Morgunblaðið - 01.11.2007, Side 10

Morgunblaðið - 01.11.2007, Side 10
10|Morgunblaðið Það hefur færst í aukana um allan heim að fyrirtæki verji hluta af því fé, sem annars væri notað til að kaupa gjafir handa starfsfólki og við- skiptavinum, í að styrkja góðgerð- arstarfsemi af ýmsu tagi, bæði hér- lendis og annars staðar í heiminum. Flestar hjálparstofnanir, ýmis trúfélög, góðgerðarfélög og hags- munasamtök, vistheimili og deildir á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheim- ilum, taka fegins hendi við fram- lögum frá fyrirtækjum og ein- staklingum. Þess er skemmst að minnast að KFUM og KFUK stóðu að söfn- uninni „Jól í skókassa“, en það er söfnun fyrir börn og munaðarleys- ingja í Úkraínu. Rauði krossinn, Slysavarn- arfélagið og fjölmargir aðrir aðilar eru líka farnir á stúfana til að geta glatt og stutt þá sem minna mega sín yfir hátíðarnar. Enginn vafi leikur á því að þörfin fyrir slíka góðgerðarstarfsemi er mikil, enda er víða neyðarástand og milljónir barna búa við fátækt, sjúk- dóma og jafnvel hungursneyð. Jólagjafir atvinnulífsins til starfs- manna og viðskiptavina eru orðnar að hefð en þó er engin ástæða til að gleyma þeim sem búa við fátækt og eymd á hátíð ljóssins, það er til sóma fyrir sérhvert fyrirtæki og án alls efa ekki í óþökk viðskiptavina og starfsfólks að hluta þeirrar of- gnóttar sem við Íslendingar búum við sé varið til einhverrar góðgerð- arstarfsemi. Gleði „Jól í skókassa“ er gott dæmi um hvernig hægt er að gleðja aðra. Gleðjið aðra um jólin Íversluninni sia við Laugaveger farið að örla á jólaösinni, aðsögn eigandans, MargrétarEinarsdóttur, og segir hún greinilegt að fólk ætli sér að forðast að vera á síðustu stundu með gjafa- kaup og jólaskreytingar þetta árið. Jólastemning beint í æð ,,Hér í sia er mikið úrval af alls kyns jólaskreytingum fyrir heimili og fallegri gjafavöru. Sjálf skreytum við verslunina hátt og lágt til þess að fá jólastemninguna beint í æð. Við sem hér störfum höfum gaman af jólaös- inni á Laugaveginum þar sem mikið er um að vera á aðventunnni. Við verðum ekki mikið vör við hið marg- umtalaða jólastress því við fáum ekki betur séð en það liggi vel á þeim sem hingað koma.“ Sia-vörurnar eru framleiddar í Svíþjóð og eru þekktar og vinsælar. Þær hafa verið fluttar inn til Íslands í nokkur ár en versl- unin við Laugaveginn hefur verið starfrækt í eitt ár. ,,Hér er hægt að kaupa stóra hluti og smáa, Við erum til dæmis með kertastjaka, kerti, servíettur, dúka, púða og fallega myndaramma sem eru tilvaldir fyrir foreldra sem vilja gefa afa og ömmu fallega mynd af afkomendunum. Fyrir utan smávöruna seljum við húsgögn; borðstofuborð- og stóla, sófa og hægindastóla. Við höfum líka verið að prófa okkur áfram með hús- gögn í barnaherbergi, svo sem kommóður, fataskápa, rúmgafla, borð og stóla og þessum vörum hefur verið ákaflega vel tekið. Við erum líka með alls kyns skraut í barna- herbergi, handklæði og sængurver, að ógleymdum mjúku böngsunum sem öll börn, stór sem smá, elska.“ Margrét segir starfsfólkið skella sér á jólahlaðborð til þess að komast í réttu stemninguna áður en verslunin fyllist af fólki í hátíðarskapi. Að lok- um segir hún starfsfólkið hlakka til að selja fallegu hlutina sem fylla hvern krók og kima í versluninni og minna á gleðileg jól. Hlakkar til Margrét Einarsdóttir hlakkar til að taka á móti gestum og gangandi á Laugaveginum. Stórt og smátt í jólapakkana Jólalegt Mjallhvít jólatré eru líka skemmtileg á að horfa. Ljós Glitrandi kerti og góð bók eða mynd hæfir vel í skammdeginu. Frumlegt Hér er Óli Lokbrá útbú- inn sem sofandi jóladagatal. Gegnsætt Nettar vínþrúgur úr gleri eru skemmtilegt jólaskraut. Gefum góðar stundir Gjafakort Þjóðleikhússins er kjörin jólagjöf fyrir fjölskylduna eða fyrirtækið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.