Morgunblaðið - 11.09.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 29
hönd í lok samkvæmanna góðu.
Saga vináttu okkar Andrésar var
orðin nærri sjötug þegar hann féll
frá okkur öllum til mikils harms,
annar úr hópnum góða úr B-bekkn-
um. En minningarnar verma í öllum
fjölskyldunum. Fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar votta ég fjölskyldu
Andrésar dýpstu samúð og við
þökkum honum öll fyrir ánægjulega
samfylgd. Andrés Reynir varð öll-
um hjartfólginn sem honum kynnt-
ust.
Páll Ásgeirsson.
Vorið 1949 kvaddi bjartsýnn hóp-
ur gamla skólann sinn við Grund-
arstíg. Árin fjögur höfðu ekki að-
eins verið ár þekkingarleitar, þau
höfðu einnig verið ár vináttu og
bræðralags lífsglaðs fólks. Hluti
hópsins bætti við sig tveimur árum í
námi. Samstaðan var einstök.
Bekkjarsystkinin fóru sitt í hverja
áttina, sum lögðu fyrir sig frekara
nám, önnur héldu á vit ævintýranna
á vinnumarkaðnum.
En samstaða hópsins hélt áfram.
Vinátta nær ekki að blómstra án
þess að lögð sé rækt við hana. Ár-
lega varð hópurinn að hittast og
rifja upp gömul kynni og leita
fregna af því sem á dagana hafði
drifið. Berja augum skólasystkinin
og taka þátt í þeim breytingum sem
urðu í lífi þeirra. Verða hluttakandi
í gleði þeirra og finna til með þeim
ef eitthvað fór úrskeiðis. Spyrjast
fyrir um þau sem ekki höfðu getað
komið. Hópur skólabræðra sem
bundist hafði traustum böndum í
skóla fannst ekki nóg að gert. Sam-
verustundirnar yrðu að vera tíðari.
Þeir mynduðu klúbb sem í hverjum
mánuði hefur um hádegisbil verið
athvarf þessara bræðra.
Enginn hópur nær árangri ef
enginn er foringinn. Andrés Reynir
var fæddur foringi. Það var aldrei
nein leit að foringja innan hóps
skólabræðra eða skólasystkinanna.
Andrés sá um það sem gera þurfti.
Hann var einstaklega vandvirkur
við allan undirbúning hvað svo sem
til stóð. Hann hafði sambandi við
skólayfirvöld á stórafmælum, hann
hafði samband við aðra árganga til
að koma á samstöðu stórra hópa,
hann undirbjó með mikilli kost-
gæfni hvern einasta hádegisverðar-
fund sem við skólabræður áttum.
Hann var aldrei einn í sínum at-
höfnum. Við hlið hans stóð Dóra
hans sem var honum stoð og stytta
og veitti ómetanlegan stuðning.
Andrés var mikill gæfumaður.
Hann var alinn upp á heimili sem
var þekkt fyrir snyrtimennsku og
rausnarskap. Sú arfleið fylgdi hon-
um áfram þegar hann stofnaði sitt
heimili.
Foringinn er fallinn. Ekkert hefði
Andrési verið meir á móti skapi en
að við létum fánann síga við fráfall
hans. Í minningu hans verðum við
að treysta böndin og halda ótrauð
áfram á þeirri braut sem hann
markaði, skólasystur og skólabræð-
ur.
Við sendum Dóru og fjölskyldu
okkar innilegustu samúðarkveðjur
með þakklæti fyrir allt sem þau
veittu okkur.
Klúbbur skólabræðra.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Með andláti Andrésar Reynis
Kristjánssonar er kær vinur fallinn
frá. Hann var drengur góður, prúð-
ur og staðfastur. Vinátta okkar
Andrésar hófst í Miðbæjarskólanum
í Reykjavík, þá tíu ára gamlir. Líkt
og margir jafnaldrar þreyttum við
saman fullnaðarpróf úr barnaskóla
og samtímis inntökupróf í Verzlun-
arskóla Íslands og komust þar með
ári á undan þangað inn. Andrés var
vinsæll og tók virkan þátt í fé-
lagsstörfum í Verzlunarskólanum.
