Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 41
ELSTU keppendurnir tveir,
Wisvanathan Anand og Boris Gelf-
and eru efstir á heimsmeistara-
mótinu í skák þegar örskammt er til
loka. Næstsíðasta umferðin hófst
seint í gærkvöldi og þá átti Anand að
tefla með svörtu við Alexander
Grischuk en Gelfand var með hvítt
gegn Vladimir Kramnik.
Staðan fyrir umferðina í gær var
þessi:
1. Anand (Indland) 8 v. (af 12)
2. Gelfand (Ísrael ) 7 v.
3. Kramnik ( Rússland ) 6½ v.
4.-6. Leko (Ungverjaland), Morosevich
(Rússland) og Aronian
(Armenía) 5½ v.
7.-8. Svidler (Rússland) og Grischuk (Rúss-
land) 5 v.
Allar líkur eru á því að Anand
klári dæmið og verði það sem FIDE
kallar ótvíræður heimsmeistari í
skák. Hann hefur borið höfuð og
herðar yfir aðra keppendur, teflt af
miklu öryggi og aldrei lent í tap-
hættu. Anand, sem er þjóðhetja í
Indlandi, varð heimsmeistari FIDE
árið 2001 þegar hann vann heims-
meistaramótið sem haldið var í
Nýju-Delí og Írak. Þá voru ennþá
tveir heimsmeistaratitlar í „umferð“.
Sjálfsagður réttur Anands á frægum
sameiningarfundi varðandi heims-
meistarakeppnina í Prag árið 2002
var fyrir borð borinn, en einvígi sem
áttu að fylgja í kjölfarið fóru út um
þúfur og allt það brambolt átti mik-
inn þátt í því að Kasparov hætti
keppni árið 2005. Það væri mikið
happ fyrir skáklistina að fá Anand
sem heimsmeistara, ekki síst vegna
mannkosta hans og fágaðrar fram-
komu. Í svipinn man greinarhöfund-
ur ekki eftir einu einasta atviki á
ferli hans sem valdið hefur deilum.
Er það auðvitað merkilegt í ljósi
þess að skáksagan er sneisafull af
stórbrotnum uppákomum og
hneykslismálum. Anand þótti tefla
ógnarhratt á yngri árum sínum en
hefur heldur hægt ferðina eftir því
sem liðið hefur á ferilinn. Hann hefur
nokkrum sinnum komið til Íslands
en aldrei teflt á móti með hefðbundn-
um umhugsunartíma.
Í grein í New in chess nýlega
gagnrýnir Kasparov keppnina í
Mexíkó harðlega, einkum fyrir það
að Vasilij Ivantsjúk skuli ekki vera
með og segir að munurinn á Úkra-
ínumanninum og Kramnik liggi fyrst
og fremst í því að Ivantsjúk finni
bestu leikina við skákborðið en
Kramnik í samningaviðræðum í bak-
herbergjum. Kramnik tókst að koma
inn í reglur FIDE HM gamla fyr-
irkomulaginu frá Botvinnik-árunum
um „hefndareinvígi“. Það liggur því
fyrir að þótt Anand verði heims-
meistari nú þarf hann að mæta
Kramnik að ári í einvígi.
Þó að Kramnik hafi fengið á bauk-
inn úr ýmsum áttum, þ. á m. frá
Topalov í löngu viðtali í téðu tímariti,
má ekki gleyma því hversu góður
skákmaður hann er. Kasparov getur
vissulega sjálfum sér um kennt að
hafa nánast gert Kramnik að heims-
meistara með því að leggja titilinn
undir í London árið 2000 þótt Kram-
nik hafi tapað fyrir Shirov í einvígi
sem átti að vera um réttinn til að
tefla slíkt einvígi. Raunar lýkur
Kasparov varla upp munni þessa
dagana án þess á játa á sig þá höf-
uðsynd að hafa klofið skákheiminn
árið 1993.
Aftur að Kramnik: Í 12. umferð
lagði hann Peter Leko að velli með
glæsilegum hætti og hélt þannig
opnum smámöguleika á sigri í
mótinu. Kramnik velur hina traustu
katalónsku byrjun sem gafst honum
vel í upphafi móts gegn Morosevich.
