Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Breiðfirðingabúð | Fundur Félags breiðfirskra kvenna verður mánudaginn 1. októ- ber kl. 20. Gestur fundarins verður Þórhallur Guðmunds- son miðill. Félag eldri borgara í Kópa- vogi, ferðanefnd | Skráning er hafin í félagsmiðstöðv- unum í haustlitaferð 4. októ- ber nk. Brottför frá Gull- smára kl. 13.15 og Gjábakka kl. 13.30. Leið: Heiðmörk – Nesjavellir – Írafoss – að Þingvallavatni. Kaffihlaðborð í Valhöll, síðan verður dansað. Ekið í Bolabás – Hakið – Kjós- arskarðsveg – Kjós og Kjal- arnes. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9. Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Á virkum dögum kl. 9-16.30 er fjölbreytt dagskrá, m.a. opn- ar vinnustofur, spilasalur, kór- starf o.m.fl. Glerskurður er á þriðjud., umsj. Vigdís Hansen. Miðvikud. 3. okt. hefst dans- kennsla í samstarfi við FÁÍA (Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra). Bókband hefst fös- tud. 5. okt. S. 575 7720. Hæðargarður 31 | Í haust er hægt að fara í World Class- hópinn, læra klaustursaum eða bútasaum, fara í göngu- ferð, læra á tölvu, syngja, skera út, skreyta borð, lesa bókmenntir, læra magadans, hláturjóga, skapandi skrif og framsögn. S. 568 3132. Þórðarsveigur 3 | Dans- kennsla hefst miðvikudaginn 3. október kl. 14, verð 200 kr. fyrir skiptið. Kirkjustarf Fella- og Hólakirkja | 2. okt. kyrrðarstund kl. 12. Kyrrð, íhugun og bæn. Súpa og brauð að lokinni stund á vægu verði. Kl. 13: ferð til Hveragerðis með kirkjustarfi eldri borgara. Verð 1.000 kr. Áætluð heimkoma um kl. 18. Skráning í síma 557 3280. Allir velkomnir. Umsjón Ragn- hildur Ásgeirsd. djákni. 80ára afmæli. Á morgun,sunnudaginn 30. sept- ember, verður Guðbjörg Ey- vindsdóttir áttræð. Af því til- efni verður hún með opið hús fyrir ættingja og vini hjá dótt- ur sinni og tengdasyni í Aust- urfold 2, 112 Reykjavík, á af- mælisdaginn frá klukkan 15. 75ára afmæli. Á morgun,sunnudaginn 30. sept- ember verður sjötíu og fimm ára Snæbjörg Snæbjarn- ardóttir söngkona og söng- kennari. Í tilefni af því halda nemendur hennar og sam- starfsmenn tónleika í Kirkju- hvoli í Garðabæ kl. 16 þar sem nokkrir af fyrrum nemendum hennar koma fram. Öllum þeim sem heiðra vilja Snæ- björgu er boðið að koma á þessa tónleika. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. dagbók Í dag er laugardagur 29. september, 272. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Opni Samtakadagurinn er ídag, laugardag. „Við opnumSamtökin ’78 og kynnum al-menningi það fjölbreytta starf sem þar fer fram og á vegum tengdra félaga, um leið og við sýnum gestum hve blómleg menning samkyn- hneigðra á Íslandi er,“ segir Frosti Jónsson, formaður félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem starfsemi Samtakanna ’78 er kynnt með þessum hætti, en húsið verður opnað kl. 10: „Félag foreldra og aðstandenda sam- kynhneigðra ríður á vaðið kl. 10.30 með kynningu á áhugaverðu starfi hópsins. Því næst munu strákar frá fótbolta- félaginu St. Styrmi segja frá sínu starfi, en sem kunnugt er hafa Styrm- isliðar gert garðinn frægan á mótum erlendis,“ segir Frosti. „Bókasafn Samtakanna verður einnig kynnt en það er eitt stærsta sérbókasafnið opið almenningi á Norðurlöndum og besta safnið hér á landi um samkynhneigð málefni.“ Næstur er Ungliðahópur Samtak- anna: „Mjög líflegt unglingastarf er á vettvangi Samtakanna ’78, þau hafa op- ið hús öll sunnudagskvöld í Samtök- unum og mörg þeirra taka virkan þátt í jafningjafræðslu sem fram fer í efri bekkjum grunnskóla og framhalds- skólum,“ segir Frosti. „Á Opna Sam- takadeginum verður einnig kynning á Hinsegin dögum sem hafa náð að festa sig í sessi sem ein stærsta útihátíð landsins, og við segjum frá ráðgjaf- arþjónustu Samtakanna ’78, en til okk- ar leitar fjöldi fólks, bæði samkyn- hneigðir og aðstandendur þeirra.