Morgunblaðið - 11.09.2007, Page 35

Morgunblaðið - 11.09.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 35 Krossgáta Lárétt | 1 frosin jörð, 4 viðarbútur, 7 flennan, 8 árnar, 9 beita, 11 yfirsjón, 13 megni, 14 bál, 15 heit- ur, 17 járn, 20 herbergi, 22 spjald, 23 mjólkuraf- urð, 24 sér eftir, 25 lifir. Lóðrétt | 1 lóu, 2 ævi- skeiðið, 3 vinna, 4 mat- skeið, 5 verkfæri, 6 skipu- lag, 10 fiskur, 12 skyggni, 13 snák, 15 batt enda á, 16 ýl, 18 spil, 19 hrósar, 20 at, 21 taugaáfall. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 reisulegt, 8 gadds, 9 tófan, 10 sæl, 11 rýrna, 13 agnar, 15 stórt, 18 hasar, 21 æra, 22 stapp, 23 flökt, 24 gagndrepa. Lóðrétt: 2 endar, 3 sussa, 4 litla, 5 gefin, 6 Ægir, 7 snýr, 12 nýr, 14 góa, 15 sess, 16 óraga, 17 tæpan, 18 hafur, 19 skörp, 20 rétt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert svo vanur æsingi að þú veist ekki hvernig þú átt að snúa þér þegar ró færist yfir. Ráð: Einbeittu þér að því góða sem dagurinn hefur að geyma. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert svalur í öllum aðstæðum – hæfileiki sem alheimurinn mun láta reyna á. Skemmtileg neyð gæti komið upp í líki óvæntra og svangra gesta. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Yfirmenn og aðrir ráðamenn reyna oft á sjálfsálitið og það er erfitt að láta það ekki á sig fá. En ef þér tekst það færðu það ríkulega borgað. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Dagurinn í dag er æfing í sam- þykki – á sjálfum þér, félögum þínum og núverandi aðstæðum. Um leið og þú ger- ir það getur þú breytt öllu til hins betra. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Gerðu það sem til þarf til að hugsa vel um sjálfan þig á alla vegu. Þú ert að læra um hversu mikið þú getur beðið ást- vinina án þess að fara yfir mörk. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Allt er að gerast í dag – vertu viðbúinn óvæntum uppákomum. Vinir bæði öfunda þig og hylla. Bentu öðrum á eigin hæfileika og öfundin hættir. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert ekki sá eini sem spyr: „Að hverju er þessi heimur að verða?“ því þú ert á fullu að móta hann. Mótaðu hann þannig að hann veiti þér ánægju. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Líf þitt er jafn fallegt og það er einfalt. Þú kaupir einn hlut og gefur annan í staðinn. Skipulagning – ó, já – flokkun og röðun eru hluti af þessu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Smám saman tekst þér að púsla þessu saman, og það reyndist ekk- ert erfitt. Listaverkið sem þú kallar líf er að verða stórkostlegra en þú áleist mögu- legt. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú veist ekki einu sinni hver stendur með þér þar til þú hendir þér út í verkefnið. Pláneturnar munu tengja þig bandamönnum á dularfullan hátt. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Annar fóturinn framfyrir hinn færir okkur „þangað“, jafnvel þótt við vitum ekki hvar „þar“ er til að byrja með. En þetta snýst um að gera verkið rétt, ekki hvert er haldið. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ástvinir munu reyna að troða sín- um reglum upp á þig, en þeir munu átta sig á að það er tímaeyðsla. Auk þess ertu snillingur ef þú færð sjálfur að ráða för. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Rf3 e6 5. d4 cxd4 6. cxd4 b6 7. Bd3 Ba6 8. 0-0 Be7 9. Rc3 Rxc3 10. bxc3 Bxd3 11. Dxd3 0-0 12. d5 exd5 13. Hd1 Dc7 14. Bf4 Rc6 15. Dxd5 Had8 16. Hd3 h6 17. Had1 Dc8 18. Rd2 Da6 19. Re4 Da4 20. Hh3 Dc2 21. Kf1 Hfe8 22. Hc1 Da4 Staðan kom upp á Euwe-mótinu sem er nýlokið í Arnhem í Hollandi. Hollenska skákkonan Bianca Mu- hren (2.334) hafði hvítt gegn gamla brýninu Oscar Panno (2.457) frá Argentínu. 23. Bxh6! gxh6 24. Hg3+ Kf8 25. Rf6 Ba3?? svartur hefði getað haldið taflinu gangandi eftir 25. … Bxf6 26. Dd6+ Re7. 26. Hg8+ og svartur gafst upp enda yrði hann mát eftir 26. … Ke7 27. Dxd7+! Hxd7 28. Hxe8#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Ellefu-reglan. Norður ♠KD32 ♥98 ♦DG4 ♣K752 Vestur Austur ♠87 ♠G10965 ♥Á10764 ♥DG3 ♦K863 ♦7 ♣G8 ♣D1096 Suður ♠Á4 ♥K52 ♦Á10952 ♣Á43 Suður spilar 3G. Sú aðferð að spila út 4. hæsta gegn grandi heitir öðru nafni „11-reglan“. Makker útspilarans dregur útspilið frá „11“ og fær þá út fjölda spila fyrir ofan útspilið á höndunum þremur – í blindum, á eigin hendi og á hendi sagnhafa. Hér kemur vestur út með hjarta- sexu og suður tekur gosa austurs með kóng. Sagnhafi fer inn í borð til að svína í tígli. Vandi vesturs er sá að hann veit ekki hver á hjartadrottningu, svo hann dúkkar og bíður eftir afkasti frá makker. Þegar sagnhafi spilar tígli í annað sinn á austur ýmsar leiðir til að benda á hjartað, en skýrast er að henda hreinlega hjartadrottningunni! Samkvæmt 11-reglunni eru fimm spil fyrir ofan útspilið á höndunum þremur (11-6=5) og þau eru öll séð – tvö í borði, tvö á hendi austurs og svo tók suður á hjartakóng í fyrsta slag. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Kristján Jóhannsson óperusöngvar hélt móður sinniafmælistónleika á Akureyri. Hvað heitir hún? 2 Hver varð Íslandsmeistari í skák um helgina? 3 Íslensk skólaskáksveit varð Norðurlandameistarigrunnaskóla. Frá hvaða skóla var hún? 4 Hvaðan er Nóbelsverðlaunahafinn J.M. Coetzee semhélt opnunarræðu bómenntahátíðarinnar? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Nýr prestur hefur ver- ið valinn til að þjóna Gindavíkurprestakalli. Hvað heitir hann? Svar: Sr. Elínborg Gísladóttir. 2. Big Mac-hamborg- aravísitalan var kunn- gjörð í vikunni. Í hvaða sæti eru Íslendingar? Svar: Efsta sæti. 3. Íslendingar spila tvo landsleiki í knattspyrnu um þessar mundir. Hvað heitir formaður KSÍ? Svar: Geir Þorsteinsson. 4. Tvær íslenskar myndir eru með í forvali fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Hverjar? Svar: Mýrin og Börn. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig HALDIN verða mótmæli af ýmsum toga gegn út- breiðslu stóriðju víða um heim hinn 12. september nk. Saving Iceland-hreyfingin er hluti af þessu átaki en út frá baráttunni á Íslandi hafa Saving Iceland- liðar lagt sig fram um að mynda tengsl við baráttu- hópa gegn stóriðju í öðrum löndum, segir í tilkynn- ingu frá hreyfingunni. Þar segir að fyrirtækin sem barist er gegn séu þau sömu í Brasilíu, Trinidad, í S-Afríku og á Íslandi. Út- breiðsla þeirra þekki engin landamæri, ekki frekar en mengunin sem hlýst af starfsemi þeirra. 12. sept- ember boðar Saving Iceland til mótmælastöðu gegn fyrirhuguðum virkjunum Landsvirkjunar í Þjórsá. Fyrst við stjórnarráðið kl. 12 á hádegi og síðan við Þjórsá þar sem gengið verður að Urriðafossi kl. 15. 12. september varð til sem alþjóðlegur dagur gegn stóriðju á alþjóðlegri ráðstefnu Saving Iceland um hnattræn áhrif stóriðju, sem haldin var 7. og 8. júlí sl. M.a. eru það íbúasamtökin Rise Against í Trinidad, Earthlife Africa í S-Afríku, Alcan’t í Indlandi, Move- ment of Dam Affected People í Brasilíu og Comm- unity Alliance for Positive Solutions í Ástralíu, auk Saving Iceland-liða, sem standa fyrir mótmælum og aðgerðum í heimalöndum sínum þennan dag. Alþjóðlegur dagur gegn stóriðju FRÉTTIR SARAH Hewlett, prófessor í hjúkrunarfræði, flytur opið erindi í málstofu Rannsóknastofnunar í hjúkr- unarfræði miðvikudaginn 12. sept. nk. kl. 13-14 í stofu 201, 2. hæð Eirbergi, Eiríksgötu 34. Heiti er- indisins er: „What do patiens mean when they say they are tired?“ Í fréttatilkynningu segir að Sarah noti rannsókn- argögn sín til að útskýra hvernig gigtarsjúklingar, og þá sérstaklega þeir sem eru með liðagigt, upplifa þreytu og vitnar hún meðal annars í lýsingar sjúk- linganna sjálfra. Hún skoðar einnig hvort gigtarsjúklingar upplifi þreytu sína á annan hátt en sjúklingar sem eru með aðra langvinna sjúkdóma Sarah segir einnig frá því hvers konar mæling- araðferðir eru notaðar til að meta þreytuna og ræðir um hvort mögulegt sé að meðhöndla þreytu. Í lokin svarar Sarah spurningum áheyrenda og verður hægt að spyrja spurninga á íslensku. Sarah Hewlett kemur hingað til lands í tengslum við REUMA 2007, norrænu þverfaglegu ráðstefn- una um gigt, sem haldin verður 12.-15. sept. nk. á Grand hóteli. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Fyrirlestur um þreytu gigtarsjúklinga Rangt verð á flutningi Samskipa Þau leiðu mistök urðu í grein um flutningsverð á gámum með búslóðir í Morgunblaðinu í gær, að þar var farið rangt með flutningsverð á 40 ft gámum með Samskipum frá Íslandi til Kaup- mannahafnar og til London. Eftirfarandi er rétt verð: Til Kaupmannahafnar: 40 ft. gámur með búslóð: 330.944 kr. en með SÍNE-afslætti 307.147 kr. Til London: 40 ft. gámur með búslóð: 332.076 kr. en með SÍNE-afslætti 311.279 kr. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ekki formleg tillaga Í Morgunblaðinu á sunnudag var rangt farið með að Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, hefði staðfest að sendi- herra Rússlands á Íslandi, Viktor I. Tatrintsev, hefði kynnt utanríkisráðherra að Rússar vildu ræða við Íslendinga um öryggis- og björg- unarmál á Norður-Atlantshafi. Sendiherrann hafi hins vegar nefnt þetta við Grétar Má sem hugmynd, en ekki var um neina formlega tillögu að ræða, hvorki í formi bréfs né skriflegs erindis. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.