Morgunblaðið - 01.11.2007, Síða 45

Morgunblaðið - 01.11.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 45 THE INVASION kl. 6D - 8:20D - 10:30D B.i. 16 ára DIGITAL DARK IS RISING kl. 6 - 8 B.i. 7 ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ IN THE LAND OF WOMEN kl. 8 - 10:10 LEYFÐ THE KINGDOM kl. 10:10 B.i. 16 ára / KRINGLUNNI SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS / AKUREYRI THE INVASION kl. 8 B.i. 16 ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ STARDUST kl. 5:50 - 8 B.i. 10 ára / KEFLAVÍK HALLOWEEN kl. 10:20 B.i. 16 ára HEARTBREAK KID kl. 8 LEYFÐ THE BRAVE ONE kl. 8 B.i. 16 ára 3:10 TO YUMA kl. 10:20 B.i. 16 ára GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10:10 LEYFÐ HALLOWEEN kl. 10:20 B.i. 16 ára SUPERBAD kl. 8 B.i. 12 ára / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í KRINGLUNNI AKKA SÝND Í KRINGLUNNI Stórkostleg ævintýramynd í anda Eragon. ÞEGAR Á BJÁTAR MÁ TREYSTA Á ÞAÐ AÐ SANNAR HETJUR GEFAST EKKI UPP! 600 kr. Miðaverð SÝND Í KRINGLUNNI HJARTAKNÚSARINN ADAM BRODY ÚR THE O.C OG MEG RYAN FARA Á KOSTUM Í MYND SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF. SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK - S.F.S., FILM.IS Heppnir tónleikagestir vinna nýjan iPod nano í boði FL Group VORBLÓT /// EFTIR ÍGOR STRAVINSKÍJ HÁSKÓLABÍÓ /// FÖSTUDAGINN 2. NÓVEMBER /// KL. 21 /// eftirpartí með hljómsveitarmeðlimum og dj þorbirni /// miðaverð 1.000 KR. www.sinfonia.is /// midi.is fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is KLING & Bang-hópnum hefur verið boðið að verða einn sam- starfsaðili í Frieze Projects, sem er hluti af hinni árlegu Frieze- myndlistarkaupstefnu í London. Kaupstefnan er á góðri leið með að verða ein sú mikilvægasta í veröld- inni en hún er haldin í Regent Park í London og að sögn Krist- jáns Björns Þórðarsonar hjá Kling & Bang þekur sýningarsvæðið í heild svæði á stærð við fimmtán fótboltavelli. Meðal þeirra sem valdir voru til að sýna í Frieze Projects í ár var Elín Hansdóttir, en hún starfar í Berlín. Frieze er þó meira en kaupstefna því eitt virtasta listtímarit heims er gefið út undir merkjum þess. „Þeir höfðu samband að fyrra bragði,“ segir Kristján Björn aðspurður, en enn er óvíst hvaða ár Kling & Bang-hópurinn verður samstarfs- aðili enda velur hátíðin samstarfs- aðila til nokkurra ára í senn og val- ið stendur því á milli þeirra fjögurra hátíða sem haldnar verða til ársins 2011. Bókaútgáfa og húsnæðisleit Kling & Bang-liðar fá frjálsar hendur með hvað þau munu gera og hverja þau fá til samstarfs við sig vegna verkefnisins. „Þá er óvenjulegt að við erum hópur lista- manna og ætlum okkur að vinna saman,“ segir Kristján Björn um hópinn sem er nýkominn frá Berl- ín. „Þar sýndum við í fyrsta skipti öll sem einn hópur, sem er kannski upphafið að einhverju meira,“ bæt- ir hann við en átta manns skipa Kling & Bang og fjöldi manns til viðbótar hefur átt í samstarfi við þau. Margt fleira er framundan í starfi Kling & Bang, meðal annars er von á bók um hópinn til þess að fagna fimm ára afmæli hans – en auk þess eru þau að leita fyrir sér með nýtt húsnæði eftir að þau misstu upphaflegt húsnæði sitt á Laugavegi. „Það er erfitt fyrir okkur að taka þátt í almennum leigumarkaði og styrkirnir hafa verið af skornum skammti, og þá helst til utanferða,“ segir Kristján en segir þó viðræður við ýmsa að- ila vera í gangi. Kling & Bang til London  Fær frjálsar hendur á Frieze-myndlistarkaupstefnunni í Regent Park  Sýningarsvæðið á við fimmtán fótboltavelli Morgunblaðið/Eggert Litrík list Frá innsetningu þeirra Pauls McCarthy og Jasons Rhoades í Kling og Bang á Laugaveginum árið 2004. http://www.frieze.com/ http://this.is/klingogbang/ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is NÝJASTA þáttaröðin um Silvíu Nótt, The Silvia Night Show, nýtur töluverðra vinsælda í Svíþjóð um þessar mundir, en samkvæmt Evr- óvisjón-síðunni oikotimes.com hafa um 120.000 manns horft á fyrstu þrjá þættina sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni TV 400. Ekki er langt síðan stöðin keypti þættina, en í þeim er Silvíu fylgt eftir í eft- irminnilega ferð í Evróvisjón- keppnina á síðasta ári. Að sögn Gauks Úlfarssonar, leikstjóra þátt- anna, koma viðtökurnar honum ekki á óvart. „Þetta er ferskt land- svæði þar sem karakterinn hefur ekki fengið að njóta sín. Hún hefur hins vegar fengið að sýna nokkurn veginn allar sínar hliðar hér á Ís- landi, og þjóðin hefur kannski fengið nóg,“ segir hann og hlær. „En þetta kemur ekkert á óvart, enda frábær sería. Ég held hins vegar að Íslendingar geti ekki not- ið hennar fyrr en eftir svona tíu eða tuttugu ár. Þá munu þeir kannski sjá hvað þetta var ótrúlega mikið verk,“ bætir Gaukur við. Ekki korn af sannleika TV 400 er undirstöð TV 4 í Sví- þjóð, en á stöðinni eru sýndir þætt- ir á borð við American Idol og Am- erica’s Next Top Model. Aðspurður segir Gaukur að velgengni þátt- anna á stöðinni geti hugsanlega ýtt undir að þeir verði sýndir víðar. „Það eina sem ég veit er að margir eru mjög spenntir, og ætli þessar fréttir ýti ekki enn frekar undir það.“ Á oikotimes.com, þar sem vel er fylgst með gangi mála í for- keppnum í Evrópu, kemur einnig fram að orðrómur sé uppi um að Silvía Nótt ætli að koma fram í Laugardagslögunum á laugardag- inn kemur, í von um að komast aft- ur í Evróvisjón-keppnina. „Það er ekki korn af sannleika í því,“ segir Gaukur hins vegar um þann orðróm. Silvía Nótt stór í Svíþjóð Morgunblaðið/Eggert Svíagrýla? Silvía Nótt er ekki dauð úr öllum æðum, það er alveg ljóst. Ætlar hins vegar ekki að koma fram í Laugardagslögunum á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.