Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR
Málflutningur Valgerðar Sverr-isdóttur, fyrrverandi utanrík-
isráðherra, í umræðum um stefnu-
ræðu forsætisráðherra á Alþingi í
gærkvöldi var á köflum stórbrotinn.
Fyrrverandi utanríkisráðherraveittist að eftirmanni sínum,
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyr-
ir það að kalla heim þann starfs-
mann frá Írak, sem Valgerður sendi
þangað.
Röksemdafærslafyrrverandi
utanríkisráðherra
var í stuttu máli á
þann veg að þessi
ákvörðun sýndi að
núverandi utan-
ríkisráðherra vildi
ekki taka neinn
þátt í uppbygging-
arstarfi í Írak!
Hversu langt er hægt að ganga ísvona vitleysu á Alþingi Íslend-
inga?
Sá íslenzki starfsmaður, sem Val-gerður Sverrisdóttir sendi til
Íraks var samkvæmt yfirlýsingu ut-
anríkisráðuneytis á þeim tíma send-
ur til hins svonefnda græna svæðis í
Bagdað og átti þar með að vera
óhultur.
Að vísu kom í ljós eins og búastmátti við að skömmu síðar urðu
miklar sprengingar innan græna
svæðisins sem sýndu að þar var eng-
inn óhultur.
Utanríkisráðuneyti ValgerðarSverrisdóttur datt greinilega
ekki í hug að það gæti gerzt. Fylgj-
ast þeir ekki með á þeim bæ?
Vill nú ekki Valgerður Sverr-isdóttir upplýsa hvaða uppbygg-
ingarstarf það er sem hinn íslenzki
sendimaður hennar átti að vinna að
á græna svæðinu í Bagdað!
STAKSTEINAR
Valgerður
Sverrisdóttir
Uppbygging á græna svæðinu!
FRÉTTIR
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
"
#$
"
:
*$;< ##
!"
#
$%
&
!
*!
$$; *!
% &' #" #& #"
$(")(
=2
=! =2
=! =2
%$"'
#*
+,#-(.
>!-
/
'"
( !)"
*
!
#
$"+
*
=7
,"*
*-"
" +!-
!)"
#
.
/
!
+
=
.
"0"*
1""
#
.
/0# #(11
("# #2 ((#*
+
3'45 ?4
?*=5@ AB
*C./B=5@ AB
,5D0C ).B
3
4
4
3
3 3
3
3 3
3 3
3
3 3 3
3
3 3 3
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 2. okt.
Nr. 135
Þingið var sett í gær
með pomp og prakt og
sú nýlunda tekin upp
að bjóða mökum þing-
manna með í setningu
þingsins – sem er í
senn smart og nútíma-
legt … Hvort sem setning þingsins
getur talist skemmtidagskrá eða
ekki þá var hún í það minnsta með
léttara móti núna …
… fjármálafrumvarpið mun senni-
lega kynda undir heitari umræðum
þegar líður á vikuna.
Meira: bryndisisfold.blog.is
Kolbrún Baldursdóttir | 2. október
Frístundakortin
Kynna þarf frístunda-
kortin mikið betur en
gert hefur verið. Marg-
ir tengja frístunda-
kortin einna helst við
íþróttafélögin en aðild-
arfélög kortanna eru
mýmörg og fjölbreytni þeirra mikil.
Um er að ræða tónlistarskóla, kóra,
dansfélög svo fátt eitt sé nefnt. ...
Kópavogur og önnur sveitarfélög
ættu að taka Reykjavík sér til fyr-
irmyndar í þessum efnum hafi þau
ekki þegar gert það.
Meira: kolbrunb.blog.is
Emil H. Valgeirsson | 2. október
Álftanesflugvöllur
Menn velta enn vöng-
um um hugsanlega
staðsetningu á nýjum
flugvelli fyrir höf-
uðborgarsvæðið.
Nefndir hafa verið
staðir eins og Hólms-
heiði, Löngusker og Keflavík. Ég
hef hins vegar ekki séð miklar
vangaveltur um Álftanes... Ein-
hvernveginn hef ég ekki mikla trú á
að flugvöllur verði byggður í þok-
unni á Hólmsheiði eða í briminu á
Lönguskerjum...
Meira: emilhannes.blog.is
BLOG.IS
BRÁÐAMÓTTAKA Landspítalans við Hringbraut hélt
upp á 20 ára afmæli deildarinnar 1. október og að
vanda litu margir við í býtibúrinu á afmælisdaginn. Um
70 manns starfa á mótttökunni og sem fyrr bökuðu þau
kökur fyrir gesti og gangandi; sjúkraflutningamenn,
lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, fyrrverandi
starfsmenn og fleiri. „Þetta heppnaðist mjög vel,“ segir
Anne Mette Pedersen, deildarstjóri, og sagði að vegna
stórafmælisins hefði öll framkvæmdastjórn spítalans
komið færandi hendi og gætt sér á góðgætinu.