“ Samtökin ’78 standa fyrir öflugu fræðslustarfi: „Við kynnum til sög- unnar samstarfsverkefni við Flugfélag Íslands en með stuðningi þess ætlum við að efla fræðslu og tengsl við lands- byggðina og félagsmálaráðherra mun líta í heimsókn en Samtökin ’78 taka þátt í metnaðarfullu fræðsluverkefni undir formerkjum Árs jafnra tækifæra, sem félagsmálaráðuneytið leiðir,“ segir Frosti. „Að endingu verður kynning á samstarfi Samtakanan ’78 og Amnesty International.“ Einnig verða á Opna Samtakadeg- inum sýndar tvær stuttmyndir: Góðir gestir eftir Ísoldu Uggadóttur og Bræðrabylta eftir Grím Hákonarson. Finna má nánari upplýsingar á www.samtokin78.is. Opið hús er í fé- lagsmiðstöð Samtakanna öll mánu- dags- og fimmtudagskvöld. Félagsstarf | Opinn dagur hjá Samtökunum ’78 í dag, Laugavegi 3, 4. hæð Velkomin í Samtökin  Frosti Jónsson fæddist 1972 og ólst upp á Kirkju- bæjarklaustri. Hann lauk BA- prófi í sálfræði frá HÍ 1998 og MA- prófi í hagnýtum hagvísindum frá Háskólanum á Bif- röst 2005. Frosti hefur starfað að markaðsmálum um langt skeið, sem ráðgjafi hjá Birtingahúsinu frá 2005. Hann hefur verið formaður Samtak- anna ’78 frá því í mars 2007 Myndlist Gallerí Fold | Þorsteinn Helgason opnar sýninguna Formvörp í dag kl. 15. Þor- steinn (1958) stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykja- vík og MHÍ. Hann útskrifaðist sem arkitekt frá Arkitekta- skólanum í Kaupmannahöfn 1988 og er meðeigandi teiknistofunnar Ask arki- tekta. Gallerí Sævars Karls | Karl Jóhann Jónsson sýnir olíu- málverk af hugleiðingum sín- um um viðfangsefni daglegs lífs, bæði heima og heiman. Listasafn ASÍ | Kl. 15 í dag verður opnuð sýning á verk- um myndlistarmannsins Magnúsar Tómassonar. Á sýningunni sýnir Magnús m.a. skúlptúra og myndþrennur. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til kl. 17 og aðgangur er ókeypis. Skemmtanir SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans í Von, Efstaleiti 7, í kvöld kl. 20. Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Fé- lagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 30. september kl. 14. Fyrirlestrar og fundir Fella- og Hólakirkja | Fundur þriðjudaginn 2. okt. kl. 20 í safnaðarheimilinu. Helga Guðmundsdóttir segir frá ferð sinni til kvenfélaga í Bandaríkjunum. Kaffiveit- ingar. Allar konur velkomnar. Fréttir og tilkynningar Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands | Háskóli Íslands held- ur alþjóðleg próf í spænsku 16. nóvember. Innritun fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ í Nýja garði til 12. október. Próftökugjald er 8.000 kr. fyrir Nivel inicial, 10.500 kr. fyrir Nivel intermedio og. 13.000 kr. fyrir Nivel superior. Nánari uppl. á ems@hi.is, 525 4593. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kallar á hundinn sinn Barney við Hvíta húsið í Washington í gær. Besti vinur Bush FRÉTTIR AÐALFUNDUR Ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík, sem haldinn var 26. september 2007, fagnar frumkvæði lögreglu- stjórans í Reykjavík að sýni- legri löggæslu í miðbænum um helgar. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa enda hefur Lögreglusamþykktinni verið fylgt eftir af meiri einurð en oft áður, umgengni hefur batnað og íbúar í mikilli nálægð við skemmtistaði hafa lýst því yfir að ónæði sé minna og merkj- anlega meiri virðing borin fyrir þeirra nánasta umhverfi, segir í frétt frá UJ í Reykjavík. „Aðalfundurinn hvetur til þess að áfram verði haldið á sömu braut, en ekki gripið til róttækra aðgerða á borð við aukna skerðingu á þeim tíma sem skemmtistaðir eru opnir eða tilfærslu þeirra í úthverfi borgarinnar. Slíkum hugmynd- um, sem sprottið hafa upp í kjölfar ofsafengins málflutnings af ,,ástandinu“ í miðbænum, ber að hafna með öllu.