Morgunblaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
NOVATOR, fjár-
festingarfélag
Björgólfs Thors
Björgólfssonar,
og hin búlgarska
Tzvetelina Bor-
islavova hafa sam-
an selt 75% hlut í
búlgarska bank-
anum Economic
and Investment
Bank (EIBank) til
belgíska bankans KBC. Kaupverðið
er um 295 milljónir evra og er sölu-
andvirði hlutar Novator um 195 millj-
ónir evra en félagið átti um 48% hlut í
bankanum. Upphafleg fjárfesting
Novator í EIBank var um 60 milljónir
evra og er hagnaður félagsins af söl-
unni því um 135 milljónir evra, sem
jafngildir um 11,9 milljörðum króna.
Vaxið hratt og dafnað vel
Í fréttatilkynningu frá EIBank og
KBC kemur fram að Borislavova
muni halda í sinni eigu 22,3% hlut í
bankanum og starfa í félagi við belg-
íska bankann að bankastarfsemi í
Búlgaríu en hún hefur verið stjórn-
arformaður EIBank. Þau 2,7% hluta-
fjár sem eru í eigu annarra hluthafa
mun KBC gera formlegt tilboð í en
EIBank hefur verið skráður í kaup-
höllina í Sofíu.
Í fréttatilkynningunni er haft eftir
Björgólfi Thor Björgólfssyni að síðan
Novator fjárfesti í EIBank árið 2005
hafi hann vaxið hratt og dafnað vel
undir forystu Borislavovu. Í dag sé
bankinn eitt öflugasta og skilvirkasta
fyrirtæki Búlgaríu. Nú sé hins vegar
kominn tími til að stór evrópskur
banki leiði EIBank til frekari vegs og
virðingar og KBC sé rétti bankinn til
þess.
Eignir aukist um 46%
Greint var frá því snemma í sept-
ember árið 2005 í Morgunblaðinu að
Novator hefði eignast 34% hlut í EI-
Bank og stefnt væri að því að bæta við
hlutinn. Þá var bankinn sá áttundi
stærsti í Búlgaríu, eignir hans væru
um 511 milljónir evra – jafngildi um
45 milljarða króna – og starfsmenn
um 1.000 talsins.
Í fréttatilkynningu EIBank og
KBC segir að heildareignir bankans
séu nú um 747 milljónir evra og hafa
þær því vaxið um 46% á tímabilinu.
Björgólfur Thor selur um
helmingshlut í EIBank
Innleysir um 12 milljarða króna hagnað með sölu hlutarins
Björgólfur Thor
Björgólfsson
„ÞETTA sneri ekki að meintu broti í
starfi hjá okkur, því var aðeins um
innanhússathugun að ræða og við-
komandi yfirmaður deildar látinn út-
búa skýrslu og skila til okkar,“ segir
Jóhann R. Benediktsson, lögreglu-
stjóri á Suðurnesjum, um rannsókn
embættisins á aðild starfsmanns
landamæraeftirlitsins að meintu
smygli flugstjóra á konu frá Venes-
úela til Íslands á síðasta ári.
Ef starfsmaður lögreglunnar er
grunaður um brot í starfi er skylt að
senda málið til rannsóknar hjá ríkis-
saksóknara, en haft er eftir Eyjólfi
Kristjánssyni, yfirmanni lögfræði-
sviðs lögreglustjórans á Suðurnesj-
um, í Morgunblaðinu á fimmtudag að
starfsmaðurinn hafi gert „formmis-
tök“ þegar láðist að stimpla konuna
inn í landið. Jóhann staðfestir það og
segir mistökin ekki refsiverð. „Við
höfum það fyrir reglu að stimpla alltaf
og gerum það vel.“ Hann bætir við að
alltaf geti mistök orðið, hvort sem er á
Keflavíkurflugvelli eða öðrum völlum.
Mistökin ekki
refsiverð
NÝTT stöðuvatn blasti við augum
hjónanna Helgu Bogadóttur og
Hilmars J. Malmquist, vatnalíffræð-
ings og forstöðumanns Náttúru-
fræðistofu Kópavogs, þegar þau
gengu á Okið í ágúst s.l..
Vatnið sem myndast hefur í gíg
Oksins var allt að því 50-60 metra
langt og uppundir 30 metra breitt
þar sem lengst var á milli bakka.
„Það er að taka á sig reglulega gíg-
vatnsmynd,“ sagði Hilmar. „Af litn-
um að dæma og allri umgjörð virð-
ist þetta vera fullþroskað vatn.“
Hilmar hefur gengið á Okið
nokkrum sinnum áður og gígurinn
þá verið fullur af snjó og ís en hann
hefur aldrei séð vatn í gígnum né
heldur heyrt um það fyrr en nú.
Hilmar kvaðst hafa sýnt Snorra Jó-
hannessyni á Augastöðum myndir
af vatninu því Snorra þekkti þetta
svæði vel og hefði farið oft þar um
og eins flogið þar yfir. Snorri hefði
verið sér sammála sér um að jafn
mikið vatn hefði ekki áður sést á
þessum stað. Í svipaðan streng tóku
jarð- og jöklafræðingar sem Hilmar
ræddi við. „Flest bendir til þess að
nýtt vatn hafi fæðst og bæst við
vatnasafn landsins,“ sagði Hilmar.
„Slík nýmyndun vatns er mjög
forvitnileg í vísindalegu tilliti, m.a.
er áhugavert fyrir vatnalíffræðinga
að fylgjast með framvindu lífs í svo
ungu og ómótuðu vistkerfi.“ Hilm-
ar sagði jökulinn í norðurhlíðum
Oksins hafa hopað mikið á undan-
förnum árum. Hop jökulsins og
myndun gígvatnsins mætti vafalítið
rekja til hlýnandi loftslags.
