Morgunblaðið - 01.11.2007, Síða 34

Morgunblaðið - 01.11.2007, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR „Siglfirðingurinn minn“ er látinn. Ég kallaði hann aldrei annað og hafði einkarétt á því, en nú mun ég aldrei framar kalla nokkurn „Siglfirðinginn minn“, það er of sárt og það er í raun óskiljanlegt og algerlega óá- sættanlegt að vita að ég muni aldrei framar faðma hann Tóta minn, þennan yndislega og fallega dreng. Það var í des. 1961 að ung lækn- ishjón fluttu til Siglufjarðar. Sævar var ráðinn héraðslæknir þar í tæpt ár. Sigrún, unga konan, var ófrísk að Tóta og svo var litla dóttirin Dóra Soffía tveggja ára. Þau leigðu íbúð í tvíbýlishúsi þar sem ég fimm- tán ára unglingur átti heima með foreldrum mínum. Foreldrar mínir tóku strax ást- fóstri við þessi ungu hjón og fannst þau sem börnin sín og Dóra Soffía eignaðist afa og ömmu á Sigló. Það var mikill samgangur milli hæðanna og varð að ævilangri vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Tóti minn var aðeins eins dags gamall er ég sá hann fyrst og fékk hann strax þann sess í hjarta mínu, þaðan sem nú blæðir. Ég hafði unun af að passa hann og dúlla við hann þessa fáu mánuði á Sigló 1962. Hann lét foreldra sína finna ærlega fyrir því er hann kom í heiminn, af- ar erfið fæðing og ungi læknirinn tók sjálfur á móti og man ég enn er Sævar kom heim af spítalanum og settist við eldhúsborðið örþreyttur en óendanlega hamingjusamur með litla kraftaverkið. Þessi litli drengur óx og dafnaði vel, við fylgdumst með honum úr fjarlægð frá Ameríku með myndum og bréfum og sáum hann svo oftar er þau voru flutt aftur heim til Ís- lands, og yngsta dóttirin Linda Sif hafði bæst í hópinn. Tóti var afar góðum gáfum gædd- ur, góður námsmaður, lauk lækna- námi og varð geðlæknir, virtur og elskaður af sjúklingum sínum eins og öllum sem kynntust honum. Tóti minn var einstaklega svip- fallegur drengur með ljósa liðaða hárið sitt og bláu fallegu augun sín. Hann hafði fallegt hjartalag, var einstaklega blíður og afar viðkvæm sál, fann til með öðrum og átti auð- velt með að setja sig í spor annarra, sem án efa hjálpaði mörgum sem til hans leituðu. Það eiga margir um sárt að binda núna en minningin um þennan ljúfa og góða dreng mun lifa með ástvin- um hans og bregða birtu á óbæri- lega sorg þeirra. Við Björn biðjum algóðan Guð að styrkja Sigrúnu, Sævar, Dóru Soffíu, Lindu Sif, Steina og fjölskyldur þeirra. Ég kveð „Siglfirðinginn minn“ með söknuði og þakklæti fyrir að hafa auðgað líf mitt með því að vera sá sem hann var. Anna Sigríður Árnadóttir. Það er sannarlega sárara en tár- um taki að kveðja jafnaldra sinn hinstu kveðju í blóma lífsins. Þórir – Tóti æskuvinur minn er horfinn sjónum okkar. Mér brá svo sann- arlega þegar ég sá að minn góði æskuvinur var látinn. Við Tóti vorum bestu, bestu vinir allan grunnskólann. Alltaf man ég þegar hann kom í átta ára bekkinn minn í Langholtsskóla, þá nýkominn frá Ameríku. Mér fannst hann strax svo sér- staklega sætur, svo var hann bara svo góður og skemmtilegur. Við urðum sem sagt perluvinir frá fyrsta degi. Mér fannst hann Tóti alveg ein- stök manneskja. Hann sá spaugi- legu hliðarnar á lífinu og allt lék Þórir Þorláksson ✝ Þórir Þorláks-son fæddist á Siglufirði 20. mars 1962. Hann lést 21. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 30. október. einhvern veginn í höndunum á honum. Ekki var nú verra hvað hann átti líka flottar teiknigræjur sem hann fékk í Am- eríkunni. Við stelp- urnar í bekknum vor- um á sérsamningi hjá Tóta. Hann teiknaði fyrir okkur flottar myndir í minninga- bækurnar sem þá voru mjög vinsælar og við skrifuðum svo undir „Lifðu í lukku en ekki í krukku“. Við Tóti vorum vinir í blíðu og stríðu og við bröll- uðum margt saman. Heimilið hans stóð okkur krökk- unum alltaf opið. Þar lékum við okk- ur eða þóttumst vera að læra en það veittist Tóta auðvelt. Aldrei virtist hann þurfa að glósa, drengurinn mundi allt úr tímum. Það kom mér því ekki á óvart þegar hann síðar fór í læknisfræði svona eldklár eins og hann var. Eitt atvik situr sér- staklega í minni mínu frá þessum samverutímum á heimili hans. Við fórum að búa til karamellur og hættum ekki fyrr en við höfðum prófað flesta fínu potta húsmóður- innar. Ekkert skildum við í þeim há- vaða í frúnni sem braust út þegar hún sá alla fínu pottana sína botn- fulla af viðbrenndum karamellum. Þetta voru nú bara pottar fannst okkur – fínir að vísu en hvaða, hvaða. Ég skil þetta aldeilis í dag sem þriggja barna móðir. Í starfi mínu finnst mér ég sjá okkur Tóta í flestum þeim bekkjum sem ég hef kennt. Strákar og stelp- ur sem eru bestu vinir eiga sér- stakan vinskap sem er mjög dýr- mætur, því kynin vega hvort annað upp á svo skemmtilegan hátt. Þegar við vorum orðin stór og ekki lengur samferða í leik eða starfi og hittumst, jafnvel óvænt, þá tókum við upp gamla þráðinn þar sem við lögðum hann frá okkur forðum daga eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það var alltaf gaman að tala við þennan góða vin – þessa góðu manneskju – um lífið og til- veruna. Við Tóti vorum sálufélagar og ég geymi allar fallegu minningarnar um þennan vinskap í hugarfylgsn- um mínum um ókomna tíð. Guð geymi Tóta vin minn. Þín vinkona Ása. Ég reyni að skrifa en orðin koma ekki út … hugsanirnar renna í gegnum hugann, minningar, tilfinn- ingar og orð … en ég get ekkert sagt né skrifað. Ég skil ekki! Vil ekki! Get ekki! Þú ert farinn og ég vil ekki sjá það, vil ekki vita það, vil ekki muna það! Það hafa ekki allir verið svo heppnir að eiga svona frænda. Ég vildi óska þess að ég hefði getað sagt þér hvað þú skiptir mig miklu máli. Maður hugsar aldr- ei út í þess háttar fyrr en það er orðið of seint. Þú varst einn af fáum sem skildu mig, það var svo gott að tala við þig. Þú gast náð til mín þeg- ar ég lokaði allan heiminn af. Ég gleymi því aldrei þegar ég missti vin minn fyrir tæplega tveimur árum. Þá sat ég á gólfinu frammi á gangi og talaði við þig í símann. Við rædd- um dauðann, lífið, þunglyndið og sjálfsmorð og þú hjálpaðir mér að skilja að það var ekkert sem ég hefði getað gert til þess að koma í veg fyrir það sem gerðist. Þú hjálp- aðir mér að lifa með þessum missi. Nú sit ég frammi á gangi en síminn hringir ekki, enginn til þess að skýra, enginn til þess að hjálpa mér að skilja, enginn sem skilur mig! Bara enginn. Nú þegar þú ert far- inn, hver á þá að hjálpa mér að lifa