Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 24
árveknisátak um brjóstakrabbamein í október
24 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Öllum konum sem greinastmeð brjóstakrabbamein erboðið að koma á póstlistahjá okkur og þær fá þá líka
boð um að mæta á opna húsið sem við
erum með einu sinni í mánuði yfir
veturinn. Þá fáum við fyrirlesara,
sem fræða okkur um hin ýmsu mál
sem tengjast brjóstakrabbameini.
Opna húsið er líka vettvangur til að
hittast og njóta samvista,“ segja þær
Elín Richards og Ragnhildur Magn-
úsdóttir sem báðar vinna sem sjálf-
boðaliðar hjá Samhjálp kvenna en
það er hópur, sem styður konur sem
greinast með brjóstakrabbamein.
Þær Elín og Ragnhildur þekkja það
af eigin raun að greinast með brjósta-
krabbamein og geta því miðlað öðr-
um konum í þeirri stöðu af reynslu
sinni. Elín greindist fyrir tólf árum en
Ragnhildur hefur greinst tvisvar, fyr-
ir átta árum og aftur fyrir fimm ár-
um. „Við höfum fengið fulla lækningu
og lifum afskaplega góðu lífi og það er
auðvitað gott fyrir þær konur sem
eru nýgreindar að hitta aðrar
konur sem hafa farið í gegnum
allan þennan pakka og sjá að
okkur eru allir vegir færir.“
Sumir eiga engan að
Þær segja að margt
brenni á þeim konum sem
hafa greinst með brjósta-
krabbamein. „Við erum líka
með stuðningshópa en þá
eru færri sem hittast
saman og ræða persónu-
legri mál. Eins bjóðumst
við til að koma heim til
kvennanna eða hittast á
kaffihúsi, allt eftir því hvað hentar
hverri og einni. Við erum líka með
símanúmer sem konur geta hringt í
hvenær sem er.“
Elín og Ragnhildur segja að Sam-
hjálp kvenna upplýsi til dæmis um
rétt kvenna í tengslum við tryggingar
og peningamál. „Hvar þær geta feng-
ið hjálpartæki eins og hárkollur,
gervibrjóst og brjóstahaldara. Eins
fræðum við um sogæðabólgu sem er
algengur fylgikvilli þegar fjar-
lægja þarf eitla vegna
brjóstakrabbameins. Sumar
konur notfæra sér sam-
hjálpina en aðrar ekki.
Margar konur þekkja ein-
hverja konu sem hefur greinst,
frænku eða vinkonu og sækja
sinn stuðning þangað. En
sumar konur eiga engan
að til að ræða þessi mál
við. Það er svo ótalmargt
sem leitar á hugann við
þessar aðstæður og það er
töluvert högg fyrir konu að
missa brjóst. Að greinast með
brjóstakrabbamein og fara í gegnum
meðferð og kannski brottnám má
líkja við ákveðið sorgarferli, fyrst
kemur reiðin, svo sorgin og óvissan,
hvernig tekur makinn þessu, börnin,
foreldrar og vinir og hvernig verður
framtíðin. En það ánægjulega er að
framfarir eru miklar og lífslíkur
kvenna sem greinast með brjósta-
krabbamein aukast með hverju ári.
Núna eru lífslíkurnar orðnar áttatíu
prósent.“
Samhjálp kvenna á Íslandi er í
tengslum við hliðstæð norræn sam-
tök og haldin eru stór þing annað
hvert ár. Elín hefur tvisvar farið utan
á þing og fundi í tengslum við sam-
hjálpina og hún fór á námskeið í Míl-
anó í fyrra þar sem boðið var upp á
fræðslu fyrir sjálfboðaliða. „Þar
komst ég að því hvað við hér á Íslandi
stöndum framarlega í baráttu
krabbameinssjúklinga fyrir hinum
ýmsu réttindum, þótt ævinlega megi
betrumbæta. Aðstæður kvenna í öðr-
um löndum sem greinast með
brjóstakrabbamein eru því miður
mjög bágbornar. En það er ekki
langt síðan þessi mál voru ekki í lagi
hér. Þær konur, sem börðu í borðið
fyrir þrjátíu árum og stofnuðu Sam-
hjálp kvenna, þær þurftu að sætta sig
við bómull í brjóstahaldara þegar
brjóst hafði verið fjarlægt. Núna fá
konur í þessari stöðu á Íslandi eitt
gervibrjóst á ári og tvo brjóstahald-
ara, að fullu greitt af tryggingunum.
Margar konur fara svo seinna í upp-
byggingu en núorðið stendur til boða
að gera þetta jafnhliða, aðgerðina til
að fjarlægja brjóstið og aðgerðina til
að byggja upp nýtt brjóst.“
Þær segjast taka þátt í þessu starfi
af því það sé gefandi og gott að geta
aðstoðað aðrar konur. „Og það er líka
svo mikið af skemmtilegum konum í
Samhjálp kvenna. Það er gaman á
opnu húsunum og þetta er frábær fé-
lagsskapur. Hér er ekkert vol né væl
og við höfum eignast mikið af góðum
vinum.“ Að lokum má geta þess að
Ráðgjafarþjónusta Krabbameins-
félagsins verður opnuð á næstunni í
Skógarhlíð 8 þar sem verður ein-
staklingsmiðuð þjónusta fyrir
krabbameinssjúklinga og aðstand-
endur þeirra.
