Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 44
Á Íslandi Schygulla heimsótti með-
al annars Þingvelli í gær.
ÞÝSKA leikkonan Hanna Schygulla
er stödd hér á landi um þessar
mundir en hún mun á morgun hljóta
heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðarinnar í Reykjavík fyrir
ævistarf í þágu kvikmyndalist-
arinnar. Schygulla, sem er 63 ára og
ein þekktasta leikkona Þýskalands,
segir það mikinn heiður að fá þessi
verðlaun. „Ég vildi náttúrlega að ég
væri að fá verðlaun sem besti nýlið-
inn því það myndi þýða að ég ætti
allt lífið framundan,“ segir hún og
hlær. „En það er vissulega gott að
einhver taki eftir því sem maður er
að gera, því oft tekur maður ekki eft-
ir því sjálfur.“
Nýjasta mynd leikkonunnar,
Himinbrún, er sýnd á RIFF um
þessar mundir, en Schygulla er lík-
legast þekktust fyrir samstarf sitt
við þýska leikstjórann Rainer Wer-
ner Fassbinder. „Hann var öfga-
kenndasta dæmi um mannlegar and-
stæður sem ég hef nokkru sinni
kynnst,“ segir hún meðal annars um
leikstjórann fræga.
Á morgun ætlar Schygulla svo að
gleðja landann með tónleikum á
NASA, en þar mun hún flytja mörg
af sínum uppáhaldslögum eftir tón-
skáld á borð við Schubert, Mahler,
John Lennon og Janis Joplin. | 38
Frá Mahler
til Lennons
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 276. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Hækka afsláttinn
Geir H. Haarde forsætisráðherra
sagði í stefnuræðu sinni í gær að
stefnt væri að því að lækka skatta
bæði á einstaklinga og fyrirtæki,
m.a. að því að hækka persónuafslátt-
inn og endurskoða skattkerfið og al-
mannatryggingar til að bæta hag
lág- og millitekjufólks. » Forsíða
1.700 óskráðir
Talið er að 1.700 erlendir verka-
menn séu ekki rétt skráðir hér á
landi. Félagsmálaráðuneytið hyggst
ráðast í sérstakt átak til að ná til
þessara aðila. Tekið verður af fullri
hörku á fyrirtækjum sem brjóta
reglur um skráningu og kjör. » 6
Fullsaddir foreldrar
Foreldrar barna í leikskólum í
Grafarvogi standa að undir-
skriftalista þar sem hvatt er til þess
að launakjör leikskólakennara verði
bætt og að fagfólk starfi með börn-
um á leikskólum. » 4
Áhugalaus gestgjafi
Forseti Norður-Kóreu, Kim Jong-
Il, tók óvænt á móti starfsbróður
sínum í Suður-Kóreu, Roh Moo-
Hyun, er sá síðarnefndi kom í heim-
sókn í gær. Gert hafði verið ráð fyrir
að næstráðandi einræðisherrans
tæki á móti gestinum. Til þess var
tekið að Kim virtist afar áhugalaus
um gestinn og stökk vart bros við
móttökuathöfnina. » 15
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: BBC-konan
Staksteinar: Uppbygging á græna
svæðinu
Forystugrein: Umræður um stefnu-
ræðu
UMRÆÐAN»
Á glapstigum
Þvílíkt blessað sumar
Óverjandi launamismunun
Um Reykjavíkurbréf 30. september
4 4
4 4 4
4
4 4
4 5 "
+6#%
.
#*
+
7
##3#
$. # 4
4 4 4
4 4
4 4
4
- 8(1 %
4 4 4 4
4
4
9:;;<=>
%?@=;>A7%BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA%8#8=EA<
A:=%8#8=EA<
%FA%8#8=EA<
%2>%%A3#G=<A8>
H<B<A%8?#H@A
%9=
@2=<
7@A7>%2*%>?<;<
Heitast 14 °C | Kaldast 7 °C
Suðlæg átt, 5-13
m/s, rigning sunnan-
og vestanlands um há-
degi en léttskýjað
norðaustan til » 10
Mýrin, kvikmynd
Baltasars Kormáks,
verður framlag Ís-
lands til bandarísku
Óskarsverðlaunanna
árið 2008. » 36
KVIKMYNDIR»
Fær Mýrin
Óskarinn?
