Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
HÓPUR kín-
verskra hljóð-
færaleikara og
söngvara frá
borginni Wuhan í
Kína leika á tón-
leikum í Salnum í
kvöld og á föstudag kl 20. Hópurinn hefur hlotið
fjölmargar viðurkenningar og spilað um víða ver-
öld, allt frá Norður-Kóreu til Ungverjalands til
Venesúela. Um er að ræða Þjóðlagahljómsveit
Söngleikja- og dansstofnunar Wuhan, sem um
árabil hefur unnið að varðveislu hefðbundinnar al-
þýðutónlistar og frumflutt ný verk. Hópurinn
mun flytja hefðbundna og nýja kínverska tónlist,
sem og spreyta sig á íslenskri tónlist.
Tónlist
Kínverskir gestir
í Salnum
Hljóðfæraleikarar frá Wuhan.
Á FYRSTU háskólatónleikum
skólaársins sem fram fara í
dag kl. 12.30 flytja Steinunn
Birna Ragnarsdóttir, Auður
Hafsteinsdóttir, Páll Palom-
ares, Svava Bernharðsdóttir
og Bryndís Halla Gylfadóttir
eitt vinsælasta og mest leikna
verk tónbókmenntanna: Píanó-
kvintett í A-dúr, ópus 81 eftir
Dvorák. Verkið var frumflutt
árið 1888 í Rudolphinum-
salnum í Prag og gefið út sama ár í Berlín. Stein-
unni Birnu hefur hlotnast sá heiður að flytja verk-
ið í Prag að viku liðinni, ásamt Virtuosi di Praga.
Tónleikarnir í dag fara fram í hátíðarsal HÍ.
Tónlist
Píanókvintett á
háskólatónleikum
Steinunn Birna
Ragnarsdóttir
HJÁ Sævari Karli stendur yfir
sýning á málverkum Karl Jó-
hanns Jónssonar, sem nefnist
Sviðsett dagbók. Í frétta-
tilkynningu segir að myndir
Karls séu í raun hugleiðing um
málarahefðina sjálfa, stundum
með óbeinum tilvísunum í
ýmsa listamenn - hugleiðing
um myndefni sem búið sé að
endurtaka það oft, að þau séu
jafnvel hætt að vera klisja.
Þessum margendurteknu viðfangsefnum er flétt-
að við hugleiðingar um hversdagslega hluti á borð
við heimilið og eigin vinnu. Málverkin verða í raun
að sviðsettri dagbók. Sýningin stendur til 20. okt.
Myndlist
Sviðsett dagbók
hjá Sævari Karli
Karl Jóhann
Jónsson
TJÖLDIN eru fallin hinsta sinni á
óperustjörnuna Angelu Gheorghiu –
að minnsta kosti í Chicago-óperunni –
Chicago Lyric. Þar átti Gheorghiu að
syngja hlutverk Mímíar í óperunni
La boheme; frumsýning var á mánu-
dagskvöld, og var það jafnframt
fyrsta frumsýning starfsársins. Áður
en að frumsýningu kom, komst
prímadonnan að því að Chicago-
óperan ætlast til þess af fagfólki sínu,
að það hegði sér fagmannlega og fyrir
að standast ekki þær kröfur var hún
rekin.
Skýr brot á starfssamningi
Óperustjórinn, William Mason
sagði í fréttatilkynningu í gær: „Ghe-
orghiu hefur skrópað á sex af tíu æf-
ingum, þar á meðal bæði á aðalæfingu
með píanóleikara og aðalsviðsæfingu
með hljómsveitinni. Hún skrópaði á
einni mikilvægustu sviðsæfingu með
hljómsveitinni þegar hún fór í óleyfi
til New York en það voru skýr brot á
starfssamningi hennar.“
Að sögn talsmanns óperuhússins
skrópaði Gheorghiu einnig þegar hún
átti að máta nýja búninga sem höfðu
þó verið saumaðir sérstaklega fyrir
hana að hennar kröfu.
Óperustjórinn sagði í tilkynningu
sinni að með hegðuninni hefði Angela
Gheorghiu sýnt Chicago-óperunni,
dyggu starfsfólki hennar og sam-
söngvurum algjöra fyrirlitningu.
„Hefðum við haldið áfram að eltast
við tiktúrurnar í henni hefði það verið
á kostnað okkar allra annarra starfs-
manna hússins.“
Elaine Alvarez heitir hins vegar sú
sem leysti prímadonnuna frægu af
hólmi og er það í fyrsta sinn sem hún
syngur við húsið. Síðast urðu læti í
Chicago-óperunni vegna brott-
rekstrar árið 1989 þegar Luciano
Pavarotti var látinn taka pokann sinn
fyrir að forfallast
einum of oft.
