Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 52
Viðbúnaður Fjallað var um uppákomuna í frétt- um kanadísku sjónvarpsstöðvarinnar CTV og sýnt frá því þegar sprengjuleitarvélmenni lög- reglunnar fjarlægði gervisprengju Þórarins. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is GÖTUR í nágrenni Royal Ontario Museum í Tor- onto í Kanada voru rýmdar og fjöldi lögreglu- og sprengjuleitarmanna kallaður til eftir að listnem- inn Þórarinn Jónsson kom þar fyrir pakka seinni part miðvikudags sem var merktur upp á ensku: „Þetta er ekki sprengja.“ Í honum var að finna fremur frumstæða eftirlíkingu af sprengju. Þór- arinn hringdi jafnframt á skrifstofu safnsins eftir að hafa komið pakkanum fyrir og tilkynnti að það væri ekki sprengja þar innandyra. „Svo skellti ég bara á og fór beint í skólann,“ sagði Þórarinn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Uppátækið var að sögn Þórarins hluti af lokaverkefni hans í námskeiði um vídeólist. Veitingahús í nágrenninu voru rýmd og aflýsa þurfti fjáröflunarsamkomu góðgerðarsamtaka sem fara átti fram á safninu um kvöldið. Lögreglan í Toronto rannsakar málið, en seinni- partinn í gær höfðu böndin ekki enn borist að Þór- arni. Þórarinn flutti fyrirlestur um gjörninginn í skólanum að honum loknum. Þar sýndi hann líka tvær stuttmyndir þar sem sprenging verður á safninu sem hann setti síðan á myndbandavefinn YouTube, merktar sem gerviupptökur af gervi- sprengingu. Þórarinn segist með verkinu vera að feta í fót- spor listamanna á borð við Marcel Duchamp. „Þetta er mjög greinilega skúlptúr af sprengju, en ekki sprengja. Svo tek ég hann og skil hann eftir á almennum stað og þar með er hann kominn í ann- að samhengi. Þá hættir hann að vera skúlptúr og verður að sprengju,“ segir Þórarinn. „Það er synd að allt skyldi fara svona í háaloft, en jafnframt eru viðbrögð almennings, lögreglu og þeirra sem voru á staðnum mjög mikilvægur hluti af verkinu, því það er áhorfandinn sem færir merkingu í hlutinn. Sprengjuleitarróbótinn er leikari í verkinu.“ Þórarinn á von á því að heyra frá kanadískum lögregluyfirvöldum innan skamms, en hann leitaði ráða lögfræðings áður en hann framdi gjörning- inn. „Hann sagði mér að fyrst ég tæki skýrt fram að sprengjan og upptökurnar væru ekki alvöru væri ég ekki að brjóta nein lög. Í mesta lagi er hægt að kæra mig fyrir óspektir en við þeim eru væg viðurlög.“ „Þetta er ekki sprengja“ Mikill viðbúnaður lögreglu í Toronto vegna gervisprengju íslensks listnema „Sprengjuleitarróbótinn er leikari í verkinu,“ segir Þórarinn Jónsson Skúlptúr Þórarinn Jónsson með listaverkið sem olli uppþotinu á ROM-safninu í Toronto. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Stefnt að mikilli upp- byggingu í miðborginni Samson Properties fær stóra lóð í Vatnsmýri í skiptum náist samn- ingar um uppbyggingu Listaháskóla Íslands á Frakkastígsreit í miðborg Reykjavíkur. Borgarráð hyggst einnig semja við Samson um kaup á eignum borgarinnar á svokölluðum Landsbanka-Barónsreit. Þar á að rísa miðborgarkjarni með verslunar- og þjónustuhúsnæði, skrifstofum og íbúðum. » Forsíða, 20 Aukið fé til forvarna Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að verja 300 milljónum króna á þremur árum til hverfis- tengdra forvarnaverkefna. »2 Mjög alvarlegt atvik Rannsóknarnefnd