Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga Kristins-dóttir fæddist á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit 10. apríl 1918. Hún lést þann 18. september síðastliðinn á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Foreldrar hennar voru Kristinn Sigur- geirsson, bóndi á Öngulsstöðum, f. 18.4. 1890, d. 14.11. 1966, og kona hans Guðný Teitsdóttir, f. 30.9. 1892 á Lambleiksstöðum á Mýrum í Aust- ur-Skaftafellssýslu, d. 20.6. 1979. Helga átti 7 systkini, þau eru Sigríður, f. 9.5. 1920, d. 8.12. 2006, Haraldur, f. 4.4. 1923, d. 13.9. 1997, Ásta, f. 14.11. 1925, Guðrún f. 29.1. 1928, Þórdís, f. 26.4. 1930, Regína, f. 19.2. 1934, og Baldur, f. 19.2. 1934. Barnsfaðir Helgu var Jón Pálmi Karlsson, f. 9.1. 1922, d. 25.7. 2004. Dóttir þeirra er Guðný Kristín, f. 17.12. 1948, maki Karl Gunter Frehs- mann, f. 12.3. 1946. Þau eiga tvær dæt- ur: a) Helgu Maríu, f. 2.9. 1968, maki Páll Þór Leifsson, f. 7.8. 1966, börn þeirra eru Elva Björk, f. 8.6. 1998, og Daníel Þór, f. 1.6. 2002, og b) Sonju Björk, f. 10.12. 1979, maki Arnar Freyr Reynisson, f. 3.4. 1979, börn þeirra eru Kristófer Dagur, f. 5.12. 2004, og Jónatan Guðni, f. 9.2. 2007. Útför Helgu fer fram frá Foss- vogskapellu kl. 15 í dag. Kveðja til móður Ó heita og margreynda móðurást milda og sterka, sem aldrei brást er drottins vors dýrasta gjöfin. Hve lík er hún elsku lausnarans er leiðarstjarna hvers einasta manns er lýsir um hauður og höfin. Hún hugsar ekki um sinn eigin hag en öllu fórnar nótt og dag ég veit að hún vakir og biður. Hún heyrir barnanna hjartaslátt og hlustar og telur hvern andardrátt hún beygir sig bljúg að þeim niður. Hún kyssir þau vaggar þeim blítt í blund hún brosir og grætur á sömu stund, að brjósti sér viðkvæm þau vefur og veitir þeim af sínu lífi líf er ljós þeirra vernd og besta hlíf. Hún er engill sem guð oss gefur. Guð blessi þig móðir í gleði og þraut, og geislar frá himins stjörnu braut þér lýsi um ófarin árin. Og sál þín gleðjist við hjarta hans vors hjartkæra góða frelsarans er skilur best tregann og tárin. (Sumarliði Halldórsson.) Með þessu ljóði vil ég kveðja þig, elsku mamma, sem veittir mér ómælda ást og umhyggju. Þín dóttir, Guðný. Farin ertu Fóstra mín í fegri sálar heima. Alltaf mun ég atlot þín innst í huga geyma. Sæl ert þú nú systir mín að sofa í grafar friði. Oftast stóðust orðin þín ávallt varst að liði. Guðs á vegum gengin er gamla konan lúna. Uns ég kem á eftir þér uni ég við trúna. Ég votta Guðnýju og Gunter, Helgu og Sonju og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Regína Kristinsdóttir Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verja öllum mínum æskusumrum í sveitinni hjá ömmu, Siggu frænku og tveimur bræðrum þeirra. Á hverju sumri í 15 ár tók amma á móti mér með opinn faðm og dekraði við mig sumarlangt. Það kom í hennar hlut að kenna mér góða siði og virðingu fyrir dýrunum en amma var mikill dýra- vinur. Hún naut þess að umgangast dýrin, hvort sem það var Kópur, kindurnar, kýrnar eða hænurnar. Hún hafði sérstaklega gaman af sauðburðinum, það var hennar tími. Amma var mikill snillingur í bakstri, hún bjó til dæmis til ljómandi lummur, ljúffengar pönnukökur og frábært flatbrauð og svo steikti hún heimsins bestu kleinur, sem oft hurfu jafnóðum og þær voru tilbúnar. Á kvöldin þegar ég var komin upp í rúm færði hún mér kleinur og mjólk svo að ég færi nú ekki svöng að sofa. Þeg- ar ég var í samræmdu prófunum í Víghólaskóla þá vaknaði hún á undan mér og bjó til eggjaköku handa mér í morgunmat og svo nokkrum árum síðar þegar stúdentsprófin voru þá gisti ég hjá henni í sveitinni svo að ég gæti lesið og lært og hún dekraði við mig eins og hún hafði gert áður. Það var ömmu líkt að passa vel upp á mig og þá sem í kringum hana voru enda sá hún