Angela Gheorg-
hiu þótti við upp-
haf ferils síns fyr-
ir rúmum áratug
ein mesta von-
arstjarna óp-
erunnar. Þegar
hún giftist ten-
órsöngvaranum
Roberto Alagna
var parið tekið í stjörnutölu, því hann
þótti ekki síður góður. Mikil mark-
aðssetning var í kringum parið og óp-
eruhús kepptust um að fá þau til að
syngja saman á sviði.
Í dag er parið hins vegar betur
þekkt fyrir stjörnustæla og almenn
leiðindi sem lítið hafa með óperul-
istina að gera og er þess skemmst að
minnast þegar Alagna gekk á dyr í
Scala-óperunni í fyrra í miðri sýningu
þegar áheyrendur bauluðu á hann.
Hann var rekinn með það sama og
hótaði því sjálfur að syngja aldrei aft-
ur í Scala-óperunni.
Í tilkynningu sem Angela Gheorg-
hiu sendi frá sér um brottrekstur
sinn sagði hún: „Roberto, maðurinn
minn, er að syngja tvö stór hlutverk í
Metropolitan-óperunni. Ég bað um
að fá að fara til New York í tvo daga
en fékk neitun. Sjálf hef ég sungið
mörg hundruð sinnum í La boheme
og það var enginn skaði skeður þótt
ég mætti ekki á æfingar.“
Angela Gheorghiu
Gheorghiu
rekin fyrir
stjörnustæla
Skrópaði á æfingum og
stakk af til New York
Roberto Alagna
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„Í MAÍ á næsta ári eru fjörutíu ár
síðan ég fyrsti pistillinn minn um
ljósmyndun birtist opinberlega, í
vikuritinu Village Voice í New
York. Í þessum fjörutíu mínútna
fyrirlestri ætla ég að fjalla um allt
sem ég hef skrifað á þessum fjöru-
tíu árum!“
Greinahöfundurinn og gagnrýn-
andinn A.D. Coleman hlær stríðn-
islega eftir að hafa skilgreint fyr-
irlesturinn sem hann heldur í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur í
Grófarhúsi í kvöld. Vitaskuld er
ekki nokkur leið að pakka inn í eina
tölu öllu því sem hann hefur fjallað
um í greinum sínum og bókum á
þessum langa tíma. Bækurnar eru
orðnar átta talsins, og þar á meðal
rómuð greinasöfn um ljósmyndun
og stöðu miðilsins í samfélaginu og
menningunni. Birtar greinar Co-
lemans eru fleiri en 2.000 og hafa
birst í miðlum á borð við New York
Times, New York Observer, ART-
news, Artforum og Village Voice.
Hann hefur kennt víða, meðal ann-
ars verið gesta-fræðimaður hjá
Getty-safninu og Fulbrightstofnun
og þá hefur hann verið á lista tíma-
ritsins American Photo yfir 100
áhrifamestu einstaklinga ljós-
myndaheimsins.
Frá árinu 1995 hefur Coleman
verið útgefandi veftímaritsins The
Nearby Cafe, þar sem hann birtir
reglulega fréttabréf sitt, C: The
Speed of Light. Þá stýrir hann
stærsta gagnasafninu á Netinu með
greinum um ljósmyndun, The Pho-
tography Criticism CyberArchive.
Líflegt, skemmtilegt, ögrandi
Coleman er nýlentur á landinu og
sýpur á kaffi í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur; reynir að hrista ferða-
rykið af hugsununum.
„Ég kalla fyrirlesturinn Fyrsta
persóna eintala: Að uppgötva sjálf-
an mig sem ljósmyndagagnrýn-
anda. Ég ætla að fara yfir vegferð
mína og helstu áhersluatriði og
vonast síðan til að fá sem mest af
spurningum frá áheyrendum. Ég
vona að það verði líflegt, skemmti-
legt – og jafnvel ögrandi. Ég reyni
að vera upplýsandi og skemmti-
legur í senn – þótt mér takist
kannski ekki að pakka ljós-
myndasögu 40 ára allri í stuttan
fyrirlestur.“
– Eftir að hafa lesið skrif þín í
mörg ár, þá hef ég stundum undr-
ast að það er eins og allar hliðar
ljósmyndunar veki áhuga þinn; þú
finnur ætíð fleti að fjalla um.
