Morgunblaðið - 01.11.2007, Page 22

Morgunblaðið - 01.11.2007, Page 22
ferðalög 22 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is Löng röð áhugasamra gestabeið fyrir utan Stein’sFish & Chips í Padstow ánorðurströnd Corwall. Það rigndi af og til en fólkið lét það ekki á sig fá. Allir vildu fá að bragða á hinum frægu, en þó ein- földu réttum meistarakokksins Rick Stein sem er einn af bestu sjónvarpskokkum í Bretlandi Stein hefur verið með fjöldann allan af matreiðsluþáttum í BBC allt frá árinu 1995. Padstow er lítið fiskiþorp og íbú- ar þess ekki nema um 3.800 talsins. Samt streymir fólk hvaðanæva að til þorpsins og flestir í þeim til- gangi að fá sér að borða á ein- hverjum af veitingastöðum Rick Stein, gista á hótelinu hans eða til að bregða sér á námskeið í Padstow Seafood School. Rick Stein fæddist í Oxfordshire árið 1947. Fjölskylda hans átti sumarhús í Padstow svo hann eyddi þar miklum tíma á hverju ári. Árið 1965 fluttist fjölskyldan þangað fyrir fullt og allt og líklega mega íbúar Padstow þakka sínum sæla að svo skyldi fara. Framtíð þorpsins var ekki björt af ýmsum orsökum en eftir að Stein ákvað að hefja þar rekstur fyrir yfir 30 árum hefur hamingjuhjólið snúist þorpinu í vil. Milljónir horfa á sjónvarpsþættina Frá upphafi hefur Rick Stein lagt megináherslu á að framreiða fersk- an fisk á veitingastöðum sínum, gjarnan veiddan af fiskimönnunum í Padstow. Hann er líka þekktastur fyrir ótal sjónvarpsþætti um fisk og fiskrétti. Fyrsta þáttaröðin hét „Taste of the Sea“. Hún var sýnd í BBC árið 1995 og yfir 4 milljónir áhorfenda fylgdust með af áhuga. Síðan þá hefur Stein komið að ein- um 10 þáttaröðum um fiskrétti auk þess sem hann hefur tekið þátt í gerð matreiðsluþátta sem byggja á fiskfangi úr Miðjarðarhafinu og víðar. Fiskur og franskar Snúum okkur að biðröðinni fyrir utan Stein’s Fish & Chips. Hún sil- aðist hægt áfram og ekki að ástæðulausu. Þegar við nálguðumst dyrnar kom í ljós að inni fyrir voru ekki nema 32 sæti við ein þrjú borð. Umsetningin getur ekki verið mikil því staðurinn er opnaður kl. 12 og honum lokað aftur kl. 14.30. Síðan er aftur opið frá 17 til 21. Lítið er lagt upp úr innréttingum, einföld Íslenskur þorskur hjá sjónvarpskokkin Ljósmynd /Fríða Fullt hús Þrátt fyrir það að hvert sæti sé skipað komast ekki margir inn í einu. Þarna eru aðeins þrjú borð. Fiskur og franskar Fiskurinn er borinn fram í pappa- kassa, ekki dagblaðapappír eins og tíðkast í Bretlandi. Þolinmæðin Fólk stóð í röð og beið eftir að komast inn til að bragða á fiskinum sem reyndist vel þess virði. Marengskökur Þær eru girnilegar þessar í Rick Stein bakaríinu. Þær kosta 1,67 pund eða rúmar 200 krónur stykkið. Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson Nú er Berlín, líkt og margirvita, miðpunktur lista og aðmargra mati ekki bara í Þýskalandi, heldur gjörvöllum heim- inum. Hingað flykkjast listamenn frá öllum heimshornum til að njóta þess magnaða og skapandi and- rúmslofts sem borgin hefir upp á að bjóða. Að auki hefir borgin af ótelj- andi galleríum og listasöfnum að státa. Eitt þessara safna er Hamburger Bahnhof: Museum für Gegenwart (safn fyrir samtímann), sem er stórt listasafn fyrir samtímamyndlist við Invalidenstraße 50-51 í hverfinu Mitte, rétt hjá Hauptbahnhof braut- arstöðinni. Þarna er fyrir að finna margt af því merkilegasta sem gert hefir ver- ið í samtímamyndlist á þessari og síðustu öld. Byggingin sem safnið hýsir er ekki síður merkileg. Hún er frá árinu 1847 og er því elsta braut- arstöðvarbygging Berlínar. Orðið Bahnhof þýðir einmitt brautarstöð. Hefir hún og staðið af sér bæði stríð og sinnuleysi fyrrum Austur- Þýskalands gagnvart því að viðhalda merkum byggingum. Talsvert hefir verið átt við húsið á þessum 160 ára líftíma þess og hefir það tvisvar þjónað tilgangi safns; sem Königlic- hes Bau- und Verkehrsmuseum frá 1906 (síðar Verkehrs- und Baumu- seum) til seinna stríðs og frá 1996 sem samtímalistasafn. Fjöldi þýðingarmikilla listaverka Nýjustu viðbætur hússins má rekja til 1989 er byrjað var að leggja grunninn að því að gera húsið að listasafni. Er það arkitektinn Josef Paul Kleihues sem ber að mestu leyti ábyrgð á því, en að auki á lista- maðurinn Dan Flavin stóran þátt í því að gera bygginguna áberandi Ljósmynd/ Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Samtímalistasafn Byggingin er elsta brautarstöðvarbygging Berlínar. Hamburger Bahnhof í Berlín W W W. I C E L A N DA I R . I S Ferðaávísun gildir HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ Það er stutt til Manchester og jólanna SPENNANDI TILBOÐSVERÐ FRÁ 39.900* KR. Á MANN Í FJÓRAR NÆTUR ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 97 33 10 /0 7 * Innifalið: Flug fram og til baka, flugvallarskattar og gisting í 4 nætur á Thistle Manchester Hotel með morgunverði. Prófaðu eitthvað nýtt fyrir jólin. Jólaskapið í Manchester gerir þessa líflegu borg ennþá skemmtilegri. Það er ensk hátíðarstemning á pöbbunum, fjör í tónlistinni, góður matur á fyrsta flokks veitingastöðum og hagstætt að líta inn í verslunarhúsin og búðirnar. Jólamarkaðir í Manchester eru á fjórum stöðum í miðborginni, á Albert Square og St Ann's Square og í Exchange Street, New Cathedral Street, Brazennose Street. Hugsaðu gott til Manchester og jólanna. Nýttu þér þetta einstaka tilboð sem gildir á tilteknum brottfarardögum í nóvember og desember. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.