Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Aukning varð á flestum þjónustuþáttum heilsugæslunnar, sem skýrist af þeirri fólksfjölgun sem orðið hefur á svæðinu. Heildarfjöldi samskipta var 151 þúsund. Um 50% aukning varð á þjónustu heimahjúkr- unar á Selfossi, Hveragerði og Þor- lákshöfn þegar farið var að veita við- bótarþjónustu á kvöldin og um helgar,“ segir á heimasíðu Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands sem hélt kynningarfund í tilefni af útkomu árs- skýrslu um starfsemi stofnunarinnar fyrir árið 2006. Á fundinum var farið yfir helstu upplýsingar um starfsemi á þjónustu- svæði stofnunarinnar sem nær til rúmlega 19 þúsund íbúa á Suðurlandi. Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, 31 rúms sjúkrahús, 24 rúma hjúkr- unardeild, réttargeðdeildina að Sogni með 7 vistrými og heilbrigðisþjónustu við Litla Hraun, en þar eru að jafnaði 80 fangar. Á sl. ári voru 220 stöðugildi við stofnunina og 472 einstaklingar voru á launaskrá en HSu greiddi 1255 milljónir í laun og launatengd gjöld sem er 77% af rekstrarkostnaði. Geðlæknaþjónusta aukin Hjá HSu er sálfræðiþjónusta veitt í einu stöðugildi fyrir allar heilsugæslu- stöðvar á Suðurlandi og skilgreind sem ráðgjafar- og meðferðarþjónusta fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Seinni hluta árs var geðlæknisþjónusta aukin um 50% á Litla Hrauni og 50% á Sogni með ráðningu geðlæknis frá Hollandi. Barnalæknir hóf starf við stofnunina um mitt ár og sinnir barnavernd, barnaskoðunum og sérfræðiþjónustu á Selfossi, í Hveragerði og Þorláks- höfn. Barnalæknir sér einnig um ný- buraskoðun á fæðingardeildinni. Í ársskýrslunni kemur fram að 30% aukning hefur orðið á útköllum í sjúkraflutninga og er að meðaltali 3,81 útkall á sólarhring. Á sjúkrahús- ið innrituðust 3000 sjúklingar sem er 4% aukning frá fyrra ári og legudaga- fjöldinn var rúmlega 20 þúsund sem er 2,1% aukning. Hjúkrunardeildin Ljósheimar fullnýtti þau 24 rúm sem hún hefur en deildin flytur á næstu mánuðum í nýbyggingu stofnunar- innar við Árveg. Magnús Skúlason, forstjóri HSu, fór á fundinum yfir stöðu fram- kvæmda við nýbygginguna, en fyrir- hugað er að taka í notkun nýtt and- dyri og nýja afgreiðslu í lok október og 20 rúma hjúkrunardeild í byrjun desember. Síðan er gert ráð fyrir að önnur 20 rúma hjúkrunardeild verði tilbúin í mars á næsta ári. 152 börn fæddust á fæðingardeild- inni sem er einu barni færra en árið á undan. 808 skurðaðgerðir voru gerð- ar eða 13% færri aðgerðir en árið áð- ur. Á rannsóknastofunni fjölgaði að- gerðum milli ára um 18% en framkvæmdar voru 91 þúsund rann- sóknir. Stafrænt myndgreiningar- kerfi var tekið í notkun í árslok 2005 en myndir eru teknar á Selfossi og sendar rafrænt gegnum tölvu á LSH til úrlestrar. Sjúkraþjálfari starfar í 100% stöðu- gildi við stofnunina á Selfossi. Með nýbyggingunni verður mikil breyting til batnaðar á endurhæfingaraðstöðu og er fyrirsjáanleg aukning á þessari þjónustu. 30 milljónir í gjafasjóðum Á fundinum kom fram að til eru fimm gjafasjóðir hjá stofnuninni og var innistæða þeirra um áramótin tæplega 30 milljónir króna. Stofnun- inni bárust magar gjafir á síðasta ári, eins og lengi hefur verið. Verðmæti gjafa til stofnunarinnar á Selfossi var 900 þúsund á árinu 2006 frá Kven- félagi Selfoss, L andsbankanum, Minningasjóði Ljósheima, Postulun- um og Toyota-umboðinu í Reykjavík og á Selfossi. Aukning í flestum þáttum þjónustunnar Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Nýbygging Unnið er af fullum krafti við nýbyggingu HSu á