Hilmar taldi að gígvatnið nýja á
Oki gæti skapað hættu fyrir ferða-
menn.
Ef kæmi ísskæni á vatnið og
fennti yfir gæti þar leynst varasöm
gildra fyrir ferðamenn, ekki síst þá
sem fara um akandi.
Flest bendir til þess að nýtt stöðuvatn hafi fæðst og bæst við vatnasafn landsins
Hlýnandi
loftslag talið
orsökin
Nýmyndun vatns Sérfróðir menn eru sammála um að jafnmikið vatn hafi ekki áður sést á þessum stað.
KARLMAÐUR á fertugsaldri var
handtekinn á fimmtudag vegna
gruns um framleiðslu og sölu á
áfengi. Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu framkvæmdi leit í íbúð
mannsins, sem staðsett er í fjöl-
býlishúsi í suðurbæ Hafnarfjarðar,
og fundust þar tæki og tól til fram-
leiðslu áfengis en einnig 24 lítrar af
landa og 90 lítrar af gambra.
Maðurinn viðurkenndi sekt sína
og var sleppt af loknum yfirheyrsl-
um. Ekki liggur fyrir hversu lengi
hann hefur stundað þessa iðju, en
hættulegt getur verið að drekka
heimabruggaðan landa.
Seldi landa
í Hafnarfirði
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef-
ur dæmt 24 karlmann til að greiða
150 þúsund króna sekt til ríkissjóðs
fyrir þjófnað og umferðarlagabrot,
en bæði brotin framdi hann í sept-
ember árið 2005. Hann var þar að
auki sviptur ökuréttindum í eitt ár.
Maðurinn braust inn í verslunar-
húsnæði við Landvegamót snemma
morguns og stal þaðan 200 pökkum
af vindlingum. Lögregla hafði af-
skipti af honum skömmu síðar þar
sem hann keyrði af vettvangi og
fannst þá þýfið auk þess sem mað-
urinn reyndist vera undir áhrifum
áfengis.
Braust inn og
stal vindlingum
♦♦♦
ÍSLENSK stjórnvöld eru
reiðubúin að axla ábyrgð sína
þegar kemur að opinberum
framlögum til þróunaraðstoðar
í samræmi við Þúsaldarmark-
mið Sameinuðu þjóðanna.
Framlög Íslands til þróunarað-
stoðar hafa tvöfaldast á sl. fjór-
um árum og íslensk stjórnvöld
stefna að því að vera meðal
þeirra ríkja í heiminum sem
mest leggja fram.
Þetta var meðal þess sem fram kom í ávarpi
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráð-
herra, sem hún flutti á 62. Allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna í New York í gærkvöldi.
Auka þarf vægi og völd kvenna
Ingibjörg Sólrún kom víða við í ræðu sinni og
ræddi m.a. loftslagsvandann og lýsti áhyggjum
sínum af þróun mála í Myanmar [Búrma] þar sem
stjórnvöld landsins beittu þegna sína harðræði.
Í ræðu sinni sagði Ingibjörg Sólrún íslensk
stjórnvöld eindregið styðja þá hugmynd að stofn-
að verði embætti aðstoðarframkvæmdastjóra hjá
SÞ sem hefði kynjajafnrétti á sinni könnu. „Ísland
telur aukin völd kvenna og fulla þátttöku þeirra á
öllum sviðum þjóðlífsins vera grundvallarþátt í
Þúsaldarmarkmiðinu. Lykillinn að árangri, hvort
heldur er á sviði friðar og öryggis, heilsu, fátæktar
eða loftslagsbreytinga, felst í því að færa konum
aukin völd og áhrif. Konur og karlar þurfa að hafa
jafnmarga málsvara sem hlustað er á alls staðar.“
Talaði fyrir framboði Íslands
Í lok ræðu sinnar vék Ingibjörg Sólrún að fram-
boði Íslands til Öryggisráðsins. „Ísland hefur ver-
ið virkur og einarður aðili að SÞ síðan 1946. Í ljósi
meginreglunnar um hlutverkaskipti og mikilvægi
þess að öll þátttökuríki deili með sér ábyrgðinni á
því að sitja í Öryggisráðinu, tilkynntum við árið
2000 um fyrsta framboð landsins til setu í Örygg-
isráðinu fyrir tímabilið 2009–2010, en gengið verð-
ur til kosninga í ráðið nk. haust,“ sagði Ingibjörg
Sólrún og minnti á að framboð Íslands nyti stuðn-
ings hinna Norðurlandanna. „Framboð okkar end-
urspeglar einarða skuldbindingu Íslands þess efn-
is að taka að sér virkt hlutverk þegar kemur að
samvinnu við aðrar þjóðir með það að markmiði að
takast á við mest aðkallandi öryggisógnir 21. ald-
ar,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún minnti á að af
norrænu ríkjunum færi það orð að þær væru fær-
ar um að leysa deilur og væri treystandi fyrir því
að miðla málum í margslungnum aðstæðum.
Ísland verði í hópi þeirra
ríkja sem gefi mest
Stefna að því að íslensk stjórnvöld auki opinber framlög sín til þróunaraðstoðar
Í HNOTSKURN
»62. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðannafer fram í New York þessa dagana.
»Aðeins fimm ríki hafa náð eða fariðfram úr því takmarki SÞ að 0,7% þjóð-
arframleiðslu renni til opinberrar þróun-
araðstoðar. Löndin eru: Danmörk, Holland,
Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð.
»Fyrri ríkisstjórn Íslands setti sér þaðmarkmið að framlag Íslands yrði 0,35%
af þjóðarframleiðslu árið 2009.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir