Morgunblaðið - 11.09.2007, Qupperneq 36
Við erum svolítið eins
og Mogginn; reynum
að breyta ekkert voðalega
miklu í einu, en laga okkur
aðeins til öðru hverju … 40
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
KANADÍSKI leikstjórinn Dean DeBlois er hrif-
inn af eyjum. Fyrsta myndin hans gerðist á
Hawaii, sú næsta gerist á Íslandi og sú þriðja
væntanlega á Írlandi þar sem hann vann í fjögur
ár – og hann telur Nýja-Sjáland einnig upp þegar
hann fjallar um uppáhaldsstaði sína. Þegar ég
heyri í honum frá Los Angeles byrjum við viðtalið
á hefðbundinni veðuröfund, ég vil sólskinið og
steikjandi hitann í LA og hann vil rigninguna sem
dynur á gluggunum upp við Rauðavatn.
Hann er tvítyngdur, úr enskumælandi fjöl-
skyldu en sótti franskan skóla á mærum Quebec
og Ontario. Eftir að hafa lært teiknimyndagerð í
Toronto fékk hann þó sína eldskírn við þá iðju á
Írlandi þar sem Don Bluth hafði sett upp stúdíó.
Þar var hann í fjögur ár (og mun væntanlega snúa
aftur til að taka næstu mynd sína, The Banshee
and Fin Magee) áður en Disney réð hann og eftir
að hafa unnið við Mulan var hann ráðinn ásamt
Chris Sanders til að leikstýra teiknimyndinni Lilo
& Stitch þar sem afskipt hawaiiísk stúlka tekur að
sér snarvitlausa geimveru sem hún finnur í
hundaathvarfinu.
Kafbátatónlist undir handritaskrifum
Þegar Sanders gekk inn á meðleikstjóra sinn
þegar hann sat við handritaskrif spurði hann iðu-
lega: „Hvaða kafbátahljóð eru þetta eiginlega?“
Kafbátahljóðin komu frá Ágætis byrjun Sigur
Rósar sem DeBlois hafði iðulega á fóninum við
skriftir og eftir að hafa kynnst hljómsveit-
armeðlimum á tónleikum héldu þeir sambandi.
Þegar fyrirhuguð heimildamynd um Íslandsför
hljómsveitarinnar árið 2006 virtist ætla að sigla í
strand spurðu þeir svo DeBlois ráða. Og í kjölfar-
ið var hann ráðinn. „Mér var gefið allt óunna efnið
og þurfti að gefa því persónulegt sjónarhorn – það
var það sem framleiðendunum og bandinu sjálfu
fannst vanta. Þannig að allt sem við tókum upp
snerist um að skapa samhengi, búa til nánd við
hljómsveitina – bæði sjónrænt og einnig í því
hvernig við sögðum söguna.“
Myndin hlaut nafnið Heima og er að stórum
hluta byggð á dagbók Johns Bests, fram-
kvæmdastjóra Sigur Rósar, sem finna má á
heimasíðu sveitarinnar (sigur-ros.is). „Þetta var
mögnuð saga. Að jafnstór sveit taki sumarið í að
halda fría óauglýsta tónleika fyrir Íslendinga,
slíkt er fáheyrt í tónlistarbransanum. Í Ameríku
reyna flestir að flýja ræturnar og hypja sig úr
heimabænum um leið og þeir geta.“ Hann segir þó
hættu á að Ísland sé að fjarlægjast upprunann,
rétt eins og Írland gerði.
Að fjarlægjast ræturnar
„Írland fór í gegnum þetta fyrir um áratug.
