Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 21 SUÐURNES BYGGJA þarf ný flutningsvirki á Suðurnesjum, hvort sem þar kemur álver eða ekki, að sögn Þórðar Guð- mundssonar forstjóra Landsnets. Fyrirtækið hefur kynnt nokkra kosti fyrir sveitarstjórnunum á svæðinu. Ákveðið hefur verið að ráð- ast í alþjóðlega opna samkeppni um útlit fyrirhugaðra háspennulína á milli höfuðborgarsvæðisins og virkj- ana og notenda á svæðinu. „Áætlanir okkar um endurnýjun flutningskerfisins á Suðurnesjum miðast við fleira en það sem nú er að gerast, til dæmis hugsanlegt álver í Helguvík. Mikilvægt er að horfa til framtíðar,“ segir Þórður. Auk þess að reka raforkuflutningskerfi lands- ins fer Landsnet með stjórn raf- orkukerfisins. Fyrirtækið þarf því að gera samninga um varaafl sem gripið er til þegar truflanir verða á framleiðslu raforku eða flutningi. Hitaveita Suðurnesja hefur byggt upp gufuaflsvirkjanir á Suð- urnesjum sem þurfa að hafa trygga tengingu við landsnetið enda fram- leiða þær mun meira en markaður- inn á Suðurnesjum hefur þörf fyrir eins og er og fleiri eru í undirbún- ingi. Þá þarf varaafl að vera tiltækt þegar virkjanirnar leysa út, en gufu- aflsvirkjanir þola ekki truflanir jafn vel og vatnsaflsvirkjanir, enn sem komið er, að sögn Þórðar. Og til- koma hugsanlegra stórra raf- orkunotenda á svæðinu, svo sem ál- vers og netþjónabúa, dregur ekki úr þörfinni fyrir betri tengingu við meginflutningskerfi landsins, nema síður sé, því slík fyrirtæki krefjast mikils afhendingaröryggis sem ekki verður tryggt á annan hátt. Færri línur en stærri Þórður leggur áherslu á að það sé hlutverk Landsnets að bjóða lands- mönnum öllum upp á svipaðan að- gang að raforkukerfinu og það verði ekki gert á annan hátt en með tveim- ur flutningsleiðum, þar sem því verður við komið. Tenging Suðurnesja og þar með virkjananna þar er nú um Suð- urnesjalínu sem liggur meðfram Reykjanesbrautinni til Hafn- arfjarðar. Vegna undirbúnings end- urnýjunar flutningskerfisins um Suðurnesin hefur Landsnet lagt þrjár útfærslur fyrir sveitarfélögin sem fara með skipulagsvald á svæð- inu. Þótt fæst sveitarfélögin hafi gef- ið umsagnir um áætlanirnar er ljóst að mikil andstaða er við það að nýjar háspennulínur verði lagðar annars staðar en við hlið núverandi lína. Einnig hafa komið fram kröfur um að ný flutningsmannvirki verði að öllu leyti lögð í jarðstrengi. Vegna andstöðu sveitarfélaganna virðist ekki raunhæft að ætla að aðr- ir kostir séu inni í myndinni en lagn- ing nýrrar háspennulínu við hlið nú- verandi Suðurnesjalínu. Virkjanirnar á Krýsuvíkursvæðinu verða þá tengdar Suðurnesjalínu með tvöföldum legg frá Kúagerði til Trölladyngju. Þórður Guðmundsson segir að þessi útfærsla sé dýrari en þær sem Landsnet hafi haft sem fyrsta kost en viðurkennir um leið að miðað við viðbrögð sveitarstjórn- anna sé ekki raunhæft að gera ráð fyrir öðrum möguleikum. Í þessari útfærslu er gert ráð fyrir lagningu tveggja 400 kílóvolta há- spennulína við hlið Suðurnesjalínu en að þær verði í upphafi keyrðar á 200 kV spennu. Áform eru síðan um að rífa núverandi