Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | „Aukning varð á flestum
þjónustuþáttum heilsugæslunnar,
sem skýrist af þeirri fólksfjölgun sem
orðið hefur á svæðinu. Heildarfjöldi
samskipta var 151 þúsund. Um 50%
aukning varð á þjónustu heimahjúkr-
unar á Selfossi, Hveragerði og Þor-
lákshöfn þegar farið var að veita við-
bótarþjónustu á kvöldin og um
helgar,“ segir á heimasíðu Heilbrigð-
isstofnunar Suðurlands sem hélt
kynningarfund í tilefni af útkomu árs-
skýrslu um starfsemi stofnunarinnar
fyrir árið 2006.
Á fundinum var farið yfir helstu
upplýsingar um starfsemi á þjónustu-
svæði stofnunarinnar sem nær til
rúmlega 19 þúsund íbúa á Suðurlandi.
Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar,
31 rúms sjúkrahús, 24 rúma hjúkr-
unardeild, réttargeðdeildina að Sogni
með 7 vistrými og heilbrigðisþjónustu
við Litla Hraun, en þar eru að jafnaði
80 fangar. Á sl. ári voru 220 stöðugildi
við stofnunina og 472 einstaklingar
voru á launaskrá en HSu greiddi 1255
milljónir í laun og launatengd gjöld
sem er 77% af rekstrarkostnaði.
Geðlæknaþjónusta aukin
Hjá HSu er sálfræðiþjónusta veitt í
einu stöðugildi fyrir allar heilsugæslu-
stöðvar á Suðurlandi og skilgreind
sem ráðgjafar- og meðferðarþjónusta
fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri
og fjölskyldur þeirra. Seinni hluta árs
var geðlæknisþjónusta aukin um 50%
á Litla Hrauni og 50% á Sogni með
ráðningu geðlæknis frá Hollandi.
Barnalæknir hóf starf við stofnunina
um mitt ár og sinnir barnavernd,
barnaskoðunum og sérfræðiþjónustu
á Selfossi, í Hveragerði og Þorláks-
höfn. Barnalæknir sér einnig um ný-
buraskoðun á fæðingardeildinni.
Í ársskýrslunni kemur fram að
30% aukning hefur orðið á útköllum í
sjúkraflutninga og er að meðaltali
3,81 útkall á sólarhring. Á sjúkrahús-
ið innrituðust 3000 sjúklingar sem er
4% aukning frá fyrra ári og legudaga-
fjöldinn var rúmlega 20 þúsund sem
er 2,1% aukning. Hjúkrunardeildin
Ljósheimar fullnýtti þau 24 rúm sem
hún hefur en deildin flytur á næstu
mánuðum í nýbyggingu stofnunar-
innar við Árveg.
Magnús Skúlason, forstjóri HSu,
fór á fundinum yfir stöðu fram-
kvæmda við nýbygginguna, en fyrir-
hugað er að taka í notkun nýtt and-
dyri og nýja afgreiðslu í lok október
og 20 rúma hjúkrunardeild í byrjun
desember. Síðan er gert ráð fyrir að
önnur 20 rúma hjúkrunardeild verði
tilbúin í mars á næsta ári.
152 börn fæddust á fæðingardeild-
inni sem er einu barni færra en árið á
undan. 808 skurðaðgerðir voru gerð-
ar eða 13% færri aðgerðir en árið áð-
ur. Á rannsóknastofunni fjölgaði að-
gerðum milli ára um 18% en
framkvæmdar voru 91 þúsund rann-
sóknir. Stafrænt myndgreiningar-
kerfi var tekið í notkun í árslok 2005
en myndir eru teknar á Selfossi og
sendar rafrænt gegnum tölvu á LSH
til úrlestrar.
Sjúkraþjálfari starfar í 100% stöðu-
gildi við stofnunina á Selfossi. Með
nýbyggingunni verður mikil breyting
til batnaðar á endurhæfingaraðstöðu
og er fyrirsjáanleg aukning á þessari
þjónustu.
30 milljónir í gjafasjóðum
Á fundinum kom fram að til eru
fimm gjafasjóðir hjá stofnuninni og
var innistæða þeirra um áramótin
tæplega 30 milljónir króna. Stofnun-
inni bárust magar gjafir á síðasta ári,
eins og lengi hefur verið. Verðmæti
gjafa til stofnunarinnar á Selfossi var
900 þúsund á árinu 2006 frá Kven-
félagi Selfoss, L andsbankanum,
Minningasjóði Ljósheima, Postulun-
um og Toyota-umboðinu í Reykjavík
og á Selfossi.