Þegar þeir urðu hluti af Evrópusambandinu komu
skyndilega mikil erlend áhrif og erlendir pen-
ingar, allt varð skyndilega mjög kapítalískt á stað
sem hafði í raun ekki verið það áður. Allar þessar
stórkostlegu gömlu byggingar voru rifnar og nýj-
ar stórbyggingar settar í staðinn. Þetta fór að
snúast um peninga – það er mjög sorglegt fyrir
írska menningu að sjá þennan sjarma týnast
svona – og þegar ég gekk um Ísland fannst mér að
það væri hætta á því sama hér.“
Geimverur og álfar
Leikstjórinn og sögupersónurnar DeBlois sést hér með Jónsa og aðrir Sigur Rósar-menn lauma sér á litlu myndirnar á meðan Lilo & Stitch taka sporið.
hljómsveitir koma fram á hátíðinni,
en þær eru Celestine, Diabolus,
Drep, Dys, I Adapt, Kimono, Skítur,
South-Coast Killing Company og
Retron. Þótt sveitirnar séu mjög
ólíkar eiga þær það allar sameig-
inlegt að spila tónlist sem er ólík
flestu öðru sem heyra má í síbylju
dæguriðnaðarins.
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Sköllfest
verður haldin í Hellinum í Tónlist-
arþróunarmiðstöðinni, Hólmaslóð
2, í kvöld. Þetta er annað árið í röð
sem hátíðin er haldin, en markmið
hennar er að kynna nokkrar af at-
hyglisverðari jaðarhljómsveitum
landsins, auk erlendra jaðarsveita.
Stærsta nafnið á hátíðinni í ár er
vafalaust bandaríska dauðarokks-
sveitin Blacklisted. Sveitin er frá
Fíladelfíu og í fréttatilkynningu frá
aðstandendum Sköllfest kemur
fram að það sé heiður að fá þessa
stríðsmenn þjóðveganna hingað til
lands, en sveitin hefur ferðast mjög
víða til tónleikahalds. Níu íslenskar
Sköllfest festir
sig í sessi
Blacklisted Sveitin spilar enga
popptónlist, það er ábyggilegt!
Morgunblaðið/Kristinn
Harðkjarni I Adapt er á meðal þeirra íslensku sveita sem koma fram.
Sköllfest fer fram í Hellinum,
Hólmaslóð 2, og hefst klukkan
18.00 í kvöld. Miðaverð er 1.000
krónur og ekkert aldurstakmark
er að hátíðinni. Pítsur verða seld-
ar á staðnum.
Fimm myndir koma til greina
sem framlag Íslands til Óskarsverð-
launanna 2007. Þær eru Mýrin,
Köld slóð, Foreldrar, Astrópía og
Veðramót. Kosningin fer fram með
rafrænum hætti dagana 24-27 sept-
ember og verður öllum á kjörskrá
ÍKSA sendur rafrænn kjörseðill.
Óskarstilnefningarnar verða svo
tilkynntar 22. janúar.
Og Óskarinn hlýtur …
Það eru talsverðar hrókeringar
á íslenskum blaða- og tímarita-
markaði um þessar mundir. Þór-
arinn Þórarinsson hefur tekið við
ritstjórn Mannlífs af Reyni Trausta-
syni sem réð sig sem annan tveggja
ritstjóra DV fyrir skömmu. Þá hef-
ur Loftur Atli Eiríksson verið ráð-
inn ritstjóri Séð og heyrt í stað
Mikaels Torfasonar, sem samdi um
starfslok sín hjá útgáfufélaginu
Birtíngi í gær. Mikael var aðalrit-
stjóri tímarita hjá félaginu en hann
lætur af störfum að eigin ósk, að
því er fram kemur á fréttavef
Mannlífs.
Hrókeringar
í blaðabransanum
Þau leiðu mistök urðu í Flugu
gærdagsins að vitlausar myndir
voru tengdar vitlausum viðburðum.
Þannig voru t.d. Logi Bergmann,
Auðunn Blöndal og félagar ekki á
Sinfóníudeginum heldur á dag-
skrárkynningu Stöðvar 2 - eða öllu
heldur; myndirnar voru teknar þar,
það kæmi hins vegar vitaskuld ekki
á óvart að jafnmiklir lífskúnstnerar
og þeir félagar hafi einnig brugðið
sér á Sinfóníudaginn …
Flugan flögraði inn um
rangar dyr