Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 23 Bæjarlífið í Bolungarvík er nú óð- um að taka á sig haustmyndina. Skólastarfið í grunnskólanum er komið á fullt skrið og atvinnulífið er að skipta um gír, bæði til lands og sjávar.    Menn vonast til að útgerðin og fiskvinnslan hér í bæ hafi náð að stilla sinn rekstur í samræmi við það umhverfi sem framundan er eftir niðurskurð í veiðiheimildum. Í Bolungarvík eru að stofni tvær fiskvinnslur, Bakkavík sem rekur fyrst og fremst rækjuvinnslu og Jakop Valgeir sem er með fisk- vinnslu og útgerð. Flestu starfsfólki Bakkavíkur var sagt upp á vordögum og hafa stjórnendur fyrirtækisins unnið að því hörðum höndum að endur- skipuleggja reksturinn miðað við veruleikann í veiðum og vinnslu á næstunni. Bakkavík hefur nú hafið aftur rekstur með um helmingi færri starfsmönnum. Fyrirtækið Jakop Valgeir hefur verið að bæta við sig aflaheimildum en vegna niðurskurðar í aflaheimildum nær fyrirtækið sennilega í besta falli að halda í horfinu. Mönnum hér í bæ er það deg- inum ljósara að ekki verður gullið sótt í greipar Ægis í sama mæli og verið hefur og því er nauðsynlegt að snúa bökum saman til sóknar á öðrum sviðum. Og nú er kallað eft- ir boðuðum mótvægisaðgerðum rík- isvaldsins. Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur samþykkt aðgerðaáætlun sem bæði felur í sér bráðaaðgerðir og upp- byggingu atvinnulífs til lengri tíma þar sem stefnt er inn í aðra at- vinnuþætti en sjávarútveg.    Stærstu framkvæmdir sumarsins í bænum er eflaust bygging sund- laugargarðs, en framkvæmdir hóf- ust við gerð hans í sumarbyrjun. Sett var upp glæsileg 47 metra vatnsrennibraut, og auk þess sem svæðið við potta og rennibraut var lagt gúmmíefni, sem eykur mjög hálku- og slysavarnir, þá var reist- ur nýr skjólveggur umhverfis garð- inn.    Nú liggur fyrir Bolvíkingum að hefjast handa við að endurbyggja félagsheimili staðarins. Félags- heimilið var tekið í notkun árið 1952 og var þá með glæsilegri hús- um sinnar tegundar á landinu. Bygginguna reistu Bolvíkingar af miklum myndarskap og fórnfýsi en húsið var að mestum hluta byggt í sjálfboðavinnu og má segja að byggingarsaga Félagsheimilis Bol- ungarvíkur sé dæmi um hvað hægt er að gera þegar samtakamátturinn er virkur. Nú er lokið hönn- unarvinnu vegna endurbótanna og komið að framkvæmdum. Hörðum höndum er unnið að því þessa dag- ana að fjármagna verkið og standa vonir til að hægt verði að hefjast handa innan skamms tíma. BOLUNGARVÍK Gunnar Hallsson fréttaritari Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Það var farið að grána í fjöll þegar sundlaugargarðurinn var vígður. KOLBEINN ANNA MARGRÉT ÁSGEIR PÁLL BERGÞÓR GUÐRÚN JÓHANNA ÁGÚST HRAFNHILDUR INGVAR JÓN ÞORSTEINN HELGI ÞORVALDUR BRAGI DAVÍÐ HALLVEIG HLJÓMSVEITARSTJÓRI: KURT KOPECKY AÐSTOÐARHLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON LEIKSTJÓRI: ANDREAS FRANZ LEIKMYND: AXEL HALLKELL JÓHANNESSON BÚNINGAR: DÝRLEIF ÝR ÖRLYGSDÓTTIR OG MARGRÉT EINARSDÓTTIR LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON HLÖÐVER FRUMSÝNING: 4. OKTÓBER AÐRIR SÝNINGARDAGAR: 6., 10., 12., 14. OG 19. OKTÓBER MIÐASALA Á WWW.OPERA.IS MIÐASÖLUSÍMI 511 4200F A B R I K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.