Aukning í flestum
þáttum þjónustunnar
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Nýbygging Unnið er af fullum krafti við nýbyggingu HSu á Selfossi.
Selfoss | Herrafataverslunin Blaze
á Selfossi býður viðskiptavinum
upp á það að koma nokkrir saman
að kvöldi, eftir hefðbundna lokun,
og versla. Þetta hefur verið vinsælt
og hafa margir notfært sér þessa
þjónustu verslunarinnar.
Hópurinn Hringborðið, sem í eru
fyrrverandi forsetar JC hreyfing-
arinnar á Selfossi, notfærði sér
þetta tilboð og mætti í vikunni í
verslunina ásamt nokkrum gestum.
Tilgangurinn var að kaupa föt og
styrkja um leið gott málefni en
verslunin býður viðskiptavinum
sem koma í kvöldopnun að styrkja
eitthvert málefni með 10% af söl-
unni að lágmarki. Prósentan er
veltutengd og þessi hópur komst
upp í 12%.
„Já, við ákváðum að taka þessu
tilboði hjá Blaze og buðum nokkr-
um gestum með okkur. Svo not-
uðum við tækifærið og styrktum
hjálparsjóð Selfosskirkju,“ sagði
Grímur Arnarson, einn Hring-
borðsmanna, en þeir hafa um árabil
hist á hverjum fimmtudegi í hádeg-
inu.
Vaxandi vinsældir
„Það hefur notið vaxandi vin-
sælda hjá hópum að nýta þessa
kvöldopnun hjá okkur, stemningin
er góð og það kemur flestum á
óvart hversu skemmtilegt þetta er í
rauninni. Þeir kaupa sín föt eins og
áður en fyrir utan að gera það í
góðra vina hópi eru þeir allt í einu
farnir að setja peninga til góðs mál-
efnis án þess að finna nokkuð fyrir
því. Hópurinn bókar einfaldlega
dagsetningu og tíma með því að slá
á þráðinn til okkar eða senda inn
fyrirspurn í gegnum heimasíðu
verslunarinnar, www.blaze.is. Ég
vil jafnframt ítreka að þessi þjón-
usta er fólki að kostnaðarlausu. Og
konur eru að sjálfsögðu hjartan-
lega velkomnar líka,“ sagði
Christine Einarsson versl-
unarstjóri.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Við innkaup Hringborðsmenn og gestir ásamt afgreiðslufólkinu í Herra-
fataversluninni Blaze. Á borðinu er afrakstur innkaupa herranna.
Kaupa föt og styðja
um leið gott málefni
MARÍA Egilsdóttir, varabæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ak-
ureyri og varaformaður félags-
málaráðs Akureyrarbæjar, hefur
sagt skilið við Sjálfstæðisflokkinn
og beðist lausnar frá trúnaðar-
störfum í nafni flokksins.
Stefán Friðrik Stefánsson, sjálf-
stæðismaður á Akureyri, greinir
frá þessu á bloggsíðu sinni en ekki
náðist í Maríu í gær.
María segir skilið við flokkinn
vegna Sómatúnsmálsins svokallaða,
að sögn Stefáns, en faðir hennar,
Egill Jónsson, er annar þeirra sem
hafa átt í málaferlum við Akureyr-
arbæ vegna deilna um stærðir húsa
við þá götu. Samkvæmt skipulagi
var gert ráð fyrir einnar hæðar ein-
býlishúsum við götuna (nema hvað
endahús að norðanverðu er tveggja
hæða) en eftir að leyfi var gefið fyr-
ir því að hús við miðja götuna yrði
tvær hæðir kærðu eigendur húsa
beggja megin við það þá ákvörðun
bæjaryfirvalda. Niðurstaða hefur
ekki fengist í þeim deilum og fer
málið fyrir dómstóla.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj-
arstjóri vildi ekki tjá sig um málið í
gær þegar eftir því var leitað.
Hættir í
flokknum
Egill
Jónsson
María
Egilsdóttir
María ósátt vegna
Sómatúnsmálsins
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
HAUKUR Sigfússon var stálhepp-
inn að sleppa með skrámur þegar
sprenging varð um borð í trefja-
plastsbát á verkstæði þar sem hann
var að vinna á Árskógsströnd í gær-
morgun. Þilfarið þeyttist úr bátnum
og mastur, sem Haukur var að sjóða,
skaust upp í mæni hússins, gerði gat
á þakið og kengbeygði burðarbita,
áður en það féll aftur niður á gólf.
Mikil mildi er að enginn varð fyrir
tveggja metra löngu járnstykkinu.