um veika móður sína og seinna sjúkan bróður sinn. En amma hefði mátt hugsa meira um sig og fara betur með sig í stað þess að hafa aðra í fyrirrúmi, en svona var amma mín. Amma var mik- il prjónakona og prjónaði listavel ull- arvettlinga og sokka sem hún gaf svo öllum í kringum sig. Á mínu heimili eru þau ótalmörg pörin í öllum stærð- um sem hún gaf okkur og þetta hlýjar okkur að innan sem utan sem er svo lýsandi fyrir ömmu. Amma var sér- staklega hrifin af Palla, eiginmanni mínum, sem ég skil auðvitað fullkom- lega, en stundum þótti mér nóg um því aðdáunin á honum og öllu sem hann gerði var ótrúleg. En ég veit að hún var auðvitað svo alsæl að ég skyldi finna svona góðan mann. Börnunum okkar, Elvu og Daníel, var hún mjög góð og hún ljómaði allt- af þegar við komum í heimsókn til hennar og var alltaf jafnþakklát fyrir innlitin. Amma er ein af þeim konum sem gerðu heiminn einfaldlega betri. Með góðmennsku sinni og skilyrðis- lausri ást gaf hún af sér endalausa hlýju og kærleik. Það er eiginlega ekki hægt að hugsa um ömmu öðruvísi en að hugsa líka um mömmu því að milli þeirra var einstaklega náið og gott samband og árin sem hún var í Sunnuhlíð kom mamma daglega og oft tvisvar á dag til hennar. Síðustu dagana hennar ömmu sá ég enn betur en áður ástina sem stafaði frá mömmu til hennar. Ég veit að þó að allir hafi misst mikið sem þekktu ömmu, þá missti enginn jafnmikið og mamma. Söknuðurinn og sorgin eru mér erfið en ég reyni að hugga mig við að nú líði ömmu betur, hún sé komin í sína paradís þar sem er kleinulykt. Helga María Fressmann. Elsku hjartans amma mín. Það er svo erfitt að hugsa til þess að ég eigi aldrei eftir að geta spjallað við þig né faðmað þig aftur. Allar stundir okkar saman hlýja mér um hjartarætur. Það var alltaf svo gam- an að koma til þín í sveitina og eyða tíma með þér þar. Þú leyfðir mér að fara með þér í fjósið og gefa dýrunum og það fannst okkur báðum yndislegt. Það var líka alltaf svo mikið til- hlökkunarefni að fá þig hingað suður í heimsókn. Ég man svo vel eftir því þegar við mamma biðum eftir þér á flugvellinum og þú steigst út úr flug- vélinni með bros á vör í gráu kápunni þinni, með húfuna þína og litlu ferða- töskuna. Það fyrsta sem þú gerðir þegar heim var komið var svo að draga fram spilastokkinn og spila heillengi við mig. Þú kenndir mér að prjóna og varst svo þolinmóð við litlu dömuna sem ekkert kunni. Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig og varst mér allt- af svo hlý og góð. Sögustundirnar þínar voru engu líkar og svo notalegt að fá að kúra hjá þér og hlusta á þig þylja upp hvert ævintýrið á fætur öðru. Ekki var heldur leiðinlegt að borða kleinurnar þínar og allar góðu smákökurnar sem þú töfraðir fram. Við áttum margar skemmtilegar stundir á kvöldin áður en þú fórst að sofa og ég viðurkenni alveg að stundum átti ég það nú til að stríða þér en þú hlóst bara að vitleys- unni í mér. Við fjölskyldan vorum ótrúlega heppin að hafa getað átt þig að svona lengi. Það að hafa fengið að hafa þig hjá okkur þín síðustu ár var verð- mætara en þú nokkurn tímann munt vita. Þú gafst okkur öllum svo mikið og sérstaklega henni mömmu. Þú geislaðir af góðmennsku og yfirvegun alla tíð. Þú vildir öllum alltaf það besta og varst sannarlega óeigingjar- nasta manneskja sem ég þekki. Elsku, elsku amma mín, ég vil að þú vitir að þú varst mér svo mikils virði og varst besta amma sem nokkur getur hugsað sér. Ég mun aldrei gleyma stundunum okkar saman, góðu kleinulyktinni af þér og hvað hálsinn þinn var silkimjúkur. Þegar ég klæði litlu drengina mína í hlýju ullarvettlingana og sokkana sem þú prjónaðir mun ég alltaf fá tár í augun af söknuði til þín. Takk fyrir allan þann kærleik sem þú gafst mér og minningarnar með. Ég vona að ég komist einhvern tímann í hálfkvisti með að verða jafn góð manneskja og þú varst. Þín elskandi Sonja. Helga Kristinsdóttir ✝ FinnbogaKristjáns- dóttir fæddist á Siglufirði 22. 