Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 21
AUSTURLAND
Eftir Líneyju Sigurðardóttur
Þórshöfn | Ráðstefna um atvinnu-
mál í Langanesbyggð var haldin í
félagsheimilinu á Þórshöfn sl. laug-
ardag, að frumkvæði atvinnumála-
nefndar Langanesbyggðar í sam-
ráði við Atvinnuþróunarfélag
Þingeyinga. Auk heimamanna
mættu góðir gestir til fundar, m.a.
Össur Skarphéðinsson iðn-
aðarráðherra og þingmennirnir Val-
gerður Sverrisdóttir og Stein-
grímur J. Sigfússon.
Össur flutti opnunarerindi á ráð-
stefnunni og kom inn á marga
þætti, sem snerta uppbyggingu og
atvinnulíf almennt. Að hans mati er
æskileg framtíðarsýn hér að landið
geti orðið eitt búsetu- og atvinnu-
svæði og að landsmenn hafi allir
jafnan aðgang að grunngæðum í
samfélaginu. Þar er enn nokkuð
langt í land, þótt úrbætur séu stöð-
ugt í gangi, t.d. umbætur á vega-
kerfi og í fjarskipta- og mennta-
málum, svo eitthvað sé nefnt. Á leið
sinni til Langanesbyggðar varð ráð-
herrann til dæmis var við mjög
stopult gsm-samband.
Enginn bölmóður
Atvinnumálaráðstefna með líku
sniði og þessi var haldin hér fyrir
tveimur árum. Úrvinnsla hugmynda
og tækifæra, sem þá komu upp, er
þegar farin að skila sér og því var
tímabært að blása til nýrrar ráð-
stefnu og halda áfram til sóknar.
Þótt hér sé um jaðarsvæði að ræða
hafa heimamenn verið lausir við all-
an bölsýnistón og horft jákvæðir til
framtíðar í leit að nýjum tækifær-
um, en það taldi Össur eftirtekt-
arvert og um leið einkar ánægju-
legt. Ef heimamenn hafa ekki sjálfir
trú á því sem þeir eru að gera eða
ætla sér að gera, þá er ekki við því
að búast að aðrir hafi trú á því.
Á ráðstefnunni var farið yfir
stöðu atvinnu- og þróunarmála al-
mennt í byggðarlaginu. Spurn-
ingum var varpað fram: Hvernig
störf þurfum við og viljum? Hvernig
er staðan núna og hvernig viljum
við að hún þróist? Eru næg atvinnu-
tækifæri hér? Búum við yfir góðum
hugmyndum og hvernig má þá
hrinda þeim í framkvæmd? At-
vinnumálaráðstefna í heimabyggð
er réttur vettvangur fyrir slíkar
vangaveltur.
Fram kom að mikilvægt er að
treysta þann grunn sem fyrir er á
svæðinu, gróin fyrirtæki sem og
frumkvöðla, en vaxtarmöguleikar í
byggðarlaginu eru miklir. Í deigl-
unni er vaxtarsamningur sem At-
vinnuþróunarfélagið leggur nú drög
að við iðnaðarráðuneytið og sem
stefnt er að að undirrita fyrir ára-
mót.
Tryggvi Finnsson, formaður At-
vinnuþróunarfélags Þingeyinga, fór
yfir helstu áherslur í væntanlegum
vaxtarsamningi. Fram kom einnig í
erindi Tryggva að ferðamála-
fulltrúinn Sif Jóhannsdóttir hefði
verið ráðinn til svæðisins, sem er
mjög jákvætt því miklir möguleikar
eru þar ónýttir í ferðaþjónustu og
fór Sif yfir þau málefni á fundinum.
Drekasvæðið, kræklingarækt
og Strandabúið
Framfarir hafa orðið í byggð-
arlaginu og ný fyrirtæki orðið til,
s.s. Fánasmiðjan og Fiskmarkaður
Þórshafnar, vinnsla hefur hafist á
spæni úr rekaviði og hjá Íslenskum
kúfiski standa yfir rannsóknir á
áhugaverðu þróunarverkefni; að
vinna úr kúskelinni hágæðakalk sem
stenst kröfur í lyfjaiðnaði.
Björn Ingimarsson sveitarstjóri
gerði grein fyrir ýmsum hugmyndum
sem eru til skoðunar hjá Langanes-
byggð, s.s. þjónustumiðstöð við olíu-
rannsóknir á svokölluðu Drekasvæði
sem, ef af yrði, skapaði hátt í 100
störf auk þess að skapa mikla þróun-
armöguleika gagnvart þjónustu við
siglingar um norðurhöf. Í máli sveit-
arstjóra kom fram að tekin hefði ver-
ið ákvörðun um að hefja tilraunaeldi
á bláskel í Þistilfirði og Bakkaflóa.
