Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HUGO Chavez, forseti Venesúela, lætur sér fátt óviðkomandi og sem dæmi um það má nefna, að í ágúst lét hann þau boð út ganga, að klukkunni yrði breytt um hálftíma til þess, að litlu börnin þyrftu ekki að fara í skólann í kolsvarta myrkri. Þessi breyting hefði auðvitað þýtt, að Venesúela hefði fengið sinn einkatíma hvað sem liði tímabeltinu en þessar umbætur forsetans áttu að taka gildi um síðustu helgi. „Á miðnætti sunnudaginn 23. september munum við færa stóra vísinn fram um hálftíma,“ sagði Chavez í sínum vikulega sjónvarps- þætti „Aló, presidente“ en í honum er hann vanur að tjá þjóðinni skoð- anir sínar á smáu jafnt sem stóru. Í áheyrendasalnum í sjónvarpinu fannst hins vegar a.m.k. ein hug- rökk sál og hún benti forsetanum á, að til að bíða birtunnar yrði að færa klukkuna aftur, ekki fram. Þetta kom augljóslega flatt upp á forsetann, sem sneri sér að bróður sínum menntamálaráðherranum, sem var með honum, og spurði hann ráða. Hann var að sjálfsögðu á sama máli og forsetinn um það, að stóra vísinn ætti að færa fram. Að þessari frammistöðu þeirra bræðra er nú hlegið um landið allt, að minnsta kosti meðal andstæð- inga þeirra, og Chavez hefur nú frestað því að taka upp sérstakan, venesúelanskan tíma. Hætti við að taka upp sér- stakan tíma fyrir Venesúela Hugo Chavez, forseti Venesúela. ÁÆTLAÐ er, að innflytjendur í Bretlandi verði 45.000 fleiri á ári hverju en áður var talið. Hefur breska hagstofan reiknað út, að þeir verði um 190.000 á ári næstu tvo ára- tugina en ekki 145.000. Talsmenn breska Íhaldsflokksins segja, að breskt samfélag geti alls ekki ráðið við þessa fjölgun. Þetta þýðir, að innflytjendastraumurinn verði 30% meiri en áætlað var og einnig, að 86% mannfjölgunarinnar, 7,2 millj. manna frá 2004 til 2031, megi rekja til innflytjenda. Damian Green, talsmaður Íhaldsflokksins í innflytjendamálum, segir, að þetta geti ekki gengið upp. Um það sé að ræða, að borg á stærð við Liverpool bætist við árlega og við það geti innviðir bresks samfélags ekki ráð- ið. Sagði hann, að það væri stefna síns flokks, að sett yrði ákveðið þak á þann fjölda, sem leyft yrði að setjast að í landinu á hverju ári. Áætlað er, að af 190.000 innflytjendum árlega muni 171.500 þeirra setj- ast að í Englandi og 8.500 í Skotlandi. Miklu færri munu setjast að í Wales og á Norður-Írlandi. Fram kemur hjá hagstofunni, að innflytjendastraum- urinn sé langmestur frá Austur-Evrópu en hann hefur verið miklu meiri þaðan en upphaflega var talið. Segir samfélagið ekki ráða við innflytjendastrauminn Hitamál Breskir íhalds- menn hafa lengi viljað koma böndum á innflytjenda- strauminn. ALAN Green- span, fyrrver- andi seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, neitar því, að hann og fyrrver- andi samstarfs- menn hans hafi ekki séð fyrir lánsfjárskortinn, sem nú bagar efnahagslífið um all- an heim. Kom þetta fram í viðtali við Greenspan í BBC, breska rík- isútvarpinu, en þar kvaðst hann hafa vaxandi áhyggjur af efnahags- lífinu í heiminum. Kvaðst hann telja, að hættan á samdrætti væri þó enn innan við „helmingslíkur“ en svartsýni hans færi heldur