Báturinn ónýtur
Báturinn, sem kostaði sex millj-
ónir króna, er aðeins tveggja mán-
aða gamall. Hann hefur lítið verið
notaður og verið var að setja í hann
mastur fyrir krana þegar óhappið
varð. Talið er að bensíngufur hafi
safnast saman undir þilfarinu og
neisti hlaupið í þær frá logsuðutæk-
inu. Báturinn, sem er í eigu Norð-
urskeljar, er ónýtur.
Báturinn hafði verið inni á verk-
stæðinu í fjóra daga og Haukur unn-
ið við hann þann tíma.
Gífurlegur hvellur varð í húsinu
við sprenginguna, að sögn konu sem
vinnur á skrifstofu fyrirtækisins á
efri hæðinni. Hún sá blossa og síðan
varð allt dimmt. „Ég greip töskuna
mína og hljóp eins hratt og ég gat
niður stigann og út,“ sagði hún við
Morgunblaðið í gær.
Haukur segist lítið muna eftir at-
vikinu. „Ég fann enga lykt. Áttaði
mig bara á því allt í einu að ekki var
allt eins og það átti að vera. Allt var
dimmt og ég hugsaði um það í smá-
stund hvort ég ætti að þora að
hreyfa mig eða hvort ég gæti það.
Það var fyrsta hugsunin,“ sagði
hann við Morgunblaðið á vettvangi í
gær.
Hann var allan tímann um borð í
bátnum, endaði úti við byrðinginn en
dekkið virðist hafa dregist undan
honum og lá við hlið bátsins þegar
allt var yfirstaðið. „Þilfarið virðist
hafa lyfst upp í miðjunni, þess vegna
skýst bóman svona upp í loftið.
Helmingurinn af krananum hefur
svo líklega lent ofan á fótunum á
mér; ég er dálítið aumur.“
Svaraði strax
Haukur var með rafsuðuhjálm og
gleraugu. Hann segist í raun ekki
gera sér grein fyrir því hvort hann
hafi rotast en telur þó ekki líkur á
því og var ekki aumur í höfðinu.
„Ég held að ég hafi ekki misst
meðvitund. Strákarnir héldu örugg-
lega að ég væri dauður, en ég svaraði
strax þegar það var kallað á mig.“
Maður sem var við vinnu sína í
horni hússins beygði sig niður og
greip um höfuð sér þegar ósköpin
dundu yfir en slapp algjörlega.
„Hugsaði fyrst hvort
ég gæti hreyft mig“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stálheppinn Haukur Sigfússon slapp með skrámur úr sprengingunni og
var hinn rólegasti þrátt fyrir allt. Þilfarið úr bátnum á gólfinu í fjarska.
Í HNOTSKURN
»Rafmagnið fór um-svifalaust af verkstæðinu
BHS við sprenginguna. Verk-
færi þeyttust um húsið en
mennirnir fjórir sem inni voru
sluppu á undraverðan hátt.
LJÓÐAGANGA, sem orðin er ár-
legur viðburður, verður í dag. Far-
ið verður með hópferðabíl frá
Amtsbókasafninu á Akureyri
klukkan 13.30 og ekið sem leið ligg-
ur í Hánefsstaðaskóg í Svarf-
aðardal. Þar munu skógarmenn,
skáld og tónlistarmenn taka á móti
gestum og leiða þá um skóginn með
blöndu af bókmenntum, tónlist og
fræðslu um skóginn. Í göngulok
verður boðið upp á brennheitt ket-
ilkaffi að hætti skógarmanna. Kom-
ið verður til baka til Akureyrar um
17.30. Rútuferðin er ókeypis.
Ljóðaganga í
Svarfaðardal
MYNDIR frá Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Reykjavík verða
sýndar í Borgarbíói í kvöld og á
morgun á vegum Kvikmyndaklúbbs
Akureyrar. Í dag kl. 18 verður sýnd
austurríska myndin Ávallt, aldrei
og hvar sem er (Forever, never,
anywhere) eftir Antonin Svoboda
og á morgun kl. 18 verður sýnd
bandaríska myndin Tryllt ást
(Crazy Love) eftir Dan Klores.
Tvær „öðru-
vísi“ myndir
VIÐBRÖGÐ við Óvitum, leikriti
Guðrúnar Helgadóttur hjá Leik-
félagi Akureyrar, hafa farið fram
úr björtustu vonum – sem voru þó
töluverðar. Uppselt hefur verið á
flestar sýningar til þessa og þegar
er uppselt á 15 næstu sýningar; út
október. Þess vegna hafa verið aug-
lýstar sex aukasýningar og ljóst er
að a.m.k. í þrígang verða tvær sýn-
ingar sama daginn.
Óvitar: uppselt
allan október!
ÁRBORGARSVÆÐIÐ