“ Á aðalfund- inum var ný stjórn UJR kjörin, en Agnar Freyr Helgason, 25 ára hagfræðingur, var endur- kjörinn formaður félagsins. Guðrún Birna le Sage de Fon- tenay, 26 ára laganemi, var kjörin varaformaður. Aðrir sem kosnir voru í stjórn eru Ólöf Halldóra Þórarinsdóttir (gjald- keri), Júlía Margrét Einars- dóttir (ritari), Einar Örn Ein- arsson, Ásþór Sævar Ásþórsson, Júlía Aradóttir, Guðlaugur Kr. Jörundsson, Erna María Jensdóttir, Ásgeir Runólfsson og Guðfinnur Sveinsson. Á fundinum voru einnig sam- þykktar ályktanir þar sem hafn- að er „fyrirtækjaleikskólum Sjálfstæðisflokksins“, hvatt er til þess að OR verði áfram í eigu almennings og fundurinn telur „það eitt brýnasta úrlausnarefni borgaryfirvalda í dag að finna Reykjavíkurflugvelli heppilegri stað en í Vatnsmýrinni.“ UJR fagna sýni- legri löggæslu KVIKMYNDASÝNINGAR Félagsins MÍR, Menningartengsla Ís- lands og Rússlands, hefjast að nýju eftir sumarhlé um helgina í húsakynnum félagsins, Hverfisgötu 105. Næstu mánuði verða sýndar kvikmyndir í MÍR-salnum á hverjum sunnudegi kl. 15 og er aðgangur öllum heimill. Á fyrstu kvikmyndasýningu haustsins sunnudag, 30. september kl. 15, verða sýndar þrjár kvikmyndir sem tengjast ferðalögum til Rússlands sem ýmist hafa verið farin eða eru í undirbúningi að frumkvæði MÍR og í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Bjarmaland. Tvær myndanna fjalla um hópferðir sem farnar voru um ár og vötn Rússlands og þriðja kvikmyndin var tekin fyrir nokkrum ár- um í ferð hóps Íslendinga til Jakútíu en MÍR og Bjarmaland ætla að efna til ferðar þangað með viðdvöl í Moskvuborg í júní á næsta ári, ef næg þátttaka fæst. Aðgangur að kvikmyndasýningunni á sunnudaginn er ókeypis og öllum heimill. Kvikmyndasýning í MÍR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Árósasamningurinn er al- þjóðlegur samningur sem tryggir að almenningur og fé- lagasamtök sem starfa að um- hverfismálum eigi lögvarða hagsmuni þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á umhverfið. Af þeim fjörutíu löndum sem skrifað hafa undir hann eiga aðeins þrjú enn eftir að fullgilda hann, þar á meðal Ís- land. Ef íslensk stjórnvöld hefðu fullgilt Árósasamning- inn má fullyrða að deilurnar um Kárahnjúkavirkjun hefðu tekið á sig aðra mynd. Ljóst er af nýlegum dómum Hæstaréttar að breyta þarf íslenskum lögum til að tryggja að félög og félaga- samtök sem starfa að um- hverfis- og náttúruvernd geti gætt hagsmuna almennings. Taki samningurinn gildi hér má búast við því að mun auð- veldara verði að ná ásættan- legu jafnvægi milli almanna- hags og sérhagsmuna. Umhverfisráðherra hefur lýst yfir vilja til að fullgilda Árósasamninginn á kjörtíma- bilinu, en skýrt er kveðið á um það markmið í umhverfis- stefnu Samfylkingarinnar, Fagra Ísland. Í stefnuyfirlýsingu sinni ein- setur ríkisstjórnin sér að Ís- land verði í fararbroddi þjóða heims í umhverfismálum. Það verður trauðla meðan Ísland þráast eitt örfárra ríkja Evr- ópu við að fullgilda grundvall- arsáttmála heimshlutans um réttindi almennings á sviði umhverfisins. Á opnum félagsfundi Fram- tíðarlandsins þann 27. septem- ber 2007 þar sem Árósasamn- ingurinn var til umfjöllunar var samþykkt að beina tilmæl- um til stjórnvalda um að full- gilda samninginn og færa í ís- lenskan rétt hið fyrsta. Beinir félagið eindregnum tilmælum til utanríkisráðherra að leggja Árósasamninginn fyrir Alþingi til fullgildingar sem fyrst. Ennfremur hvetur Framtíð- arlandið utanríkisráðherra til þess að vinna að því að til- skipun 03/35/EB sem varðar Árósasamninginn verði tekin upp sem hluti af EES.“ Árósasamningurinn verði fullgiltur Fréttir í tölvupósti Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.