Morgunblaðið - 01.11.2007, Page 32

Morgunblaðið - 01.11.2007, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku amma, nú ertu komin á betri stað til hans afa. Vitum að þar líður þér vel, ert heilsuhraust og hress. Þú hefur gengið í gegnum lífið með sorgum og gleði, en alltaf staðið upp- rétt og sterkari fyrir vikið. Þú ert fyr- irmynd okkar sem eftir eru hér. Þú tókst öllu sem á móti blés sem verk- efni sem þyrfti að klára og yfirstíga. Maður fer að hugsa um farinn veg og hve margar og skemmtilegar minningar maður hefur með þér, enda varstu mikill karakter og við lit- um ávallt upp til þín. Svo mikill kraft- ur í þér, þú lést þér aldrei leiðast og hafðir ávallt nóg að gera. Að sitja í volæði var ekki til í þínum orðaforða. Þú varst alger kraftakona, sem lét í sér heyra og hafði sínar skoðanir. Þér fannst alltaf svo gaman að fá fólk í heimsókn og þú varst góð heim að sækja, sagðir alltaf „hvað er títt?“ þegar maður mætti inn um dyrnar. Þú varst alltaf hress og það var gam- Lilja Ingimarsdóttir ✝ Lilja Ingimars-dóttir fæddist í Reykjavík 10. maí 1919, en ólst upp á Akranesi. Hún and- aðist á Sjúkrahúsi Akraness 20. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akranes- kirkju 29. október. an að hlusta á þig tala. Oftar en ekki vorum við skellihlæjandi því þú varst svo orðheppin ef þannig má að orði komast. Þú varst líka mjög næm á fólk og það þýddi ekkert að plata þig neitt. Þú viss- ir betur og oft vissir þú meira en við! Maður rifjar upp þegar við systur vorum hjá ykk- ur afa á Brekkubraut- inni að renna okkur á bala niður tröppurnar. Þvílíkt fjör. Öll barnabörnin á fullu hvort sem það var á jólum, páskum og helgum. Jólin voru sérstaklega skemmtileg þar sem allt gengið gisti hjá ykkur og þó þið flyttuð yfir á Skarðsbrautina í minni íbúð var samt alltaf nóg pláss. Uxahalasúpa, kóte- lettur og hamborgarsteik … ummm. Og svo sérlagaður frómas í eftirrétt. Þetta gat ekki verið betra og þessi matur er ómissandi á jólahátíðum í fjölskyldunni og verður um ókomin ár. Þú varst mikið í spilamennsku eins og afi var. Það var ekki sjaldan sem var tekinn einn leikur í bridds, okkur börnunum til mikils ama, þar sem við fengum ekki að vera með. En það var nú alltaf tekin félagsvist, rommí eða ólsen á undan til að róa okkur ungana. Við vorum nokkur barnabörnin sem fengum að búa hjá þér á Skag- anum meðan við vorum í framhalds- skóla þar. Þar fengum við ýsu fjórum sinnum í viku og kjötbollur einu sinni. Neglur og hár voru aldrei eins góð á okkur og þegar við vorum hjá ykkur. Svo þegar setið var og horft á sjón- varpið á kvöldin sast þú og föndraðir meðan afi las textann á því sem var að gerast í sjónvarpinu. Þannig að þá gast þú ekki misst af neinu sem var í gangi. Útilegurnar gleymast seint þar sem þið mættuð með flottustu úti- legugræjur sem afi bjó sjálfur til. Volgan, bíllinn sem var svo mjúkur í akstri. Við gleymum ekki ennþá þeirri sérstöku lykt sem var í þeim bíl. Á sunnudögum var farið á rúntinn niður á bryggju og um Akranes, farið í bakarí og keypt bakkelsi. Það eru líka ófáir sem eiga hand- verk frá þér, hvort sem það er sæng- urverasett með milliverki eða þá ker- amikjólatrén sem þú gerðir gommu af. Þú varst svo dugleg í föndrinu og þá sérstaklega í seinni tíð. Þú varst alltaf að og þegar maður kíkti til þín í heimsókn var heill hellingur að skoða sem þú hafðir gert. Elsku amma! Þú skilur svo mikið eftir þig hér hjá okkur sem eftir erum hér. Hvort sem það eru veraldlegir hlutir eða krafturinn og innblásturinn sem þú sendir til okkar. Síðustu ár hafa verið erfið í veikindum og erfitt að hugsa til þess að þér hefur ekki lið- ið sem best. Við vitum núna að þér líð- ur vel í faðmi afa og að þú munt láta að þér kveða þar sem þú ert. Takk fyrir allt sem þú hefur skilið eftir í hjarta okkar og takk fyrir þau góðu áhrif sem þú hefur haft á okkar líf. Hvíl í friði, elsku amma! Lilja og Fjóla. ✝ Örn GuidoBernhöft fædd- ist í Reykjavík 23. apríl 1930. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ 22. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Óskar Guido Bernhöft stórkaupmaður og Jóhanna María Möller. Óskar Guido Bernhöft var sonur Vilhelms Georgs Theodórs Bernhöft tannlæknis og konu hans, Kristínar Þorláks- dóttur Johnsons. Jóhanna María Möller var dóttir Jóhanns Georgs Möller, verslunarstjóra á Hvammstanga og síðar á Sauð- árkróki, og Þorbjargar Pálma- dóttur. Yngri systkini Arnar voru Ragnar Vilhelm Bernhöft og Kristín Bernhöft, gift Pétri Orra Þórðarsyni. Örn kvæntist 20. janúar 1961 Reykjavík, lengst af í Garðastræti, Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1951 hélt hann utan til náms í Technische Hochschule í München 1952-1956, fyrst í efnaverkfræði og síðar í rafmagnsverkfræði. 1957 hóf Örn störf hjá Reykjavíkurborg, fyrst hjá Teiknistofu Rafmagnsveitunn- ar, þar sem hann gegndi um hríð starfi forstöðumanns, síðar sem fulltrúi skipulagsstjóra og svo á skrifstofu borgarstjóra. Í byrjun áttunda áratugarins hóf Örn störf hjá innflutningsfyrirtæki fjöl- skyldu sinnar, H.Ólafsson & Bern- höft, og starfaði þar meðan heils- an leyfði. Örn var meðal þeirra fyrstu hér á landi sem gerðu við sjónvarpstæki og settu upp sjón- varpsloftnet enda var hann alla tíð áhugasamur um rafmagnstækni. Hann var mikill hestamaður og gefinn fyrir útilegur og ferðalög. Örn gegndi trúnaðarstörfum fyrir FR, Félag farstöðvaeigenda á Ís- landi, og var um tíma formaður þess. Hann var félagi í Frímúr- arareglunni. Útför Arnar fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Svövu Jóhönnu Pét- ursdóttur, f. í Reykjavík 11. desem- ber 1930. Foreldrar hennar voru Pétur Sigurðsson, fyrrver- andi kaupfélagsstjóri og síðar innheimtu- maður í Reykjavík, f. á Hörgslandi á Síðu 20. september 1897, d. 24. september 1971, og Kristín Gísladóttir, f. á Mos- felli í Grímsnesi 12. nóvember 1903, d. 3. október 1988. Börn Arnar og Svövu eru: 1) Pétur Sverrisson, f. 23. nóvember 1954, d. í London 25. september 1977. 2) Sigurður Örn Bernhöft, f. 5. ágúst 1968, kvænt- ur Katrínu Gunnarsdóttur, f. 10. janúar 1970. Börn þeirra eru: Pét- ur Már Bernhöft, f. 13. desember 1995, Sigríður Kristín Bernhöft, f. 11 nóvember 1997, og Svava Rós Bernhöft, f. 15. mars 2005. Örn ólst upp í foreldrahúsum í Elsku afi, nú ert þú farinn frá okk- ur. Við eigum eftir að sakna að koma til þín hjúkrunarheimilið Holtsbúð og fá þig ekki lengur í heimsókn til okk- ar. Það verður tómlegt um jólin þeg- ar þú verður ekki með okkur því þú varst svo mikill jólakarl í þér, við höf- um ekki þekkt nein jól án þín. Við vit- um að þú varst mikill hestamaður og áttir góða hesta sem þú gast ekki notið síðustu árin af því að þú varst svo veikur. En við skulum hugsa vel um Feng eða Pabbabrún eins og hann er stundum kallaður í sveitinni. Það var líka gaman að vera með ykk- ur ömmu í sumarhúsinu austur í Flóa þar sem hægt var að læra að hjóla og gera eitthvað af sér eins og að leika sér í blómunum hennar ömmu henni til mikils ama. Við huggum okkur við það að núna ertu kominn á betri stað og líður betur. Kæri afi, við elskum þig og sökn- um þín sárt. Sigríður Kristín og Pétur Már. Rauðhærði 10 ára strákurinn, sem kom að Þingeyrum þegar ég var 5 ára, var við komuna herskár prakk- ari. Hann kom beint frá Reykjavík í sveitina til ömmubróður síns, Jóns S. Pálmasonar, og konu hans, Huldu Á. Stefánsdóttur, sem þar bjuggu. Heimilið var fjölmennt og var ég sú yngsta á bænum. Ég góndi á þennan frænda minn eins og naut á nývirki og ég neita því ekki að í fyrstu var ég svolítið óttasleginn, slíkur var kraft- urinn og hugmyndaauðgin. Eftir nokkurn tíma vorum við orðnir góðir vinir, því drengurinn var hjartahlýr og viðkvæmur þótt yfir- borðið væri hrjúft á stundum. Ég komst einnig fljótt að því, að hann var vinur í raun og varði frænku sína ef að henni steðjuðu hættur. Milli foreldra minna og Arnar komst fljótlega á traust samband, sem entist alla þeirra lífstíð. Skap- höfn Arnar og pabba var um sumt lík og eru mér þá efst í huga eiginleikar eins og trygglyndi og kjarkur. Örn var í mörg sumur á Þingeyr- um. Hann fór í göngur, þegar