Þótt hann sé gefinn fyrir rólegar
stöður hikar hann ekki við að leggja
út í miklar flækjur ef honum finnst
það eiga við. 10. leikur hvíts, 10. Bd2
er dálítið skrítinn en byggist á hug-
myndinni 10. … Rd7 11. Ba5 og
hamlar því framrás c-peðsins. Leko
velur ekki leið Karpovs, 11. … Bb7
en smátt og smátt nær hvítur þrýst-
ingi eftir c-línunni, uppskipti á svart-
reita biskup, 16. Bxf6, henta oft vel í
svipuðum stöðum. Þegar Leko
spyrnir við með 21. … e5 hikar
Kramnik ekki við að fórna skipta-
mun. Leko neyðist til að leika 26.
… f6 vegna þess að 26. … strandar á
27. Rxb7 og 28. e5. 32. leikur hvíts
gerir í reynd út um taflið, 32. … Be8
er sennilega best svarað með 33.
Rf8+ Kh8 34. De7. Það sem eftir lifir
skákarinnar er úrvinnsla Kramniks
algerlega fumlaus.
HM í Mexíkó 2007
Vladimir Kramnik – Peter Leko
Katalónsk byrjun
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2
Be7 5. Rf3 O-O 6. O-O dxc4 7. Dc2
a6 8. Dxc4 b5 9. Dc2 Bb7 10. Bd2
Be4 11. Dc1 Dc8 12. Bg5 Rbd7 13.
Df4 Bb7 14. Hc1 Bd6 15. Dh4 h6 16.
Bxf6 Rxf6 17. Rbd2 He8 18. e4 Rd7
19. Rb3 a5 20. Rc5 Be7 21. Df4 e5
22. Rxe5 Rxe5 23. dxe5 Bg5 24. Df3
Bxc1 25. Hxc1 Hxe5 26. Dc3 f6 27.
Db3+ Kh8 28. Df7 Bc6 29. Rd3 He6
30. Rf4 Hd6 31. Rg6+ Kh7
32. e5 fxe5 33. Bxc6 Hf6 34. Dd5
Df5 35. Bxa8 Dxf2+ 36. Kh1 Dxb2
37. Dc5 Kxg6 38. Be4+ Kh5 39. Hb1
– og Leko gafst upp.
Verður Anand heimsmeistari í dag?
Verðugur heimsmeistari Anand hefur borið höfuð og herðar yfir aðra
keppendur á heimsmeistaramótinu í Mexíkó.
helol@simnet.is
Helgi Ólafsson
SKÁK
HM í Mexíkó
12.-29. september 2007
FRÉTTIR
LANDSBANKINN hefur fært
námsbraut í kynjafræði við Háskóla
Íslands að gjöf safn bóka og tíma-
rita um femínisma og kvennabar-
áttu. Þorgerður Einarsdóttir, dós-
ent í kynjafræði, tók við gjöfinni úr
hendi Halldórs J. Kristjánssonar
bankastjóra Landsbankans í Odda á
föstudag, 27. september, á fæðing-
ardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.
Safnið inniheldur um 500 bækur,
þar af mikið magn enskra bóka um
stefnur og strauma í femínisma síð-
ustu áratugi og fjölda skáldsagna
eftir íslenskar og erlendar konur,
en margar bókanna eru nú ófáan-
legar.
Þá geymir safnið öll tölublöð
Veru, tímarits um konur og kven-
frelsi, sem kom úr á árunum 1982-
2005 og öll tölublöð bandaríska
femínistatímaritið Ms. frá því fyrir
1982 og fram yfir 2000. Tímaritið
greindi frá hræringum í alþjóð-
legum femínisma á því skeiði sem
talið er að hann hafi haft mest áhrif
á heimsvísu. Kvennaframboðið,
Kvennalistinn og síðar tímaritið
Vera söfnuðu bókunum eða voru
áskrifendur að þeim.
Varði hluta örorkulífeyris
í að kaupa bækurnar
Stór hluti safnsins var gefinn af
Baldri Guðmundssyni heitnum, ör-
yrkja og eiginmanni Ástu Sigurð-
ardóttur, sem hafði þá hugsjón að
styrkja íslenska kvennahreyfingu
með ráðum og dáð, segir í frétta-
tilkynningu. Í því skyni eyddi hann
hluta af örorkulífeyri sínum um
hver mánaðamót til að kaupa bæk-
ur handa kvennahreyfingunni.