Sökum einstakrar reglusemi Andr-
ésar var honum treyst fyrir mörg-
um trúnaðarstörfum af samnemend-
um sínum. Meðal annars var hann
kjörinn sem leiðtogi þegar stúd-
entaárgangurinn fór í ferð til Dan-
merkur og Norðurlanda eftir út-
skrift 1951. Eftir stúdentspróf lá
leið Andrésar í lögfræði við Háskóla
Íslands en við fráfall föður síns hans
tók hann við rekstri fjölskyldufyr-
irtækisins og starfaði þar við hlið
bróður síns alla starfsævina. Trún-
aðarstörf Andrésar fyrir félagahóp-
inn úr Verzlunarskólanum héldu
áfram þegar hann kom á fót fé-
lagsskap þar sem þeir sem luku
verslunarprófi 1949 hittast mánað-
arlega og snæða saman hádegis-
verð. Þessi hefð sem hófst að frum-
kvæði Andrésar hefur haldist í
hartnær hálfa öld og verið ómet-
anlegur vettvangur vinskapar og
tryggðar.
Andrés naut mikillar gæfu er
hann kynntist eftirlifandi eiginkonu
sinni Dóru Gígju Þórhallsdóttur en
gestrisni hennar og hlýja hefur fylgt
vinskap okkar gegnum árin. Heimili
þeirra hjóna stóð okkur sem þau
þekktu ævinlega opið og þaðan
minnumst við margra góðra stunda
við söng og gleðiskraf. Dóra og
Andrés eru miklir listunnendur og
heimili þeirra gleður auga allra sem
kunna góða list að meta. Andrés
Reynir reyndist mér einstakur vin-
ur og var ævinlega til staðar þegar
ég þurfti vináttu við. Með fráfalli
hans er genginn góður drengur.
Að lokum votta ég Dóru, börnum
þeirra, tengdadóttur og barnabörn-
um innilega samúð. Pax Vobiscum.
Jón Lárus Sigurðsson.
SPENNANDI Íslandsmóti í skák
lauk um síðustu helgi í Skákhöllinni í
Faxafeni 12. Þegar tvær umferðir
voru eftir voru alþjóðlegi meistarinn
Stefán Kristjánsson (2.458) og stór-
meistarinn Hannes Hlífar Stefáns-
son (2.568) jafnir og efstir með sex
vinninga en á eftir þeim komu stór-
meistarinn Þröstur Þórhallsson
(2.461) og alþjóðlegi meistarinn
Bragi Þorfinnsson (2.389) með 5½
vinning. Í tíundu og næstsíðustu um-
ferð mættust Hannes og Þröstur í
skák sem réð miklu um möguleika
þeirra til að hampa Íslandsmeistara-
titlinum árið 2007:
Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson
Svart: Þröstur Þórhallsson
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3
e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4
Bd6?!
Að jafnaði er talið skynsamlegra
að leika b7-b5. Eins og framhaldið
ber með sér er ástæðan sú að ella er
hætta á að hvítreita biskup svarts
verði óvirkur.
8. a4!? 0-0 9. 0-0 a5 10. e4 e5 11. h3
exd4 12. Rxd4 Re5 13. Ba2 Bc5 14.
Be3 Db6 15. Db3!? Da7 16. Rce2
Upp er komin áhugaverð stað þar
sem hvítur hyggst byggja sókn á
miðborðinu á meðan svartur reynir
að þrýsta á miðborðsreitina með
mönnum. Nú getur svartur tekið
peðið á e4 en er það æskilegt?
16. … Bd7
Svartur hefði staðið illa eftir 16. …
Rxe4? vegna 17. Dc2! og hvítur fengi
vænlegt tafl eftir t.d. 17. … Rf6 18.
Rxc6!.
17. Dc2 Bb6 18. Had1 c5
Afdrifarík ákvörðun þar sem nú
skapast holur b5 og d5. Á hinn bóg-
inn leysir svartur önnur vandamál,
svo sem kemur í veg fyrir f2-f4-fram-
rás hvíts.
19. Rf5 Bxf5 20. exf5 c4 21. Rd4
Rd5 22. De4 Rxe3 23. fxe3 Bxd4?!
Það kann að hafa verið betra að
leika 23. … Hfe8.
24. exd4
24. … f6?
Betra var að reyna 24. … Hfe8 þó
að hvítur stæði þá einnig vel að vígi.