vax- andi en hitt. Ástæða lánsfjárskortsins er ekki síst vafasöm húsnæðislán í Banda- ríkjunum. Segir Greenspan, að hann hafi ekkert hafst að vegna þess, að í þessum lánum hafi fyrst og fremst auðugasta fólkið fjárfest og honum hafi staðið á sama þótt ríkidæmi þess léti eitthvað á sjá. Hafði ekki áhyggjur af hugs- anlegum áföllum ríka fólksins Alan Greenspan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, hefur valið Frakkann Dominique Strauss-Kahn í stöðu yfirmanns stofnunarinnar. Strauss-Kahn er einn af frammámönnum sósíalista en naut samt stuðnings Nicolas Sar- kozy Frakklandsforseta. Nýr yfirmaður MATTHEW Hiasl Pan heitir hann fullu nafni og er nýbúinn að tapa í málaferlum fyrir héraðsdómi í Vín. Er það krafa umbjóðenda hans, að hann verði úrskurðaður persóna og ætla að þeir að fara með málið alla leið fyrir hæstarétt. AP Herra Hiasl YASUO Fukuda, nýr forsætisráð- herra í Japan, sem hefur heitið því að berjast gegn spillingu, harmaði í gær „bókhaldsvillur“ pólitísks stuðningsmannahóps síns en hann er grunaður um að hafa reynt að fela fé fyrir yfirvöldunum. Það, sem helst … ÞÝSKIR tollverðir skýrðu frá því í gær, að þeir hefðu fundið kókaín fyrir 30 millj. evra, rúmlega 2,6 milljarða ísl. kr., í skipi í Bremer- haven. Var það falið innan um vín- flöskur frá Panama. Kókaínfundur Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MUN fleiri hafa sennilega fallið í að- gerðum hersins í Búrma gegn and- ófsmönnum en gefið hefur verið upp í ríkisfjölmiðlum í landinu, að sögn Gordon Browns, forsætisráðherra Breta. Hann hvatti í gær til þess að Evrópusambandið gripi þegar til að- gerða gegn herforingjaklíkunni. Ibrahim Gambari, sendimaður SÞ, mun í dag fara til Búrma til viðræðna við stjórnvöld. Vestrænir diplómatar segjast hafa fengið upplýsingar um óeiningu í hernum. Getgátur eru um að deilur séu uppi í herforingjaklíkunni, sumir vilji taka mildilegar á andófsfólkinu og jafnvel ræða við stjórnarand- stöðuleiðtogann Aung San Suu Kyi, að sögn Jyllandsposten í Danmörku. Heimildarmenn úr röðum útlægra stjórnarandstæðinga segja að 200 manns hafi fallið í átökunum síðustu daga, opinbera talan er hins vegar 13. Stjórnvöld hafa nær algerlega lokað fjarskiptaleiðum við umheim- inn og því er afar erfitt að fá öruggar fregnir af ástandinu en stjórnarher- inn virtist hafa náð tökum á götunum í stærstu borg landsins, Rangoon, í gær. Öðru hverju heyrðust þó skot- hvellir. Um fimm milljónir manna, eða um tíundi hluti þjóðarinnar, búa í Rangoon og þar söfnuðust í gær um 2000 manns saman síðdegis að þar- lendum tíma skammt frá Sule-must- erinu í miðborginni. Fólkið hrópaði ókvæðisorð að vopnuðum hermönn- um en þeir svöruðu með því að skjóta upp í loftið, mótmælendur flúðu þá flestir á brott. Nokkrir voguðu sér í átt að hermönnunum en voru þá barðir með kylfum og sumir hand- teknir. „Aftur blóðbað! Aftur blóð- bað! Hvers vegna bjarga Banda- ríkjamenn okkur ekki?