Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 13
„ALLT stefnir í að heildarveiðin á
stöng verði 47.500 laxar, sem er þá
fjórða besta laxveiðisumarið,“ segir
Orri Vigfússon, formaður NASF,
Verndarsjóðs villtra laxastofna.
Orri hefur árum saman fylgst
grannt með veiðitölum. Í spálík-
aninu sem hann hefur sett upp er
gert ráð fyrir að á vatnasvæði
Rangánna, Eystri-Rangá, Ytri-
Rangá og Hólsá, veiðist 13.000 lax-
ar, en nú er veiðin á svæðinu nærri
12.000.
„Ég er öruggur um að þetta verði
fjórða besta sumarið, það nær ekki
upp í það þriðja. Lokatölurnar eru
ótrúlega góðar, miðað við hvað
veiðin var treg lengi framan af í
sumar. En það munar líka mikið um
að fá auka 6.000 laxa í Rangánum,“
segir Orri. Hann bætir við að í þeim
sé stundum metnaðarfull hafbeit og
seiðasleppingar og líklegt sé að
hvergi annars staðar í norður-
höfum hafi náðst jafngóður árang-
ur við sleppingu sjógönguseiða.
Veitt er í Rangánum vel inn í
október en veiði er lokið í lang-
flestum laxveiðiánum, eins og sést á
meðfylgjandi töflu.
Nærri 20 ára meðaltali
Að Rangánum slepptum er mesta
veiðin í Þverá-Kjarrá, 2.435 laxar,
sem er betra en í fyrra er veiddust
2.176. Fjórða áin á listanum er Selá
í Vopnafirði með 2.225 laxa, sem er
tæplega 500 laxa fækkun frá í
fyrra. Fimmta er Norðurá með
1.456 laxa, tæplega 800 fiskum
minna en í fyrra en samt afar góð
veiði miðað við að áin rann varla
lungann úr sumrinu.
Orri bendir á að ef Rangárnar
eru undanskildar sé veiðin í sumar
líklega nærri tuttugu ára meðaltali.
Mesta veiðisumarið á Íslandi var ár-
ið 2005 en þá veiddust yfir 55.000
laxar, árið 1978 veiddust 52.679
laxar og árið 1988 veiddust 47.979
laxar. Árið 1986 fylgir svo fast á
eftir sumrinu í sumar, með 46.671
lax.
! " #
#$ %&"'
()
#$ * ) + ' ," "
#$
#$ #
)
( ) ) #$ -"'
"' ./)
0
/
./
01
()
23
3234
5676
2865
2225
4853
4836
4865
4699
4449
445:
4:93
4:35
4:9:
;63
745
76:
975
722
3;5
569
84:
847
82:
682
2;4
269:
8:9:
2493
298:
2289
4765
2:26
44::
42:9
42:7
76:
4:8;
4447
;::
4:26
3;7
;62
7;:
336
634
5:2
867
68:
634
275
()
29
()*+) () # ),
) *
.&)
47
43
48
8<7
48
7<46
9
3
42
4:
47
3
7<4:
8<3
4:
9
3<9
3<7
7
2
8
6
6
7
6
#
#
4;
/
Orri Vigfússon, formaður NASF, segir laxveiðisumarið hafa verið gott miðað við aðstæðurnar framan af
Fjórða besta sumarið
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Sleppt Stórri hrygnu, 12 punda, gefið líf í Vatnsdalsá í sumar.