Um væri að ræða tilraunaverkefni
sveitarfélagsins og útgerðaraðila á
svæðinu.
Einnig kynnti sveitarstjóri Langa-
nesbyggðar hugmyndir um eflingu
sauðfjárbúskapar á svæðinu en upp-
bygging 2000 kinda fjárbús er til
skoðunar á austanverðri Langanes-
strönd, fyrrum Skeggjastaðahreppi.
Það svæði er nánast að fara í eyði
og fjallskil eru erfið og sagði Björn
tilganginn að nýta á ný gjöful rækt-
ar- og beitarlönd og um leið að snúa
við þessari þróun. Ef hugmyndin
reynist raunhæf yrði þarna um að
ræða eitt stærsta fjárbú landsins,
sem yrði mikil lyftistöng fyrir land-
búnaðinn á svæðinu.
Í lok ráðstefnunnar tóku um-
ræðuhópar til starfa en niðurstöður
þeirra verða síðan kynntar á sér-
stökum framhaldsfundi, sem verður
haldinn í byrjun janúar, og rætt um
næstu skref.
Mikilvægt að treysta grunninn
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Atvinna Fjölmenni var á atvinnumálaráðstefnunni á Þórshöfn. Meðal annars komu nokkrir gestir langt að og létu
ekki veður og færð koma í veg fyrir það. Margt áhugavert kom fram á ráðstefnunni.
Áhugaverð at-
vinnuráðstefna í
Langanesbyggð
LANDIÐ
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Seyðisfjörður | Netaverkstæði á
Seyðisfirði, þar sem fjórir til fimm
menn hafa starfað undir merkjum
Fjarðarnets, verður lokað um ára-
mót. Á verkstæðinu er einkum gert
við veiðarfæri togarans Gullvers og
línubáta sem landa á staðnum.
„Það er að nálgast tuttugu ár sem
við elstu mennirnir höfum unnið hér.
Fyrst hét þetta Fjarðarnet, svo
Neta- og veiðarfæragerðin, þá Neta-
gerð Friðriks Vilhjálmssonar og
núna Fjarðarnet, sem starfrækt er
hér og á Neskaupstað, Akureyri og
Ísafirði,“ segir Ólafur Vigfússon,
einn starfsmanna netaverkstæðis-
ins. Karlarnir á verkstæðinu sögðust
á miðvikudag ekki hafa hugmynd um
hvort ætti að loka, hvenær né hvers
vegna. Til hefði staðið að byggja
netagerð á Vopnafirði en búið væri
að blása það af. Það yki kannski eitt-
hvað líkur á að netaverkstæðið á
Seyðisfirði yrði áfram. Búið er þó að
segja öllum upp og þeir segja það
einn angann af niðurskurðinum í
kvóta. Þegar spurt er hvað þeir ætli
að gera, missi þeir vinnuna, er svarið
á sömu lund, ekki neitt því ekkert sé
að hafa annað. Þeir eru allir, utan
einn, komnir af léttasta skeiði, farið
að styttast hjá þeim hinum í eftir-
launaaldur þótt misjafnlega mikið
sé. „Það kæmi nú verulega á óvart ef
fyrirtækið myndi brúa það, en ekki
þar fyrir að þeir hafi reynst okkur
illa. Auðvitað hefur maður áhyggj-
ur,“ segir Guðjón Óskarsson, sem
situr við saumavélina. Yngsti starfs-
maðurinn, Alexander Einarsson, tal-
ar um að róa á önnur mið en Seyð-
isfjörð ef hann missi vinnuna á
netaverkstæðinu. Þeir segja útgerð-
ina enn við lýði á Seyðisfirði, Gullver
sé búið að vera þar síðan 1959 og
ekkert bakslag þar. Vinnsla sé nokk-
uð stöðug í frystihúsinu og 20 til 30
manns hafi vinnu þar.
Jón Einar Marteinsson, forstjóri
Fjarðarnets, staðfesti í gær að neta-
gerðinni verður lokað um áramót.
Ástæðan er samdráttur í sjávarút-
vegi undanfarin ár og ekki séu næg
verkefni lengur á Seyðisfirði til að
halda verkstæðinu úti. Undanfarið
hafi 3-5 menn unnið þar og þeim nú
verið sagt upp.
Ekki að neinu að
hverfa eftir uppsögn
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Áhyggjufullir Þeir Rúnar, Guðjón, Ólafur og Alexander missa vinnuna.
Seyðisfjörður | Tryggvi Harð-
arson, fv. bæjarstjóri á Seyðisfirði,
er að gefa út bók um lífshlaup Ey-
þórs Þórissonar, veitingamanns á
Kaffi Láru og eiganda verslunar-
innar Óskar á Seyðisfirði. Bókin
ber nafnið Engin miskunn – El
Grillo karlinn og kom hún út í gær.