“ hrópaði maður sem fylgdist með atburðun- um. Ljóst þykir að hernum hafi nú að miklu leyti tekist að brjóta á bak aftur aðgerðir búddamunkanna sem hafa farið fyrir mótmælendum. Mun herinn hafa einangrað með gaddavírstálmum fimm klaustur sem talið er að hafi verið aðalstöðvar uppreisnarinnar. Hundruð munka eru sögð í haldi og sumir þeirra munu hafa sætt harkalegri meðferð. Reuters Styðja andóf Liðsmenn samtakanna Frjálst Búrma á Filippseyjum við sendiráð Búrma í Manila í gær með mynd af öflugasta manni herforingjaklíkunnar, Than Shwe (t.v.) Yfir myndinni stendur að hann sé „eftirlýstur“. Einnig halda mótmælendur á mynd af Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstæðinga í Búrma. Segja að 200 manns hafi fallið í Búrma Merki um óeiningu innan herforingjaklíkunnar og sagt að sumir hermenn neiti að hlýða skipunum Í HNOTSKURN »Um 500.000 Búddamunkareru í Búrma (öðru nafni Myanmar). Þeir njóta mikillar virðingar meðal almennings og hafa oft haft forystu um andóf gegn herforingjunum. »Leiðtogi stjórnarandstæð-inga síðustu 18 árin, Aung San Suu Kyi, er í stofufangelsi í Rangoon. Hún hefur beitt sér fyrir friðsamlegu andófi gegn herforingjunum og vill að al- þjóðasamfélagið beiti stjórn- ina viðskiptarefsingum. Washington. AP, AFP. | George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ítrek- aði í gær andstöðu sína við ákveðnar takmarkanir gegn meng- andi útblæstri og lagði áherslu á, að baráttan gegn loftslagsbreytingum ætti ekki að halda aftur af efna- hagslífinu. „Sérhvert ríki verður sjálft að ráða þeim aðferðum og þeim vopn- um, sem það vill beita í þessari bar- áttu,“ sagði Bush í ræðu, sem hann flutti á síðari degi ráðstefnu, sem hann boðaði til í Washington með fulltrúum 16 ríkja, þeirra, sem menga hvað mest. „Við verðum að hafa forystu um að draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda en við verðum að gera það þannig, að ekki dragi úr hagvexti og þar með úr velsæld ríkjanna.“ Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sem stýrði fundinum, og Bush lögðu mikla áherslu á, að Bandaríkja- stjórn gerði sér fulla grein fyrir því, að mengunin væri að valda lofts- lagsbreytingum um allan heim og sögðu, að hún væri staðráðin í að setja sér „langtímamarkmið“ í því skyni að draga úr menguninni. Þótt flest önnur ríki hafi fallist á að skuldbinda sig til að draga úr mengun hefur Bush aldrei viljað undirrita Kýótó-sáttmálann um það efni og ávallt borið því við, að slíkar takmarkanir myndu bitna á banda- rísku efnahagslífi. Efast um heilindi Bandaríkjastjórnar Þrátt fyrir fögur orð á ráðstefn- unni segjast flestir sérfræðingar í mengunar- og loftslagsmálum efast um, að Bandaríkjastjórn muni í raun beita sér af miklum krafti fyrir minni útblæstri en Bandaríkin eru enn það ríki, sem mest mengar. Er Kína raunar á svipuðu róli og mun fljótlega fara fram úr þeim. Fulltrúar Evrópuríkjanna kváð- ust í gær fagna því, að Bandaríkja- stjórn efaðist ekki lengur um, að loftslagsbreytingarnar væru af mannavöldum. En þeir voru ekki hrifnir af því, að Bandaríkin og hugsanlega fleiri ríki beittu sér fyr- ir annarri og metnaðarminni leið en þeirra, sem Sameinuðu þjóðirnar vilja fara. Á ráðstefnu SÞ á Bali í Indónesíu í desember er ætlunin að ræða hvað eigi að taka við af Kýótó-samn- ingnum 2012. Hafnar mengunarmörkum Reuters Bush í ræðustól á ráðstefnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.