóðum Jón-
asar Hallgrímssonar, sem munu
koma út hinn 16. nóvember næst-
komandi, á tvö hundruð ára fæð-
ingarafmæli hans.
Sóreyjarför
Stundvíslega klukkan tíu að
morgni laugardagsins lagði hóp-
urinn svo aftur í hann. Að þessu
sinni var förinni heitið til bæjarins
Sóreyjar (Sorø), en þar dvaldist
Jónas um rúmlega hálfs árs skeið
árin 1843-44. Rútuferðin til Sóreyj-
ar tók tæpa tvo tíma, og meðan á
henni stóð fræddi Böðvar Guð-
mundsson ferðalangana um ým-
islegt tengt Sórey, Jónasi og
danskri menningarsögu. Böðvar
leiddi hópinn í gegnum vel skipu-
lagða helgi af einstakri prýði.
Þegar komið var á staðinn var
fyrst gengið um akademíuna í
fylgd leiðsögumanna, og vist-
arverur nemenda og fræðimanna
skoðaðar, en að því loknu var hald-
ið rakleiðis á veitingahúsið Postga-
arden, þar sem snæddur var
danskur hádegisverður sem hófst
að sjálfsögðu með rúgbrauði og
síld. Á meðan gestir gæddu sér á
því sem hlaðborðið hafði upp á að
bjóða hélt dagskráin svo áfram
með ýmsum uppákomum sem
tengdust Jónasi Hallgrímssyni á
einhvern hátt.
Í listasafninu á Norður-
Atlantshafsbryggju ráku þau
Dagný Kristjánsdóttir og Sveinn
Yngvi Egilsson bókmenntafræð-
ingar og Sveinn Jakobsson jarð-
fræðingur endahnútinn á vel
heppnaða dagskrá helgarinnar með
fyrirlestrum um skáldið, fræði-
manninn og jarð- og náttúrufræð-
inginn Jónas Hallgrímsson.
Ákaflega vel heppnað
Þeir Svavar Gestsson og Halldór
Blöndal voru að vonum ánægðir
með útkomu helgarinnar. Allt hafi
gengið að óskum, allar tímasetn-
ingar staðist, og gestir verið lukku-
legir með förina. Svavar segir
fjölda gesta hafa komið sér á óvart,
hann hafi til að mynda þurft að fá
málþingið fært í stærri sal þegar á
hólminn var komið. Halldór segir
að mikill áhugi sé fyrir því að
minnast Jónasar, hvort heldur er á
Íslandi, í Danmörku eða Kanada.
Þrátt fyrir að þessari dagskrá
hafi hér verið lokið eru áfram
skipulagðir ýmsir viðburðir tengdir
Jónasi í Danmörku. Sýning sem
fjallar um ævi skáldsins stendur nú
yfir á Norður-Atlantshafsbryggju,
auk þess sem dagana 10.-13. sept-
ember fer fram önnur dagskrá á
Jótlandi.
Hátíðardagskrá í Kaupmannahöfn í tilefni af afmæli Jónasar Hallgrímssonar
Upphaf að meiri Jónasarkynningu
Ljósmynd/Hallur Þór Halldórsson
Jónasarhátíð Guðrún Ágústsdóttir, Svavar Gestsson sendiherra og Hjalti
Rögnvaldsson leikari á tónleikum Fífilbrekkuhópsins í Sívalaturni.
Jónasarslóðir Vigdís Finnboga-
dóttir fremst í flokki vina Jónasar.
Sívaliturn Fífilbrekkuhópurinn
syngur Jónasarlög Atla Heimis
Sveinssonar.
SØREN Sørensen skáld og hinn
nýi þýðandi Jónasar er hæglátur
maður á sjötugasta aldursári. Ég
rekst á hann í neðanjarðarlestinni
á Nørreport á sunnudeginum.
Leið okkar liggur niður á Norð-
ur-Atlantshafsbryggju, þar sem
fyrirhugað er málþing um Jónas.
Um aðkomu sína að verkefninu
segir hann að Böðvar Guðmunds-
son hafi leitað til sín og það hafi
verið ómögulegt annað en að
taka vel í þetta. Áður hefur Sø-
ren meðal annars þýtt ljóðabók
Önnu S. Björnsdóttur, Þegar sól
er enn á lofti (d. Mens solen sta-
dig er fremme). Hann vandar sig
mikið þegar hann ber fram nafn
skáldkonunnar Önnu Svanhildar
á skýrri íslensku, sem hann þó
segist í raun ekki geta talað, ein-
ungis lesið.
Hann er Böðvari líka ákaflega
þakklátur, segir hann hafa lesið
yfir þýðingarnar fyrir sig og gef-
ið sér góð ráð, og spurður um
valið á ljóðunum sem birtast
munu í bókinni segir Søren það
alfarið hafa verið í höndum Böðv-
ars.
Við göngum eftir bökkum
Kristjánshafnarskurðanna þegar
talið leiðist að nútímaskáldskap.
Søren er mjög hrifinn af íslensk-
um skáldskap og þykir danskar
bókmenntir og íslenskar vera
mjög svipaðar, líkari en skáld-
skapur hinna Norðurlandaþjóð-
anna. Honum þykir það líka
ánægjulegt hve íslenskar bók-
menntir komast fljótt til danskra
lesenda. Til dæmis segir hann
einungis hafa liðið um fjóra mán-
uði frá útkomu bókarinnar Grá-
mosinn glóir eftir Thor Vil-
hjálmsson, þangað til dönsk
þýðing hennar var komin í bóka-
búðir.
„Nu ånder
saligt syd-
ens blide
vinder“