Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UMHVERFISRÁÐHERRA kynnti í gær niðurstöður fyrstu úthlutunar losunarheimilda vegna gróðurhúsa- lofttegunda. Fimm iðnfyrirtæki var úthlutað losunarheimildum, en alls sóttu níu fyrirtæki um losunarheim- ildir. Alls var sótt um losun fyrir 14,1 milljón tonna, en úthlutað var 8,6 milljónum tonna. Þórunn Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra fór á blaðamanna- fundi yfir niðurstöður nefndarinnar. Hún ákvað að úthluta 666.875 losun- arheimildum til Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi, 1.957.895 til Ís- lenska járnblendifélagsins, 1.382.335 til Alcan í Straumsvík, 2.106.000 til Norðuráls á Grundartanga og 2.520.000 losunarheimildum til Alcoa á Reyðarfirði. Lögð var fram fimm ára úthlutun- aráætlun fyrir þessi fyrirtæki. Þau fyrirtæki sem sóttu um losun- arheimildir en fengu ekki eru Alcoa Bakka, Norðurál Helguvík, Alcan Þorlákshöfn og Tomahawk Develop- ment. „Í þessari niðurstöðu felst að það er úthlutað til starfandi atvinnu- reksturs og miðað við umfang starf- semi þessara fyrirtækja eins og það er álitið verða á næsta ári,“ sagði Þór- unn. Óvissa varðandi orkuöflun Það væri mat nefndarinnar og sitt að nú væru ekki forsendur til þess að úthluta til þeirra umsækjenda sem hefðu ekki hafið störf. Rökin fyrir þessu væru að nokkur óvissa væri um stöðu þeirra verkefna, til dæmis varð- andi orkuöflun, niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum, útgáfu starfsleyfis og skipulagsforsendur. „Þessi fyrirtæki sem sóttu um en hafa ekki hafið störf fá því ekki út- hlutað að þessu sinni og rétt er að taka fram að starfandi atvinnurekst- ur fær ekki heldur úthlutun vegna fyrirhugaðra stækkana á tímabilinu. Úthlutun til þessara fyrirtækja hefði verið sett í biðstöðu, auk stækkunará- forma starfandi fyrirtækja, en engu hafnað. Eðlilegt væri að framtíðaráform þessara aðila fengju að skýrast betur áður en mál þeirra yrðu afgreidd af úthlutunarnefndinni. Henni bæri að endurskoða áætlun sína á hverju ári meðan á skuldbindingatímabilinu stæði. Spurð hvers vegna ekki hefði verið úthlutað öllum losunarheimildunum benti Þórunn á að losunarheimildir væru eign ríkisins og verðmæti í sjálfu sér. Það hefði verið metið svo að þær upplýsingar sem fyrir lægju gæfu ekki forsendur til þess að velja á milli nýrra verkefna núna. „Hins veg- ar er þetta fimm ára tímabil og menn geta skilað inn nýjum umsóknum og ítarlegri upplýsingum að sjálfsögðu. Svo skulum við ekki útiloka það að það geti fleiri umsækjendur sent inn umsóknir á komandi árum.“ Þórunn sagði að fyrirtækin þyrftu ekki að bera annan kostnað af losun- arheimildum en umsýslugjald. Að- spurð hvort úthlutunin kynni að vera áfall fyrir fyrirtæki sem hyggja á starfsemi hér en fengu ekki úthlutað sagðist Þórunn gera ráð fyrir að þeir sem væru í þeirri starfsemi sem krefðist losunar gróðurhúsaloftteg- unda hefðu kynnt sér löggjöfina og væri fullkunnugt um hve stór pott- urinn væri. Viðkomandi aðilar myndu þurfa að taka það með í reikninginn hvernig afla ætti losunarheimilda. Fimm fyrirtæki fengu út- hlutað losunarheimildum Í HNOTSKURN »Úthlutunin fór fram í sam-ræmi við lög frá því fyrr á árinu um losun gróðurhúsa- lofttegunda. »Sérstök úthlutunarnefndlosunarheimilda fór yfir umsóknir sem bárust. » Nefndin hefur 10,5 millj-óna tonna losunarheim- ildir til