Morgunblaðið - 11.09.2007, Síða 44

Morgunblaðið - 11.09.2007, Síða 44
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG ER spennt fyrir lokaskákina og auðvitað væri gaman að vinna þetta,“ segir Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, fjórtán ára skákstúlka, sem vakið hefur verðskuldaða athygli í skákheiminum. Hún og Guðlaug Þorsteinsdóttir komu jafnar í mark á Íslandsmóti kvenna sem lauk nú um helgina og munu þær tefla einvígi um titilinn í október. Ástæða þess að ekki er hægt að tefla lokaskákina fyrr er m.a. sú að Hallgerður er nk. fimmtudag á leið til Króatíu þar sem hún tekur þátt í Evrópu- meistaramóti ungmenna í skák sem stendur í tvær vikur. En hvernig kviknaði áhugi Hallgerðar á skákinni? Hallgerður segist hafa teflt síðan hún var fjögurra ára og kynnst henni í Ísaksskóla. Krefjandi að halda einbeitingunni Hallgerður hefur teflt af krafti síðustu ár og tók fyrst þátt í Íslandsmóti kvenna í fyrra þar sem hún lenti í 3. sæti, auk þess sem hún hefur þrisvar áður tekið þátt í Evrópumóti ungmenna í skák, á Grikk- landi árið 2003, á Krít 2004 og í Frakklandi 2005. Aðspurð segir Hallgerður skákina afar skemmti- lega íþrótt. „Þetta getur verið erfitt á köflum og krefjandi að halda einbeitingunni. En þetta getur líka verið mjög gaman þegar vel gengur.“ Spurð hvernig hún undirbúi sig fyrir mót segist Hall- gerður fá ágæta þjálfun m.a. hjá Helga Ólafssyni. „Þar eru lagðar línur fyrir byrjanir og viðbrögð við ákveðnum leikjum,“ segir Hallgerður og tekur fram að það hjálpi líka að stúdera fyrri skákir and- stæðinga sinna með það að markmiði að kanna hvar styrk- og veikleikar mótherjans liggi. En Hallgerði er fleira til lista lagt, því hún leggur stund á fiðluleik auk þess að æfa handbolta. Að- spurð viðurkennir hún að flókið geti verið að púsla þessum þremur tímafreku áhugamálum sínum saman. „Það kemur sennilega bráðum að því að ég þarf að forgangsraða og velja,“ segir hún. „En ég mun alla vega halda áfram að tefla á meðan ég hef brennandi áhuga á skákinni og gaman af henni.“ Gaman þegar vel gengur  14 ára stúlka á möguleika á að verða Íslandsmeistari kvenna í skák  Á leið á Evrópumeistaramót ungmenna  Leggur stund á fiðluleik og æfir handbolta Morgunblaðið/Sverrir Fjölhæf Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir viðurkennir að flókið geti verið að púsla saman tíma- frekum áhugamálum en auk taflmennskunnar leggur hún stund á fiðluleik og æfir handbolta.  Skákskýring | 29 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 254. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Flugfreyjur og -þjónar funduðu í gærkvöldi  Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands var haldinn í gærkvöldi þar sem uppsagnir flugfreyja og -þjóna voru harmaðar og tillögur komu fram um mótvægisaðgerðir. Mikil samstaða var á fundinum. » Forsíða 10.500 kaupsamningar  Um helgina var fjöldi kaupsamn- inga um fasteignir kominn í 10.500 en var 11.700 allt árið í fyrra. Heild- arvelta þinglýstra samninga var 321 milljarður til 7. september en var allt árið í fyrra 269 milljarðar. » 2 Enn órói  Úrvalsvísitala aðallista kauphallar OMX á Íslandi lækkaði um 2,83% í gær. Órói á hlutabréfamörkuðum heims heldur áfram og eitt af því sem nú veldur evrópskum fjár- festum áhyggjum er að breskir bankar standa frammi fyrir endur- fjármögnun skulda. » 13 Mikið magn skotvopna  Lagt hefur ver- ið hald á á sjö- unda tug skot- vopna í aðgerðum lögreglunnar það sem af er ári. Það er meira en allt ár- ið í fyrra. » Forsíða Fækkað í herliðinu  David Petraeus, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska heraflans í Írak, svaraði í gær spurningum þingmanna í Washington og sagði að hernaðarlegu markmiðin í Írak hefðu náðst að mestu. Væntanlega yrði hægt að fækka smám saman í heraflanum um 30.000 hermenn fyr- ir mitt næsta ár. » 14 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Ljósv. skapaði líka 11.9. Stakst: Virðingarleysi við lögreglu Forystugrein: Málfrelsi, réttindi og gildi UMRÆÐAN» Gigtarráðstefnan Reuma 2007 Barnafjölskyldur í vanda Ljósberi sannleikans Eru eldri borgarar óvelkomnir?  