6. 1941. Hún lést á heimili sínu í Bandaríkjunum 17. september sl. Foreldrar hennar voru Kristján Kjartansson, f. 15. 10. 1899, d. 21. 11. 1955 og Ólína Kristjánsdóttir f. 9. 1. 1909, d. 19. 6.1986. Systkini Finnbogu eru Eiríka f. 3. 11. 1927, d. 21. 2. 2007, Margrét f. 11. 6. 1930, Elísabet f. 31. 7. 1931, Bera f. 1. 4. 1934, Ingibjörg f. 22. 3. 1936, Kristján f. 27. 8. 1939, Unnur f. 19. 10. 1942 og Kristjana 29. 10. 1949. Finnboga giftist Sigurði Ingva Ólafssyni f. 28. 2. 1929. Foreldrar hans voru Ólafur Pálsson Ólafsson f. 3. 1. 1897, d. 22. 4. 1965 og Helga P. Sigurðardóttir f. 7. 9. 1901, d. 13. 5. 1987. Börn Sig- urðar og Finnbogu eru: 1) Helga Pálína f. 20. 10. 1960. Börn henn- ar eru Þórdís Sjöfn og Sigurður Ben. 2) Þórdís Dröfn f. 14. 12. 1961. Eiginmaður hennar er Einar Ásgeirsson og börn þeirra eru Ás- geir Ingi, Kristján Ingvi og Eydís Inga. 3) Inga Hrefna f. 2. 4. 1963. Eiginmaður hennar er Jeffery Bobbin og börn þeirra eru Can- dice Marie, Jeffery Paul og Je- remy Scott. 4) Kristján f. 21. maí 1965. Eiginkona hans er Karol Olafsson og börn þeirra eru Alex- andra og Kristjan Jonas. Finn- boga eignaðist sitt fyrsta barnabarnabarn á árinu en hann heitir Mateo Finn. Fyrir átti Sig- urður soninn Ólaf, f. 13. 11. 1955. Eiginkona hans er Berglind Sig- urðardóttir og börn þeirra eru Ás- dís Gígja, Guðrún Tinna, Margrét Yrsa og Jón Friðrik. Í BLAÐINU í gær birtust minningargreinar um Finnbogu Öldu Kristjáns- dóttur en hún var jarðsungin í gær frá Fossvogskirkju. Formálinn að grein- unum, eða svokallað æviágrip, var ekki sem skyldi og er það því birt hér aftur. Finnboga Alda Kristjánsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, AÐALSTEINN ÞÓRÓLFSSON, Melateig 33, Akureyri, er lést þriðjudaginn 25. september, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. október kl. 13.30. Margrét Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Aðalsteinsson, Aðalheiður Ingólfsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir, Þráinn Pálsson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Stefán Jóhannsson, Þórólfur Aðalsteinsson, Signý Aðalsteinsdóttir, Jóhann Austfjörð og afabörn. ✝ Maðurinn minn, AÐALSTEINN HELGASON húsgagnasmíðameistari, andaðist sunnudaginn 30. september á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin verður auglýst síðar. Signý Þ. Óskarsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdmóðir, amma, lang- amma og langalangamma, DAÐEY STEINUNN EINARSDÓTTIR, Grundarstíg 3, Bolungarvík, andaðist föstudaginn 28. september á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 6. október kl. 14.00. Einar Guðmundsson, Ásdís Svava Hrólfsdóttir, Þorgeir Guðmundsson, Daði Guðmundsson, Hálfdán Daðason, Kristín Skúladóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA KRISTJÁNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður til heimilis að Einholti 7, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 1. október. Jarðaförin verður auglýst síðar. Guðrún Gunnarsdóttir, Eyvör Gunnarsdóttir, Björgvin R. Leifsson, Hreinn Gunnarsson, Benjamín Gunnarsson, Dagbjört Þórhallsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, JÓNAS GUÐMUNDSSON, Langholti 20, Akureyri, lést að heimili sínu föstudaginn 28. september. Jarðsungið verður frá Glerárkirkju fimmtudaginn 4. október kl. 14.00. Jenný Ólöf Valsteinsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, KRISTJÁN ÞORSTEINSSON Háteigi, Borgarfirði eystra, lést á sjúkrahúsinu Egilsstöðum laugardaginn 29. september. Útförin fer fram frá Bakkagerðiskirkju laugardaginn 6. október kl.14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.