Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Shoot’em Up kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50 - 6 Hairspray kl. 5:30 - 8 - 10:30 Vacancy kl. 10:40 B.i. 14 ára Knocked Up kl. 5:20 - 8 B.i. 14 ára Brettin Upp m/ísl. tali kl. 4 The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 SuperBad kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Chuck and Larry kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Hairspray kl. 6 Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 6 Sími 564 0000Sími 462 3500 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Sími 551 9000 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára SAGAN SEM MÁTTI EKKI SEGJA eeee - S.V., MBL eeee - R.H., FBL - Kauptu bíómiðann á netinu - - T.V., kVikmyndir.is eeee - r.V.E., FréTTablaðið eeee - s.V., morgunblaðið eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRT eeee - H.J., MBL eeee - Ó.H.T., RÁS 2 55.000 G ESTIR Dagskrá og miðasala á WWW.RIFF.IS HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up Engin fortíð, Engu að tapa Hasar og adrenalín flæði frá upphafi til enda GEGGJUÐ GRÍNMYND Ver ð aðeins 600 kr. eeee - E.E., DV eeee - S.G., Rás 2 eee „Stórskemmtileg og snar- brjáluð hasarmynd þar sem aldrei er langt í húmorinn.“ t.V. Kvikmyndir.is eee - J.I.S., Film.is eee „Skotheld skemmtun“ - T.S.K., Blaðið Vinsælasta kvikmyndin á íslandi í dag “Skylduáhorf fyrir alla unglinga” - Dóri DNA, DV „Sprenghlægileg...“ Jóhannes Árnason, Monitor. 90 af 100 „Illa góðir á því“ - Dóri DNA, DV - J.I.S., FILM.IS eee - L.I.B., Topp5.is ÞAÐ sem er svo stórkostlegthér á landi eru öll þessiopnu svæði. Svo er himinn-inn og birtan stöðugt að breytast, landslagið hér er eins og lifandi málverk fyrir mér. Maður skynjar kraft náttúrunnar með mjög áhrifaríkum hætti.“ Þannig lýsir Hanna Schygulla fyrstu upplifun sinni af Íslandi en hún kom hingað til lands á mánu- dagskvöldið. Í gær fór hún svo í stutt ferðalag um Suðurland og heimsótti meðal annars Þingvelli, Stokkseyri og Eyrarbakka. „Ég get samt ekki borið nein þessara nafna almennilega fram,“ segir hún og hlær. Schygulla hefur verið ein þekkt- asta leikkona Þýskalands síðustu áratugina en hún hefur leikið í myndum eftir leikstjóra á borð við Godard og Fassbinder. Þá er hún margverðlaunuð og var til að mynda valin besta leikkonan á kvik- myndahátíðinni í Cannes árið 1983 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Story of Piera, auk þess sem hún hlaut Silfurbjörninn í Berlín ár- ið 1979 fyrir titilhlutverkið í mynd Fassbinders, The Marriage of Maria Braun. Fyrirgefning syndanna Nýjasta mynd Schygulla, Auf der anderen Seite, eða Himinbrún, er sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík um þessar mundir. „Hún fjallar um ungan mann sem tekst að glæða von í hjörtum manna á miklum hörmungartímum,“ segir Schygulla, og bætir því við að dauði tveggja einstaklinga vegi þungt í myndinni. „Hún fjallar líka um hvernig fólki tekst að takast á við þennan missi. Dauðinn er eitthvað sem okkur finnst alltaf erfitt að tak- ast á við, en það verður jafnvel enn erfiðara þegar einhver deyr í kjölfar ofbeldisverks. En ungi maðurinn í myndinni tekst á við þetta með því að fyrirgefa, í stað þess að verða bit- ur.“ Schygulla segist ákaflega ánægð með myndina enda hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda. „Þetta er mjög mannleg mynd og hún gefur manni von. En hún er um leið ákaf- lega raunsæ og segir okkur margt um þjóðfélagið sem við búum í.“ Mannlegar andstæður Þótt Schygulla hafi leikið í miklum fjölda kvikmynda um ævina er hún trúlega þekktust fyrir samstarf sitt við þýska leikstjórann Rainer Wer- ner Fassbinder, en Fassbinder hafði gríðarleg áhrif á þýska kvikmynda- gerð á áttunda og níunda áratug síð- ustu aldar, og gætir áhrifa hans raunar enn. Aðspurð segist Schygulla hafa leikið í að minnsta kosti 20 myndum Fassbinders. „Ég hef reyndar aldrei talið þær því ég veit ekki hvað ég á að telja með. Þarna á meðal eru kvikmyndir, sjónvarpsmyndir og fleira. En ég lék örugglega í um það bil helmingi verka hans.“ En hvaða verk Fassbinders er í mestu uppáhaldi hjá Schygulla? „Það er mynd sem ég tók engan þátt í,“ segir hún og hlær. „Myndin heitir Fear Eats the Soul og er frá 1974. En af þeim verkum sem ég lék í er The Marriage of Maria Braun í mestu uppáhaldi,“ segir Schygulla, en umrædd mynd er ein vinsælasta mynd Fassbinders, og um leið ein sú aðgengilegasta. Aðspurð segir Schygulla Fass- binder hafa verið mjög sérstakan mann. „Hann var öfgakenndasta dæmi um mannlegar andstæður sem ég hef nokkru sinni kynnst. Hann gat verið blíður og ljúfur aðra stund- ina en svo ótrúlega grimmur þá næstu. En það gerði hann líklega að þeim snillingi sem hann var,“ segir hún. „Allar myndirnar hans eru líka mjög dæmigerðar fyrir hann, en samt eru þær allar svo ólíkar, sem er auðvitað frekar sérstakt. Hann var mikill uppreisnarmaður en reyndi um leið að halda í glataðar hefðir. Þannig að hann var maður mikilla andstæðna.“ Áhugi á lífinu Á morgun mun Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, afhenda Schygulla heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í ár fyrir ævistarf hennar í þágu kvikmyndalistarinnar. Hún segir þessi verðlaun vera mikinn heiður. „Ég vildi náttúrlega að ég væri að fá verðlaun sem besti nýlið- inn því það myndi þýða að ég ætti allt lífið framundan,“ segir hún og hlær. „En það er vissulega gott að Einbeitir sér að augnablikinu Náttúra Schygulla ferðaðist um Suðurland í gær og heimsótti meðal annars Stokkseyri og Eyrarbakka. Þýska söng- og leikkonan Hanna Schygulla hlýtur heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðarinnar í Reykjavík í ár fyrir ævistarf í þágu kvikmyndalistarinnar. Nýjasta mynd leikkonunnar, Himinbrún, er sýnd á RIFF um þessar mundir, auk þess sem hún mun koma fram á tónleikum á NASA á morgun. Jóhann Bjarni Kolbeinsson hitti Schygulla og ræddi við hana um leiklistina, sönginn og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.