25. Kh1 Rc6 26. Bxc4+ Kh8 27.
Hf4 Had8 28. Be6 Re5 29. Hc1! Rf7
30. Hc7 Rd6 31. Df3 Re8 32. Hh4 h6
Hvítur hefur nú yfirspilað svartan
og lætur nú kné fylgja kviði.
Sjá stöðumynd 3.
33. Hxh6+! gxh6 34. Dh5 og svartur
gafst upp enda óverjandi mát.
Við þennan góða sigur varð Hann-
es efstur ásamt Stefáni Kristjáns-
syni fyrir lokaumferðina. Í henni yf-
irspilaði Hannes hinn unga Hjörvar
Stein Grétarsson á meðan Stefán
náði ekki með hvítu að brjóta niður
varnir Braga Þorfinnssonar og jafn-
tefli varð niðurstaðan. Hannes Hlíf-
ar varð því Íslandsmeistari í skák
sjöunda árið í röð og hefur samtals
orðið Íslandsmeistari í níu skipti.
Ekki er ólíklegt að á næstu árum
haldi hann áfram að bæta það met að
hafa orðið oftast Íslandsmeistari í
skák. Þeir sem koma næst honum í
því efni eru þeir Eggert Gilfer og
Baldur Möller en þeir unnu titilinn
sjö sinnum. Lokastaða Skákþings Ís-
lands, landsliðsflokks, varð þessi:
1. Hannes Hlífar Stefánsson (2.568) 8 v.
af 11 mögulegum.
2. Stefán Kristjánsson (2.458) 7½ v.
3. Bragi Þorfinnsson (2.389) 7 v.
4. Róbert Lagerman (2.315) 6½ v.
5.-8. Dagur Arngrímsson (2.316),
Þröstur Þórhallsson (2.461),
Snorri G. Bergsson (2.301) og
Jón Viktor Gunnarss. (2.427) 5½ v.
9. Ingvar Þ. Jóhannesson (2.344) 5 v.
10. Davíð Kjartansson (2.324) 4 v.
11. Lenka Ptácníková (2.239) 3½ v.
12. Hjörvar Steinn Grétarsson (2.168) 3 v.
Í kvennaflokki varð keppnin hörð
á milli hinnar fjórtán ára gömlu Hall-
gerðar Helgu Þorsteinsdóttur og
hinnar margreyndu Guðlaugar Þor-
steinsdóttur. Þær voru jafnar og
efstar fyrir lokaumferðina og meðan
á síðustu skákunum stóð leit út fyrir
á tímabili að Hallgerður yrði meist-
ari þar sem Guðlaug stóð höllum fæti
gegn Elsu Maríu
Þorfinnsdóttur.
Með mikilli seiglu
tókst Guðlaugu að
snúa taflinu við og
innbyrða sigur og
það gerði Hallgerð-
ur einnig gegn Jó-
hönnu Björgu Jó-
hannsdóttur.
Hallgerður og Guð-
laug þurfa að tefla
einvígi um titilinn
en lokastaðan í
kvennaflokknum
varð annars þessi:
1.-2. Guðlaug Þor-
steinsd. (2.130) og Hall-
gerður Þorsteinsd.
(1.808) 7½ v. af 8 mögul.
3. Harpa Ingólfsdóttir
(2.030) 5½ v.
4.-5. Tinna Kristín Finn-
bogadóttir (1.661) og
Sigurlaug Friðþjófsdótt-
ir (1.845) 4 v.
6. Elsa María Þorfinns-
dóttir (1.693) 3 v.
7. Jóhanna Björg Jó-
hannsdóttir (1.632) 2½ v.
8. Sigríður Björg Helga-
dóttir (1.564) 2 v.
9. Hrund Hauksdóttir
(1.145) 0 v.
Í áskorendaflokki
urðu Jón Árni Halldórsson (2.175) og
Þorvarður Fannar Ólafsson (2.156)
efstir og jafnir með sjö vinninga af
níu mögulegum. Þeir unnu sér þar
með rétt til að taka þátt í landsliðs-
flokki að ári. Guðni Stefán Pétursson
(2.107) varð þriðji með 6½ vinning en
Sverrir Örn Björnsson (2.095) og Jó-
hann Ragnarsson (2.037) deildu
fjórða sætinu með sex vinninga.
Nánari upplýsingar um Íslandsmót-
ið er að finna á www.skak.is og á
heimasíðu mótshaldara, www.skak-
samband.is. Orkuveita Reykjavíkur
var bakhjarl mótsins.
