Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is RÍKISENDURSKOÐUN leggur til að yfirvöld kanni til hlítar möguleika á því að koma á fót gagnagrunni yfir gjaldeyriskaup og fjármagns- færslur milli landa. Stofnunin telur jafnframt eðli- legt að lögreglu- og tollyfirvöld hefðu aðgang að slíkum grunni. Er þetta ein af mörgum tillögum sem stofnunin bendir á í stjórnsýsluúttekt á ráð- stöfunum gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna. Markmið úttektarinnar var að svara því hvort yfirvöld gætu gert meira til að koma í veg fyrir fíkniefnasmygl og hvort þau viti hvaða áhrif eft- irlit á landamærum hefur á umfang smyglsins. Komst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að yfirvöld viti ekki með vissu hvaða áhrif aðgerðir þeirra hafa og telur stofnunin að nýta megi betur þá fjármuni sem varið er til þessa verkefnis, s.s. með bættum aðferðum við áhættustjórnun og efldri samvinnu stofnana – aðallega tollyfirvalda og lögreglu. Stofnunin telur þá að herða þurfi eft- irlit með tilteknum flutningsleiðum, en ábending- ar varðandi þann lið eru trúnaðarmál. Þá er lagt til að gerð verði kostnaðargreining vegna fíkniefnaeftirlits á landamærum. Götuvirðið um fimm milljarðar króna Í úttekt stofnunarinnar kemur fram að viðbún- aður vegna fíkniefnasmygls sé að vissu leyti meiri hér en víða annars staðar. Á árunum 2003-2006 komu yfirvöld upp um 493 tilraunir til fíkniefna- innflutnings – samtals um 180 kg – og er götuvirði haldlagðra fíkniefna á síðasta ári talið nema tæp- lega fimm milljörðum króna. Ekki er talið að hægt sé að koma í veg fyrir fíkniefnasmygl en meðal þess sem lagt er til eru frekari ráðstafanir til að minnka hættu á að þeir sem starfa á tollvöru- og hafnarsvæðum taki þátt í smygli, s.s. með því að löggæsluyfirvöld kanni ávallt bakgrunn starfsmanna. Einnig að strangari kröfur verði gerðar til flutningafyrirtækja. Betur má nýta fjármagn til aðgerða gegn fíkniefnasmygli Stjórnvöld vita ekki hvaða áhrif aðgerðir þeirra hafa á umfang fíkniefnamarkaðar LAGT er til í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoð- unar að reglugerð um Vaktstöð siglinga verði breytt þannig að skipum sem koma erlendis frá verði gert skylt að láta vita um komu sína inn í landhelgi Íslands með sólarhrings fyrirvara. Tilkynningaskyldan í dag er á þá leið að skip þurfa að láta vita 24 klst. fyrir komu sína til hafnar. Telur stofnunin að skip geti því komið að landinu og lónað skammt frá ströndinni. Því sé auðvelt að sigla báti að skipinu og sækja þangað ólöglegan varning. Einnig er lagt til að yfirvöldum verði heim- ilað að sekta smærri skip sem ekki fara að þessari reglu, og að fylgst verði sérstaklega með skipum sem staðin verða að brotum á henni. Vill breyta reglum um tilkynningaskyldu MAÐURINN sem lést í umferð- arslysi á Suður- landsvegi á mið- vikudag hét Eiríkur Sigurðs- son, til heimilis á Grundatjörn 6 á Selfossi. Eiríkur var fæddur 31. janúar 1931. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn. Slysið átti sér stað skammt frá Litlu kaffistofunni á öðrum tímanum á miðvikudag. Tildrög þess eru enn ókunn og til rannsóknar. Banaslys það sem af er ári eru fjórtán talsins, þar af fjögur á Suður- landsvegi. Lést í um- ferðarslysi Geðhjálp mun við ráðstöfun síns hluta söfnunarfjárins einbeita sér að ungu fólki á aldrinum 12-25 ára sem á við geðraskanir að stríða. Ætlunin er m.a. að efla, styrkja og samþætta þau úrræði sem víða eru í boði en eru ekki nægjanlega sýni- KIWANISHREYFINGIN á Íslandi afhenti í gær Geðhjálp, BUGL og Forma 14 milljónir króna sem söfn- uðust í landssöfnuninni Lykill að lífi til styrktar geðsjúkum og aðstand- endum þeirra. Salan á K-lyklinum fór fram í byrjun október. Kiwanisfélagar og annað sölufólk gekk í hús og versl- unarmiðstöðvar, auk þess sem K-lykillinn var seldur í Bónusversl- unum og á þjónustustöðvum Olís. Sparisjóðirnir á Íslandi, Toyota, Olís og Bónus voru bakhjarlar verkefnisins. Sparisjóðirnir á Ís- landi voru jafnframt fjárvörsluaðili söfnunarinnar. Kiwanishreyfingin á Íslandi hef- ur allt frá árinu 1974 staðið fyrir landssöfnun þriðja hvert ár með sölu á K-lyklinum. Ágóðinn hefur runnið til fjölda verkefna til hjálpar geðsjúkum. Að þessu sinni var sjón- um sérstaklega beint að ungu fólki sem glímir við geðræn vandamál. leg eða aðgengileg. BUGL hyggst nýta sinn hluta söfnunarfjárins til verkefna sem gera legudeildar- sjúklingum kleift að fá þjálfun og afþreyingu utan deildarinnar. Forma mun nýta styrkinn til að efla ráðgjafarstarfsemi sína um land allt svo átröskunarsjúklingar