Morgunblaðið/RAX
Bráðamóttakan 20 ára
Ólína Þorvarðardóttir | 2. október
Skottulækningar
Pétur Tyrfingsson sál-
fræðingur fór mikinn í
Kastljósþætti sjón-
varpsins í gærkvöldi.
Umfjöllunarefnið var
höfuðbeina- og spjald-
hryggjarjöfnun sem
hann kallar „skottulækningar“ og
„hindurvitni“. Iðkendur þessarar
meðferðar telja hana gagnlega við
ýmsum kvillum, m.a. einhverfu.
Kvöldið áður hafði verið talað við
mann að nafni Stanley Robinson sem
nú er staddur hér á landi til að kynna
meðferðina. Einnig var rætt við móð-
ur einhverfs barns sem sýndi bata-
merki eftir slíka meðferð.
Það sem virðist helst hafa farið
fyrir brjóstið á Pétri Tyrfingssyni er
grein Gunnars Gunnarssonar sál-
fræðings þar sem hann mælir með
höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun
fyrir einhverfa. Röksemd Péturs er
sú að rannsóknir skorti til þess að
mæla með þessari meðferð eða heita
árangri af henni og því geti sálfræð-
ingur – sem telst til viðurkenndrar
heilbrigðisstéttar – ekki mælt með
slíkum aðferðum.
Gott og vel. Pétur svaraði því hins-
vegar ekki hvernig stendur á því að
starfsfólk hinna svokölluðu „við-
urkenndu“ læknavísinda – sálfræð-
ingar þar á meðal – skuli taka við ein-
hverfusjúklingum og veita þeim
meðferð eða ráð af einhverju tagi
þegar engar vísindalegar rannsóknir
hafa sýnt fram á „lækningu“ við
þessum kvilla. … Hitt er svo annað
mál – að þeir sem trúa staðfastlega á
ágæti höfuðbeina- og spjaldhryggj-
arjöfnunar ættu að afla sér rann-
sóknarstyrkja til þess að sýna fram á
gagnsemi meðferðarinnar. Þannig
myndu þeir gera þessari meðferð og
þeim sem hennar njóta gagn til fram-
tíðar. …
Sjálf hef ég tekið lýsi og birkiösku
í fjölda ára. Engar vísindalegar sann-
anir hafa sýnt fram á gagnsemi birki-
öskunnar – en lýsið hefur verið rann-
sakað að einhverju marki. Ef ég ætti
að sleppa öðru hvoru myndi ég frek-
ar sleppa lýsinu en birkiöskunni, ein-
faldlega vegna þess að ég hef reynt
það á sjálfri mér að mér verður
meira um að hætta að taka hana en
lýsið. Engar vísindalegar rannsóknir
liggja til grundvallar þessari reynslu
minni. Hún er sönn engu að síður –
og þannig er um margt í veröldinni.
Meira: olinathorv.blog.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt íslenska ríkið til að
greiða Tryggingamiðstöðinni rúmar
130 milljónir króna vegna uppgjörs á
verkkostnaði við endurbætur á hús-
næði Þjóðminjasafnsins. Þar að auki
var ríkinu gert að greiða TM þrjár
milljónir í málskostnað.
Aðkomu TM að málinu má rekja
til þess að Kraftvaki, sem sá um 2.
áfanga í endurbótum og stækkun á
húsnæðinu og var með verktrygg-
ingu hjá TM, sagði sig frá verkinu og
gerðu Framkvæmdasýsla ríkisins og
TM samning til að tryggja framgang
verksins. TM tók að sér skyldur
Kraftvaka varðandi stjórnun og
samræmingu og réð utankomandi
verktaka til að ljúka þeim verkþátt-
um sem innifaldir voru í samningn-
um. Framkvæmdasýsla ríkisins átti
að greiða reikninga verktaka en TM
taka á sig kostnað vegna stjórnunar,
samræmingar og reksturs vinnu-
staðar.
Aðalkrafa TM var samþykkt og
segir m.a. í niðurstöðu héraðsdóms
að Framkvæmdasýsla ríkisins geti
ekki firrt sig ábyrgð á þeim forsend-
um að ekki hafi verið haft samráð við
hana vegna tafa sem urðu og eftir-
litsaðila hlaut að vera ljóst að verið
var að gera samninga og ráða verk-
taka í samræmi við samkomulag að-
ila. „Þá átti ekki að fara fram hjá
honum að verkið hafði tafist eða að
stefnandi varð að gera nýja samn-
inga vegna raflagna og terrassólagn-
ar.“
Greta Baldursdóttir héraðsdóm-
ari kvað upp dóminn ásamt með-
dómsmönnunum Ásmundi Ingv-
arssyni verkfræðingi og Vífli
Oddssyni verkfræðingi. Jóhannes
Karl Sveinsson hrl. sótti málið fyrir
Tryggingamiðstöðina og Heiðar Ás-
berg Atlason hdl. var lögmaður ís-
lenska ríkisins.
Ríkið greiði TM
130 milljónir kr.
Morgunblaðið/Golli
Endurbætur Mikil vinna var við
Þjóðminjasafnið við Hringbraut.
Tilkomið vegna uppgjörs á verkkostnaði