Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á HEIMSÞINGI
þjálfunarsamtak-
anna Powertalk
International,
sem fram fór í
Brisbane í Ástr-
alíu í júlí í sumar,
sigraði íslenski
keppandinn, Sig-
rún Guðmunds-
dóttir, í ræðu-
keppni á ensku
fyrir þá sem ekki hafa ensku að
móðurmáli sínu. Þetta er í fyrsta
skipti sem Íslendingur nær svo
langt í þessari keppni.
Ræða Sigrúnar „The Moment“,
fjallaði um nútímann og að njóta
augnabliksins án þess að hafa of
miklar áhyggjur.
Sigrún er félagi í ITC deildinni
Jóru á Selfossi.
Sigraði í
ræðukeppni
Sigrún
Guðmundsdóttir
FÉLAGSFUNDUR Drífanda í Vest-
mannaeyjum stéttarfélags undrast
þá uppgjöf er felst í umræðu um
flutninga atvinnulausra ein-
staklinga milli byggðarlaga. Nær
sé að efla byggðarlögin og skapa
grundvöll til atvinnuuppbyggingar
og þá jafnframt grundvöll búsetu
víða um land. Fundurinn tekur und-
ir þau orð forseta Íslands að „rætur
þjóðarinnar liggja á landsbyggð-
inni.“ Hugmyndir um að slíta rætur
fólks upp með 200.000 kr. flutnings-
greiðslum virðist benda til ráða-
leysis stjórnvalda í byggðamálum.
Rætur slitnar
EIGANDI Schäferhunds á Akranesi
tilkynnti lögreglu í gær að hann
hefði lógað hundinum, sem réðst að
konu á götu í bænum.
Fram kom á fréttavefnum Skessu-
horni í vikunni, að dýraeftirlitsmað-
ur á Akranesi treysti sér ekki til að
aðhafast vegna hundsins þar sem
eigandinn hefði haft í alvarlegum
hótunum við sig.
Lögreglan á Akranesi segir, að
eigandinn hafi í gær höggvið á þann
hnút, sem málið var komið í.
Grimmum hundi
lógað á Akranesi
STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands
stendur fyrir jafnréttisviku dagana
2. til 5. október. Markmiðið með
vikunni er að vekja athygli á því
hversu margir ólíkir hópar með
ólíka hagsmuni þrífast innan Há-
skólasamfélagsins.
Fjölmargt verður í boði og má
þar nefna fyrirlestra af ýmsum
toga, matreiðslunámskeið þar sem
erlendir nemar við HÍ kenna mat-
reiðslu frá sínu heimalandi, barna-
skemmtanir og kvikmyndasýn-
ingar.
Dagskrá vikunnar í heild sinni
má nálgast á veffanginu www.stu-
dent.is
Jafnréttisvika
hafin í HÍ
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
GERT er ráð fyrir ríflega sjö hundr-
uð gestum á ársfund NATO-þings-
ins sem hefst hér í Reykjavík á
föstudag og stendur til þriðjudags.
Þar af eru um 350 fulltrúar þjóð-
þinga aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins og aukaaðildarríkja en
þau eru þrettán að tölu. Fulltrúar á
fundinum koma víða að en í hópi
gesta verða Jaap de Hoop Scheffer,
framkvæmdastjóri NATO, Sali Ber-
isha, forsætisráðherra Albaníu, og
Antonio Milososki, utanríkisráð-
herra Makedóníu.
Fulltrúar Alþingis á NATO-
þinginu boðuðu til blaðamannafund-
ar í Laugardalshöllinni í gær til að
fara yfir þau mál sem efst verða á
baugi á fundinum hér í Reykjavík.
NATO-þingið er samstarsfvett-
vangur þingmanna NATO-ríkjanna
tuttugu og sex sem og aukaaðildar-
ríkjanna þrettán, samkoma þar sem
þingmenn geta miðlað upplýsingum
milli þjóðþinga landanna. Er NATO-
þingið eini vettvangurinn innan
NATO þar sem kjörnir fulltrúar eiga
aðild, að því er fram kom hjá Ragn-
heiði Elínu Árnadóttur, þingmanni
Sjálfstæðisflokksins, í gær en hún er
formaður Íslandsdeildar NATO-
þingsins.
Fyrsta sinn á Íslandi
„Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland
heldur ársfundinn. Við höfum haldið
stjórnarnefndarfundi og aðra fundi
en höfum ekki haft aðstöðu fyrr til
að halda ársfundinn,“ sagði Ragn-
heiður Elín og bætti því við að
ánægjulegt væri nú að komast í
þennan hóp. „Við vorum eina
„gamla“ aðildarríkið sem ekki hafði
haldið fund áður,“ sagði hún.
Fimm málefnanefndir starfa á
vegum NATO-þingsins og verða
þær að störfum á fundinum í Laug-
ardalshöll bæði laugardag og sunnu-
dag til að ræða ályktanir sem síðan
verða lagðar fyrir þingfund á þriðju-
dag. Nefndirnar fá einnig til sín fyr-
irlesara, bæði erlenda og innlenda,
en m.a. mun Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra ávarpa
stjórnmálanefndina, Össur Skarp-
héðinsson iðnaðarráðherra ávarpar
fund vísinda- og tækninefndar og
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
ávarpar nefndina um borgaralegt
öryggi. Ennfremur mun Sturla Sig-
urjónsson, sendiherra og ráðgjafi
forsætisráðherra í utanríkismálum,
ávarpa varnar- og öryggismála-
nefndina og Þorsteinn Ingi Sigfús-
son prófessor mun fjalla um orku-
málin á fundi efnahags- og
öryggismálanefndar.
Ýmis mál á dagskrá
En hvaða þýðingu hefur þessi
fundur fyrir Íslendinga? „Það er
margþætt,“ segir Ragnheiður Elín.
„Okkur gefst þarna tækifæri til að
kynna NATO-þingmönnunum stöðu
öryggis- og varnarmála hér á Íslandi
og fara yfir og greina frá hvað við
getum sem herlaus þjóð lagt til sam-
starfsins, t.d. á sviði borgaralegrar
friðargæslu eins og við höfum verið
að gera, með æfingaaðstöðunni á ör-
yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli
sem hefur nú þegar verið nýtt til æf-
inga og svo í formi tæknikunnáttu
varðandi orkumál. Við lítum líka svo
á að þetta sé tækifæri til að beina
sjónum NATO að öryggismálum á
norðurslóðum í víðara samhengi og
einnig blasir það við að þessi fundur
er okkar framlag til Atlantshafs-
bandalagsins, bæði sýnilegt og tákn-
rænt, hluti þess að við öxlum okkar
skyldur sem bandalagsríki.“
Meðal þeirra mála sem verða á
dagskrá má nefna hlutverk NATO í
Afganistan, málefni Kosovo og stöð-
ugleika á vesturhluta Balkanskaga.
Þá verður rætt um samskipti NATO
við Rússland, loftslagsmál og eld-
flaugavarnir, auk þess sem rætt
verður um stækkun bandalagsins.
Ísland heldur ársfund
NATO-þingsins í fyrsta sinn
Morgunblaðið/Golli
Fulltrúar Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er
formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins en einnig eiga þar sæti Ásta R. Jó-
hannesdóttir, Samfylkingu, og Magnús Stefánsson, Framsókn.
Í HNOTSKURN
»Ársfundur NATO-þingsinsverður haldinn í Laugardals-
höll en með viðbyggingu við
hana, sem reist var 2005, varð
breyting á aðstöðu fyrir stórar
ráðstefnur.
»„Fimmtíu starfsmenn Alþing-is hafa unnið baki brotnu við
að koma þessu dæmi saman,“
segir Ragnheiður Elín Árnadótt-
ir.
»Kostnaður vegna NATO-þingsins er áætlaður 150
milljónir króna.
»Talsverð öryggisgæsla verð-ur vegna fundarins en hana
annast starfsmenn Alþingis í
samstarfi við lögregluna.
LYKILL að lífi, landssöfnun Kiw-
anis-hreyfingarinnar til stuðnings
geðsjúkum og aðstandendum þeirra,
hefst á morgun og lýkur næstkom-
andi sunnudag. Nú er athyglinni
beint sérstaklega að ungu fólki sem
glímir við geðræn vandamál. Stefnt
er að því að afla a.m.k. 40 milljóna
króna með sölu K-lykilsins og mun
ágóðinn renna til Geðhjálpar,
Barna- og unglingageðdeildar Land-
spítala (BUGL) og Forma.
Landssöfnunin var kynnt á blaða-
mannafundi í gær. Við það tækifæri
sagði Gylfi Ingvarsson, umdæm-
isstjóri Kiwanis, að hreyfingin hefði
það meginmarkmið að hjálpa börn-
um heimsins og þetta verkefni félli
að því markmiði. Kiwanis-hreyfingin
hefur staðið fyrir landssöfnunum
þriðja hvert ár frá 1974. Ágóðanum
af þeim söfnunum hefur verið varið
til hjálpar geðsjúkum.