Selfossi. Selfoss | Herrafataverslunin Blaze á Selfossi býður viðskiptavinum upp á það að koma nokkrir saman að kvöldi, eftir hefðbundna lokun, og versla. Þetta hefur verið vinsælt og hafa margir notfært sér þessa þjónustu verslunarinnar. Hópurinn Hringborðið, sem í eru fyrrverandi forsetar JC hreyfing- arinnar á Selfossi, notfærði sér þetta tilboð og mætti í vikunni í verslunina ásamt nokkrum gestum. Tilgangurinn var að kaupa föt og styrkja um leið gott málefni en verslunin býður viðskiptavinum sem koma í kvöldopnun að styrkja eitthvert málefni með 10% af söl- unni að lágmarki. Prósentan er veltutengd og þessi hópur komst upp í 12%. „Já, við ákváðum að taka þessu tilboði hjá Blaze og buðum nokkr- um gestum með okkur. Svo not- uðum við tækifærið og styrktum hjálparsjóð Selfosskirkju,“ sagði Grímur Arnarson, einn Hring- borðsmanna, en þeir hafa um árabil hist á hverjum fimmtudegi í hádeg- inu. Vaxandi vinsældir „Það hefur notið vaxandi vin- sælda hjá hópum að nýta þessa kvöldopnun hjá okkur, stemningin er góð og það kemur flestum á óvart hversu skemmtilegt þetta er í rauninni. Þeir kaupa sín föt eins og áður en fyrir utan að gera það í góðra vina hópi eru þeir allt í einu farnir að setja peninga til góðs mál- efnis án þess að finna nokkuð fyrir því. Hópurinn bókar einfaldlega dagsetningu og tíma með því að slá á þráðinn til okkar eða senda inn fyrirspurn í gegnum heimasíðu verslunarinnar, www.blaze.is. Ég vil jafnframt ítreka að þessi þjón- usta er fólki að kostnaðarlausu. Og konur eru að sjálfsögðu hjartan- lega velkomnar líka,“ sagði Christine Einarsson versl- unarstjóri. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Við innkaup Hringborðsmenn og gestir ásamt afgreiðslufólkinu í Herra- fataversluninni Blaze. Á borðinu er afrakstur innkaupa herranna. Kaupa föt og styðja um leið gott málefni MARÍA Egilsdóttir, varabæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ak- ureyri og varaformaður félags- málaráðs Akureyrarbæjar, hefur sagt skilið við Sjálfstæðisflokkinn og beðist lausnar frá trúnaðar- störfum í nafni flokksins. Stefán Friðrik Stefánsson, sjálf- stæðismaður á Akureyri, greinir frá þessu á bloggsíðu sinni en ekki náðist í Maríu í gær. María segir skilið við flokkinn vegna Sómatúnsmálsins svokallaða, að sögn Stefáns, en faðir hennar, Egill Jónsson, er annar þeirra sem hafa átt í málaferlum við Akureyr- arbæ vegna deilna um stærðir húsa við þá götu. Samkvæmt skipulagi var gert ráð fyrir einnar hæðar ein- býlishúsum við götuna (nema hvað endahús að norðanverðu er tveggja hæða) en eftir að leyfi var gefið fyr- ir því að hús við miðja götuna yrði tvær hæðir kærðu eigendur húsa beggja megin við það þá ákvörðun bæjaryfirvalda. Niðurstaða hefur ekki fengist í þeim deilum og fer málið fyrir dómstóla. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj- arstjóri vildi ekki tjá sig um málið í gær þegar eftir því var leitað. Hættir í flokknum Egill Jónsson María Egilsdóttir María ósátt vegna Sómatúnsmálsins Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HAUKUR Sigfússon var stálhepp- inn að sleppa með skrámur þegar sprenging varð um borð í trefja- plastsbát á verkstæði þar sem hann var að vinna á Árskógsströnd í gær- morgun. Þilfarið þeyttist úr bátnum og mastur, sem Haukur var að sjóða, skaust upp í mæni hússins, gerði gat á þakið og kengbeygði burðarbita, áður en það féll aftur niður á gólf. Mikil mildi er að enginn varð fyrir tveggja metra löngu járnstykkinu. Báturinn ónýtur Báturinn, sem kostaði sex millj- ónir króna, er aðeins