Morgunblaðið - 11.09.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.09.2007, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 25 KÆRA ríkisstjórn og aðrir ís- lenskir ráðamenn! Ég vil óska ykkur til hamingju með velsældartilveru ykkar! Það væri frá- bært að geta farið í verslun og keypt í matinn – lambasteik og tilheyrandi, fínan eftirrétt og öl… Það er munur, en hjá þeim sem sjaldan hafa efni á öðru en kjötfarsi, bjúgum og sláturkepp einstaka sinnum... Var svo ein- hver að minnast á bíó? – Já, það var fyr- ir rúmum 10 árum sem ég fór síðast á bíó, hef engan afgang fyrir slíkan munað af mín- um tryggingabótum. Upphæðin frá Tryggingastofnun ríkisins er, að frádregnum skatti, 88.054 kr. á mánuði. Ég er svo ein af þeim heppnu sem fá greiddan lífeyr- issjóð, 44.655 krónur frá lífeyr- issjóði ríkisstarfsmanna, fyrir kennslustörf í tæp 14 ár. Þetta eru samtals 132.709 krónur á mán- uði – auk þess svolítil mánaðarleg lífeyrissjóðsgreiðsla, kr. 6.854, eða kr. 4.406 kr. að skatti frádregnum, fyrir að hafa starfað sem lækna- ritari í 9 ár. Samtals gera þetta 137.115 kr. nettó á mánuði. Ég borga rétt tæplega 80 þúsund krónur í húsaleigu á mánuði, nota tölvu og borga síma, – það gera um 14 þúsund á mánuði – 94 þús- und kr. alls. Ég er slæm í fótum og þarf að nota bíl – bensín og bílatryggingar kosta 16 þús. á mánuði til jafnaðar, þetta gerir samtals um 110 þús. kr. Útvarp og sjónvarp eru 2.194 kr. á mánuði – þ.e. 112.194 kr. Hvað fleira þarf að borga? Rafmagn, spara þar og borga um 1.800 kr. á mánuði. Dag- blað 1500 kr. á mánuði – samtals kr.115.494.Afborgun af einu láni 10 þúsund. – Samtals alls um 126.000 – eftir verða rúmar 10 þúsund krónur fyrir afganginn – mat, hreinlætisvörur, föt – væri það eitthvað fleira – t.d. ferð til Reykjavíkur? Og auðvitað enginn afgangur fyrir afmæl- isgjafir fyrir börnin – hvað þá jólagjafir. Hef ég efni á að fara í leikhús ?– ekki mögu- legt sl. 15 ár. Kannske er þetta til- vera eins og Íslend- ingar lifa almennt – ég veit það ekki. Mér er þó ljóst að stór hópur eldra fólks í landinu stendur í sömu sporum og ég – hópur eldri borgara. Hef barist fyrir til- veru minni og fjölskyldunnar alla tíð og á 3 uppkomin börn með fjöl- skyldur og þau hafa nóg með sig. Ég hef aldrei verið upp á aðra komin og er of stolt til að biðja um fjárhagslega aðstoð.Nema – einu sinni. Því að fyrir síðustu jól braut ég odd af oflæti mínu og bað um aðstoð hjá fjölskylduhjálp Akureyrar . Mér bauðst 21 þús- und króna upphæð – en að sjálf- sögðu skattskyld greiðsla þannig að í minn hlut komu tæpar 14 þús- und krónur. Ég hefði jú getað keypt steik – lítið jólatré og jólaöl fyrir upphæðina; kaus þó að vera hjá syni mínum um jólin – hefði hvort sem er lítið getað keypt til hátíðabrigða – hvað þá haldið jóla- boð. Í sumar komu svo þær „gleði- fregnir“ að ég gæti fengið mér vinnu án þess að tryggingabætur TR yrðu skertar – en sú rausn! En málið var ekki svo einfalt því að þegar ég reyndi að sækja um vinnu fékk ég hana hvergi! Hvern- ig hékk þetta saman? Rík- isstjórnin hafði í velvild sinni bent á að nú gæti ég fengið mér vinnu án þess að þurfa að óttast skerð- ingu á bótunum sem fram til þessa var reglan. Þannig að 60 ára varð ég öryrki og mátti ekkert vinna nema því aðeins að trygg- ingagreiðslur væru stórskertar. En nú bregður svo við að þegar ég hef náð sjötugsaldri þá má ég áhyggjulaus fá mér vinnu! Það var sannarlega vel til fundið hjá hinni skilningsríku ríkisstjórn! Nefndi einhver vanþakklæti? En hvað með lán? Engin til að fara í nám eða á námskeið? En, nei, það var ekki möguleiki vegna lágra launa, auk skerðingar á bót- unum sem kæmu seinna. Mér finnst í dag að dyrnar út í samfélagið hafi lokast, ég er greinilega ekki velkomin í þessu ríka þjóðfélagi, sem sér vaxt- armöguleika sína aðallega felast í fjármögnun og ávöxtun peninga. Albert Schweitzer sagði eitt sinn að