Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 21
Skilafrestur rennur út 10. október.
Í tilefni af 75 ára afmæli SPRON er efnt til teikni- og myndlistar-
samkeppni um bestu myndina af Esjunni.
Keppt er í fjórum aldurshópum: 0-5 ára, 6-11 ára,12-15 ára,16 ára og eldri.
Dómnefnd er skipuð listamönnunum Daða Guðbjörnssyni og Maríu Sif Daníelsdóttur
ásamt fulltrúa frá SPRON. Þau munu velja 3 bestu verkin í hverjum flokki.
Verk vinningshafa ásamt völdum innsendum verkum verða til sýnis í útibúum SPRON.
„Esjan mín“
Gefðu sköpunargáfunni lausan tauminn og málaðu
eða teiknaðu mynd af Esjunni út frá eigin brjósti.
ar
gu
s
0
7
-0
6
0
5
Veglegir vinningar eru í boði í öllum flokkum.
1. verðlaun: Gjafabréf frá Litum og föndri og gjafakarfa frá Eymundsson.
2.-3. verðlaun: Gjafakarfa frá Eymundsson.
Nánari upplýsingar í þjónustuveri SPRON í síma 550 1400 eða á spron.is
Skila skal verkunum í SPRON Ármúla 13a, 108 Reykjavík
eða kýr, sem gætu
staðið á beit í snar-
bröttum hlíðum án
þess að missa jafn-
vægið og detta út í
sjó.
x x x
Torfþökin áttuhins vegar hug
hans allan. Þegar
hann nefndi þau fyrst
heyrðist hlátur í
salnum. Forsetanum
fyrrverandi var hins
vegar full alvara.
Hann sagði að nú
væri vakning í orku-
málum í heiminum og að menn
hefðu áttað sig á því að torfþök
veittu gríðarlega einangrun og
gætu sparað bæði drjúgan skild-
ing og gríðarlegt eldsneyti, bæði í
hitun húsnæðis og kælingu. Nú
væri fólk að átta sig á því, sem
viðgengist hefði í Færeyjum svo
öldum skipti, og það merkilega
væri að þegar hann hefði spurt
hvað sparaðist hefði enginn getað
svarað honum. Clinton kunni hins
vegar tölfræðina utan að og útlist-
aði eins og ekkert væri kosti þess
að setja torfþök á hús.
x x x
Hins vegar var ekki laust viðað færi um menn í salnum í
Norðurlandahúsinu þegar Clinton
sagði að Bloomberg, borgarstjóri
New York, hygðist tyrfa þökin á
öllum þeim húsum í borginni, sem
gætu borið slíkan þunga. Í samtali
eftir að hann flutti ávarpið hafði
einn blaðamaður á orði að allt
gras í Færeyjum dygði ekki til að
tyrfa þökin á Manhattan og senni-
lega þyrfti líka að taka nokkur tún
á Íslandi. Annar var haldinn eilítið
meiri efasemdum um að beita
mætti sauðfé á húsþökum í New
York á næstunni, en bætti við að
ef fram héldi sem horfði og
Hillary Clinton yrði næsti forseti
Bandaríkjanna yrði sennilega
byrjað á að setja torfþak á Hvíta
húsið.
Torfþökin í Fær-eyjum vöktu at-
hygli Bills Clintons,
fyrrverandi Banda-
ríkjaforseta, þegar
hann kom þangað á
mánudag. Hann hóf
ræðu sína í Norð-
urlandahúsinu á því
að tala um það, sem
fyrir augu hans bar á
leiðinni frá flugvell-
inum til Þórshafnar.
Hann þekkir sjálfur
til búskapar frá
æskuárum sínum en
sagðist aldrei áður
hafa séð tvílitt sauðfé
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Hallmundur Kristinsson yrkir ítilefni af umræðu um
íslenskuna og útrásina:
Til að forðast fjósamennsku
og flónsku óuppdregna
mun víst best að yrkja á ensku
útrásarinnar vegna.
Raunar segist Hallmundur þurfa
að ráða til sín „undirverktaka“ þar
sem hann hafi ekki nægilegt vald á
enskri tungu. Sigurður Ingólfsson
kveðst „pirraður á þessu liði“ og
kemur „að minnsta kosti“ með efni
í viðlag:
I am rich and I can use this language
I am fat and nothing seems to mount!
Give me time to gobble up this
sandwich
give me time to eat your bank account.
Ólafur Halldórsson grípur á lofti
orð Hallmundar um
undirverkaktakann og yrkir
ellivísu að hausti:
Kúri ég einn í kotinu enn
kominn með gráan haus
og rétt eins og aðrir ellimenn
undirverktakalaus.
Hálfdan Ármann Björnsson fann
til samúðar:
Víst er ellin ávallt skitin,
– erfiður dagurinn,
og allra verst, ef út er slitinn
undirverktakinn.
Veður gerast válynd á Fróni og
tékkneskt par var að þrotum komið
þegar það fannst við Upptyppinga.
Það gefur tilefni til að rifja upp
gamla vísu:
Öll eru sundin ekki læst
ennþá bak við fjallið.
En þarna hefur hurðin næst
hælum mínum fallið.
Sigurður Sigurðsson veltir því
upp tilefni af vísum um kaffibæti
hvort einhver kannist „við þessa
hlýlegu kaffivísu, sem mér er sagt
að sé af Vestfjörðum“:
Þegar blessuð baunalaug
berst til minna vara,
út í hverja æð og taug
unaðsstraumar fara.
Og hann spyr einnig um þessa:
Það er kaffi á könnunni,
hvítur moli í skálinni,
mjólkurdropi í dósinni
og danskur snavs á flöskunni.
VÍSNAHORNIÐ
Af ensku og
fjósamennsku
pebl@mbl.is