með þessum missi? Elsku Tóti minn takk fyrir allt! Takk fyrir að skilja mig þegar eng- inn annar gerði það. Takk fyrir að hjálpa mér þegar ég þurfti á að halda. Takk fyrir að brosa til mín þegar ég vildi bara gráta. Takk fyrir að hafa verið þú! Mér finnst svo sárt að þurfa að halda áfram án þess að hafa þig hér en ég reyni að segja sjálfri mér allt sem þú hefur sagt mér áður og þú myndir segja mér aftur núna ef þú gætir. Mig langar að kveðja þig með orðum sem ég veit að þú skilur, en ég efast um að aðrir skilji. Hvert fórstu hamingja? Ég var svo viss um að ég hefði þig í hendi mér! En ég hélt þér of fast og þú rannst burt á milli fingra minna. Og eftir sit ég … með tóman lófann. Sigrún Erla Ólafsdóttir. Elsku Tóti, mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Ég veit að við höfum ekki verið í miklu sam- bandi undanfarin ár en þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Þessa síðustu daga hef ég rifjað upp vinskap okkar sem hófst þegar við vorum krakkar í Langholts- skóla, efldist í MS og hélst síðan alla tíð. Það fylgir mikil hlýja þessum minningum. Ég leita nú orða, en með litlum árangri, til að segja þér hversu mikils virði vinskapur þinn er. Ég ætla því að enda kveðju mína með ljóði sem lýsir betur en mín eigin orð hvað mér þykir vænt um þig. Hvíldu í friði, elsku Tóti. Ef tár þín væru vatn er félli á jörð og viðkvæm andtök þín hið eina rok en blærinn þeirra bergmál þá mætti ég vera gras er gréri þar og grjót er næmi vindinn sér á kinn í fjöllum í fjarska (Sölvi B. Sigurðarson) Ólöf Björg Steinþórsdóttir (Ollý). Við kveðjum góðan vin og félaga Þóri Þorláksson. Við áttum nánast daglega samleið um tíu ára skeið. Vegir okkar lágu fyrst saman í Menntaskólanum við Sund, þaðan sem við útskrifuðumst 1982. Við vorum ung og framtíðin blasti við okkur. 4-T eða „King size cosy club“, sem við svo oft kölluðun bekkinn, var líflegur bekkur fullur af metnaðarfullu fólki. Mennta- skólaárin voru ár gleði, Tóti tók full- an þátt í þeirri gleði, með skóla- félögum og öðrum vinum. Frá fyrstu kynnum okkar var hluti af lífi hans hulinn dulúð. Þeirri hlið var hann ekki reiðubúinn að deila með okkur þá, en það breytti því ekki að hann var góður félagi og vinur í raun. Eins og lög gera ráð fyrir dreifð- ist fólkið eftir stúdentspróf, hver hafði sitt áhugasvið og stefndi að sínu markmiði. Við vorum þó nokk- ur sem urðum samferða í nám við Læknadeild Háskóla Íslands, stefn- an var tekin á að undirrita Hippo- kratesareiðinn. Það þurfti ekki löng kynni við Tóta til að sjá hversu hæfileikaríkur hann var. Honum var vel skammtað, afburðagreindur, listrænn, góður teiknari, myndarlegur og drengur góður. Fyrsta árið í læknadeildinni tók á, Numerus Clausus var beitt í fyrsta skipti. Við úr T-inu stóðum þétt saman, sumir áttu léttara með námið en aðrir, þannig var það með Tóta. Þó að hann vantaði af og til í tíma bætti hann sér það upp með glósum frá okkur hinum og var oft fremri okkur á prófum. Það var ánægjulegt að vinna verkefni með Tóta, þá fékk greind hans og skerpa að njóta sín en einnig nákvæmni og á stundum smámunasemi því verk- efninu skyldi skilað fullkomnu. Á þessum árum sinnti félagi okkar krefjandi námi ásamt