Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 39 KIRKJUSTARF vogur | Guðsþjónusta kl. 10.30. Rósa Kristjánsdóttir djákni, organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: | Messa og barna- starf kl. 11. Prestur sr. Arna Ýrr Sigurð- ardóttir. Organisti Bjarni Þ. Jónatansson, kvartett úr kammerkór Langholtskirkju syngur. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Rut og Steinunni. Kaffisopi. LAUGARNESKIRKJA: | Kl. 11 guðsþjón- usta og sunnudagaskóli. sr. Bjarni Karls- son predikar og hópur fólks þjónar í helgi- haldinu. Messukaffi. Kl. 13 guðsþjónusta í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Guðrún K. Þórsdóttir annast þjónustuna ásamt sóknarpresti og organista og sjálf- boðaliðum. LINDASÓKN í Kópavogi: | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11. Fé- lagar úr Kór Lindakirkju leiða safn- aðarsönginn undir stjórn Keith Reed. Prestur: Guðmundur Karl Brynjarsson. MOSFELLSKIRKJA: | Lágafellssókn. Messa í Mosfellskirkju sunnudaginn 30. september kl. 11. Prestur Ragnheiður Jónsdóttir, organisti Jónas Þórir. Kór Lága- fellskirkju leiðir söng. Sunnudagaskólinn í Lágafellskirkju kl. 13 í umsjá Hreiðars Arnar og Jónasar Þóris. Velkomin. Prest- arnir. MIÐDALSKIRKJA í Laugardal: | Messa kl. 14. Sr. Rúnar Þór Egilsson. MOSFELLSKIRKJA í Grímsnesi: | Messa kl. 11. Sr. Rúnar Þór Egilsson. NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Jón Bjarnason. Sr. Sigurður Árni Þórðarson predikar og þjón- ar fyrir altari. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Brúður, söngur, sögur. Kaffi, djús og spjall á Torg- inu eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): | Sunnudagskóli kl. 11. Umsjón hafa Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, Dagmar Kunákova og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir. Guðs- þjónusta kl. 20. Prestur er sr. Kjartan Jónsson héraðsprestur. Organisti er Dag- mar Kunákova og meðhjálpari Kristjana Gísladóttir. SALT kristið samfélag | Salt kristið sam- félag, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Salt- aðar samkomur kl. 17. Ræðumaður Har- aldur Jóhannsson. Yfirskrift „Hvíldardagurinn“. Mikil lofgjörð og fyr- irbæn. Velkomin. SELFOSSKIRKJA: | Messa kl. 11, 17. sd. e. trin. Barnasamkoma kl. 11.15. Léttur hádegisverður að lokinni athöfninni. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Kirkjukór Selfoss undir stjórn Jörgs E. Sondermanns. Sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari. Sr. Gunnar Björnsson. SELJAKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, saga, ný mynd í möppu. Al- menn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason predikar. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Organisti Jón Bjarnason. Alt- arisganga. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Bolli Pétur Bollason predikar. Org- anisti Jón Bjarnason. SELTJARNARNESKIRKJA: | Messa kl. 11. Kammerkór kirkjunnar leiðir tónlistarflutn- ing undir stjórn Friðriks Vignis organista. Fermingarbörn lesa ritningartexta og að- stoða við undirbúning stundarinnar. Sunnudagaskólinn á sama tíma, minnum á æskulýðsfélagið kl. 20. Prestur er Sig- urður Grétar Helgason. Verið velkomin. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa kl. 11. Félagar úr Skálholtskórnum syngja. Sókn- arprestur. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og predikar. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Meðhjálparar eru Erla Thomsen og Eyþór Jóhannsson. STOKKSEYRARKIRKJA: | Guðsþjónusta verður í Stokkseyrarkirkju 30.9. kl. 11. VÍDALÍNSKIRKJA: | Messa kl 11. Sr Frið- rik J. Hjartar þjónar. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða sönginn. Organisti Jóhann Baldvins- son. Molasopi í safnaðarheimilinu að lok- inni messu. Allir velkomnir! Kvöldmessa með léttri sveiflu í kirkjunni kl. 20. Gosp- elkór Jóns Vídalíns, kirkjukór o.fl. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: | Sunnu- dagaskólinn kl. 11. Skemmtileg stund fyr- ir börn á öllum aldri. Guðsþjónusta kl. 13. Prestur: Sr. Kjartan Jónsson, héraðs- prestur. Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar. Verið velkomin! VÍFILSSTAÐIR | Guðsþjónusta klukkan 14 í samkomusalnum á Vífilsstöðum. Org- anisti Jóhann Baldvinsson og félagar úr Vídalínskirkjukórnum syngja. Prestur sr. Svanhildur Blöndal. Heimilisfólk, aðstand- endur og starfsfólk, verið öll hjartanlega velkomin. VÍKURKIRKJA Í Mýrdal: | Guðsþjónusta verður í Víkurkirkju í Mýrdal sunnudaginn 30. sept. nk. kl. 14. Kór Víkurkirkju syng- ur. Organisti er Kitti Kóvács. Eftir predikun leika saman á fiðlu og orgel þau Balázs Stankowsky og Kitti Kovács frá Ungverja- landi. Væntanleg fermingarbörn næsta vors hvött til að mæta með foreldrum sín- um. Sóknarprestur YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Sunnudags- kóli kl. 11. Umsjón hafa Hanna Vilhjálms- dóttir og Ástríður Helga Sigurðardóttir. Sóknarprestur. Leikið á Stradivarius- fiðlu í messu í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju Helgihald á vegum Hafnarfjarð- arkirkju fer nú fram í Hásölum Strandbergs vegna viðgerða á kirkj- unni. Við messu í Hásölum á sunnudaginn kemur, 30. september kl. 11, mun fiðlusnill- ingurinn Hjörleifur Valsson leika fjölbreytt og skemmtileg verk á for- láta Stradivarius-fiðlu við undirleik Guðmundar Sigurðssonar kantors. Þóra Björnsdóttir syngur forsöng. Sr. Gunnþór Þ. Ingason messar. Hjörleifur mun jafnframt kynna sér- stöðu og eigindir Stradívarus- fiðlunnar. Allir eru hjartanlega vel- komnir Kvöldvökur í Vídalínskirkju Í vetur verða kvöldguðsþjónustur eða kvöldvökur síðasta sunnudag í hverjum mánuði í Vídalínskirkju kl. 20.00. Tilgangurinn með þessu nýja helgihaldi er að lækka þröskuldinn að kirkjunni og víkka dyrnar, svo að fleiri finni sig í guðsþjónustu safn- aðarins. Einnig er tilgangurinn að brúa kynslóðabilið og efla félagsauð í bæjarfélaginu. Samverustundirnar munu einkennast af léttri sveiflu í helgri alvöru. Tónlistin mun skipa mjög háan sess og gospelkór Jóns Vídalíns og kórfélagar í kór Vídal- ínskirkju munu leiða lofgjörðina á kvöldvökunum ásamt unglinga- hljómsveitum Vídalínskirkju. Tón- listarstjórar eru Þóra Gísladóttir kórstjóri, Jóhann Baldvinsson org- anisti og æskulýðsleiðtogarnir Ár- mann H. Gunnarsson og Andri Bjarnason. Jafnframt verða bæj- arbúar fengnir til að svara spurn- ingunni „Hvað geri ég til að halda fjölskyldunni saman á 21. öld?“ Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir kvöld- vökurnar og flytur hugleiðingu. Hressing í safnaðarheimilinu að stund lokinni. Allir velkomnir. Þrjár kvöldvökur verða fyrir jól: 30. september kl. 20 í Vídalínskirkju. Sigríður Hulda Jónsdóttir, eig- inkona, móðir og forstöðumaður stúdentaþjónustu Háskólans í Reykjavík, hugleiðir spurningu kvöldsins. 