Laugalækjarskóli
Norðurlandameistari
Norðurlandamót í liðakeppnum
skóla var haldin um síðustu helgi.
Lið Laugalækjarskóla varði meist-
aratitil sinn með miklum yfirburðum
á Norðurlandamóti grunnskóla-
sveita sem haldin var í Lavia í Finn-
landi. Það munaði fimm vinningum á
Norðurlandameisturunum og næsta
liði. Sem fyrr var Torfi Leósson liðs-
stjóri sveitarinnar. Barnaskólasveit
Grunnskóla Vestmannaeyja lenti í
öðru sæti á Norðurlandamótinu í Ör-
sundsbro í Danmörku. Eyjapeyjarn-
ir nutu leiðsagnar Helga Ólafssonar
stórmeistara og stóðu sig mjög vel
þar sem þeir voru eingöngu hálfum
vinningi á eftir sænska liðinu sem
varð hlutskarpast á mótinu. Lið
Menntaskólans í Reykjavík lenti í
fjórða sæti af fimm sveitum á Norð-
urlandamóti framhaldsskólasveita
sem fram fór í Lundi í Svíþjóð. Hinn
reyndi liðsstjóri Ólafur H. Ólafsson
fylgdi sveitinni til Skánar. Nánari
upplýsingar um öll þessi mót er að
finna á www.skak.is.
Hannes Íslandsmeistari
í níunda sinn
daggi@internet.is
Helgi Áss Grétarsson
SKÁK
Skákhöllin, Faxafeni.
SKÁKÞING ÍSLANDS 2007
28. ágúst til 8. september 2007
Stöðumynd 3
Íslandsmeistarinn Stórmeistarinn Hannes Hlífar
Stefánsson sýndi sterkan karakter eftir tvo töp í röð
á Íslandsmótinu og vann sinn níunda meistaratitil.
Mikið vildi ég að
þær fréttir sem ég
fékk í síðustu viku
væru ekki sannar. Tjörvi var alltof
ungur til að kveðja þennan heim, en
hans bíður greinilega stórt og mikið
verkefni á betri stað.
Þann tíma sem ég dvaldist með
fjölskyldunni í Svíþjóð þegar Tjörvi
var þar í meðferð verð ég ætíð þakk-
lát fyrir. Það sem þeir bræður fundu
ekki uppá að leika sér að, hvort sem
það voru bílar eða lestar, púðar sem
urðu að hundakofa eða litla eldhúsið
þar sem stundum var eldað í eða
seldur ís og ekki hef ég tölu á hversu
oft var horft á Emil í Kattholti.
Tjörvi Freyr Freysson
✝ Tjörvi FreyrFreysson fædd-
ist í Reykjavík 22.
mars 2005. Hann
andaðist á barna-
spítala Hringsins
þriðjudaginn 21.
ágúst sl.
Útför Tjörva var
gerð frá Árbæjar-
kirkju í Reykjavík
29. ágúst sl.
Ég fór oft upp á
Barnaspítala Hrings-
ins til að heimsækja
hetjuna hann Tjörva
þegar hann var þar.
Það var ótrúlega mikið
sem var lagt á þennan
litla kropp og en alltaf
var stutt í brosið
bjarta.
Ég veit það hefur
verið tekið vel á móti
Tjörva og að hans
verður vel gætt.
Ég bið góðan Guð að
styrkja Frey, Elfu,
Valdimar Frey, ömmur og afa og
fjölskyldurnar á þessum erfiðu tím-
um.
Minningin um Tjörva mun ávallt
lifa í hjarta mínu.
Góða nótt, sofðu rótt og dreymi
þig vel, Tjörvi minn.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Arna Huld frænka.
Lokað
Fyrirtækið verður lokað í dag, þriðjudaginn 11. september frá kl.
14.00 vegna útfarar ANDRÉSAR REYNIS KRISTJÁNSSONAR.
MYNDBANDAVINNSLAN & HLJÓÐRITI
Hátúni 6b, Reykjavík.
Lokað
Fyrirtækið verður lokað í dag, þriðjudaginn 11. september frá kl.
14.00 vegna útfarar ANDRÉSAR REYNIS KRISTJÁNSSONAR
fyrrverandi forstjóra.
FÖNIX ehf
Hátúni 6a, Reykjavík.