Morgunblaðið - 11.09.2007, Page 21
heilsa
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 21
Hallmundur Kristinssontileinkar vísukorn Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur
utanríkisráðherra:
Ísland verður elskuríkt
og með stefnu þjála,
enda boðuð aukin mýkt
utanríkismála.
Sigrún Haraldsdóttir bætir við:
Bráðum gróa brunnin tún,
batnar snauðra hagur.
Það ljótasta sem leyfir hún
er léttur koddaslagur.
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir
að gefnu tilefni:
Burt úr Írak flugvél fer
með fret og læti.
Allur kemur okkar her
í einu sæti.
Húsvíkingurinn Sigurjón Pálsson
yrkir á slóðinni: sigpal.blog.is.
Hann orti kveðju til vinar sem
ætlaði út á lífið:
Góða helgi gamli minn.
Gangi þér allt í haginn.
Þrönga veginn þetta sinn,
þræddu nú í bæinn.
Auðunn Bragi Sveinsson yrkir
um ellina sem bíður langlífra:
Það grætur enginn gamlan mann,
sem grafar leggst í þró,
því öllum finnst, að hafi hann
í heimi lifað nóg.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af mýktinni
ÞAÐ er mið nótt og nýfædda barnið
þitt grætur eins og það eigi lífið að
leysa. Og þú hugsar hvort svefnleys-
ið sé komið til að vera. Svo þarf þó
alls ekki að vera og því er um að
gera fyrir glænýjar mömmur og
pabba að laga sig að breyttum að-
stæðum því foreldrahlutverkið er
stórfenglegt ævintýri alla daga og
allar nætur.
En vissulega getur fullorðna fólk-
ið fundið til þreytu eftir mislangar
vökunætur og þótt engar töfralausn-
ir séu til á vandamálinu mættu ný-
bakaðir og þreyttir foreldrar til-
einka sér eftirfarandi ráð, sem koma
frá bandarísku sjúkrastofnuninni
Mayo Clinic.
Sofðu þegar barnið þitt sefur.
Slökktu á símanum, feldu þvotta-
körfuna og hunsaðu óhreinu
diskana í vaskinum því húsverkin
geta beðið.
Ekki leika ofurmömmu í gest-
gjafahlutverki er vinirnir koma í
heimsókn. Leyfðu þeim heldur að
hafa ofan af fyrir barninu svo þú
getir hvílt þig.
Endurheimtu svefnherbergið ef
barnið heldur einhverra hluta
vegna fyrir þér vöku.
Stilltu vaktara barnsins miðað við
hve hátt barnið grætur því það er
engin nauðsyn að liggja andvaka
og hlusta á hvern einasta and-
ardrátt.
Skiptist á næturverkunum svo
bæði nái einhverri hvíld.
Seinkaðu eða frestaðu því óum-
flýjanlega í stað þess að rjúka til
og gefa við fyrsta grát.
Biddu um hjálp þegar þú þarfn-
ast hennar og taktu því fegins
hendi þegar vinir og ættingjar
bjóðast til að passa. Þú þarft ekk-
ert endilega að fara út heldur
gætir þú einfaldlega notað frítím-
ann til að hvílast í eigin herbergi.
Ef þú átt í vandræðum með að
sofna er tækifærin bjóðast skaltu
passa upp á að umhverfið sé svefn-
vænt. Passaðu að rúmdýnan og
koddinn séu þægileg, slökktu á sjón-
varpinu og hafðu herbergið svalt og
dimmt. Forðastu nikótín, koffín og
alkóhól. Að lokum: Það er ekkert að
því að henda sér upp í rúm þegar
færi gefst. Ef þú dottar ekki á næsta
hálftímanum drífðu þig þá fram úr
og taktu þér eitthvað fyrir hendur.
Þegar syfjan læðist upp að þér á ný
skaltu gera aðra tilraun á kodd-
anum. Ef þú heyrð harða baráttu við
að ná svefni eftir eins til tveggja
vikna baráttu skaltu ráðfæra þig við
lækninn þinn því ýmsar undirliggj-
andi ástæður geta komið í veg fyrir
að þú náir verðskuldaðri og nauð-
synlegri hvíld.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Barnsgrátur Nýbakaðir foreldrar geta vissulega þurft að laga sig að
breyttum aðstæðum þegar barn kemur í heiminn.
Glænýir
foreldrar
þurfa
líka hvíld
Fréttir
í tölvupósti
Hundshaus eftir Morten Ramsland
„Kauptu hana, lestu hana, mæltu með
henni við ættingja og vini …“
Weekendavisen
„Hundshaus er hreint frábær ættarsaga.
Óhefluð og fyndin. Skörp og hjartnæm.“
Information
„Djörf, áhrifarík og dásamleg.“
Daily Express
Tveir húsvagnar eftir Marinu Lewycku
höfund bókarinnar Stutt ágrip af sögu
traktorsins á úkraínsku, sem kom út í íslenskri
þýðingu fyrir ári.
„Fram úr hófi fyndin.“
Times Literary Supplement
„Tveir húsvagnar er fyndin, snjöll og glöggskyggn.“
The Guardian
„Fyrri bók hennar var skemmtileg,
þessi er jafnvel enn betri.“
The Sunday Times
Skáktyrkinn eftir Robert Löhr
„Ef þú hreifst af Ilminum muntu
líka láta heillast af Skáktyrkjanum.
Töfrandi skáldsaga um morð og
launráð sem grípur þig föstum
tökum frá fyrstu síðu.“
Harper’s Bazaar
„Margslungin og gamansöm.“
Publisher’s Weekly
„Einstaklega skapandi og
hugvitsamlegt verk.“
Kirkus Review
Bókmenntahátíðin
í Reykjavík 2007
NÝJAR KILJUR
Kynnið ykkur áhugaverða
dagskrá Bókmenntahátíðar
á www.bokmenntahatid.is