því að takast á við ýmis persónuleg mál sem við þekktum ekki til. Við skynjuðum oft tilvistarkreppu hans og reyndum að styðja hann á okkar hátt. Við áttum á hinn bóginn alltaf stuðning hans vísan. Á sjötta ári í læknisfræði hitt- umst við nokkrir félagar reglulega til að leysa sjúkdómstilfelli sem birt voru í tímaritinu „New England Jo- urnal of Medicin“. Tóti var að venju skarpur, með góðar tillögur að sjúk- dómsgreiningu, þannig kom það okkur á óvart þegar hann í mars- mánuði sagðist ekki ætla að ljúka prófi þá um vorið, hann gaf þá skýr- ingu að hann væri ekki nægjanlega vel undirbúinn. Við vissum að það var ekki ástæðan en hann vildi ekki hleypa okkur inn í sinn hulda heim. Hann lauk kandídatsprófi í lækn- isfræði ári síðar, þá hafði hann gengið í gegnum mjög erfiðan tíma árinu áður. Tóti var mjög næmur á líðan sam- ferðafólks, það virtist nægja honum að horfa á einstaklinginn til að vita hvernig viðkomandi leið. Stundum var þetta nánast óþægilegt, maður fann sig berskjaldaðan. Hann fór vel með þennan hæfileika sinn sem síðar átti eftir að nýtast honum vel í starfi sem sérfræðingur í geðlækn- ingum. Myrkrið kom af og til og varð þess valdandi að hinn hæfileikaríki vinur okkar náði ekki að blómstra að fullu. Síðustu mánuðir hafa verið dimmir en nú birtir á nýjum stað. Við vottum aðstandendum og vin- um Tóta okkar dýpstu samúð. Ingibjörg, Guðmundur og Georg. Sumir samferðamenn tengjast manni meir en aðrir og það átti við um Þóri. Hann tók einstaklega vel á móti mér þegar við unnum saman á Borgarspítalanum og uppfrá því átt- um við góðan kunningsskap. Minn- ist þess tíma sem við vorum ná- grannar, það var gaman að geta staldrað við á horninu og spjallað við þá Steina. Þakka fyrir góðar samverustundir. Eftir löng og erfið veikindi er fráfall Þóris sárt. Sendi hugheilar samúðarkveðjur til að- standenda. Margrét Valdimarsdóttir. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (Björn Halldórsson í Laufási.) Elsku Þórir, ég óska þér góðrar ferðar til nýrra heima og fjölskyldu þinni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vilhelmína H. Guðmundsdóttir. Okkur langar að minnast fyrrver- andi samstarfsfélaga okkar, Þóris Þorlákssonar, sem vann á deild 12 á Kleppsspítala um árabil. Þórir var svo einstaklega viðkunnanlegur, hlýr og notalegur í samskiptum. Hann kom fram við alla sem jafn- ingja og sinnti sjúklingum sínum af alúð og hlýju. Þórir átti alltaf gott samstarf við okkur hér á deildinni. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Það var á sínum tíma sárt að sjá af Þóri af deildinni en það er enn sárara að þurfa að sjá af honum endanlega og eiga ekki von á að sjá honum bregða fyrir, hitta hann og eiga við hann samræður um lífsins gang og geta vonað að einhvern tím- ann komi að því að við fáum að starfa með honum aftur. Við sem eftir lifum syrgjum en reynum að nýta okkur sorgina til góðra verka og til að vinna í minningu góðs vinnufélaga. Ættingjum og vinum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Starfsfólk deildar 12. Bryndís Þorsteinsdóttir og María Haraldsdóttir Íslands- meistarar kvenna Íslandsmót kvenna í tvímenningi var haldið um síðustu helgi með þátt- töku 12 para. Í