Bernhard Jóhannsson, formaður
K-dagsnefndar Kiwanis, sagði að
þúsund félagar í Kiwanis-hreyfing-
unni leituðu nú liðsinnis allra lands-
manna við þetta verkefni. Hann
sagði tilganginn með söfnuninni ekki
einungis að safna peningum, heldur
einnig að vekja sem flesta til um-
hugsunar um vandamál sem væru til
staðar og hvernig megi finna lausn á
þeim.
Athygli beint að ungu fólki
Svanur Kristjánsson, formaður
Geðhjálpar, sagði að söfnunarféð
yrði notað til að ná til fólks á aldr-
inum 12-25 ára. Geðhjálp hefði ekki
náð nægilega vel til þess aldurshóps
hingað til. Svanur sagði þunglyndi
fara eins og faraldur um Vesturlönd.
Ekki væri vitað um orsakir margra
geðsjúkdóma, líkt og þunglyndis, en
þeir gætu verið banvænir. Fólk sem
þjáist af geðsjúkdómum geti bók-
staflega verið í lífshættu. Svanur
sagði mikilvægt að byggja upp per-
sónuleg tengsl og samfélag. Því yrði
Geðhjálp að ná tengslum við unga
fólkið. Svanur sagði góðu fréttirnar
þær að batahorfur geðsjúkra væru
mjög góðar.
Edda Ýrr Einarsdóttir, stjórn-
arformaður Forma, sagði að sam-
tökin mundu nota styrkinn til að efla
ráðgjöf um átröskun um allt land.
Ætlunin er að koma á fót skipulegri
fræðslu í 8. bekk grunnskóla og í
fyrsta bekk framhaldsskóla til að
sporna við fjölgun átröskunar-
sjúklinga.
Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir,
yfirlæknir á BUGL, sagði ætlunina
að nota þeirra hluta söfnunarfjárins
til að bæta hreyfingu og þjálfun
skjólstæðinga deildarinnar. Hún
sagði hreyfingu vera mikilvægan
þátt í forvarnastarfi fyrir börn og
unglinga. Því væri nauðsynlegt að
bæta aðstöðu fyrir börnin sem
dveldu á BUGL. Þörf væri fyrir
bætta leikaðstöðu hjá barnageðdeild
og eins betri aðstöðu fyrir unglinga-
geðdeild.
K-lykillinn boðinn víða
Sölufólk mun ganga í hús með K-
lykilinn, einnig verða sölumenn við
verslunarmiðstöðvar og víðar á fjöl-
förnum stöðum. Einnig verða K-
lyklarnir til sölu í verslunum Bónuss
og á þjónustustöðvum Olís. Að þessu
sinni verða K-lyklarnir í þremur lit-
um, rauðum, bláum og gulum lit.
Sparisjóðirnir á Íslandi eru fjár-
vörsluaðili söfnunarinnar og er hægt
að styrkja málefnið með því að
leggja inn á reikning 1100-26-55000,
kt. 640173-0179.
Bakhjarlar verkefnisins eru Bón-
us, Olís, Sparisjóðirnir á Íslandi og
Toyota. Söfnunin Lykill að lífi er
haldin í tengslum við alþjóðlega geð-
heilbrigðisdaginn 10. október.
Stuðningur við ungt fólk
Morgunblaðið/Frikki
Landssöfnun F.v.: Edda Ýrr Einarsdóttir frá Forma, Svanur Kristjánsson frá Geðhjálp og Kiwanis-mennirnir
Bernhard Jóhannesson og Gylfi Ingvarsson tóku þátt í kynningu landssöfnunar til stuðnings geðsjúkum.
Í HNOTSKURN
»Geðhjálp vinnur að eflingugeðheilbrigðis á landsvísu.
Stofnaðar hafa verið sjö deild-
ir um landið.
»BUGL er deild innan geð-sviðs Landspítala sem er
sérhæfð í meðferð á geðrösk-
unum barna og unglinga.
»Forma er samtök sem hafaþað markmið að vera mál-
svari átröskunarsjúklinga.
Allir ráðgjafar Forma hafa
sjálfir glímt við átröskun og
náð bata.
FJÓRIR ökumenn voru teknir fyrir
að aka undir áhrifum fíkniefna á
höfuðborgarsvæðinu á mánudag og
í fyrrinótt. Tveir voru stöðvaðir í
Reykjavík og einn í Kópavogi og
Garðabæ. Til viðbótar stöðvaði lög-
reglan för sex annarra ökumanna
sem höfðu þegar verið sviptir öku-
leyfi eða aldrei öðlast ökuréttindi.
Yngstur þeirra er 14 ára piltur sem
var tekinn við akstur í nótt en
stráksi hafði tekið bíl afa síns
traustataki og brugðið sér á rúntinn.
14 ára á bíl afa