„Já og nei. Linsan sem menning-
arlegt fyrirbæri er áhugaverð. Ég
hef skrifað talsvert um það, jafnvel
um notkun á linsunni fyrir daga
ljósmyndunar og áhrif hennar á
vestræna menningu. Ljósmyndun
sem tækni og áhrif hennar á menn-
inguna vekur líka áhuga minn. Ef
þú nálgast ljósmyndun sem menn-
ingarlegt tæki, sem hefur áhrif á
umhverfi sitt, þá má nálgast fyr-
irbærið í gegnum nánast hvaða ljós-
mynd sem er. Ég hef hins vegar
minni áhuga á tísku-, auglýsinga-,
iðnaðar- og vísindaljósmyndun en á
heimildaljósmyndun, fótó-
journalisma og skapandi, listrænni
ljósmyndun. Ég hef meiri áhuga á
ljósmyndun sem ber með sér per-
sónuleg einkenni eða hugmyndir
ljósmyndarans. Jafnvel þótt ljós-
myndarinn reyni að bæla þau ein-
kenni, eins og lengi vel var málið í
heimildaljósmyndun og fótó-
journalisma. Á þessum sviðum er
aðalatriðið að hafa bein samskipti,
að upplýsa, frekar en að selja eitt-
hvað.“
– Þar sem skaparinn hefur skoð-
un á því sem hann ljósmyndar.
„Já, hefur skoðun, og er ekki að
mynda af markaðslegum ástæðum.
Eins og er raunin í tísku- og aug-
lýsingaljósmyndun. Ég er ekki að
dæma þessi svið miðilsins sem eitt-
hvað ómerkilegri. Það má rannsaka
vestræna menningu gegnum það að
greina samskiptatæknina sem
þróast hjá textahöfundum í auglýs-
ingageiranum. Það er fullkomlega
lögmætt viðfangsefni – þótt það
höfði ekki eins til mín,“ segir Co-
leman og brosir.
„Ég bregst miklu sterkar við
efni, í hvaða miðli sem það er, þar
sem ég greini persónulega rödd.
Þar sem er hreint sjónarhorn ein-
hvers sem hefur eitthvað að segja.
Ef ég yrði að velja eitt eða tvö
ljósmyndaprent, að taka með mér á
eyðieyju, myndu það vera meist-
araleg handgerð prent eftir ljós-
myndara á borð við W. Eugene-
Smith eða Minor White. Ekki Bec-
ker eða Gursky – þótt ég geti skilið,
að vissu leyti, hvað gerir verk
þeirra svo verðmæt.“
Coleman og Ragnar Axelsson
ljósmyndari taka nú að ræða af
mikill ástríðu um Smith, sem virðist
vera eftirlætisljósmyndari þeirra
beggja, og gerði jafnframt einstök
prent af myndum sínum.
Einungis nokkrir epíkerar
„Fyrir mér er ljósmyndun full af
lýrískum skáldum en einungis
nokkrir epíkerar; Eugene-Smith er
eitt af epísku skáldunum. Það er
ekki endilega betra en það er erf-
iðara að vera epískt skáld. Það er
erfiðara að vera Homer en Dylan
Thomas. Án þess að leggja nokkuð
fagurfræðilegt mat á afraksturinn.
Ég minntist líka á Minor White,
sem er ekki epískur ljósmyndari
eins og Smith en hafði samt mikill
áhuga á hinum stærri formum.
Takmarkaði sig ekki við stakar
myndir. Og ekki má gleyma Robert
Frank! Hann er í grunninn lýrískt
skáld en varð epískur, við úrvinnslu
mynda sinna í bókinni The Americ-
ans og síðar The Lines of my Hand.
Það er ekki bara hvernig þú tekur
stakar myndir, heldur hvernig þú
hugsar um þær í heildrænu sam-
hengi, og yfirlýsingarnar sem þú
vilt gefa með myndunum.“
Fyrirlestur A.D. Colemans er í
sýningarsal Ljósmyndasafns
Reykjavíkur, á 6. hæð í Grófarhúsi
og hefst klukkan 20 í kvöld.
A.D. Coleman, einn þekktasti ljósmyndarýnir samtímans, flytur fyrirlestur í kvöld
Ljósmyndun og lýrísk skáld
Morgunblaðið/RAX
A.D. Coleman „Ef ég yrði að velja eitt eða tvö ljósmyndaprent, að taka með mér á eyðieyju, myndu það vera meist-
araleg handgerð prent eftir ljósmyndara á borð við W. Eugene-Smith eða Minor White. Ekki Becker eða Gursky -
þótt ég geti skilið hvað gerir verk þeirra verðmæt.“
Hefur skrifað yfir
2.000 greinar
Í HNOTSKURN
» Á fjörutíu ára ferli hefurA.D. Coleman skrifað yfir
2.000 greinar um ljósmyndun í
dagblöð og tímarit. Hann gef-
ur út nettímarit og ritstýrir
greinasafni um ljósmyndun á
Netinu.
» Fyrirlestur Colemans íLjósmyndasafni Reykja-
víkur fjallar m.a. um það
hvernig dæma megi ljós-
myndir og hver sé munurinn á
gagnrýni og umfjöllun.
»Coleman segir marga lýr-íska ljósmyndara til en ein-
ungis fáa epíska, eins og Eu-
gene-Smith.
TENGLAR
..............................................
www.nearbycafe.com
www.photocriticism.com