tveggja mán- aða gamall. Hann hefur lítið verið notaður og verið var að setja í hann mastur fyrir krana þegar óhappið varð. Talið er að bensíngufur hafi safnast saman undir þilfarinu og neisti hlaupið í þær frá logsuðutæk- inu. Báturinn, sem er í eigu Norð- urskeljar, er ónýtur. Báturinn hafði verið inni á verk- stæðinu í fjóra daga og Haukur unn- ið við hann þann tíma. Gífurlegur hvellur varð í húsinu við sprenginguna, að sögn konu sem vinnur á skrifstofu fyrirtækisins á efri hæðinni. Hún sá blossa og síðan varð allt dimmt. „Ég greip töskuna mína og hljóp eins hratt og ég gat niður stigann og út,“ sagði hún við Morgunblaðið í gær. Haukur segist lítið muna eftir at- vikinu. „Ég fann enga lykt. Áttaði mig bara á því allt í einu að ekki var allt eins og það átti að vera. Allt var dimmt og ég hugsaði um það í smá- stund hvort ég ætti að þora að hreyfa mig eða hvort ég gæti það. Það var fyrsta hugsunin,“ sagði hann við Morgunblaðið á vettvangi í gær. Hann var allan tímann um borð í bátnum, endaði úti við byrðinginn en dekkið virðist hafa dregist undan honum og lá við hlið bátsins þegar allt var yfirstaðið. „Þilfarið virðist hafa lyfst upp í miðjunni, þess vegna skýst bóman svona upp í loftið. Helmingurinn af krananum hefur svo líklega lent ofan á fótunum á mér; ég er dálítið aumur.“ Svaraði strax Haukur var með rafsuðuhjálm og gleraugu. Hann segist í raun ekki gera sér grein fyrir því hvort hann hafi rotast en telur þó ekki líkur á því og var ekki aumur í höfðinu. „Ég held að ég hafi ekki misst meðvitund. Strákarnir héldu örugg- lega að ég væri dauður, en ég svaraði strax þegar það var kallað á mig.“ Maður sem var við vinnu sína í horni hússins beygði sig niður og greip um höfuð sér þegar ósköpin dundu yfir en slapp algjörlega. „Hugsaði fyrst hvort ég gæti hreyft mig“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stálheppinn Haukur Sigfússon slapp með skrámur úr sprengingunni og var hinn rólegasti þrátt fyrir allt. Þilfarið úr bátnum á gólfinu í fjarska. Í HNOTSKURN »Rafmagnið fór um-svifalaust af verkstæðinu BHS við sprenginguna. Verk- færi þeyttust um húsið en mennirnir fjórir sem inni voru sluppu á undraverðan hátt. LJÓÐAGANGA, sem orðin er ár- legur viðburður, verður í dag. Far- ið verður með hópferðabíl frá Amtsbókasafninu á Akureyri klukkan 13.30 og ekið sem leið ligg- ur í Hánefsstaðaskóg í Svarf- aðardal. Þar munu skógarmenn, skáld og tónlistarmenn taka á móti gestum og leiða þá um skóginn með blöndu af bókmenntum, tónlist og fræðslu um skóginn. Í göngulok verður boðið upp á brennheitt ket- ilkaffi að hætti skógarmanna. Kom- ið verður til baka til Akureyrar um 17.30. Rútuferðin er ókeypis. Ljóðaganga í Svarfaðardal MYNDIR frá Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Reykjavík verða sýndar í Borgarbíói í kvöld og á morgun á vegum Kvikmyndaklúbbs Akureyrar. Í dag kl. 18 verður sýnd austurríska myndin Ávallt, aldrei og hvar sem er (Forever, never, anywhere) eftir Antonin Svoboda og á morgun kl. 18 verður sýnd bandaríska myndin Tryllt ást (Crazy Love) eftir Dan Klores. Tvær „öðru- vísi“ myndir VIÐBRÖGÐ við Óvitum, leikriti Guðrúnar Helgadóttur hjá Leik- félagi Akureyrar, hafa farið fram úr björtustu vonum – sem voru þó töluverðar. Uppselt hefur verið á flestar sýningar til þessa og þegar er uppselt á 15 næstu sýningar; út október. Þess vegna hafa verið aug- lýstar sex aukasýningar og ljóst er að a.m.k. í þrígang verða tvær sýn- ingar sama daginn. Óvitar: uppselt allan október! ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.