úthlutunar vegna tíma- bilsins 1. janúar 2008 til 31. desember 2012. »Þar af eru 8 milljónirtonna sem þurfa að full- nægja þeim skilyrðum sem sett eru fram í ákvörðun 14/ CP.7 við Kyoto-bókunina. Sótt var um 14,1 milljón tonna, en úthlutað var 8,6 milljónum tonna Morgunblaðið/RAX Úthlutun Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði á fundi í gær, að við úthlutun losunarkvótanna væri tekið mið af umfangi starfsemi stóriðjufyrirtækjanna eins og það er álitið verða á næsta ári. SKÓGRÆKT ríkisins, Land- græðsla ríkisins og Vatnamælingar ríkisins munu færast frá landbún- aðarráðuneytinu um áramótin, skv. minnisblaði um breytingar á verka- skiptingum ráðuneyta sem forsætis- ráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær. Þetta eru ekki einu verkefnin sem færast frá landbúnaðarráðu- neytinu því báðir landbúnaðarhá- skólarnir, á Hólum í Hjaltadal og á Hvanneyri, flytjast þaðan og yfir til menntamálaráðuneytisins. Eitt verksvið færist til landbúnaðarráðu- neytisins frá umhverfisráðuneytinu en það er matvælasvið Umhverf- isstofnunar. Til þess að stjórnsýslulegt for- ræði á þessum verkefnum færist milli ráðuneyta þarf að breyta lög- um og verður það gert með svo- nefndu bandormsfrumvarpi sem forsætisráðherra mun væntanlega mæla fyrir á fyrstu dögum þingsins. Þetta eru ekki einu verkefnin sem verða færð á milli ráðuneyta. Gegnir tveimur embættum Eins og kunnugt er gegnir einn maður nú embætti sjávarútvegsráð- herra og landbúnaðaráðherra, Ein- ar Kristinn Guðfinnsson. Það er þó engin sérstök nýjung að ráðherrar gegni embætti landbúnaðarráð- herra ásamt öðru ráðherraembætti. Síðast var sá háttur hafður á þegar Guðmundur Bjarnason var land- búnaðarráðherra og umhverfisráð- herra á árunum 1995-1999 en þar á undan var Halldór Blöndal sam- gönguráðherra og landbúnaðarráð- herra, þ.e. á árunum 1991-1995. Fjaðrir reyttar af ráðuneyti ALÞJÓÐADEILD ríkislögreglu- stjóra fékk upplýsingar um að ís- lenskur ríkisborgari væri í haldi lögreglunnar á Indlandi vegna gruns um stórfellt peningaþvætti í Bandaríkjunum. Samkvæmt upp- lýsingum þaðan mun deildin ekkert aðhafast vegna málsins, það er á milli Indlands og Bandaríkjanna. Á indverska fréttavefnum Ex- press India kemur fram að mað- urinn heitir Gunnar Stefán Möller Wathne. Það kemur heim og saman við skráningu á vefsvæði banda- rísku fíkniefnalögreglunnar DEA, auk þess sem alþjóðadeild ríkislög- reglustjóra staðfestir að Gunnar sé eftirlýstur um allan heim af Int- erpol. Gunnar fæddist árið 1969 í Reykjavík. Vaknað hafa spurningar um hvort Gunnar, sem talinn er hafa dvalið í Rússlandi undanfarin ár, hafi komið hingað til lands á und- anförnum fjórum árum en alþjóða- deildin segist engar upplýsingar hafa um það. Ekkert verð- ur aðhafst Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur í New York bab@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, ut- anríkisráðherra, sat í gær tvo fundi þar sem saman komu kvenleiðtogar sem staddir eru á ráðherrafundi Sam- einuðu þjóðanna í New York. Annars vegar morgunverðarfund kvenutan- ríkisráðherra og -þjóðarleiðtoga í boði Condoleezzu Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og hinsvegar kvöldverðarfund í boði Ritu Kieber- Beck, utanríkisráðherra Liechten- stein. Í samtali við Morgunblaðið að morgunverðarfundinum loknum sagði Ingibjörg Sólrún að þar hefði