Morgunblaðið - 01.11.2007, Side 11

Morgunblaðið - 01.11.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 11 FRÉTTIR REYKJAVÍKURBORG og Orku- veita Reykjavíkur líta svo á að ekki þurfi samþykki eigenda til einfaldra ákvarðana eins og stofnunar dóttur- félaga eða kaup á hlut í félögum. Einungis þurfi að bera ákvarðanir undir eigendur, þ.e. sveitarstjórnir, ef OR takist á hendur ábyrgðir og skuldbindingar sem geta fallið á sveitarsjóði. Dæmi um slíkt voru kaupin á hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Þetta kemur fram í svari Reykjavík- urborgar til umboðsmanns Alþingis vegna spurninga sem hann setti fram um málefni REI. „Í samræmi við framangreindan skilning, sem fylgt hefur verið í öll- um tilvikum þegar OR hefur stofnað dótturfélag eða fest kaup á hlut í fé- lagi, fólu þær ákvarðanir sem teknar voru á stjórnar- og eigendafundi OR hinn 3. október sl. ekki í sér ábyrgðir eða skuldbindingar eigenda sem samþykkja þurfti af viðkomandi sveitarstjórnum. Nauðsynlegt er að fram komi að ekki var verið að selja eigur OR. Allir þeir hlutir sem seldir hafa verið eru nýtt hlutafé og verð- mæti eignarhluta í félögum er allt enn til staðar. Þær ákvarðanir sem teknar voru á eigendafundi OR munu ekki skerða efnahag OR. Hið bókfærða virði eignanna byggist að meginstofni til á mjög nýlegum við- skiptum með eignirnar. Sem dæmi má nefna að gengi hlutarins í Enex, tók mið af nýlegu mati á virði félags- ins í tengslum við hlutafjáraukningu. Hluturinn í Hitaveitu Suðurnesja er metinn á sama verði og hann var keyptur á fyrr á þessu ári. GGE lagði sinn hlut í hitaveitunni, sem var u.þ.b. helmingi stærri, inn á sama gengi,“ samkvæmt bréfi Reykjavík- urborgar til umboðsmanns Alþingis. Í niðurlagi svars Reykjavíkur- borgar til umboðsmanns Alþingis kemur fram að engin ákvæði sé að finna í sveitarstjórnarlögum um samstarf sveitarfélaga við einka- aðila. Tímabært er að endurskoða sveitarstjórnarlögin Er það mat Reykjavíkurborgar að tímabært sé að endurskoða VIII. kafla sveitarstjórnarlaganna sem fjallar um samvinnu sveitarfélaga. „Í 81. gr. segir að sveitarfélög geti haft samvinnu sín á milli um framkvæmd einstakra verkefna. Geti slík sam- vinna meðal annars farið fram á vett- vangi héraðsnefnda, byggðasam- laga, landshlutasamtaka og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Engu orði er minnst á samstarf á vettvangi félaga sem lúta reglum einkaréttarins, s.s. sameignarfélög eða hlutafélög. Samt er það stað- reynd að sveitarfélög kjósa í auknum mæli að koma starfsemi sinni fyrir í slíkum félögum, ein eða í samstarfi með öðrum, hvort sem það eru ríki eða sveitarfélög vegna samkeppnis- réttarlegra, skattalegra eða rekstr- arlegra sjónarmiða. Það er því að mati Reykjavíkurborgar mjög brýnt að sá kafli sveitarstjórnarlaga verði endurskoðaður,“ samkvæmt svari Reykjavíkurborgar. Bréf borgarlögmanns f.h. Reykja- víkurborgar birtist í heild á mbl.is. Ekki þarf samþykki eigenda til einfaldra ákvarðana AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík HVERFISGÖTU 6, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 562 2862 Vetur 2007 Kynningardagar 26. okt. - 3. nóv. Stærðir 42-54 M bl 9 21 22 7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.