28. október kl. 20 í Vídal- ínskirkju. Halldóra Matthíasdóttir, eiginkona, móðir og framkvæmdar- stjóri Sölusviðs, hugleiðir spurningu kvöldsins. 25. nóvember kl. 20 í Ví- dalínskirkju. Sturla Þorsteinsson, eiginmaður, faðir og kennari í Garðaskóla, hugleiðir spurningu kvöldsins. Gleym mér ei í Vídalínskirkju Gleym mér ei er vinahópur fyrir ungt fólk á aldrinum 14-20 ára. Fátt er eins mikilvægt á unglingsárunum og að eiga góða vini. Ýmsar að- stæður geta valdið því að ungt fólk einangrast, t.d. einelti. Hópurinn Gleym mér ei hefur verið starf- ræktur í átta ár og margt ungt fólk hefur notið samfélagsins þar. Sam- verustundir hópsins eru í safn- aðarheimili Vídalínskirkju í Garða- bæ kl. 16.30 á föstudögum. Hægt er að senda póst á netfangið jona- hronn@gardasokn.is til að fá frek- ari upplýsingar. Einnig hafa ung- lingarnir sett upp bloggsíðu. Slóðin er blogg.central.is/gleym-mer-ei. Vetrastarf í Lágafellssókn hafið Lágafellssókn hefur hafið vetr- arstarf sitt og hvetjum við þau börn sem fermast vorið 2008 og foreldra þeirra til að fjölmenna í guðsþjón- usturnar í vetur. Bókin „Kirkjulyk- ilinn“ verður afhent hverju barni þegar það mætir í fyrstu guðþjón- ustuna. Sunnudagaskólinn er í Lágafellskirkju hvern sunnudag kl. 13 og er í umsjá Hreiðars Arnar og Jónasar Þóris. Annað barna- og æskulýðsstarf sóknarinnar er af fjöl- breyttum toga og vísum við til nán- ari upplýsinga um það og annað efni á heimasíðu sóknarinnar, www.lagafellskirkja.is. Foreldramorgnar eru í safn- aðarheimili Lágafellssóknar í Þver- holti 3, 3. hæð. Bænahópurinn er með bænastundir í Lágafellskirkju á mánudögum kl. 19.30. Verið vel- komin. Prestar og sóknarnefnd Lágafellssóknar. Kirkjuskólinn í Mýrdal Kirkjuskólinn í Mýrdal byrjar vetr- arstarfið laugardaginn 29. sept. 2007 kl. 11.15 í Víkurskóla. Söngur, sögur, brúðuleikhús og litastund. Nýjar bækur og límmiðar. Verið nú dugleg að mæta krakkar og bjóðið fullorðna fólkinu með í kirkjuskól- ann. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknarprestur. Kirkjuskóli á Sólheimum Kirkjuskólinn á Sólheimum hefst laugardaginn 29. september kl. 11 í Sólheimakirkju með samstarfi Mos- fellsprestakalls og Sólheima, þar sem efni sunnudagaskólans verður kynnt fyrir börnunum. Kirkjuskól- inn á Sólheimum verður síðan annan hvern laugardag. Kvöldvökur Bessastaðasóknar Næstkomandi sunnudag kl. 20 verð- ur fyrsta samverustundin af hinum nýstárlegu mánaðarlegu sam- verustundum sem Bessastaðasókn stendur fyrir í hátíðarsal íþrótta- hússins. Samverustundunum er ætl- að að sameina margar kynslóðir og verða blanda af kvöldvöku og helgi- haldi, með léttri tónlistarsveiflu sem gleðja hlýtur alla. Samverustund- irnar minna á kaffihúsamessu að því leytinu að setið verður til borðs. Þær minna á tónleika vegna þess að þar verður flutt tónlist og þær minna á kvöldvökur því þar verður borinn fram fróðleikur í lausu og bundnu máli. Efnið verður með þeim hætti að margir aldurshópar eiga að geta notið þess, enda fer vel á því að fjöl- skyldur eigi gæðasamverustundir á vegum safnaðarins. Samverustundum þessum er m.a. ætlað að lækka þröskuldinn að starfi kirkjunnar og draga fram þá hæfi- leika sem búa í sóknarbörnum. Þar verður lifandi samfélag, sem