verið vakin athygli á því hvað konum hefði fjölgað í embættum utanríkis- ráðherra. „Og umræðuefnið var síðan fyrst og fremst hvernig við getum beitt okkur sem konur í þeim stöðum sem við gegnum. Hvernig við getum verið sýnilegri og hvernig við getum notað áhrif okkar til að bæta stöðu kvenna,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Eitt af meg- inmarkmiðunum á bak við þessa fundi er að búa til tengslanet kvenna sem gegna þessari stöðu og þá getum við verið í sambandi þegar eitthvað gerist og virkjað þetta tengslanet.“ Ingibjörg Sólrún segir að aukin samvinna meðal kvenutanríkisráð- herra hafi komið til tals og að verið sé að undirbúa fundi þar sem lögð verða drög að því að auka hlut kvenna þeg- ar kemur að því að takast á við örygg- ismál í heiminum. „Þau málefni sem þykir einna brýnast að takast á við eru skipulegar nauðganir í stríðsátökum, vændi og mansal, og einnig staða kvenna í upp- byggingarferlinu á svæðum þar sem mikil átök hafa átt sér stað. Hlutur kvenna hefur oft gleymst í uppbygg- ingarstarfinu eftir að stríðsátökum lýkur, en þar er nauðsynlegt að huga að stöðu kvenna og því lykilhlutverki sem þær gegna í samfélögum,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún segir að einnig hafi verið rætt um smálánastarfsemi sem hafi sann- að sig sem gríðarlega mikilvægt tæki fyrir konur þar sem það gefur þeim aukna möguleika á því að stjórna lífi sínu. Áhugaverður vettvangur Nú voru þarna konur með mjög ólíkan bakgrunn og stjórnmálaskoð- anir, fannstu fyrir því að meðal ykkar ríkti samstaða og vilji til samvinnu af því að þið eruð konur? „Auðvitað eru þetta konur með ólíkan bakgrunn, ólíkar skoðanir og frá mismunandi menningarsvæðum. En við erum allar konur og við erum allar, hver á sínum stað, að takast á við allskyns fordóma og misrétti í garð kvenna, og það er sameiginleg reynsla okkar. Mér finnst þetta virki- lega áhugaverður vettvangur og mjög spennandi að konur séu að taka sig saman þvert á trúarbrögð og þjóðir og reyna að setja niður deilur. Því vegna stöðu kvenna og þess hlutverks sem þær gegna í fjölskyldum þá leggja þær megináherslu á að ná friði jafnvel þó það þurfi að kosta ein- hverja eftirgjöf á einhverjum svið- um,“ segir Ingibjörg Sólrún. Viljum nota áhrif okkar til að bæta stöðu kvenna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi kvenutanríkisráðherra í boði Condoleezzu Rice Kvenráðherrar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sat í gær fund kvenráðherra. Henni á hægri hönd situr Condaleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna og á vinstri hönd kvennamálaráðherra Indlands. ♦♦♦ TÖLUVERT er um innbrot í bíla við Kringluna, Ofanleiti og nágrenni og hafa stjórnendur Háskólans í Reykjavík varað nemendur og starfsfólk sérstaklega við því að skilja verðmæti eftir í bílum sínum. Það er gömul saga og ný að inn- brotsþjófar láta til skarar skríða að nóttu sem degi. Í tölvupósti sem dreift var til nemenda HR segir frá því að í fyrradag hafi verið brotist inn í jeppa sem stóð fyrir utan mötu- neyti aðalbyggingar skólans við Of- anleiti á meðan eigandinn skrapp inn í stundarfjórðung. Á meðan hann var inni í húsinu var rúða í bílnum brotin og tölvu stolið. Tveimur metrum þaðan sem bílinn stóð voru nemend- ur í mötuneytinu að læra. Passið upp á verðmætin ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.