„Eyþór hefur víða komið við og
brennivínið fylgt honum eins og
skugginn alla tíð. Samt hefur hann
alltaf komið standandi niður og er í
raun merkilegasti maður,“ segir
Tryggvi.
Eyþór hefur staðið í veitinga-
rekstri frá unga aldri. Hann byrjaði
í Hvalfirðinum í sjoppurekstri, opn-
aði svo sjoppu við Geitháls og hafði
þá fyrsta nætursöluleyfið á Íslandi
og í Ferstiklu síðar. Eftir að sá
rekstur fór í vitleysu hélt hann til
Danmerkur, lagðist svo í siglingar
og opnaði því næst verslun og
glæsilegan veitingastað í Osló.
Þegar allt fór í þrot kom hann til
Íslands, fór í langa meðferð, var
kokkur á skipi og fór að versla
meðfram því. Hann stofnaði veit-
ingastaðinn Caruso í Reykjavík
með bróður sínum, seldi hann og
keypti Hótel Snæfell á Seyðisfirði
árið 1996. Hann seldi hótelið en á
nú kaffihús og verslun á staðnum.
Eyþór lét framleiða fyrir sig sér-
staka bjórtegund undir nafninu El
Grillo sem hefur náð nokkrum vin-
sældum. Hann leitar nú kaupanda
að versluninni Ósk, en ella stendur
til að loka henni innan tíðar.
Síðasta ballið hans Eyþórs
„Hann er ótrúlega vel haldinn
karlinn miðað við slarkið og er hinn
sprækasti þótt hann taki stundum
stutta fyllerístúra,“ segir Tryggvi,
sem gefur bókina út sjálfur undir
útgáfunafninu Brokkur og er að
byrja að dreifa upplaginu, sem er
3.000 eintök. Á laugardag verður
útgáfugildi á Kaffi Láru á Seyð-
isfirði sem hefst kl. 15. Kl. 17 verð-
ur opnuð bókasýning í Skaftfelli,
rithöfundar lesa þar úr verkum sín-
um, og um kvöldið heldur Eyþór
ball í félagsheimilinu Herðubreið,
sem hann segir síðasta ballið sem
hann ætli að standa fyrir.
Kápumynd/Brokkur
Ný bók um El Grillo-karlinn
KÁRAHNJÚKAVIRKJUN verður
gangsett formlega í dag. Á vettvangi
verða m.a. fjármálaráðherra, iðnað-
arráðherra og fleiri gestir.
Páll Magnússon, stjórnarformað-
ur Landsvirkjunar, og Össur Skarp-
héðinsson iðnaðarráðherra ávarpa
gesti í Fljótsdalsstöð kl. 13.30.
Þá lýsir Guðmundur Pétursson yf-
irverkefnisstjóri mannvirkjum.
Ráðherrarnir Árni M. Mathiesen
og Össur Skarphéðinsson ræsa síðan
vélar nr. 5 og 6 og Árni Benediktsson
verkefnisstjóri afhendir Georg Þór
Pálssyni stöðvarstjóra ræsitölvu vél-
anna.
Athöfninni verður fram haldið í
hlaðhúsi Fljótsdalsstöðvar, þjón-
ustubyggingunni við munna að-
komuganga stöðvarhússins.
Þar flytja ávörp Friðrik Sophus-
son, forstjóri Landsvirkjunar, Árni
M. Mathiesen fjármálaráðherra og
Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti
Fljótsdalshrepps. Athöfninni lýkur
síðdegis.
Gangsetningarathöfn
Kárahnjúkavirkjun formlega af stað
Egilsstaðir | Tveir afmælisfagnaðir
verða á Egilsstöðum í dag.
Annar er hjá Svæðisútvarpinu á
Austurlandi, sem heldur upp á starf-
semi í 20 ár kl. 15-18 í húsakynnum
sínum. Öllum velunnurum er boðið í
heimsókn og geta menn kynnt sér
starfsemina og útsending verður
óvenjulöng í tilefni dagsins.
Þá fagnar Bókasafn Héraðsbúa 50
ára starfsafmæli í Safnahúsinu á Eg-
ilsstöðum milli kl. 14 og 19. Þangað
eru gestir og gangandi boðnir vel-
komnir.
Fagna ára-
tuga afmælum
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
www.simnet.is/heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í , Skólavörðustíg 16
Borgartúni 24 - Hæðarsmára 6
Fjarðarkaupum
Lífsinslind í Hagkaupum
Heilsuhúsið Selfossi
Kelp
Fyrir húð, hár og neglur