Suðurnesjalínu í náinni framtíð. „Við verðum að horfa til sívaxandi krafna markaðarins og þurfum því að hugsa til framtíðar. Ef við ætl- uðum að klæðskerasníða flutnings- kerfi fyrir hvern aðila þyrfti að leggja margar háspennulínur. Línu- stæðin eru takmörkuð og við viljum því byggja færri og stærri línur, sem geta mætt kröfum markaðarins til nokkurrar framtíðar,“ segir Þórður. Nefnir hann í því sambandi tilraunir með djúpborun sem gætu aukið orkuframleiðslu háhitasvæðanna verulega. Með því að hækka spennuna á þeim línum sem Landsnet hyggst byggja um Suðurnesin gætu þær annað aukinni raforkuframleiðslu vegna nýrrar tækni um einhvern tíma, að sögn Þórðar. Dregið úr sjónrænum áhrifum Tvær 400 kílóvolta línur verða mikið mannvirki, eins og sést á Fljótsdalshéraði, og því hefur verið haldið fram að þær girði íbúa Voga og fleiri staða og vegfarenda um Reykjanesbrautina frá útsýni til Keilis sem er einkennisfjall svæð- isins. Þórður segir að aðstæður séu aðrar á Suðurnesjum en í Fljótsdal, til dæmis hvað varðar hættu á ís- ingu, og það leiði til þess að há- spennulínur þar verði nettari en fyr- ir austan. Þá er Landsnet með í athugun þann möguleika að endurbyggja nú- verandi Suðurnesjalínu og bæta annarri við, í stað þess að byggja tvær nýjar við hliðina. Það er raunar ekki óskakostur Þórðar sem telur hagkvæmara til framtíðar að byggja tvær nýjar línur við hliðina á henni og flýta frekar niðurrifi gömlu lín- unnar ef fólk eigi erfitt með að sætta sig við þrefalda línu. Til þess að koma til móts við um- hverfissjónarmið hefur Landsnet ákveðið að efna til alþjóðlegrar sam- keppni um útlit háspennulínanna frá Kúagerði að Rauðamel. Þórður segir að hingað til hafi verið reynt að fella línur sem mest að landslagi en möstrin séu nokkuð stöðluð. Sam- keppnin nái einnig til mastranna sjálfra enda sé tilgangurinn að halda sjónrænum áhrifum línulagnarinnar í lágmarki. „Ég bind miklar vonir við þetta þótt auðvitað verði seint hægt að ganga þannig til verks að línan verði ósýnileg,“ segir Þórður. Aldrei hefur verið efnt til samkeppni af þessu tagi hér á landi og telur Þórð- ur að ef vel tekst til með þessa sam- keppni gætu nýjar Suðurnesjalínur orðið fordæmi fyrir aðrar slíkar framkvæmdir. Jarðstrengir hafa líka áhrif Forstjóri Landsnets telur ekki raunhæft að reikna með að jarð- strengir leysi háspennulínur af hólmi sem meginflutningsmannvirki raforku í náinni framtíð, hvorki á Suðurnesjum né annars staðar. Fyr- ir því færir hann ýmis rök, fjárhags- legs og tæknilegs eðlis. Bent er á að jarðstrengir séu 5 til 10 sinnum dýrari en sambærilegar loftlínur, líftími mannvirkjanna helmingi styttri og afhendingarör- yggi raforkunnar minna. Þórður segir að mun minni sveigjanleiki sé við lagningu jarðstrengja en loftlína og breytingar á kerfinu. Þannig seg- ir hann að unnt sé að byggja há- spennulínur fyrir hærri spennu en þörf er á í upphafi, eins og fyr- irhugað er á Suðurnesjum, og hækka spennuna þegar markaður- inn kalli á það. Ekki sé unnt að laga fjárfestingu í jarðstrengjum að markaðnum með þessum hætti. Þá vekur Þórður