Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 17 MENNING BEAT-SKÁLD og verk þeirra verða kynnt í menningarsmiðj- unni Populus Tremula, í Lista- gilinu á Akureyri, í kvöld kl. 21. Þar verða lesin ljóð og örstuttir prósar eftir beat-skáldin Jack Kerouac, Allen Ginsberg, William S. Burroughs og Law- rence Ferlinghetti, með stuðn- ingi húsbandsins. Á miðnætti mun svo pönk- hljómsveitin Blái hnefinn kynna plötu sína Sögur úr Klandurbæ, en hún er yfirlitsverk yfir „klúður og handvömm núverandi bæjarstjórnar Akureyrar, meiri- og minnihluta“ eins og segir í tilkynningu. Bókmenntir og tónlist Beat-skáld og pönkhljómsveit Beat-skáldið Jack Kerouac. „VÍN og ljúfir tónar“ er yfir- skrift tónleika barrokkhópsins Rinascente, sem haldnir verða í safnaðarheimili Neskirkju í kvöld kl. 20. Þar verður flutt tónlist eftir Bach, Muffat og tvær einsöngskantötur eftir G.F. Händel. Kantöturnar samdi Händel á Ítalíuárum sínum og til þess að skapa rétta stemningu verður kynning á ítölskum vínum í hléi. Þetta er annað árið í röð sem Rinascente hef- ur þennan háttinn á, að bjóða upp á léttar veit- ingar á tónleikum sínum. Hljóðfæraleikarar leika allir á upprunaleg hljóðfæri. Tónlist Ítölsk vín og ljúfir tónar í Neskirkju Portrett af J.S. Bach. RAGNAR Th. Sigurðsson opn- ar á morgun sýningu í ljós- myndagalleríinu Fótógrafí, Skólavörðustíg 4, kl. 12. Sýn- ingin ber titilinn Litir jarðar. Ljósmyndirnar tók Ragnar síðastliðið haust og sýna þær blæbrigði íslenskra villijurta í nærmynd. Ragnar er þekktastur fyrir hefðbundnari landslagsmyndir og sýnir því á sér nýja hlið. Hann hefur starfað við ljósmyndun frá árinu 1975 og gefið út fjölda bóka. Fótógrafí er opið alla daga í desember frá klukkan 12 til 18. Ljósmyndun Blæbrigði íslenskra villijurta að hausti Ragnar Th. Sigurðsson FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Í SKÝRSLU kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna sem birt var nýlega kemur fram að starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru með næstlægstu laun opinberra starfsmanna. Í skýrslunni kemur fram að heildarlaun starfs- mannanna eru 296 þúsund krónur, en dagvinnu- laun 287 þúsund. Þegar laun almenns hljóðfæraleikara í hljóm- sveitinni eru skoðuð, kemur í ljós að dagvinnulaun eru um 265 þúsund krónur á mánuði, og heild- arlaun litlu hærri, þar sem yfirvinna er nánast engin. Öll vinna hljóðfæraleikaranna er inni í heildarlaunum, þar með talið tónleikar um kvöld og helgar. Að sögn Rúnars Óskarssonar klarinettuleikara og Hrafnkels Orra Egilssonar sellóleikara og for- manns starfsmannafélags hljómsveitarinnar, hafa hljóðfæraleikarar miklar áhyggjur af því að lág laun muni bitna á listrænum metnaði og gæðum hljómsveitarinnar. Þeir segja þónokkur dæmi um að vel menntaðir og góðir hljóðfæraleikarar hætti, til að geta sinnt betur launuðum störfum, og Rún- ar staðfestir að þegar hann hafi ráðið sig til hljóm- sveitarinnar hafi kjör hans rýrnað umtalsvert frá störfum sem tónlistarkennari; launin hafi lækkað og vinnutími og vinnuaðstæður séu verri. Þá hafi það gerst nýverið, að aðeins einn umsækjandi hafi verið um leiðandi stöðu í sveitinni. Launakerfi Sinfóníuhljómsveitarinnar byggist á því að verkefni eru metin til eininga. Ein æfing er ein eining, tónleikar sömuleiðis. Þak á eininga- fjöldanum sem unnt er að nýta hljómsveitina eru allt að 9 einingar á viku, en hver eining reiknast sem fjórar vinnustundir. Að jafnaði er hljómsveit- in nýtt í um 6,3 einingar á viku. Stjórnendur hljómsveitinnar þurfa að fylgja ákvæðum um hve- nær kalla megi hljómsveitina til vinnu, innan þessa ramma, og svo dæmi sé tekið, mega stjórn- endur ekki fara fram á að hljómsveitin vinni fleiri en 11 laugardaga á starfsárinu. Á hverju starfsári má nýta hljómsveitina í þrjár vikur á erlendri grund, og eina viku utan Reykjavíkur. Stjórnend- ur hljómsveitarinnar hafa því talsverðan sveigj- anleika á ráðstöfun vinnutíma hljóðfæraleikar- anna. Laun hljóðfæraleikaranna hækka hins vegar ekki við kvöld- eða helgarvinnu, ef vinnan fer ekki yfir þessar níu leyfilegu einingar á viku. Viðveruvinnustundir hljóðfæraleikara á æfing- um og á tónleikum eru því ágætlega skilgreindar. Hins vegar þarf hver hljóðfæraleikari fyrir sig að æfa sína rödd heima við og kunna á henni skil á fyrstu æfingu á mánudagsmorgni, þegar vinna hefst fyrir fimmtudagstónleika. Þessi vinna er óskilgreind, og fellur ekki inn í einingakerfið, þar sem misjafnt er frá einum hljóðfæraleikara til annars og frá einu tónverki til annars hversu mik- ils heimaundirbúnings