Morgunblaðið - 11.09.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 11.09.2007, Síða 19
Einbeittar Stúlkur úr Grunnskólanum á Blönduósi teikna gömlu kirkjuna en sett hefur verið á laggirnar verkefni í Grunnskólanum sem felur það í sér hvaða augum krakkarnir í skólanum sjá kirkjuna og hvernig þau vilji að hún líti út. Sýning á þessum verkum nemenda verður svo í kirkjunni síðar í haust. Ellefti september er í huga margra tengdur við hryðjuverkin í Banda- ríkjunum þegar árás var gerð á tví- buraturnana. En 11. sept. er samt sem áður annað og meira en dagur hryðjuverka því margir eiga ljúfar minningar tengdar þessum degi. Til að mynda hér á Blönduósi veit ég um þrenn hjón sem gefin hafa verið sam- an í hjónaband þennan dag og halda þau sambönd enn, þannig að það er á valdi hvers og eins hvort hann tengir hlutina hryðjuverkum, hjónabandi eða bara allt öðru.    Sumri hallar hausta fer um það efast enginn. Eftir þurrt og til þess að gera hlýtt sumar er nú loksins farið að rigna svo um munar. Í veðurkortum eru menn farnir að sjá slyddu og jafn- vel stöku él. Haustið er svo sann- arlega að ganga í garð með öllum þeim birtingarformum uppskerunnar sem hugsast getur. Bændur heimta fénað af fjöllum, flestir eru að taka upp kartöflurnar sem á annað borð settu þær niður í vor og sumir búnir og svo mætti lengi telja.    Knattspyrnufélagið á staðnum sem gegnir því ágæta nafni Hvöt náði þeim góða árangri að komast upp í aðra deild, dágóð uppskera það. Það er alltaf ákveðinn „sjarmi“ yfir haust- inu þegar gróður jarðar tekur á sig náðir yfir köldustu og dimmustu vetr- ardagana. Litbrigði jarðar verða fjöl- breyttari og haustvindar feykja föln- uðum laufblöðum til og frá. Þá gróður deyr vakna til lífsins félagasamtök sem legið hafa í dvala yfir sumarið líkt og svo mörg fyrirtæki landsins. Það er full ástæða til að staldra að- eins við þann forna sið sem réttir eru. Margir líkja þessu við góða messu þar sem fjöldi fólks kemur saman. Sumir til skyldustarfa en aðrir til að sýna sig og sjá aðra. Á þessum stöð- um hittast menn sem ekki hafa sést árum saman og margar lognar og sannar sögur um menn og málefni ná hæðum sem aldrei fyrr.    Um næstu helgi verða stóðréttir í Skrapatungu og er ekki vafi að margt verður um manninn og hrossið en þessar réttir hafa skapað sér fastan sess í huga margra og veit ég að hinn kunni hestamaður Haukur Pálsson á Röðli hefur boðið Jóni Bjarnasyni þingmanni í hrossasmölum eða eins og Haukur sagði: „Við þurfum á þing- manni að halda.“    Gamla kirkjan á Blönduósi hefur ver- ið gefin einstaklingum sem lofa að koma henni í viðunandi ástand innan ekki svo margra ára. Það var mikill einhugur um þessa ákvörðun innan sóknarnefndarinnar og horfa menn nú fram á bjartari tíma hjá þessari gömlu kirkju. Það virðist sem það sé nokkur vakning að endurgera það sem gamalt er og má þar nefna ná- granna gömlu kirkjunnar, Aðalgötu 11, en hafin er endurgerð á því húsi og virðist byrjunin lofa góðu. Gamli bærinn á Blönduósi er óðum að öðlast sinn forna sess með fallegri og hlý- legri götumynd. Þessi bæjarhluti er svolítið úr leið en það er fullkomin ástæða til að koma í gamla bæinn og finna kyrrðina og anda að sér fersk- um andblæ hins víðáttumikla Húna- flóa. BLÖNDUÓS Jón Sigurðsson fréttaritari Morgunblaðið/ Jón Sigurðsson úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 19 þrýstihópur sig alltaf knúinn til að bölsótast yfir þessum knatt- spyrnuútsendingum – meira af ávana en ástríðu – og alltaf skal Sjónvarpið falla í þá gryfju að afsaka þær. Kannski Víkverji og vinir hans ættu að taka upp á því að mótmæla hástöfum heimildar- myndum um stökkmýs í hvert sinn sem þær eru á dagskrá? Víkverji leggur til að stofnunin láti í eitt skipti fyrir öll af þess- um ósið. Knattspyrna er ekkert til að skammast sín fyrir! x x x Eitthvað hafa starfsmenn sjón-varpsstöðvarinnar Sýnar verið utan við sig þegar þeir settu saman auglýsingu til að kynna dagskrá stöðvarinnar nú í september. Hefur þessi auglýsing verið spiluð reglu- lega á stöðvum 365-miðla und- anfarið. Dagskráin er vissulega spennandi og myndræn framsetn- ing auglýsingarinnar prýðileg. Klaufaskapurinn liggur aftur á móti í tónlistinni en undir auglýsingunni hljómar erkismellur bandarísku pönk-rokksveitarinnar Green Day „Wake Me Up When September Ends“, eða „Vektu mig þegar sept- ember er á enda“. Varla hafa Sýnendur stefnt að því að áhorfendur svæfu yfir gjör- vallri dagskrá stöðvarinnar í sept- ember. Það er alltaf jafndapurlegt og það er fyrirsjáanlegt þeg- ar Ríkissjónvarpið byrjar að afsaka út- sendingar frá knatt- spyrnuleikjum, eins og Páll Magnússon út- varpsstjóri gerði hér í blaðinu síðastliðinn föstudag. Hvað er óeðlilegt við það að sjónvarp allra lands- manna sýni beint frá landsleik Íslands og einnar helstu spark- þjóðar veraldar, Spán- verja, enda þótt leikar fari fram á laug- ardagskvöldi? Í huga Víkverja er þetta ekki aðeins eðlilegt heldur beinlínis skylda ríkisrekinnar sjón- varpsstöðvar. Það er heldur ekki eins og knattspyrna tröllríði dag- skrá Sjónvarpsins alla daga. x x x Hvað var það annars sem áhorf-endur fóru á mis við á laug- ardaginn? Ekki voru það fréttir, þær voru sagðar á réttum tíma. Það er heldur ekki eins og eitthvert óviðjafnanlegt menningarefni hafi þurft að víkja. Stendur kvöld- dagskrá Sjónvarpsins á laug- ardögum yfirleitt ekki saman af gömlum hollívúddmyndum sem allir hafa séð fyrir löngu? Og sumir oft- ar en einu sinni. Eigi að síður er það eins og við manninn mælt. Í stað þess að rölta út á leigu eða fara inn á Skjábíó Símans finnur einhver geðvondur         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.