Morgunblaðið - 01.11.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 01.11.2007, Síða 23
borð og bekkir, flísar á gólfi og veggjum sem minna svolítið á flís- arnar í Sundhöll Reykjavíkur. Fiskurinn er borinn fram í pappa- kössum en hann var himneskur á bragðið. Þorskurinn, ýsan, kolinn, rækjurnar, smokkfiskurinn svo ekki sé nú minnst á ostrurnar, sem reyndar voru ekki djúpsteiktar! allt smakkaðist þetta jafnvel. Við skild- um hvers vegna fólkið hafði beðið svona rólegt. Allir vissu sem var að þarna myndu þeir ekki verða svikn- ir af réttunum. Við hliðina á veitingastaðnum var hægt að kaupa fisk og taka með sér, og þar var röðin enn lengri. Þarna var líka búð með ýmiskonar matvælum, mörgum merktum Rick Stein sem og matreiðslubókum eft- ir hann og minjagripum. Þorskurinn er frá Íslandi! Stúlkan við kassann spurði að sjálfsögðu hvernig mér hefði líkað fiskurinn. Ég viðurkenndi að hann hefði verið frábær, já, og meira að segja okkur, sem værum frá Íslandi þar sem fiskur væri ekki af verri endanum, hefði þótt hann ein- staklega góður. Við vorum komin nokkuð frá staðnum þegar við heyrðum hróp og köll og litum við. Þarna kom stúlkan á harðahlaupum og sagðist bara vilja segja okkur að hún hefði farið að tala um okkur og þá hefði henni verið sagt að þorsk- urinn væri einmitt frá Íslandi og kæmi til þeirra í frystum blokkum. Óneitanlega gladdi þetta Íslending á erlendri grun. Við vorum sann- arlega stolt af íslenskri framleiðslu. Þeir sem hafa gaman af mat- reiðslu gætu brugðið sér á nám- skeið í Padstow Seafood School sem Rick Stein rekur. Dags- námskeið kostar 165 pund og tveggja daga námskeið með gist- ingu og fullu fæði kostar 695 pund. Ekkert er einfaldara en að fljúga frá London til Padstow, nenni menn ekki að aka, en ökuferð að sumarlagi er þó drjúg viðbót við upplifunina í Cornwall. Rick Stein rekur einnig kaffistað, kökubúð, gjafavörubúð, hótel og fleira í Pad- stow sem allt dregur að ótal gesti allan ársins hring. um Rick Stein! www.rickstein.com með bláum neonljósarörum sínum sem lýsa upp framhlið hins annars síðklassíska byggingarstíls. Eins og gefur að skilja er þarna mörg merk og þýðingarmikil lista- verk að finna, bæði á alþjóðlegan sem og innlendan mælikvarða; verk eftir listamenn eins og Andy War- hol, Anselm Kiefer, Roy Lichten- stein, Richard Long, Robert Rausc- henberg og fleiri. En að auki setur safnið reglulega upp ýmiskonar áhugaverðar sýningar. Til dæmis var fyrir skömmu sett upp sýningin „There is Never a Stop and Never a Finish“, þar sem minning banda- ríska myndlistarmannsins Jason Rhoades var heiðruð. Hann andaðist í fyrra fjörutíu og eins árs að aldri. Einnig má finna þarna verk eftir Íslandsvininn Diether Roth, Martin Kippenberger og Paul McCarty, sem allir höfðu áhrif á Rohades. Þau verk, eins og reyndar mörg önnur á safninu, koma úr einkasafni listunn- andans og lögfræðingsins Friedrich Christian Flick. Auk þess er vert að minnast á viðvarandi sýningu verka þýska listamannsins Joseph Beuys. Alltént er ferð þangað vel þess virði. Af nógu er að taka. Og ef sam- tímalistinn fellur fólki ekki í geð er allavega hægt að njóta bygging- arinnar. Myndlist Reglulega eru settar upp ýmsar áhugaverðar sýningar í Hamburger Bahnhof. www.hamburgerbahnhof.de MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 23 Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Til sölu glæsileg tveggja herbergja kjallaraíbúð, Snorrabraut 36, frábær staðsetning v/miðbæinn, nýjar skolpleiðslur, nýjir ofnar, ný gólfefni, nýjar innréttingar, nýjar hurðir og fl. Íbúðin er ósamþykkt. Verð 18,9 millj. - veðbandalaus. Tek jafnvel bíl sem innborgun. Jón Egilsson Hdl. sími 568 3737/896 3677. Til sölu glæsileg 2ja herbergja kjallaraíbúð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.