Til stuðnings fyrir aðrar konur
Morgunblaðið/Þorkell
Góður félagsskapur Ragnhildur og Elín hafa eignast marga góða vini í gegnum Samhjálp kvenna.
Í HNOTSKURN
Staðreyndir um
brjóstakrabbamein:
Ár hvert greinast um 175 ís-
lenskar konur með brjósta-
krabbamein.
Helmingur þeirra greinist á
aldrinum frá 50 til 69 ára en
þær yngstu eru á þrítugsaldri.
Nú eru á lífi um 2.000 konur á
Íslandi sem fengið hafa
brjóstakrabbamein.
Samkvæmt útreikningum frá
Krabbameinsskránni getur tí-
unda hver kona búist við að fá
brjóstakrabbamein.
Talið er að 5-10% brjósta-
krabbameina skýrist af arf-
gengum þáttum.
Morgunblaðið/Þorkell
Uppbygging Margar konur láta byggja upp nýtt brjóst eftir brottnám.
www.krabb.is
Þörfin fyrir nánd og líkamleg atlot er óháðaldri. Allir þurfa snertingu og það erekki aðeins ungt og fagurt fólk sem
stundar kynlíf. Og þó svo að kynlíf fólks um
fimmtugt sé ekki nákvæmlega eins og það var
tuttugu eða þrjátíu árum áður, getur það engu
að síður verið ánægjulegt og fullnægjandi. En
hvernig breytast væntingar fólks til kynlífs eft-
ir því sem það eldist og hvernig á fólk að aðlag-
ast líkamlegum breytingum? Á vefmiðli Mayo
Clinic er að finna nokkur ráð frá sálfræð-
ingnum og kynfræðingnum Janice Swanson.
Það sem skiptir mestu máli er að tala saman.
Að fólk tjái sig einlæglega hvort við annað
um kynlífið og hvernig því líði með líkama
sinn sem er að eldast og hvaða breytingum
það finni fyrir. Eins er gott að lesa sér til um
kynlíf á seinni helmingi ævinnar og tileinka
sér jafnvel æfingar og hugmyndir að breyttu
kynlífi.
Óhjákvæmilegar líkamlegar breytingar eiga
sér stað með hækkandi aldri og það hefur
áhrif á kynlífið. Þess vegna er áríðandi að
fólk geri ekki óraunhæfar kröfur til sjálfs sín
né maka síns. Karlhormóninn testosterón
stjórnar kynlöngun karla og eftir því sem líð-
ur á ævina dregur úr framleiðslu hans. Eftir
sextugt finna því margir karlar fyrir því að
það tekur þá lengri tíma að fá fulla reisn og
jafnvel fullnægingu.
Við breytingaskeið kvenna dregur úr fram-
leiðslu á hormóninu estrogen og við það
dregur oft úr kynlöngun. Eins getur þetta
haft áhrif á tilfinningalíf kvenna.
Tækifæri til að gera eitthvað nýtt
Ýmsir líkamlegir krankleikar hafa áhrif á
kynlífið, eins og veikindi tengd hjarta- og æða-
kerfinu, hár blóðþrýstingur, sykursýki, horm-
ónabreytingar, þunglyndi og kvíði. Og lyf sem
gefin eru við þessum vanda hafa oft áhrif á kyn-
heilsu.
Ef fólk finnur fyrir slíku er um að gera að
hafa samband við lækni og prófa önnur sam-
svarandi lyf sem kannski hafa minni auka-
verkanir fyrir kynlífið. Þegar fólk þarf að
fara í skurðaðgerðir sem á einhvern hátt
hafa áhrif á miðjusvæðið, er áríðandi að
makinn sé skilningsríkur og sýni ástríki á
meðan hinn aðilinn er að ná sér, því þá er lík-
legra að kynlífið komist aftur í samt horf.
Þó svo að fólk finni fyrir minni kynlöngun til
maka síns eftir til dæmis þrjátíu ára sambúð,
er það ekki merki um að sambandið sé út-
brunnið, heldur ber að líta á það sem tæki-
færi til að gera eitthvað nýtt og spennandi
saman. Eins er áríðandi að báðir aðilar sýni
skilning og mætist á miðri leið, t.d. ef annar
aðilinn hefur meiri þörf en hinn fyrir róm-
antík og hinn aðilinn hefur meiri þörf fyrir
líkamlegar athafnir, þá sýni báðir sveigj-
anleika.
Til að bregðast við líkamlegum breytingum
er ekki rétta aðferðin að reyna að verða aft-
ur eins og þegar þið voruð yngri. Lærið frek-
ar að aðlagast og tala saman um hvernig
báðum aðilum getur liðið vel miðað við lík-
amlegt ástand og getu. Ekki vera of upp-
tekin af því „hvað sé eðlilegt“, finnið heldur
út hvað hentar ykkur tveim sem ein-
staklingum og pari. Margir óttast að segja
maka sínum frá breyttum þörfum í kynlífinu
með hækkandi aldri, af ótta við að særa hinn
aðilann. En mjög áríðandi er að ræða þarfir
sínar, en vanda sig og sýna aðgát í nærveru
sálar.
Að halda við neistan-
um eftir fimmtugt
Reuters
Nánd Að tala saman er lykilatriði þegar kemur að góðu kynlífi, á öllum aldri.
heilsa