Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 41
WWW.SAMBIO.IS
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI
CHUCK AND LARRY kl. 10 B.i. 12 ára
SHOOT'EM UP kl. 8 B.i. 16 ára
VACANCY kl. 10 B.i. 16 ára
LICENSE TO WED kl. 8 LEYFÐ
/ AKUREYRI
NO RESERVATIONS kl. 8 - 10 LEYFÐ
3:10 TO YUMA kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
BRATZ kl. 6 LEYFÐ
ASTRÓPÍA SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 6 LEYFÐ
DISTURBIA kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára
KNOCKED UP kl. 10:10 B.i. 14 ára
VEÐRAMÓT kl. 8 B.i. 14 ára
HVERSU LANGT
MYNDIRU GANGA
FYRIR BESTA
VIN ÞINN?
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
ALLIR EIGA SÍN LEYNDARMÁL
ÓVÆNTASTI SÁLFRÆÐITRYLLIR ÁRSINS
eeee
– KVIKMYNDIR.IS
eee
– L.I.B TOPP5.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
YFIR 40.000
MANNS
SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
eeee
- E.E., DV
eeee
- S.V., MBL
SÝND Á SELFOSSISÝND Á SELFOSSI
eeee
- JIS, FILM.IS
eeee
- A.S, MBL
eeee
- RÁS 2
SÝND Á AKUREYRI
SÝND Í KEFLAVÍK
BOÐIÐ verður upp á bílabíó á Alþjóðlegri
kvikmyndahátíð í Reykjavík í kvöld í flugskýli
885 á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll.
Kvikmyndin American Graffiti verður sýnd.
Með því að sýna myndina í flugskýlinu er
nær tryggt að sýningin geti farið fram þótt
veður verði válynd. Flatarmál skemmunnar er
slíkt að 1500 bílar rúmast auðveldlega þar inn-
andyra – enda er skýlið stærsta bygging lands-
ins.
Kvikmyndin American Graffiti (1973) eftir
George Lucas gerist árið 1962 og segir af fjór-
um vinum sem ákveða að rúnta um bæinn og
njóta lífsins til fulls síðasta kvöld sumarsins –
síðasta kvöldið áður en þeir halda hver í sína
áttina í háskóla.
Aðgangseyrir í bílabíóið er 1000 krónur á
bíl. Miðasala stendur yfir á www.midi.is og í
upplýsingamiðstöð hátíðarinnar á Hressó.
Bílabíó í kvöld
Kunsten at græde i kor -
Listin að gráta í kór
RIFF 2007: Tjarnarbíó,
Háskólabíó, Regnboginn.
Leikstjóri: Peter Schønau Fog. Aðalleik-
arar: Jannik Lorenzen, Jesper Asholt, Ju-
lie Kolbeck. 106 mín. Danmörk. 2006.
heiman og dóttirin þarf að „hugga“ föð-
ur sinn í grátköstunum. Þegar hún er
sett á hæli tekur Allan litli við hlutverki
systurinnar og gerir sér grein fyrir því
hvers eðlis það er og segir frá.
Kynferðisleg misnotkun á börnum
og sifjaspell eru vandmeðfarið umfjöll-
unarefni sem Fog nálgast á óvenju-
legan hátt. Listin að gráta í kór (nafnið
er dregið af þeim sérhæfileikum mjólk-
urmannsins að flytja svo átakanleg
minningarorð í jarðarförum að við-
staddir bresta í grát) er þrátt fyrir
andstyggilegt efnið frekar tragikómed-
ía en harmleikur. Með því móti fyllir
Fog áhorfandann enn meiri viðbjóði á
gjörðum föðurómyndarinnar, sem As-
holt leikur af óhugnanlegri nákvæmni.
Lorenzen litli eykur áherzluna á alvöru
málsins með eftirminnilegri túlkun á
litlum og saklausum snáða sem vill ekki
trúa neinu ljótu um hann pabba sinn –
fyrr en um seinan. Útkoman er óaðl-
aðandi en vel heppnuð mynd, gerð af
dönsku umburðarlyndi og húmor um
fyrirlitlega mannpersónu og sárin sem
hún skilur eftir sig.
ÞEGAR pabbi man ekki eftir því að
hann ætlar að drepa sig gleymum við
því líka og erum venjuleg fjölskylda.
Á þessa leið lýsir sögumaðurinn All-
an (Lorenzen) hörmungarástandinu
á æskuheimilinu. Faðir hans, mjólk-
ursalinn, vorkennir sjálfum sér eilíf-
lega, móðirin er löngu kafsigld í af-
neitun, eldri sonurinn er flúinn að
Sæbjörn Valdimarsson
Mjólkurpóst-
urinn sem
misnotaði
börnin sín
Sýnd í Tjarnarbíói 3., 5. og 7. október.Listin að gráta í kór „Útkoman er óaðlaðandi
en vel heppnuð mynd,“ segir m.a í dómnum.
Gildran - Klopka
Leikstjóri: Srdan Golubovic. Aðalleikarar:
Nebjosa Glogovac, Natasa Ninkovic,
Anica Dobra, Miki Manojlovic, Marko
Djurovic. 106 mín. Serbía/Þýskaland/
Ungverjaland. 2007.