500 bækur Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, Rannveig
Traustadóttir, varadeildarforseti félagsvísindadeildar, og Þorgerður Ein-
arsdóttir, dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands. Halldór afhenti Þor-
gerði bækurnar, viðstaddar voru fyrrverandi ritstýrur og pennar Veru
sem og nokkrar forystukonur í kvennahreyfingunni.
Gáfu safn bóka og tímarita um
femínisma og kvennabaráttu
ÞING unga fólksins var nýlega
haldið í þriðja skiptið. Þingið er
vettvangur ungliðahreyfinga stjórn-
málaflokkanna til þess að takast á
um málefni líðandi stundar.
Ýmsar ályktanir voru samþykkt-
ar og má þar t.d. nefna að breið
samstaða var meðal ungliðahreyf-
inganna um að færa til kosningar til
Alþingis fram á haust, afnám tolla á
vörur þróunarríkja og áframhald-
andi útrýming kynbundins launa-
munar. Þá voru einnig samþykktar
tillögur þess efnis að hjónavígslur
skyldu vera í höndum hins opinbera
og þar skyldu samkynhneigðir njóta
jafns réttar á við aðra.
Þingið var haldið í Norræna hús-
inu og Valhöll, húsnæði Sjálfstæð-
isflokksins, auk þess sem móttaka
var í húsi Framsóknar fyrir þing-
fulltrúa.
63 fulltrúar hreyfinganna sátu
þingið, þar á meðal allir formenn
ungliðahreyfinga stjórnmálaflokk-
anna. Landssamband æskulýðs-
félaga er samstarfsaðili ÞUF og
hefur séð um skipulagningu þess.
Morgunblaðið/Eggert
Þingstörfin rædd Höskuldur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Lands-
sambands æskulýðsfélaga, ræðir við Sturlu Böðvarsson, forseta Alþingis,
og Þorstein Magnússon, aðstoðarskrifstofustjóra Alþingis.
Þing unga fólksins vill
kosningar á haustin
FÉLAGIÐ Ísland-Palestína heldur
opinn fund á morgun, sunnudag-
inn 30. september, kl. 15, fund-
arsal Blindrafélagsins, Hamrahlíð
17. Yfirskrift fundarins er: Hvað
er að gerast í hertekinni Palest-
ínu?
Ávarp flytur Ziad Amro fé-
lagsráðgjafi frá Hebron, stofn-
andi Öryrkjabandalags Palestínu
og baráttumaður fyrir mannrétt-
indum fatlaðs fólks.
Jón Magnússon alþingismaður
og Ævar Kjartansson útvarps-
maður segja frá og sýna myndir.
Jón og Ævar eru nýkomnir úr
ferð til Palestínu og Ísraels, segir
í fréttatilkynningu.
Fundur um Palestínu
ALÞJÓÐLEGI hjartadagurinn er
á morgun, sunnudaginn 30. sept-
ember, og er þema dagsins í ár
„Heilbrigt hjarta með samvinnu“.
Hjartavernd sem fagnar 40 ára
afmæli Rannsóknastöðvarinnar á
þessu ári heldur upp á daginn í ár
í samstarfi við Hjartaheill, sam-
tök hjartasjúklinga, og Neistann,
styrktarfélag hjartveikra barna.
Á Hálsatorgi í Kópavogi verður
í fyrsta sinn hlaupið Hjartadags-
hlaupið sem er tímamælt hlaup
með 3 hlaupalengdum, 3, 5 og 10
km. Auk þess verður Hjarta-
ganga um sögustaði Kópavogs
undir leiðsögn Björns Þorsteins-
sonar. Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, mun taka þátt
í göngunni. Skemmtidagskrá
hefst á sviði kl. 13 þar sem með-
al annars verða veitt verðlaun
fyrir Hjartadagshlaupið, Hara
systur syngja og persónur úr
Söngleiknum Gretti skemmta og
Sveppi verður kynnir.
Hægt er að lesa um Al-
þjóðlega hjartadaginn á
www.worldheartday.com og á
www.hjarta.is.
Alþjóðlegi hjartadagurinn