sjóslysa telur árekstur flutningaskipsins Axels við Borgeyjarboða mjög alvarlegt atvik og rannsakar málið. »6 SKOÐANIR» Staksteinar: Málfrelsi og málþóf Forystugreinar: Tvö skattþrep? | Í landi allsnægtanna Viðhorf: Herrar og hleypidómar Ljósvakinn: Góð sunnudagsstund UMRÆÐAN» Séra Gunnar og afstæðishyggjan Byggðakvóti er tímaskekkja Tíu litlir geðsjúklingar Vítisenglar og skrifstofublækur Volvo fær vísindaverðlaun f. bílsæti Að koma köldum bíl í gang Ódýrari tryggingar f. franskar konur Reynsluakstur á Audi Allroad BÍLAR» & & & & #& &###  5$ " %6'$0 - % 7$ ($"0$ & # & & & &# # &## &# &# / 8!3 ' &# & & & & & # &## & 9:;;<=> '?@=;>A7'BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA'88=EA< A:='88=EA< 'FA'88=EA< '4>''AG=<A8> H<B<A'8?H@A '9= @4=< 7@A7>'4-'>?<;< Heitast 5 °C | Kaldast 0 °C Norðaustan 13-25 m/s, hvassast nv-til. Éljagangur f. norðan, rigning eða slydda sa- og a-lands en þurrt sv-til. » 10 Dr. Spock og Dr. Gunni leiða saman hesta sína. Líkt og stormviðri á sjó sem dettur niður í spegil- slétta rúmbu. »42 TÓNLIST» Doktorarnir rokka TÓNLEIKAR» Bubbi og stórsveit með aukatónleika. »44 Tónlistarkonan Haf- dís Huld tekur fyrir Guð, róló, engla, ull- arsokka og brauð með osti á kristilegri barnaplötu. »48 PLÖTUR» Englar í ullarsokkum FRUMSÝNINGAR» Lúðar, leigumorðingi og alheimsflakk. »46 AÐALSKONA» Ljós en litríkur Vest- urbæingur. »47 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Háskólastúdína lifði tvöföldu lífi 2. Hálfnakin á forsíðunni 3. 100 starfsmenn Glitnis í mat f. 500 4. Pabbar í pössun í Hagkaupum VELGENGNI Leikfélags Akur- eyrar hefur verið mikil undanfarið. Eigið fé var nei- kvætt um 30 milljónir fyrir fjórum árum en er nú 55 milljónir og búið að greiða allar skuldir leik- hússins. „Þetta er ótrúlegur árangur og einstakur. Búið er að stoppa upp í skuldagatið og búa til varasjóð sem við vonum að þurfi ekki að nýta í bráð en á að tryggja að leikhúsið sé í stak búið til að mæta óvæntum skakkaföllum og þurfi þá ekki að koma á hnjánum til yfirvalda eins og oft áður,“ segir formaður LA, Sig- mundur Ernir Rúnarsson. | 20 Ótrúlegur árangur Sigmundur Ernir Rúnarsson „ÞAÐ hafa komið erfiðir tímar og líka frábærir tímar og sem betur fer hefur verið meira af þeim. Ég myndi segja að ég lifi nokkuð eðlilegu lífi og sé á nokkuð svip- uðum stað og aðrar þrítugar konur,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, en hún hefur senn gengið með MS- sjúkdóminn í tíu ár. Steinunn Þóra tekur virkan þátt í samfélaginu þrátt fyrir veikindin. M.a. er hún á leið á þing eftir jólin sem varaþingmaður fyrir Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð. Aðalheiður Rúnarsdóttir er önnur ung kona með MS, en hún greindist fyrir tveim- ur árum. Hún segir að fólk gangi í gegnum ákveðið sorgarferli við það að missa heilsuna.| Miðopna Um 330 Íslendingar hafa greinst með MS Erfiðir og frábærir tímar Mæðgur Steinunn Þóra Árnadóttir sækir dóttur sína, Ólínu, sem er tveggja ára, á leikskólann Sólhlíð. Morgunblaðið/Ómar MJÖG hvasst var um landið sunnan- og vestanvert í gærkvöldi og nótt. Voru björgunarsveitir á Suður- nesjum og í Vestmannaeyjum kall- aðar út vegna foks. Bíll fauk út af veginum undir Hafnarfjalli og slas- aðist ökumaður minniháttar. Veður vont ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.