Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 22
|föstudagur|30. 11. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Hringur nefnist kærleikskúlan í ár sem
Eggert Pétursson hannar til styrktar
lömuðum og fötluðum. »25
Lyng kúrir í kúlu
Stefanía Valdís Stefánsdóttir eldar holl-
an mat í dagsins önn og gefur upp-
skriftirnar út á bók fyrir jólin. »24
Eldað í önnum
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Meðan flest okkar reyna að vera ífríi um helgar í desember til aðsinna jólastússi verður Ragn-heiður Harvey á bólakafi í vinnu.
Hún er nefnilega dagskrárfulltrúi Norræna
hússins, sem mun iða af lífi og fjöri helgarnar
fram að jólum.
„Við byrjum dagskrána á fullu á laug-
ardag,“ segir hún þegar slegið er á þráðinn til
hennar. „Þrjár fyrstu helgarnar í desember
verðum við með handverks- og hönn-
unarbasar í kjallaranum, þar sem 20 íslenskir
hönnuðir munu sýna og selja vörur sínar.
Sömu helgar verður barnadagskrá í bókasafn-
inu og salnum með upplestri, söng, barnakór-
um og strengjabrúðuleikriti. Allar helgarnar
fram að jólum verðum við svo með norrænt
jólahlaðborð í hádeginu, þar sem borð munu
svigna undan síld, sænskri jólaskinku, rifj-
asteik með rauðkáli, dansk æbleflesk, ris a la
mande og öðru sem þekkist í norrænum jóla-
mat. Danski matreiðslumaðurinn Mads Holm
sér um hlaðborðið en hann hefur verið dug-
legur við að kynna nýja norræna matargerð á
Íslandi. Ég get því lofað að þetta verður gott.“
Helsta nýbreytnin í Norræna húsinu felst
hins vegar í jóladagatalinu, sem verður alla
daga fram að jólum. Daglega í hádeginu, nán-
ar tiltekið kl. 12:34, munu listamenn troða upp
með 15-20 mínútna atriði í kaffiteríunni, and-
dyrinu eða salnum. „Það er leyndarmál hvað
er á bak við gluggann hverju sinni, rétt eins
og með önnur jóladagatöl,“ segir Ragnheiður
íbyggin. „Við getum samt raupað af því að
þetta eru meira og minna landsþekktir lista-
menn og mikið um tónlist. Nöfn á borð við
Megas, Mugison, Egil Ólafsson og Ólöfu Arn-
alds ættu að gefa hugmynd um á hvaða mæli-
kvarða listamennirnir eru.“
Talið upp að fjórum
Hún segir upplagt að njóta þessa óhefð-
bundna dagatals eftir að hafa fengið sér í
gogginn á kaffiteríunni í hádeginu á virkum
dögum, eða eftir jólahlaðborð um helgar. Það
liggur því beinast við að forvitnast um tíma-
setningu uppákomanna – hvort kannski sé bú-
ið að reikna það vísindalega út að það taki 34
mínútur að borða á jólahlaðborði?
Ragnheiður skellir upp úr. „Nei, alls ekki.
Gestirnir geta vel notið dagatalsins með
kaffinu eða ris a la mande eða setið lengur ef
þeim sýnist svo. Tímasetningin, 12:34, var ein-
faldlega valin því það er létt að muna hana,“
segir hún og telur upp að fjórum. Engin flókin
vísindaleg stærðfræði þar að baki.
„Eftir að hafa borðað og notið dagatalsins
er svo upplagt að fara með börnin inn á bóka-
safn og leyfa þeim að njóta dagskrárinnar þar
áður en fjölskyldan skellir sér á hönn-
unarmarkaðinn til að kaupa jólagjafirnar,“
heldur Ragnheiður áfram. „Eiginlega verður
hægt að fá allt hér í Norræna húsinu í desem-
ber. Og það verður róleg og góð stemning –
ekki neinn hávaði eða áreiti. Við skiljum jóla-
stressið eftir langt í burtu enda er það bara
friðsældin í Vatnsmýrinni sem ræður hérna
ríkjum.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Eftirvænting Ragnheiður hlakkar til aðventudagskrár Norræna hússins sem hefst með pompi
og prakt á morgun og er fyrir börn sem fullorðna.
