Morgunblaðið - 29.09.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.09.2007, Qupperneq 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 23 Bæjarlífið í Bolungarvík er nú óð- um að taka á sig haustmyndina. Skólastarfið í grunnskólanum er komið á fullt skrið og atvinnulífið er að skipta um gír, bæði til lands og sjávar.    Menn vonast til að útgerðin og fiskvinnslan hér í bæ hafi náð að stilla sinn rekstur í samræmi við það umhverfi sem framundan er eftir niðurskurð í veiðiheimildum. Í Bolungarvík eru að stofni tvær fiskvinnslur, Bakkavík sem rekur fyrst og fremst rækjuvinnslu og Jakop Valgeir sem er með fisk- vinnslu og útgerð. Flestu starfsfólki Bakkavíkur var sagt upp á vordögum og hafa stjórnendur fyrirtækisins unnið að því hörðum höndum að endur- skipuleggja reksturinn miðað við veruleikann í veiðum og vinnslu á næstunni. Bakkavík hefur nú hafið aftur rekstur með um helmingi færri starfsmönnum. Fyrirtækið Jakop Valgeir hefur verið að bæta við sig aflaheimildum en vegna niðurskurðar í aflaheimildum nær fyrirtækið sennilega í besta falli að halda í horfinu. Mönnum hér í bæ er það deg- inum ljósara að ekki verður gullið sótt í greipar Ægis í sama mæli og verið hefur og því er nauðsynlegt að snúa bökum saman til sóknar á öðrum sviðum. Og nú er kallað eft- ir boðuðum mótvægisaðgerðum rík- isvaldsins. Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur samþykkt aðgerðaáætlun sem bæði felur í sér bráðaaðgerðir og upp- byggingu atvinnulífs til lengri tíma þar sem stefnt er inn í aðra at- vinnuþætti en sjávarútveg.    Stærstu framkvæmdir sumarsins í bænum er eflaust bygging sund- laugargarðs, en framkvæmdir hóf- ust við gerð hans í sumarbyrjun. Sett var upp glæsileg 47 metra vatnsrennibraut, og auk þess sem svæðið við potta og rennibraut var lagt gúmmíefni, sem eykur mjög hálku- og slysavarnir, þá var reist- ur nýr skjólveggur umhverfis garð- inn.    Nú liggur fyrir Bolvíkingum að hefjast handa við að endurbyggja félagsheimili staðarins. Félags- heimilið var tekið í notkun árið 1952 og var þá með glæsilegri hús- um sinnar tegundar á landinu. Bygginguna reistu Bolvíkingar af miklum myndarskap og fórnfýsi en húsið var að mestum hluta byggt í sjálfboðavinnu og má segja að byggingarsaga Félagsheimilis Bol- ungarvíkur sé dæmi um hvað hægt er að gera þegar samtakamátturinn er virkur. Nú er lokið hönn- unarvinnu vegna endurbótanna og komið að framkvæmdum. Hörðum höndum er unnið að því þessa dag- ana að fjármagna verkið og standa vonir til að hægt verði að hefjast handa innan skamms tíma. BOLUNGARVÍK Gunnar Hallsson fréttaritari Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Það var farið að grána í fjöll þegar sundlaugargarðurinn var vígður. KOLBEINN ANNA MARGRÉT ÁSGEIR PÁLL BERGÞÓR GUÐRÚN JÓHANNA ÁGÚST HRAFNHILDUR INGVAR JÓN ÞORSTEINN HELGI ÞORVALDUR BRAGI DAVÍÐ HALLVEIG HLJÓMSVEITARSTJÓRI: KURT KOPECKY AÐSTOÐARHLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON LEIKSTJÓRI: ANDREAS FRANZ LEIKMYND: AXEL HALLKELL JÓHANNESSON BÚNINGAR: DÝRLEIF ÝR ÖRLYGSDÓTTIR OG MARGRÉT EINARSDÓTTIR LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON HLÖÐVER FRUMSÝNING: 4. OKTÓBER AÐRIR SÝNINGARDAGAR: 6., 10., 12., 14. OG 19. OKTÓBER MIÐASALA Á WWW.OPERA.IS MIÐASÖLUSÍMI 511 4200F A B R I K A N

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.