Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GUÐMUNDUR Þóroddsson, for-
stjóri Reykjavík Energy Invest
(REI), Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, og Bill Clinton, fyrrver-
andi Bandaríkjaforseti, kynntu í gær
þá ákvörðun REI að fjárfesta í jarð-
varmaverkefni í Afríku á næstu fimm
árum við lokaathöfn árlegs fundar
Clinton Global Initiative.
Reykjavík Energy Invest (REI)
skuldbindur sig samkvæmt sam-
komulaginu til að fjárfesta að lág-
marki 150 milljónir Bandaríkjadala
eða níu milljarða króna á næstu fimm
árum í jarðvarmavirkjunum í Austur-
Afríku. Samkomulagið var undirritað
á árlegu þingi sem Clinton heldur.
REI hyggur m.a. á framkvæmdir í
Djibouti í Austur-Afríku með það að
markmiði að reisa þar jarðvarma-
virkjanir og í samkomulaginu skuld-
bindur REI sig til að leggja á næsta
ári fimm milljónir Bandaríkjadala til
verkefnisins eða um 300 milljónir kr.
Fjöldi fjölbreyttra verkefna á sviði
umhverfis-, heilbrigðis-, mennta- og
þróunarmála var lagður fram á ráð-
stefnunni og var samkomulagið við
REI eitt þeirra verkefna sem Bill
Clinton kynnti sérstaklega á lokaat-
höfninni. Guðmundur Þóroddsson,
forstjóri Orkuveitunnar, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að ráðstefn-
unni lokinni, að hugmyndin um að
tengja þetta verkefni Clinton Global
Initiative í ár hefði komið upp á ráð-
stefnunni í fyrra og segir hann það
mikinn styrk að tengjast henni.
„Þessa ráðstefna er mjög sérstök.
Hér er margt fólk í atvinnulífinu sem
hefur hug á því að fara í þróunarverk-
efni ásamt mörgum alþjóðlegum sam-
tökum og þetta skapar okkur tæki-
færi til að gera miklu meira með
miklu minna en ef við værum einir á
báti. Hér myndast tengingar meðal
fólks sem er að vinna með svipaðar
hugmyndir og hér myndast tengsl
sem geta leitt til verkefna vítt og
breitt um heiminn,“ sagði Guðmund-
ur.
Ástæðu þess að þetta verkefni
hefði vakið sérstaka athygli REI
sagði hann vera þá að nú ætti að fara
að nýta jarðhita í fátækustu löndum
Afríku. „Þar er við svo gífurlegan
vanda að etja að þetta getur skipt
mjög miklu máli. Jarðhiti hefur verið
rannsakaður á þessu svæði í áratugi á
vegum allskonar alþjóðasamtaka og
stjórnvalda, en það er nýtt að það
komi svona öflugir fjárfestar inn og
ætli sér að framkvæma þetta,“ sagði
Guðmundur.
REI skuldbindur
sig til að fjárfesta
fyrir 9 milljarða
Glaðir Bill Clinton, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðmundur Þóroddsson.
Markmiðið m.a. að reisa jarðvarma-
virkjanir í Djibouti í Austur-Afríku
„MÉR finnst
þetta athyglis-
verð hugmynd
og ég fagna öllu
slíku frum-
kvæði,“ segir
Guðlaugur Þór
Þórðarson, heil-
brigðisráðherra,
um hugmyndir
forsvarsmanna
sjúkrastofnana
á suðvestur-
horni landsins þess efnis að ráðist
verði á biðlista eftir liðskiptaaðgerð-
um.
„Við höfum kallað eftir og ég hef
fengið fjölmargar hugmyndir og
ábendingar frá því ég tók við. Það er
mjög æskilegt ef menn geta náð
betri nýtingu út úr þeim fjármunum
sem eru til staðar núna. Það er líka
mjög æskilegt að þessar stofnanir
sem þarna er um að ræða geti unnið
saman. Þannig að ég fagna þessum
hugmyndum sem og öðrum og það
verður auðvitað bara skoðað með já-
kvæðu hugarfari.“
Fagnar
frum-
kvæðinu
Guðlaugur Þór
Þórðarson