hann hafði til þess aldur, en slíkt var mikil upphefð. Hann var laginn við að fara með hesta og hafði unun af. Í raun var Örn efni í afbragðsbónda. Veturinn áður en hann hóf nám í menntaskóla dvaldist hann í sveitinni vetrarlangt við nám hjá sr. Þorsteini Gíslasyni í Steinnesi, en Þorsteinn rak þar skóla og var afburðakennari. Síðan tók við nám í MR. Og þar á eftir verkfræðinám í Þýskalandi. Skömmu eftir að Örn var farinn til Þýskalands fékk ég afnot af herberg- inu hans í Garðastræti 44 og öllu því góða sem fylgdi því að dvelja á heim- ili Maríu frænku minnar og Guidó Bernhöft. Þar kynntist ég systkinum Arnar, Kristínu og Ragnari, sem bæði urðu mér mjög kær. Leiðir okkar Arnar lágu lítið sam- an á þessum árum, því við vorum yf- irleitt hvor í sínu landinu. Ég fylgdist þó alltaf svolítið með. Svava var kom- in inn í líf hans og Pétur sonur henn- ar. Ég frétti af sorglegu fráfalli Pét- urs og svo síðar af gæfunni sem fylgdi fæðingu Sigurðar. Örn vann hjá Reykjavíkurborg um skeið eftir að hann kom heim frá Þýskalandi. Eftir það fór hann að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu H. Ólafsson og Bernhöft hf. Nokkur síð- ustu æviárin átti hann hins vegar við mikla vanheilsu að stríða. Örn var vinur minn alla tíð. Hann var einn af þeim, sem ég hefði getað gengið til og beðið um að gera mér greiða, sem hann hefði gert, ef það hefði á annað borð verið á hans færi. Ég var boðin til hans í stórafmæli og ógleymanlegt brúðkaup einkasonar hans Sigurðar og Katrínar. Ég hef misst vin yfir móðuna miklu, vin sem var mér mikils virði. Ég votta Svövu, Sigurði, Katrínu, Pétri Má, Sigríði Kristínu, Svövu Rós og systkinum Arnar, Ragnari og Kristínu, mína dýpstu samúð. Guðrún Jónsdóttir arkitekt Örn Guido Bernhöft ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBRANDUR JÓNSSON, áður til heimilis að Langholtsvegi 2, Reykjavík, andaðist laugardaginn 27. október. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Elín Jósefsdóttir, Jóna Sesselja Guðbrandsdóttir, Ásbjörn Einarsson, Einar Jón Ásbjörnsson, Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir, Elín Björk Ásbjörnsdóttir, Gísli Jóhann Hallsson og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar, móðir, amma, systir og mágkona, GEIRFINNA GUÐRÚN ÓLADÓTTIR, Framnesvegi 30, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 29. október. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Að ósk hinnar látnu eru blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á SPES - barnaheimilin í Togo (reikn.1151-26- 2200 í SPRON, kt. 471100-2930) og Minningarsjóð líknardeildarinnar (s. 5431159). Innilegar þakkir færum við starfsfólki líknardeildarinnar og öllum þeim sem sýnt hafa stuðning og hlýhug í veikindum hennar. Margrét Jómundsdóttir, Óli Ragnar Jóhannsson, Líf Gunnlaugsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Eiður Jack Erlingsson, Jómundur Ólason, Guðríður Áskelsdóttir, Eiður Ólason, Guðrún Sigurjónsdóttir, Elvar Ólason, Þórhildur Þorsteinsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR HÓLMGRÍMSDÓTTIR frá Vogi við Raufarhöfn, Þorragötu 9, Reykjavik, lést laugardaginn 27. október. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Bragi Guðmundsson. ✝ Minningarathöfn um ástkæran eiginmann minn, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGMANN TRYGGVASON frá Hrísey, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 28. október, verður haldin í Fossvogskirkju í dag fimmtudaginn 1. nóvember kl. 11.00. Jarðsungið verður frá Hríseyjarkirkju þriðjudaginn 6. nóvember kl. 14.00. Lilja Sigurðardóttir, Sigurður Sigmannsson, Henný Pétursdóttir, Hanna Sigmannsdóttir, Jakob Þorsteinsson, Margrét Sigmannsdóttir, Guðmundur Skarphéðinsson, Tryggvi Sigmannsson, Gísli Viðar Sigmannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Hjartarstöðum, sem lést á sjúkradeildinni á Egilsstöðum mánudaginn 22. október, verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju mánudaginn 5. nóvember kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.