Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 9
FRÉTTIR
heimildirnar. Hann áréttir að
stefna Samfylkingarinnar hafi ekki
breyst í þessum efnum.
„Það er alveg ljóst að þau mark-
mið sem fyrri ríkisstjórn setti um
að draga úr losun fyrir árið 2050
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„MÉR finnst eðlilegt að umhverf-
isráðherra gefi skýringar á því
hvers vegna hún hafi breytt um
skoðun, og hvers vegna hún berjist
ekki fyrir því núna í ríkisstjórninni
að setja á þetta gjald,“ segir Kol-
brún Halldórsdóttir, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs og nefndarmaður í um-
hverfisnefnd Alþingis, um úthlutun
umhverfisráðherra á heimildum til
að losa gróðurhúsalofttegundir.
Kolbrún sat í umhverfisnefnd á
síðasta kjörtímabili og tók þátt í
umræðunni á Alþingi um gjald fyr-
ir heimildirnar, ásamt þingmönn-
um Samfylkingarinnar. Þórunn
Sveinbjarnardóttir umhverfisráð-
herra sagði í Morgunblaðinu á
mánudag að ekkert væri því til
fyrirstöðu að bjóða heimildirnar
upp, hins vegar ætti eftir að skrifa
regluverkið í kringum lögin. „Mér
finnst þetta bera vott um mikla
deyfð og litla löngun til að takast á
við ákveðið vandamál sem er sam-
fara þeirri losun sem á sér stað
hjá okkur. Mér finnst þetta ekki
boða gott hvað varðar afstöðu
Samfylkingarinnar til auðlindanýt-
ingar almennt,“ segir Kolbrún.
Stefna Samfylkingarinnar
í málinu óbreytt
Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingarinnar og formaður um-
hverfisnefndar, segir úthlutunina
hafa verið gerða á grundvelli gild-
andi laga og þeim hafi verið fram-
fylgt. „En það breytir því ekki að
stefna Samfylkingarinnar, eftir
sem áður, er að taka gjald og beita
öðrum hagrænum hvötum til að
draga úr mengun. Það virðist hins
vegar ekki verða gert í þessu máli,
nema með skýrum lagaheimildum
frá Alþingi,“ segir Helgi.
Í lögum um gróðurhúsaloftteg-
undir segir að taka megi gjöld sem
standi straum af kostnaði við að
halda utan um kerfið og bendir
Helgi á að hvergi séu hins vegar
heimildir til að taka gjöld fyrir
eru ansi langt úti í framtíðinni.
Það verkefni blasir við mönnum að
setja sér áfanga í því að draga úr
mengun og skýra áætlun um það
hvernig við ætlum að gera það. Við
vitum að öflugasta tækið til þess
er að láta menn finna fyrir því í
veskinu; með gjöldum á mengun
og hvötum til að nota ómengandi
lausnir.“
Erfitt að segja til um
stefnu stjórnvalda
Fimm stóriðjufyrirtæki fengu á
fimmtudag í sl. viku úthlutað alls
8,6 milljónum tonna kvóta til los-
unar gróðurhúsalofttegunda.
Kjartan Ólafsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og varafor-
maður umhverfisnefndar, segir
margt framundan í þessum mál-
um. „Við erum að horfa á tímabilið
til 2012 og það að margir hafa
áhuga á því að reisa hér orkufrek-
an iðnað. Það getur vel farið svo
að það endi með að við verðum að
kaupa kvóta til landsins. Það kem-
ur vel til greina,“ segir Kjartan.
Hann segir margt vera að fara í
gang og erfitt að segja til um
hvaða stefna verði tekin. „Það má
kannski segja að stjórnvöld séu
ekki búin að ganga frá því ná-
kvæmlega, en það verður spenn-
andi á næsta ári að sjá hvernig
þessi mál þróast.“
„Ber vott um
mikla deyfð“
Heimildir Alcoa á Reyðarfirði fékk úthlutaðan 2,5 milljóna tonna kvóta.
Skýrar lagaheimildir frá Alþingi þarf til að setja gjöld á heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir
Morgunblaðið/Helgi Garðars
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
NÝ gerð nafnskírteina og ríkisnet-
fang til handa almenningi gætu
auðveldað upptöku rafrænnar
þjónustu og lagt grunn að örugg-
ara rafrænu samfélagi, að því fram
kemur í nýju fjárlagafrumvarpi.