FÓTUNUM er kippt undan lífi serb-
nesku hjónanna Mladens (Glogovac)
og Mariju (Ninkovic) þegar sonur
þeirra Nemanja (Djurovic) greinist
með alvarlegan hjartagalla. Trygg-
ingar þeirra borga ekki aðgerðina.
Bankinn neitar þeim brosandi um lán!
Þeirra nánustu eru einfaldlega ekki
nógu stöndugir. Í örvæntingu auglýs-
ir Marija eftir hjálp og Mladen fær
óhugnanlegt tilboð.
Þetta snyrtilega unna sál-
fræðidrama fjallar um misskipt-
inguna sem ríkir nú í Belgrad. Spill-
inguna og glæpastarfsemina sem
grasserar allt í kringum venjulegt
fólk. Myndin líður samt fyrir það hve
framvindan virkar á köflum þvinguð
og tilgerðarleg. Að sama skapi stuðla
sumar endurtekningar, sem eiga að
skapa tilfinningu fyrir innilok-
unarkennd og vanlíðan aðalsöguhetj-
unnar, að því að gera verkið líkara
sjónvarps- eða leikhússtykki en kvik-
mynd. Engu að síður er tilfinningahiti
þarna og leikstjórinn hefur eitthvað
að segja svo það verður gaman að sjá
hvað kemur frá honum næst.
Anna Sveinbjarnardóttir
Sýnd í Tjarnarbíói 3., 5. og 7. októ-
ber.
Kvikmyndahátíð í Reykjavík
Sófakynslóðin
Íslensk heimildarmynd. Leik-
stjórn: Áslaug Einarsdóttir, Garð-
ar Stefánsson. 35 mín. Ísland.
2007.
HVER kynslóð á sér ein-
staklinga sem finna hjá sér
þörf til að gera uppreisn gegn
gömlum hefðum. Oftast finna
þeir sér farveg í stjórnmálum,
allavega hafa flestar, umtals-
verðar breytingar komið úr
þeirri átt, og úr röðum um-
svifamikilla kaupsýslumanna.
Í Sófakynslóðinni er fjallað
um ungt fólk sem hefur tekið
þátt í almennt hávaðasömum
mótmælum og verið með upp-
steyt í kringum álverksmiðjur
og virkjanaframkvæmdir sem
er lokið eða eru á lokasprett-
inum. Jafnframt er spurt
hvort við hreiðrum ekki um
okkur í sófanum og látum allt
yfir okkur ganga.
Það er mikið til í því. Ef við
mótmælum gerum við það
seint og illa á þann hátt að
það nær ekki til fjöldans. Oft-
ast látum við nægja að kvarta
og kveina, hvert í sínu horni.
Látum bjóða okkur að níðst
er á landinu og við rænd og
rupluð í hvert skipti sem við
lyftum veskinu.
Flestir leiða hjá sér há-
vaðabelgi, bíða þess að þeir
hljóðni og láta snakk misvitra
„álitsgjafa“ sem vind um eyr-
un þjóta. Þögul mótmæli
vekja almennari virðingu og
eru líklegri til árangurs. Hvað
gerði Gandhi, hvernig og
hversvegna berjast munk-
arnir í Búrma um þessar
mundir og á hvaða hátt hafa
íslenskir „aktívistar“ stutt
réttlætisbaráttu þeirra?
Mótmæli geta verið beitt
vopn ef þau fara fram á virð-
ingarverðan hátt, annars
draga þau dám af slæmu jafn-
vægi, innibyrgðri heift sem
krefst útrásar og athygl-
issýki.
Sæbjörn Valdimarsson
Sýnd í Regnboganum 3. og
7. október.
Immer nie am Meer /
Forever Never Anyw-
here
Leikstjóri: Antonin Svobod. Aðal-
leikarar: Christoph Grissemann,
Dirk Stermann, Heinz Strunk. 88
mín. Austurríki. 2007.
ÞRÍR einstaklingar sitja inni-
lokaðir í bíl eftir umferð-
aróhapp. Tíminn líður og
ástandið versnar með hverjum
degi. Þremenningarnir eru
ólíkir á flesta vegu, en hver og
einn á við sálarflækjur að
stríða og vandamál í einkalíf-
inu sem brjótast upp á yf-
irborðið í nekt þrengslanna.
Nokkrar smellnar hug-
myndir stinga upp kollinum í
Sæbjörn Valdimarsson
Sýnd í Regnboganum 3., 4.
og 7. október.
bland við aðrar og síðri sem
hafa vinninginn, og myndin
virkar ekki sem heild. Þáttur
aðvífandi óknyttastráks hress-
ir heldur betur upp á fram-
vinduna og er virkilega for-
vitnilegur vinkill en hann
koðnar niður. Myndin heldur
hvorki haus sem dæmisaga,
myndlíking né gamanmynd,
hráefnið er til staðar, innlok-
aðra en fórnarlömbin í bílnum.
Svobod getur gert margt vafa-
samara en að fínpússa hug-
myndina um ódáminn (leik-
arinn er fundinn), sem stendur
upp úr miðlungs tilraunastarf-
semi.