Morgunblaðið - 29.09.2007, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 29.09.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Breiðfirðingabúð | Fundur Félags breiðfirskra kvenna verður mánudaginn 1. októ- ber kl. 20. Gestur fundarins verður Þórhallur Guðmunds- son miðill. Félag eldri borgara í Kópa- vogi, ferðanefnd | Skráning er hafin í félagsmiðstöðv- unum í haustlitaferð 4. októ- ber nk. Brottför frá Gull- smára kl. 13.15 og Gjábakka kl. 13.30. Leið: Heiðmörk – Nesjavellir – Írafoss – að Þingvallavatni. Kaffihlaðborð í Valhöll, síðan verður dansað. Ekið í Bolabás – Hakið – Kjós- arskarðsveg – Kjós og Kjal- arnes. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9. Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Á virkum dögum kl. 9-16.30 er fjölbreytt dagskrá, m.a. opn- ar vinnustofur, spilasalur, kór- starf o.m.fl. Glerskurður er á þriðjud., umsj. Vigdís Hansen. Miðvikud. 3. okt. hefst dans- kennsla í samstarfi við FÁÍA (Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra). Bókband hefst fös- tud. 5. okt. S. 575 7720. Hæðargarður 31 | Í haust er hægt að fara í World Class- hópinn, læra klaustursaum eða bútasaum, fara í göngu- ferð, læra á tölvu, syngja, skera út, skreyta borð, lesa bókmenntir, læra magadans, hláturjóga, skapandi skrif og framsögn. S. 568 3132. Þórðarsveigur 3 | Dans- kennsla hefst miðvikudaginn 3. október kl. 14, verð 200 kr. fyrir skiptið. Kirkjustarf Fella- og Hólakirkja | 2. okt. kyrrðarstund kl. 12. Kyrrð, íhugun og bæn. Súpa og brauð að lokinni stund á vægu verði. Kl. 13: ferð til Hveragerðis með kirkjustarfi eldri borgara. Verð 1.000 kr. Áætluð heimkoma um kl. 18. Skráning í síma 557 3280. Allir velkomnir. Umsjón Ragn- hildur Ásgeirsd. djákni. 80ára afmæli. Á morgun,sunnudaginn 30. sept- ember, verður Guðbjörg Ey- vindsdóttir áttræð. Af því til- efni verður hún með opið hús fyrir ættingja og vini hjá dótt- ur sinni og tengdasyni í Aust- urfold 2, 112 Reykjavík, á af- mælisdaginn frá klukkan 15. 75ára afmæli. Á morgun,sunnudaginn 30. sept- ember verður sjötíu og fimm ára Snæbjörg Snæbjarn- ardóttir söngkona og söng- kennari. Í tilefni af því halda nemendur hennar og sam- starfsmenn tónleika í Kirkju- hvoli í Garðabæ kl. 16 þar sem nokkrir af fyrrum nemendum hennar koma fram. Öllum þeim sem heiðra vilja Snæ- björgu er boðið að koma á þessa tónleika. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. dagbók Í dag er laugardagur 29. september, 272. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Opni Samtakadagurinn er ídag, laugardag. „Við opnumSamtökin ’78 og kynnum al-menningi það fjölbreytta starf sem þar fer fram og á vegum tengdra félaga, um leið og við sýnum gestum hve blómleg menning samkyn- hneigðra á Íslandi er,“ segir Frosti Jónsson, formaður félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem starfsemi Samtakanna ’78 er kynnt með þessum hætti, en húsið verður opnað kl. 10: „Félag foreldra og aðstandenda sam- kynhneigðra ríður á vaðið kl. 10.30 með kynningu á áhugaverðu starfi hópsins. Því næst munu strákar frá fótbolta- félaginu St. Styrmi segja frá sínu starfi, en sem kunnugt er hafa Styrm- isliðar gert garðinn frægan á mótum erlendis,“ segir Frosti. „Bókasafn Samtakanna verður einnig kynnt en það er eitt stærsta sérbókasafnið opið almenningi á Norðurlöndum og besta safnið hér á landi um samkynhneigð málefni.“ Næstur er Ungliðahópur Samtak- anna: „Mjög líflegt unglingastarf er á vettvangi Samtakanna ’78, þau hafa op- ið hús öll sunnudagskvöld í Samtök- unum og mörg þeirra taka virkan þátt í jafningjafræðslu sem fram fer í efri bekkjum grunnskóla og framhalds- skólum,“ segir Frosti. „Á Opna Sam- takadeginum verður einnig kynning á Hinsegin dögum sem hafa náð að festa sig í sessi sem ein stærsta útihátíð landsins, og við segjum frá ráðgjaf- arþjónustu Samtakanna ’78, en til okk- ar leitar fjöldi fólks, bæði samkyn- hneigðir og aðstandendur þeirra.