mælikvarðinn á menning- arstig hvers þjóðfélags væri í beinu hlutfalli við þá tillitssemi og virðingu sem þjóðfélagið auðsýndi eldri kynslóðinni. Innri verðmæti hverrar þjóðar eru um leið sá grundvöllur sem hún byggir á tilveru sína. Ef sá grundvöllur veikist þá riðar sam- félagið til falls. Ef viðhorf og siðferðishug- myndir þegnanna spillast og úr- kynjast verður þjóðfélagið sjúkt og ofbeldi, virðingarleysi gagnvart náunganum, eigingirni, tillitsleysi og græðgi verða stöðugt meira áberandi. Horfum á íslenskt þjóð- félag í dag – sjáum við þessi ein- kenni? Eru eldri borgarar óvelkomn- ir í íslensku þjóðfélagi? Esther Vagnsdóttir tekur dæmi um kjör eldri borgara sem fær greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóði »Mér finnst í dag aðdyrnar út í sam- félagið hafi lokast, ég er greinilega ekki velkom- in í þessu ríka þjóð- félagi... Esther Vagnsdóttir. Höfundur er kennari á Akureyri. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 7. september var spilað á 13 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 354 Jens Karlsson – Björn Karlsson 353 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 334 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 332 A/V Björn Björnsson – Haukur Guðmss. 365 Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinsson 362 Guðni Ólafsson – Ingólfur Þórarinsson 354 Óli Gíslason – Stefán Ólafsson 347 Bridsfélag Reykjavíkur Nú er spilamennska hjá BR að hefjast eftir sumarfríið. Þriðjudag- ana 11. og 18. september fer fram Monrad-tvímenningur. Besta sam- anlagða skor telur til verðlauna. Spilað verður í Síðumúla 37 alla þriðjudaga kl. 19. Spilurum (og sveitum) verður í fyrsta skipti boðið upp á árskort sem viðbót við 10 skipta kortin. Best að panta árskort- in á fyrsta spilakvöldinu til að þau nýtist sem best. Minnt er á veglega einmennings- keppni í lok vetrar þar sem 24 brons- stigahæstu spilarar fá keppnisrétt. Dagskrá, úrslit o.fl. á heimasíðu BR: bridge.is/br Fréttir á SMS TRACY CHEVALIER ÁRITAR Metsöluhöfundurinn Tracy Chevalier áritar bækur sínar í bókabúð M&M að Laugavegi 18, í dag kl.17:00 J E N T A S www.jentas.com „Þetta er bók sem ætti að lesast af öllum...“ Mbl. NEISTAFLUG STÚLKA MEÐ PERLUEYRNALOKK „Neistafl ug er sjónræn dásemd.“ The Times Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Elsta fyrirtækjasalan á landinu. Nýskráð fyrirtæki 1. Sérstök verslun í Kringlunni. Er með einkaleyfi fyrir sinni vöru. Það er mjög sérstakt að fá verslunarpláss núna. Langur biðlisti. Einstakt tækifæri. Besti sölutíminn framundan. 2. Leikskóli í nýlegu húsnæði sem fylgir einnig með í pakkanum. Öll tæki úti sem inni. Staðsettur á einstökum stað þar sem húsnæðið hækkar og hækkar í verði með tímanum. Tekur á milli 50-60 börn og alltaf umfram eftirspurn. Hægt að yfirtaka áhvílandi lán. 3. Leigumiðstöð með mörgum stúdíóíbúðum og góðri sameiningu. Allt til staðar. Allir staðir fullbókaðir af góðum leigjendum sem borga. Öruggar miklar tekjur. Ýmiss skipti koma til greina. Möguleiki að stækka húsið mikið. 4. Vel þekkt járnsmíðaverkstæði í Hafnarfirði. Næg vinna. Fastir viðskiptavinir. Allt til alls, öll tæki og áhöld. Húsnæðið fylgir með. 5. Lítil skóverslun með stuttan opnunartíma en selur nær eingöngu stóra skó og flytur inn heimsfræga þæginda og hollustuskó. Þarf að flytjast eða sameinast öðru sambærilegu fyrirtæki. 6. Einstaklingsfyrirtæki sem framleiðir dýnur í hjólhýsi, báta, sumarbústaði, barnaheimili og fl., allt úr svampi. Þægileg vinna sem getur verið hvar sem er á landinu. Kennsla fylgir. Laust strax vegna veikinda eiganda. Ótrúlega hagstætt verð. Höfum traustan löggil. kaupanda af fasteignasölu. Sterkur fjárfestir er að koma til landsins og vill kaupa hlut í stóru fyrirtæki eða allt fyrirtækið. Mjög fjársterkur. Fullur trúnaður. Það gæti borgað sig að hafa samband.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.