sjón- varps- og tölvuöld hefur ógnað í seinni tíð. Sérstakur gestur á þessari fyrstu samverustund verður Anna Sigríður Helgadóttir söngkona, en hún er afbragðstúlkandi gosp- eltónlistar, djass- og dægurlaga. Hún mun syngja við flygilslátt Bjarts Loga Guðnasonar. Þau munu flytja létta tónlist í 5 mínútur áður en stundin hefst. Hugsað er fyrir andlegum og líkamlegum þörfum þátttakenda en prestarnir Hans Guðberg Alfreðsson og Friðrik J. Hjartar munu leiða stundina. Boðið verður upp á léttar veitingar á þess- um fjölskylduvænu samverustund- um sem allir eru velkomnir að taka þátt í. Ensk messa í Hallgrímskirkju Ensk messa verður á morgun, 30. september, kl. 14. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Lenka Mátéová og Jónína Kristinsdóttir mun leiða safn- aðarsöng. Messukaffi. Enskar mess- ur eru haldnar síðasta sunnudag hvers mánaðar í kirkjunni. Service in English on the seven- teenth Sunday after Pentecost at Hallgrímskirkja. September 30th at 2 pm. Holy Communion. Preacher and celebrant: The Revd. Bjarni Þór Bjarnason. Organist: Lenka Má- téová. Leading singer: Jónína Krist- insdóttir. Refreshments after the service. Biblían í sögu og samtíð Þriðjudaginn 2. október hefst í Breiðholtskirkju í Mjódd fjögurra kvölda námskeið þar sem fjallað verður um Biblíuna, m.a. í ljósi þeirra tímamóta, að nú er að koma út ný Biblíuþýðing. Námskeiðið verður þriðjudagskvöldin 2., 9., 16. og 23. október kl. 20-22 í umsjá sr. Bryndísar Möllu Elídóttur og sr. Gísla Jónassonar. Skráning fer fram í kirkjunni (sími 587 1500). Einnig má senda tölvupóst á netfangið srgisli@kirkj- an.is. Þátttökugjald er 1.500 kr. 12 spor – andlegt ferða- lag í Kópavogskirkju Fimmtudaginn 4. október hefst námskeiðið 12 sporin, andlegt ferða- lag í safnaðarheimilinu Borgum. Námskeiðið hentar og hefur hjálpað afar mörgum. Það hjálpar fólki til aukinnar sáttar og lífshamingju. Námskeiðið verður síðan í Borgum á fimmtudagskvöldum frá kl. 20-22. Sr. Auður Inga Einarsdóttir leiðir námskeiðið. Munið að fyrsta sam- verustundin verður fimmtudaginn 4. október og hefst kl. 20. Allir vel- komnir. Stóra-Laugardalskirkja í Tálknafirði 100 ára Laugardaginn 29. september verður hundraðasti kirkjudagur Stóra- Laugardalskirkju haldinn hátíðleg- ur með messu í Stóra-Laugardals- kirkju kl. 14 þar sem prófastur Vest- fjarðaprófastsdæmis, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, mun predika en sóknarprestur, sr. Sveinn Val- geirsson, þjónar fyrir altari. Fyrr- verandi þénarar til Stóra-Laug- ardals munu einnig taka þátt í messunni. Vert er að geta þess að orgel kirkjunnar hefur nýlega verið gert upp; er það hinn merkasti gripur, smíðað af Ísólfi Pálssyni og er senni- lega frá því um 1920. Björgvin Sig- urbjörnsson hafði veg og vanda af því að ráðist var í viðgerðina. Minn- ingarsjóður Jóns Guðmundssonar hefur ennfremur látið smíða við- hafnarstóla og verða þeir afhentir við messuna. Að messu lokinni verður efnt til kaffisamsætis í félagsheimilinu. All- ir eru hjartanlega velkomnir. Fyrirlestur í Landakoti: „Saga Ísraels og forn- aldarinnar“ (II. hluti) „Tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd.“ Þetta eru fyrstu orð Jesú Krists samkvæmt Markúsarguð- spjalli (Mk 1, 15). En hvað þýðir ein- mitt þetta „fullnaður“? Hvaða merk- ingu hefur sagan og tíminn sem var á undan Jesú? Í þessum fyrirlestri reynir sr. Jürgen Jamin að draga upp mynd af sögu Ísraels og fornöld allri sem undirbúningi fyrir komu Jesú Krists. Með það að leiðarljósi birtist saga Ísraels og fornald- arinnar á allt annan hátt en við erum ef til vill vön þegar horft er til baka. Fyrirlestrinum er skipt í tvö er- indi og var hitt erindið flutt síðasta mánudag. Hverju kvöldi er einnig skipt í tvennt. Fyrst flytur sr. Jürgen erindið og eftir kaffihlé fylgir kvik- mynd, „In the beginnings“ („Í upp- hafi“) frá árinu 2000, um sögu Ísr- aels allt til brottfararinnar úr Egyptalandi (og að þessu sinni um Jósef og bræður hans). Aðgangur er ókeypis og eru allir áhugasamir vel- komnir. Fyrirlesturinn hefst mánudaginn 1. október kl. 20 í safnaðarheimili kaþólskra á Hávallagötu 16. Opið hús í Neskirkju Starf fyrir eldri borgara hefst mið- vikudaginn 3. október. Biskup Ís- lands, Karl Sigurbjörnsson, vísiterar Nessöfnuð í byrjun október og kem- ur í heimsókn í fyrsta Opna hús þetta haust. Hjörtur Pálsson skáld mun sjá um efni fundarins ásamt Neskirkjuprestum. Hjörtur mun stýra dagskrá Opnu húsunna í vetur. Hann er þjóðkunnur fyrir skáldskap og útvarpsstörf, var forstjóri Nor- ræna hússins í Færeyjum um tíma og lýkur guðfræðiprófi á næstu vik- um. Allir eru velkomnir á Opið hús í Neskirkju, sem hefst kl. 15 með kaffiveitingum. Fyrsta Tómasarmessan á þessu hausti Fyrsta Tómasarmessan á þessu hausti verður í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 30. sept- ember kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu tíu árin og verður sami háttur hafður á í vetur. Fram- kvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guð- fræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mik- il áhersla er lögð á fyrirbænaþjón- ustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og fram- kvæmd messunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar. Norræn og ensk messa í Hallgrímskirkju Sunnudaginn 30. sept. verður mikil hátíð í Hallgrímskirkju. Dagurinn hefst á norrænni messu og barna- starfi kl. 11. Biskup Kaupmanna- hafnar, Eric Normann Svendsen, predikar en altarisþjónustuna ann- ast biskup Íslands, Karl Sigurbjörns- son, og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson ásamt lesurum frá öllum Norð- urlöndunum og messuþjónum. Mess- an er lokaathöfn Norræna höf- uðborgarmótsins sem hér er um helgina um leið og hún er opin öll- um. Ræða biskupsins verður túlkuð á íslensku. Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. Organisti verður Björn Steinar Sólbergsson og barnastarfið er í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna. Kl. 14 verður ensk messugjörð í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Jónína Kristinsdóttir verður for- söngvari og leiðir almennan safn- aðarsöng. Séra Jakob kveður Sunnudaginn 30. september kveður séra Jakob Ágúst Hjálmarsson Dóm- kirkjusöfnuðinn eftir nær tveggja áratuga þjónustu. Kveðjumessa hans er kl. 11 í Dómkirkjunni og þjóna ásamt honum sr. Hjálmar Jónsson og sr. Þorvaldur Víðisson. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorg- anista. Séra Jakob kom til prests- þjónustu í Dómkirkjunni sumarið 1989. Honum verður þökkuð dygg og trú þjónusta við Dómkirkjuna á sunnudaginn. Verið velkomin. Stóra-Laugardalskirkja á Tálknafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.