“ Samtökin ’78 standa fyrir öflugu fræðslustarfi: „Við kynnum til sög- unnar samstarfsverkefni við Flugfélag Íslands en með stuðningi þess ætlum við að efla fræðslu og tengsl við lands- byggðina og félagsmálaráðherra mun líta í heimsókn en Samtökin ’78 taka þátt í metnaðarfullu fræðsluverkefni undir formerkjum Árs jafnra tækifæra, sem félagsmálaráðuneytið leiðir,“ segir Frosti. „Að endingu verður kynning á samstarfi Samtakanan ’78 og Amnesty International.“ Einnig verða á Opna Samtakadeg- inum sýndar tvær stuttmyndir: Góðir gestir eftir Ísoldu Uggadóttur og Bræðrabylta eftir Grím Hákonarson. Finna má nánari upplýsingar á www.samtokin78.is. Opið hús er í fé- lagsmiðstöð Samtakanna öll mánu- dags- og fimmtudagskvöld. Félagsstarf | Opinn dagur hjá Samtökunum ’78 í dag, Laugavegi 3, 4. hæð Velkomin í Samtökin  Frosti Jónsson fæddist 1972 og ólst upp á Kirkju- bæjarklaustri. Hann lauk BA- prófi í sálfræði frá HÍ 1998 og MA- prófi í hagnýtum hagvísindum frá Háskólanum á Bif- röst 2005. Frosti hefur starfað að markaðsmálum um langt skeið, sem ráðgjafi hjá Birtingahúsinu frá 2005. Hann hefur verið formaður Samtak- anna ’78 frá því í mars 2007 Myndlist Gallerí Fold | Þorsteinn Helgason opnar sýninguna Formvörp í dag kl. 15. Þor- steinn (1958) stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykja- vík og MHÍ. Hann útskrifaðist sem arkitekt frá Arkitekta- skólanum í Kaupmannahöfn 1988 og er meðeigandi teiknistofunnar Ask arki- tekta. Gallerí Sævars Karls | Karl Jóhann Jónsson sýnir olíu- málverk af hugleiðingum sín- um um viðfangsefni daglegs lífs, bæði heima og heiman. Listasafn ASÍ | Kl. 15 í dag verður opnuð sýning á verk- um myndlistarmannsins Magnúsar Tómassonar. Á sýningunni sýnir Magnús m.a. skúlptúra og myndþrennur. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til kl. 17 og aðgangur er ókeypis. Skemmtanir SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans í Von, Efstaleiti 7, í kvöld kl. 20. Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Fé- lagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 30. september kl. 14. Fyrirlestrar og fundir Fella- og Hólakirkja | Fundur þriðjudaginn 2. okt. kl. 20 í safnaðarheimilinu. Helga Guðmundsdóttir segir frá ferð sinni til kvenfélaga í Bandaríkjunum. Kaffiveit- ingar. Allar konur velkomnar. Fréttir og tilkynningar Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands | Háskóli Íslands held- ur alþjóðleg próf í spænsku 16. nóvember. Innritun fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ í Nýja garði til 12. október. Próftökugjald er 8.000 kr. fyrir Nivel inicial, 10.500 kr. fyrir Nivel intermedio og. 13.000 kr. fyrir Nivel superior. Nánari uppl. á ems@hi.is, 525 4593. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kallar á hundinn sinn Barney við Hvíta húsið í Washington í gær. Besti vinur Bush FRÉTTIR AÐALFUNDUR Ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík, sem haldinn var 26. september 2007, fagnar frumkvæði lögreglu- stjórans í Reykjavík að sýni- legri löggæslu í miðbænum um helgar. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa enda hefur Lögreglusamþykktinni verið fylgt eftir af meiri einurð en oft áður, umgengni hefur batnað og íbúar í mikilli nálægð við skemmtistaði hafa lýst því yfir að ónæði sé minna og merkj- anlega meiri virðing borin fyrir þeirra nánasta umhverfi, segir í frétt frá UJ í Reykjavík. „Aðalfundurinn hvetur til þess að áfram verði haldið á sömu braut, en ekki gripið til róttækra aðgerða á borð við aukna skerðingu á þeim tíma sem skemmtistaðir eru opnir eða tilfærslu þeirra í úthverfi borgarinnar. Slíkum hugmynd- um, sem sprottið hafa upp í kjölfar ofsafengins málflutnings af ,,ástandinu“ í miðbænum, ber að hafna með öllu.