Þar er kveðið á um sérstakar fjár-
veitingar til verkefna sem tengjast
þessu. Gert er ráð fyrir að fimm
milljónir króna renni á næsta ári í
tilraunarekstur ríkisnetfangaþjón-
ustu og sjö milljónir fari í að
breyta gerð nafnskírteina en
hvorttveggja heyrir undir Þjóð-
skrá.
Skúli Guðmundsson, skrifstofu-
stjóri Þjóðskrár, segir verkefnin
tengjast rafvæðingu þjóðskrár
sem nú standi yfir, en Þjóðskrá
vinni að því að koma sem mestu af
gagnasafni sínu yfir á rafrænt
form. Hann segir að kæmust rík-
isnetföng í gagnið myndu einstak-
lingar geta fengið eitt varanlegt
ríkisnetfang. Fólk gæti þá átt í
rafrænum samskiptum með örugg-
ari hætti en almenn notkun kenni-
talna er í dag. „Þetta er tilraun og
getur orðið spennandi að sjá hvort
það sé hægt að koma á gagnvirk-
ari samskiptum milli borgaranna
og ríkisins, til dæmis um vefgátt
eins og island.is og væntanlegt
rafrænt þjónustulag hins opin-
bera,“ segir hann. Vitaskuld haldi
kennitölur áfram að vera í notkun
í samfélaginu.
Skúli segir að enn eigi eftir að
útfæra hugmyndina nánar. Hann
kveðst ekki þekkja til þess að rík-
isnetföng séu notuð í öðrum lönd-
um en smæðin hér á landi verði ef
til vill til þess að auðvelda slíkt
fyrirkomulag. Hvað ný nafnskír-
teini varðar er hugmyndin sú að
þau verði gefin út samkvæmt al-
þjóðlegum öryggisstöðlum, inni-
haldi nándarörgjörva svipað og
vegabréf og verði með sömu upp-
lýsingum. Því geti skírteinin nýst
sem ferðaskilríki innan Schengen-
svæðisins. Skúli bendir á að hin
hefðbundnu nafnskírteini séu ára-
tugagömul og lítið notuð núorðið.
Breytt form kortanna myndi að
líkindum verða til þess að margir
sæju sér hag í að nota þau.
Ríkisnetföng
að veruleika?
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Nýir stakir jakkar
Framhaldsskólanemar
með ADHD
ADHD samtökin halda fræðslufund í Safnaðarheimili
Háteigskirkju fimmtudag 4. október kl. 20.
Fyrirlesari er Sigrún Harðardóttir, kennari, félagsráðgjafi og
námsráðgjafi í Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Allir velkomnir.
M
b
l 9
17
60
1
Stofnfjáreigendafundur hjá Byr-sparisjóði verður haldinn
í dag 3. október á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2,
Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14.00.
Á fundinum verður lögð fram tillaga um sameiningu
Byrs-sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs
Sparisjóðsstjórn.
Stofnfjáreigendafundur
hjá BYR-sparisjóði í dag
„HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
framtíðarinnar í fararbroddi“ er yf-
irskrift þings Evrópusamtaka hjúkr-
unarforstjóra, sem haldið er í
Reykjavík dagana 3.-5. október.
Þingið er hið áttunda sem samtökin
halda, en þau eru haldin annað hvert
ár, nú í fyrsta skipti hér á landi.
Þingið sækja hjúkrunarstjórnendur
frá 25 Evrópulöndum, alls um 260
manns. Fyrirlesarar eru bæði ís-
lenskir og erlendir. Forseti þingsins
er Anna Stefánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar á Landspít-
ala.
Á þinginu verður m.a. fjallað um
menntunarmál hjúkrunarfræðinga
og flytur Anne Lekeux, varaforseti
Sambands hjúkrunarkennara í Evr-
ópu, einn aðalfyrirlesturinn. Einnig
flytur Harriet Feldman, deildarfor-
seti hjúkrunarfræðideilar Page Uni-
versity í New York, aðalerindi. Mörg
áhugaverð erindi á þinginu fjalla um
nauðsyn þess að hjúkrunarfræðing-
ar taki þátt í stefnumótun og skipu-
lagningu heilbrigðisþjónustunnar.
Mannekla í hjúkrun er eitt undir-
þema þingsins.
Þingið verður haldið á Grand Hót-
el og hefst í dag, miðvikudaginn 3.
október kl. 09.00.
Hjúkrunar-
fræðingar
funda