1 1 1 21 1 1 1 21 3&  4#&, )   5&   &/ &,&   1 1 1 21 122 1 1 2122 1 + 6/ #  1 1 1 1 21  1 12 21 7899:;< #=>;9<?5#@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?#66;C?: ?8;#66;C?: #D?#66;C?: #0<##?E;:?6< F:@:?#6=F>? #7; >0;: 5>?5<#0)#<=:9: Heitast 11 °C | Kaldast 6 °C Vestlæg átt, víða 5–10 m/s en 13–18 á annesjum norð- austan til. Skúrir víða um land. »10 Arnvid Meyer var mikill hugsjónamað- ur og hjálpaði ung- um djössurum við að koma sér á fram- færi. » 37 TÓNLIST» Krafta- verkamaður FÓLK» Hátíðarmyndir frá Fen- eyjum og MTV. » 39 Kvika, Gárur, Doktor RÚV, Metal, Furðufuglar og Endurvinnslan á meðal nýrra þátta á dagskrá í vetur. » 40 ÚTVARP» Vetrardag- skráin kynnt TÓNLIST» Svartlistasveit stígur á svið á Sköllfest. » 36 BÓKMENNTIR» Pallborð um innflytj- endabókmenntir. » 41 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Komst ekki út af salerninu 2. Britney Spears vakti litla hrifn. 3. Lögreglan segir DNA-sýni örugg 4. Andlát: Ásgeir Elíasson DEAN DeBlois, leikstjóri væntanlegrar tónleika- myndar Sigur Rósar, Heima, þreytti frumraun sína sem leikstjóri með Lilo & Stitch. Hann er kanadískur og býr í Los Angeles um þessar mundir en þó virðast eyjar vera honum mun hug- leiknari og í kjölfar mynda sem gerast á Hawaii og Íslandi mun sú næsta væntanlega verða tekin á Írlandi. Og undir öllum handritaskrifum hljóm- ar tónlist Sigur Rósar. | 36 Heima frá Hawaii Þremenningar Jónsi, Stitch og Dean DeBlois. MANNANAFNANEFND (MNN) hefur í úr- skurði hafnað nafninu Valgard þar sem rithátt- urinn -rd brýtur í bága við íslenskt málkerfi. Til að eiginnafn verði samþykkt þarf nafnið að uppfylla fimm skilyrði: Nafnið skal taka íslenska eign- arfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli og það má ekki brjóta í bága við íslenskt mál- kerfi. Einnig skal það ritað í samræmi við almenn- ar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera nafnbera til ama og skilyrði er að stúlkur fái kvenmannsnafn og drengir karlmannsnafn. MNN hefur úrskurðað að eiginnafninu Berk sé hafnað þar sem það brýtur í bága við íslenskt mál- kerfi. Nefndin hefur samþykkt nafnið Thór og millinafnið Mýrmann, m.a. vegna þess að það er dregið af íslenskum orðstofnum. Eiginnafnið Úna hefur verið samþykkt en kvenmannsnafnið Kristal þykir líkjast karlmannsnafninu Kristall of mikið og var því hafnað bæði sem eiginnafni og millinafni. Karlmannsnöfnin Rikki, Haddi og Álfar teljast uppfylla ákvæði laga um mannanöfn og hafa verið samþykkt og jafnframt kvenmannsnafnið Bernódía. Nefndin hefur samþykkt kvenmanns- nöfnin Malía, Gísla og Jarún. Millinafnið Austan fékk samþykki nefndarinnar og sömuleiðis eig- innöfnin Ótta, Júlíetta, Sólrós, Matthilda, Karí og Hjörtfríður. Nöfnin Debora og Nenna hafa fengið samþykki auk karlmannsnafnsins Hrafntýr. Olav og Merkúr hafa verið samþykkt og færð í manna- nafnaskrá en nöfnunum Jamie, Reese, Carlo, Ant- onio og Francisco hafnaði mannanafnanefnd. Má ekki heita Valgard Nöfnin Rikki, Haddi og Álfar færð í mannanafnaskrá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.