“ Á aðalfund- inum var ný stjórn UJR kjörin, en Agnar Freyr Helgason, 25 ára hagfræðingur, var endur- kjörinn formaður félagsins. Guðrún Birna le Sage de Fon- tenay, 26 ára laganemi, var kjörin varaformaður. Aðrir sem kosnir voru í stjórn eru Ólöf Halldóra Þórarinsdóttir (gjald- keri), Júlía Margrét Einars- dóttir (ritari), Einar Örn Ein- arsson, Ásþór Sævar Ásþórsson, Júlía Aradóttir, Guðlaugur Kr. Jörundsson, Erna María Jensdóttir, Ásgeir Runólfsson og Guðfinnur Sveinsson. Á fundinum voru einnig sam- þykktar ályktanir þar sem hafn- að er „fyrirtækjaleikskólum Sjálfstæðisflokksins“, hvatt er til þess að OR verði áfram í eigu almennings og fundurinn telur „það eitt brýnasta úrlausnarefni borgaryfirvalda í dag að finna Reykjavíkurflugvelli heppilegri stað en í Vatnsmýrinni.“ UJR fagna sýni- legri löggæslu KVIKMYNDASÝNINGAR Félagsins MÍR, Menningartengsla Ís- lands og Rússlands, hefjast að nýju eftir sumarhlé um helgina í húsakynnum félagsins, Hverfisgötu 105. Næstu mánuði verða sýndar kvikmyndir í MÍR-salnum á hverjum sunnudegi kl. 15 og er aðgangur öllum heimill. Á fyrstu kvikmyndasýningu haustsins sunnudag, 30. september kl. 15, verða sýndar þrjár kvikmyndir sem tengjast ferðalögum til Rússlands sem ýmist hafa verið farin eða eru í undirbúningi að frumkvæði MÍR og í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Bjarmaland. Tvær myndanna fjalla um hópferðir sem farnar voru um ár og vötn Rússlands og þriðja kvikmyndin var tekin fyrir nokkrum ár- um í ferð hóps Íslendinga til Jakútíu en MÍR og Bjarmaland ætla að efna til ferðar þangað með viðdvöl í Moskvuborg í júní á næsta ári, ef næg þátttaka fæst. Aðgangur að kvikmyndasýningunni á sunnudaginn er ókeypis og öllum heimill. Kvikmyndasýning í MÍR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Árósasamningurinn er al- þjóðlegur samningur sem tryggir að almenningur og fé- lagasamtök sem starfa að um- hverfismálum eigi lögvarða hagsmuni þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á umhverfið. Af þeim fjörutíu löndum sem skrifað hafa undir hann eiga aðeins þrjú enn eftir að fullgilda hann, þar á meðal Ís- land. Ef íslensk stjórnvöld hefðu fullgilt Árósasamning- inn má fullyrða að deilurnar um Kárahnjúkavirkjun hefðu tekið á sig aðra mynd. Ljóst er af nýlegum dómum Hæstaréttar að breyta þarf íslenskum lögum til að tryggja að félög og félaga- samtök sem starfa að um- hverfis- og náttúruvernd geti gætt hagsmuna almennings. Taki samningurinn gildi hér má búast við því að mun auð- veldara verði að ná ásættan- legu jafnvægi milli almanna- hags og sérhagsmuna. Umhverfisráðherra hefur lýst yfir vilja til að fullgilda Árósasamninginn á kjörtíma- bilinu, en skýrt er kveðið á um það markmið í umhverfis- stefnu Samfylkingarinnar, Fagra Ísland. Í stefnuyfirlýsingu sinni ein- setur ríkisstjórnin sér að Ís- land verði í fararbroddi þjóða heims í umhverfismálum. Það verður trauðla meðan Ísland þráast eitt örfárra ríkja Evr- ópu við að fullgilda grundvall- arsáttmála heimshlutans um réttindi almennings á sviði umhverfisins. Á opnum félagsfundi Fram- tíðarlandsins þann 27. septem- ber 2007 þar sem Árósasamn- ingurinn var til umfjöllunar var samþykkt að beina tilmæl- um til stjórnvalda um að full- gilda samninginn og færa í ís- lenskan rétt hið fyrsta. Beinir félagið eindregnum tilmælum til utanríkisráðherra að leggja Árósasamninginn fyrir Alþingi til fullgildingar sem fyrst. Ennfremur hvetur Framtíð- arlandið utanríkisráðherra til þess að vinna að því að til- skipun 03/35/EB sem varðar Árósasamninginn verði tekin upp sem hluti af EES.“ Árósasamningurinn verði fullgiltur Fréttir í tölvupósti Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.