Jólastressið
víðsfjarri
Vatnsmýrinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Meistari Megas gæti gægst úr einhverjum
glugga jóladagatals Norræna hússins.
„Tímasetningin, 12:34, var ein-
faldlega valin því það er létt að
muna hana,“ segir hún og telur
upp að fjórum.
Göngutúrinn Ekkert er eins afslappandi og gott og göngutúr á Ægissíðunni.
Tónlistin Djass og klassísk tónlist, t.d. norski bassaleikarinn Terje Gewelt og píanóleik-
arinn Christian Jacob, flautukonsertar Mozarts og meistaraverk Bachs.
Bókin Næturvaktin eftir japanska rithöfundinn Natsuo Kirino.
Kvikmyndin Veðramót, ein af athyglisverðu íslensku kvikmyndunum síðustu tveggja ára.
Ragnheiður mælir með…
undan og ofan af bók-
um sínum og önnur
gefa færi á spurn-
ingum, nema hvort-
tveggja sé.
Þessar lestr-
arstundir hafa oft
kveikt í Víkverja
löngun til þess að
kynnast bókum betur
og beinlínis stuðlað að
bókakaupum. Það er
þá ekki síðri seinni
lota að hagræða sér í
stólnum heima, þess
vegna með kakó við
höndina, og lesa bók-
ina upp til agna, treina sér síðustu
síðurnar en verða svo að lesa þær
líka. Einhverju sinni las Víkverji
um lestrarhest, sem hætti alltaf
þegar að lokakaflanum kom, því
hann taldi sig ekki myndu þola
sögulokin. Víkverji lætur sig nú
hafa það að klára
bækurnar.
Lengri dagar í des-
ember hafa lengi ver-
ið efstir á óskalista
Víkverja. Kannski er
nú komið að þeim!
x x x
Víkverji bíðurspenntur eftir
viðbrögðum við skáld-
sögu Þórunnar Erlu-
Valdimarsdóttur um
glæp; Kalt er annars
blóð, sem hún til-
einkar höfundi
Brennu-Njáls sögu. Þórunn leiðir
saman nútímann og miðaldir og
speglar okkur við þá Gunnar og
Njál og samtímamenn þeirra. Það
skyldi þó ekki vera að mann-
skepnan sé söm við sig, þótt um-
hverfið taki aldaskiptum.
Kollegi Víkverja og vinkonakom fram í sjónvarpsþætti á
dögunum. Eftir þáttinn fékk hún
tölvupóst frá kynsystur sinni, sem
hafði horft á þáttinn. En ekki orð
um efni þáttarins eða frammistöðu
þátttakenda, heldur hafði klipping
kollega Víkverja hrifið áhorfand-
ann svo að hún sagði hana ekki
víkja úr huga sér. „Gætirðu nokk-
uð sagt mér, hvar þú lézt klippa
þig?“
Þegar Víkverji heyrði þetta
tuldraði hann sitt um umbúðir og
innihald – á skjánum.
x x x
Nú er mikil gósentíð; rithöf-undar á hverju horni að lesa
upp úr verkum sínum. Víkverji
veit fátt betra en heitt kakó í bolla
í bland við upplestur úr nýjum
bókum. Svo eru skáldin örlát á
tíma sinn; sum segja hlustendum
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Tr
ef
lar
o
g
sk
ar
t
Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími 561 6262 • www.kisan.is
Opið MÁN - FIM 10:30 - 18:00 FÖS 10:30 - 19:30 LAU 10:30 - 18:00
C O N C E P T S T O R E
Sonia Rykiel, Epice, Valeur, Pellini,
Isabel Marant, Nathalie Costes, Jerome Gruet ...