eigi auðveldara með að leita sér hjálp- ar. Einnig verður komið á fót skipu- legri forvarnafræðslu í 8. bekk grunnskóla og 1. bekk framhalds- skóla til að sporna við fjölgun át- röskunarsjúklinga. Gefið til góðra verka Kiwanis afhenti afrakstur af sölu K-lykilsins, 14 milljónir króna Morgunblaðið/Frikki Afhending F.v. Svanur Kristjánsson, Eggert S. Sigurðsson, Guðrún B. Guðmundsdóttir, Linda Kristmundsdóttir, Vilborg G. Guðnadóttir, Ósk Sigurðardóttir, Edda Ýrr Einarsdóttir, Gylfi Ingvarsson og Bernhard Jóhannesson. ♦♦♦ ♦♦♦ AMERÍSKI tón- listarmaðurinn Rufus Wain- wright heldur tónleika í Há- skólabíói 13. apr- íl næstkomandi. Það er Grímur Atlason, tón- leikahaldari og bæjarstjóri á Bol- ungarvík, sem stendur fyrir komu Wainwrights til landsins. „Ég heyrði í Wainwright fyrst fyrir nokkrum árum og byrjaði að reyna að fá hann til landsins fyrir rúmlega tveimur árum, alveg síðan ég flutti inn Antony and the John- sons. Ég sá hann líka á Hróars- keldu-tónlistarhátíðinni í fyrra og finnst hann algjör snillingur,“ segir Grímur. „Tónleikarnir hér á landi eru partur af Evróputúr hans sem verður tilkynnt um á morgun.“ Aðeins verða þessir einu tón- leikar í boði 13. apríl og kemur Wainwright þar einn fram með píanó og gítar. Miðasala hefst 6. desember og að- eins verða um 900 miðar í boði. Rufus Wainwright Rufus Wain- wright kemur ALLS fær Mannréttindaskrifstofa Íslands eyrnamerktar tíu milljónir kr. í nefndaráliti meirihluta fjárlaga- nefndar. Í Fjárlögum fyrir árið 2008 var hins vegar gert ráð fyrir að átta milljónum kr. yrði varið til mannrétt- inda, líkt og undanfarin ár. „Við höfum verið að berjast fyrir því að fá aftur eyrnamerkt fé og þetta er mikið gleðiefni,“ segir Guð- rún Dögg Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrif- stofu, en frá árinu 1996 til 2005 var gert ráð fyrir fé til skrifstofunnar. Í Fjárlögum fyrir árið 2005 var hins vegar horfið frá því að eyrnamerkja stofnuninni fé og í stað þess var gert ráð fyrir fjármunum til mannrétt- indamála og Mannréttindaskrifstof- an þurfti að sækja um styrki til að fá hluta af þeirri upphæð. Hún segir að ef tillaga meirihluta fjárlaganefndar gangi eftir verði hægt að stórefla starfsemi stofnunar- innar, þannig að hún komist í ásætt- anlegt horf. „Við höfum t.a.m. aðeins haft einn starfsmann sem er algjör- lega óviðunandi,“ segir hún. Fé til rekstrar og launakostnaðar hafi setið á hakanum. „En þetta tryggir sjálf- stæði okkar sem var ekki áður.“ Sjálfstæði Mannrétt- indaskrif- stofu tryggt „MÉR finnst þetta mjög góð hugmynd og líst vel á þessa útfærslu,“ segir Þórólfur Þórlindsson, for- stjóri Lýðheilsustöðvar, en borgarráð samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að 100 milljónum króna verði ár- lega næstu þrjú árin varið til hverfistengdra verkefna á sviði forvarna. Stofnaður verður 300 millj- óna króna sjóður, Forvarna- og framfarasjóður Reykjavík- urborgar, sem úthlutað verður úr tvisvar á ári. Einstök verk- efni geta varað frá þremur mánuðum til þriggja ára og verða árangursmetin a.m.k. árlega. Forvarnasjóð- ur Reykjavíkurborgar, sem heyrir undir velferð- arráð, hefur fram til þessa úthlutað 10 milljónum króna á ári. Í upplýsingum frá borginni kemur fram að markmiðið sé að efla starfsemi hverfaráða verulega, en gert er ráð fyrir því að hverfaráð aug- lýsi eftir hugmyndum að verkefnum eða hafi frum- kvæði að þeim í samvinnu við þjónustumiðstöðvar sem bera ábyrgð á samhæfingu forvarnastarfs í hverfum samkvæmt forvarnastefnu Reykjavíkur- borgar. Eflir nærsamfélagið og eykur félagsauð „Ég tel að þetta sé mjög mikilvæg breyting á forvarnastefnu Reykjavíkurborgar. Þarna er ekki bara verið að auka fjármagnið heldur á að úthluta þessu fjármagni mjög skynsamlega, þ.e. úthlutað er í tengslum við stefnu sem þegar liggur fyrir, auk þess sem árangursmeta á öll verkefni. Jafn- framt er verið að efla nærsamfélagið og auka fé- lagsauð í hverfunum,“ segir Þórólfur og tekur fram að með svona stórauknu átaki náist líka fram ákveðin samlegðaráhrif þar sem hin ólíku verkefni muni efalaust skarast og þannig styrkja hvert annað. Bendir hann á að þannig nýtist fjármun- irnir sem settir séu í málaflokkinn mun betur en ella. Fé til forvarna stóraukið  Borgin setur 100 milljónir árlega næstu þrjú árin í eflingu forvarna  Forstjóri Lýðheilsustöðvar fagnar hugmyndinni  Jákvætt að árangurstengja verkefnin Morgunblaðið/Sverrir Forvarnastefna Reykjavíkurborg stefnir að því að efla verulega starfsemi hverfaráða. Þórólfur Þórlindsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.