annarri umferð móts- ins tóku þær Bryndís og María foryst- una og héldu henni til mótsloka og unnu með yfirburða skori. Í 2. sæti urðu þær stöllur Dóra Axelsdóttir og Erla Sigurjónsdóttir og í 3ja sæti voru þær Hulda Hjálmarsdóttir og Sigríður Eyjólfs- dóttir. Keppnistjóri mótsins var Páll Þórsson og afhenti Ólöf Þorsteins- dóttir verðlaun í mótslok og fannst henni ekki leiðinlegt að afhenda syst- ur sinni Bryndísi verðlaunin fyrir fyrsta sætið. Íslandsmót eldri og yngri spilara Íslandsmót eldri og yngri spilara í tvímenningi fer fram laugardaginn 3. nóvember nk. í húsi BSÍ Síðumúla 37. Mótið hefst kl.11.00 á laugardaginn. Eldri spilarar þurfa að vera orðnir 50+ ára eða par samanlagt 110 ára. Aldur yngri spilari miðast við 25 ára og miðast það við árið. Hægt er skrá sig á skrifstofu BSÍ s. 587-9360 og einnig vefnum bridge.is. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 29.10. Spilað var á 10 borðum. Árangur N-S Oddur Halldórss. - Magnús Oddsson 274 Sæmundur Björnss. - Gísli Víglundss. 242 Sigurður Pálsson - Guðni Sörensen 228 Árangur A-V Ragnar Björnss.- Guðjón Kristjánss. 266 Alfreð Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 251 Soffía Theodórsd. - Elín Guðmannsd. 245 Tvímenningskeppni spiluð fimm- tud. 25.10. Spilað var á 10 borðum. Ár- angur N-S Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 261 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónsson 246 Magnús Oddsson – Sæmundur Björnss. 234 Árangur A-V Guðjón Kristjánss. – Guðjón Kristjánss. 261 Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 246 Þröstur Sveinss. – Kristján Jónasson 245 Meðalskor 216 stig. Námskeið fyrir konur og yngri spilara Bridssambandið býður áhugasöm- um keppniskonum og yngri spilurum upp á 5 kvölda námskeið, sem hefst seinni partinn í nóvember. Guðmund- ur Páll Arnarson hefur umsjón með námskeiðinu og verður tekinn upp þráðurinn frá því í vetur. Nánskeiðin verða á fimmtudags- kvöldum milli kl 19 og 22 í litla salnum í Síðumúla. 1. kvöld 22. nóvember 2. kvöld 29. nóvember 3. kvöld 6. desember 4. kvöld 13. desember 5. kvöld 4. janúar 2008 Námskeiðið er endurgjaldslaust, en skráning er á skrifstofu BSÍ í síma 587-9360 milli kl. 13 og 17. Hallgrímssynir í fínu formi Mánudaginn 29. október spiluðu Borgfirðingar tvímenning á 9 borðum. Við fengum góða gesti úr Grundar- firði þá Guðna Hallgrímsson og Gísla Ólafsson. Þeir launuðu auðvitað gest- risnina með því að taka efsta sætið verðskuldað. Sveinn á Vatnshömrum, einn af mörgum eldri bræðrum Guðna, gat ekki verið þekktur fyrir að gefa litla bróður nokkuð eftir og tryggði sér með harðfylgi efsta sætið í hinum riðlinum. Það gerði hann í síð- asta spili á kostnað pistlahöfundar. Það verður geymt en ekki gleymt. Úr- slit urðu annars sem hér segir: N-S Guðni Hallgrímss. – Gísli Ólafsson 60,8% Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 59,4% Anna Einarsd. – Kristján Axelss. 59,0% A-V Sveinn Hallgrss. – Magnús Magnúss. 58,7% Sigríður Arnard. – Davíð Sigurðsson 58,6% Einar Guðmss.– Sigurgeir Sveinsson 51,6% Næsta mánudag, 5. nóvember, hefst aðaltvímenningur félagsins og mun hann standa í 6 kvöld. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.