athygli á því að framkvæmdir við jarðstrengi hafi áhrif á umhverfið þótt með öðrum hætti sé en loftlínur. Spretta þurfi upp jörðinni til að leggja strengina og leggja vegi við þá. Þótt helg- unarsvæði loftlína sé meira en jarð- strengja séu umhverfisáhrif þeirra afturkræf að verulegu leyti, eins og dæmin um niðurrif Sogslínu 2 og hugsanlega á Suðurnesjalínu sýni. Nefnir Þórður að helgunarsvæði lagningar tveggja jarðstrengja, sambærilegra við fyrirhugaðar nýj- ar loftlínur, samsvari breidd Reykja- nesbrautarinnar fyrir tvöföldun. Í áætlunum Landsnets um end- urnýjun raforkukerfisins á Suð- urnesjum er gert ráð fyrir því að virkjanir á viðkvæmum nátt- úruverndarsvæðum í nágrenni Krýsuvíkur verði tengdar raf- orkukerfinu með jarðstrengjum. Landvernd hefur varað við einni slíkri framkvæmd, tengingu hugs- anlegrar virkjunar í Seltúni við Trölladyngju. Þórður leggur áherslu á að þessi tillaga sé í umsagnarferli hjá sveitarfélögunum og niðurstaða ekki fengin. Hann segir þó að þeir sem neiti bæði loftlínu og jarðstreng séu að koma í veg fyrir nýtingu orkulindarinnar. Efnt til samkeppni um útlit háspennulína Lagt í jörðu Jarðstrengir eru ekki lagðir án umróts. Myndin er frá lagningu 145 kV jarðstrengs við Hamranes í Hafnarfirði.         )  3  +                     . 4           " &" M  /"  & " -   + @F = N 5) 5) !"#$ D "@  & !*,D >2    "   !         %  &  '   &(           ! "' 67 ) 8 .)  ) 9)7) :+  7 )  .  ) .   9)7)  4 $  . / !0 ) .' !0 )  462 / 22: / .'   462 / 22:H8:: / .'       462 / 22: / ,  /G !0 ) .' &/   > Sveitarstjórnir hafa til umsagnar tillögur Lands- nets að nýjum Suðurnesjalínum. Helgi Bjarnason ræddi við Þórð Guðmundsson forstjóra. Landsnet telur að endurnýja þurfi flutningskerfið á Suðurnesjum hvort sem álver rís eða ekki LANDIÐ Eftir Líneyju Sigurðardóttur Þórshöfn | Hafnarframkvæmdir standa yfir á Þórshöfn um þessar mundir. Það er fyrirtækið Suð- urverk hf. annast verkið sem lýk- ur í nóvember. Um er að ræða lengingu norðurgarðs við haf- skipabryggju. Fara um tólf þúsund rúmmetrar af efni í garðinn en aðgerðin mun skýla höfninni betur og draga úr straumsogi inni í höfninni. Kostn- aður við verkið er rúmar 43 millj- ónir og eru verklok áætluð í byrj- un nóvember. Umferð um höfnina hefur stór- aukist á síðustu árum en stærst- um hluta af norsk-íslensku síldinni hefur verið landað hér undanfarna mánuði. Einnig er nokkuð um línubáta sem landa afla sínum á Þórshöfn, auk stærri skipanna. Brýn þörf hefur því verið á þeim endurbótum við höfnina sem stað- ið hafa yfir sl. fimm ár. Bryggjan endurbyggð Endurbygging hafskipabryggju er á áætlun árið 2008 auk dýpk- unar og stækkunar á snúnings- svæði en að þeim framkvæmdum loknum má segja að hafn- araðstaðan á Þórshöfn uppfylli þær kröfur er gerðar eru af smá- bátaútgerðinni, uppsjávarveiði- skipunum og stærri flutn- ingaskipum. Tólf þúsund rúmmetr- ar í nýjum hafnargarði Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Hafnarbætur Verktakar eru langt komnir með lagningu nýs hafnargarðs á Þórshöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.