TÓNLIST»
Sigur Rós spilar í Kaup-
mannahöfn. » 39
Nokkrir meðlimir
Baggalúts eru á leið-
inni til Skotlands
þar sem þeir ætla að
borða og kynna sér
sveppi. » 36
FÓLK»
Baggar og
sveppir
TÓNLIST»
Dr. Gunni spilar á
DOMO í kvöld. » 36
FÓLK»
Britney Spears er búin
að missa forræðið. » 37
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Ást. fyrir forræðismissi Britney
2. Gillzenegger hleypur nakinn
3. Madeleine ekki borin sofandi út
4. Tvö 103 t. sjónvörp seld á 8 millj.
VÍÐTÆK leit var í gærkvöldi gerð
að tveimur föngum sem strokið
höfðu úr fangelsinu Litla-Hrauni
fyrr um kvöldið. Þeir höfðu verið á
AA-fundi sem lauk um klukkan 21 en
skiluðu sér ekki af fundinum.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi
var byrjað á að ganga úr skugga um
að þeir leyndust ekki innan girðingar
en síðan hófust umfangsmiklar að-
gerðir lögreglu. Allir bílar á leið til
höfuðborgarsvæðisins voru stöðvað-
ir og leitað var í þeim auk þess sem
svipast var um eftir þeim víðar.
Strokufangarnir voru ófundnir
þegar Morgunblaðið fór í prentun.
Struku úr
fangelsinu
eftir AA-fund
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FORELDRUM barna sem lögregla
hefur afskipti af vegna búðahnupls
kemur það oft á tíðum ekki á óvart,
þar sem barnið hafði áður talað um að
önnur börn hefðu verið að stela úr
verslunum. Nýverið sendi aðalvarð-
stjóri svæðisstöðvar lögreglunnar á
Seltjarnarnesi og Vesturbæ bréf til
skóla á svæðinu þar sem segir að
búðahnupl og veggjakrot sé farið að
valda áhyggjum.
Þrátt fyrir að lögregla taki ekki
fleiri börn fyrir búðahnupl leikur
grunur á að það sé að aukast í Vest-
urbænum. „Það vekur athygli mína
þegar maður hefur afskipti af þessum
krökkum að þau segja þetta ekki í
fyrsta skiptið og ekki það tíunda. Aft-
ur á móti segja þau að allir krakkar
stundi þetta,“ segir Eggert Ól. Jóns-
son aðalvarðstjóri. „Svo hefur maður
samband við foreldrana og þá er þetta
altalað á heimilunum einnig.“
Lögreglan hefur biðlað til foreldra
að tala við börn sín og benda þeim á
að um refsiverðan verknað sé að
ræða. Eggert segir að aðallega sé um
að ræða krakka á aldrinum 12-15 ára,
og 10-11 verslanirnar í Vesturbænum
virðist aðallega verða fyrir barðinu á
þessu, enda séu þær opnar allan sól-
arhringinn.
Guðjón Reynisson, framkvæmda-
stjóri 10-11, segir að um viðvarandi
ástand sé að ræða. „Ég merki ekki
neina sérstaka aukningu, þetta er
stöðugt vandamál og í raun ekki verra
í Vesturbænum en annars staðar.“
Hann bætir við að sífelld vinna sé í
gangi til að uppræta þjófnað.
„Allir krakkar hnupla“
Borið hefur á auknu búðahnupli í Vesturbæ Reykjavíkur
„Viðvarandi vandamál,“ segir framkvæmdastjóri 10-11
Í HNOTSKURN
»Lögreglan á svæðisstöð Sel-tjarnarness/Vesturbæjar
sendi skólunum á svæðinu bréf
þess efnis að búðahnupl og
veggjakort hefði aukist.
»Er biðlað til foreldra að að-stoða við að uppræta brotin,
m.a. með því að fræða börnin um
að refsing og sektir liggi við.
»Framkvæmdastjóri 10-11 seg-ist ekki merkja aukningu á
búðahnupli í Vesturbænum en
bætir við að um viðvarandi vanda-
mál sé að ræða í öllum hverfum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þrifið Veggjakrot er vaxandi
vandamál á höfuðborgarsvæðinu
MARGRÉT María Sigurðardóttir, sem tók við embætti
umboðsmanns barna í sumar, er að hefja yfirreið um
landið og hóf för á Akureyri þar sem hún var í gær og
fyrradag. „Ég er að vinna í því að fá skóla í lið með mér
við ýmis verkefni, ég heimsótti líka tvær meðferð-
arstofnanir fyrir börn í héraðinu, fór á fund skóla-
nefndar Akureyrar og heimsótti skóla og leikskóla,“
sagði Margrét María við Morgunblaðið. Þá hélt hún er-
indi á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri þar sem
hún fjallaði um hagsmuni og réttindi barna. „Ég er að
kynna ýmsum aðilum embættið sem vonandi verður til
þess að landsbyggðin nýti sér þjónustu þess meira en
verið hefur.“ Á myndinni spjallar umboðsmaðurinn við
stúlkur á leikskólanum Iðavöllum í gær.
Umboðsmaður barna á vettvangi
Heimsótti börn og fullorðna
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
♦♦♦