er þörf. Menntun hljóðfæraleikara er með því mesta sem gerist, því langflestir hafa byrjað tónlistar- nám sitt á barnsaldri. Dæmi eru um, að sögn Rúnars og Hrafnkels, að hljóðfæraleikarar hafi lokið átta ára framhalds- námi, eftir lokapróf úr tónlistarskólum hér heima, en námið er ekki metið til launa, einungis hæfni á inntökuprófi. Þá má geta þess að vinnutæki hljóð- færaleikara, hljóðfærin sjálf, eru dýr, og getur t.d. verð á einni fiðlu numið 5-10 milljónum króna. Kjör hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru næstlægst hjá ríkinu Óttast að lág laun bitni á listrænum gæðum Í HNOTSKURN » Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð1950 með 39 hljóðfæraleikurum. » Í dag starfa um 90 hljóðfæraleikarar íhljómsveitinni. Sinfó Langt tónlistarnám er ekki metið til launa. OPINBER rann- sókn hefur verið hafin í Tyrklandi vegna útgáfu tyrkneskrar þýð- ingar á bókinni The God Delus- ion, eða Rang- hugmyndin um Guð, eftir Rich- ard Dawkins. Út- gefandi bókarinnar og þýðandi, Erol Karaaslan, verður að öllum líkindum lögsóttur fyrir að breiða út trúarlegt hatur. Karaaslan greindi frá því í fyrra- dag að saksóknari í Istanbúl ætlaði að yfirheyra hann í gær og að sú yf- irheyrsla væri liður í opinberri rannsókn vegna bókaútgáfunnar. Dawkins er breskur þróunar- fræðingur og hefur bók hans m.a. notið gríðarlegra vinsælda á net- versluninni Amazon. Verði niðurstaða rannsóknar- innar sú að bókin ýti undir andúð manna á trúarbrögðum og smáni trúarleg gildi, verður útgefandinn að öllum líkindum lögsóttur. Refs- ingin við slíkum glæp er fangels- isvist allt að einu ári. Rannsóknin hófst í kjölfar kvörtunar lesanda um að hluti textans væri árás á „heilög gildi“ trúarbragða. Yfir 6.000 eintök hafa selst í Tyrklandi. Efasemdir Dawkins valda usla Tyrkneskur útgefandi hugsanlega lögsóttur Richard Dawkins SVO virðist sem bandaríski kvik- myndaleikstjór- inn Woody Allen sé ekki lengur í miklu uppáhaldi hjá Katalónum. Tvær næstu myndir Allen verða hvorki teknar í Katalón- íu né á Spáni, eins og til stóð. Neikvæðri umfjöllun spænskra stjórnmálamanna og fjölmiðla, um fjárstyrk borgarstjórnar Barcelona til gerðar seinustu myndar Allen, Vicky Cristina Barcelona, er kennt um hvernig fór. Allen verður því að leikstýra annars staðar. Allen leikstýrir ekki á Spáni Woody Allen HLJÓMSVEITIN Camerata Drammatica heldur tónleika í Ís- lensku óperunni á sunnudaginn. Á þessum tónleikum mun hljómsveitin flytja verk úr hinum spenn- andi heimi barokktón- bókmenntanna, m.a. aríur úr verkum Händ- els og Vivaldi. Tón- leikagestir kynnast hrakfallabálkinum Pimpinone úr sam- nefndu verki Tele- manns, og blóðheitt par úr óperunni Don Chisc- iotte eftir Conti kemur við sögu. Concerto Grosso eftir Händel mun óma ásamt Passacagliu eftir Muffat, sem talin er meðal þess fegursta sem ritað hefur verið fyrir strengi. Ein- söngvarar á tónleikunum eru þau Ágúst Ólafsson barítón og Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran. „Við héldum líka svipaða tónleika í fyrra í lok apríl og voru það fyrstu tón- leikar Camerata Drammatica og þessir verða númer tvö,“ segir Guðrún Ósk- arsdóttir semballleik- ari. Camerata Drammatica var stofnuð í samstarfi við Íslensku óperuna haustið 2006. Með- limir sveitarinnar eru starfandi á ýmsum sviðum tónlistarlífsins bæði hér heima sem og erlendis og leika reglulega með hinum ýmsu tón- listarhópum. Hópinn skipa ásamt Guðrúnu: Elfa Rún Kristinsdóttir, Gabrielle Wunsch, Halla Steinunn Stefánsdóttir, Hildigunnur Halldórs- dóttir, Lilja Hjaltadóttir, Svava Bernharðsdóttir, Hanna Loftsdóttir, Sigurður Halldórsson og Gunn- laugur Torfi Stefánsson. „Hópurinn hefur það lang- tímamarkmið í huga að flytja óperur frá barokktímanum með uppruna- legum hljóðfærum en við spilum öll á barokkhljóðfæri,“ segir Guðrún. Leiðari á tónleikunum á sunnu- daginn er danski fiðluleikarinn Peter Spissky en hann starfar sem kons- ertmeistari með hljómsveitunum Concerto Copenhagen og Malmö Barockorkester auk þess sem hann kemur reglulega fram með helstu barokksveitum Evrópu. „Spissky var líka með okkur á tónleikunum í fyrra og okkur fannst hann svo frábær stjórnandi að við ákváðum að fá hann aftur,“ segir Guðrún. Hópurinn fékk mjög góða dóma fyrir sína fyrstu tónleika og nú er stefnan að end- urtaka leikinn að sögn Guðrúnar. „Við vonum að það verði ekki minna stuð en síðast.“ Tónleikarnir hefjast í Íslensku óperunni kl. 16 á sunnudaginn. Camerata Drammatica í Íslensku óperunni á sunnudaginn Flytja verk úr heimi barokktónbókmenntanna Guðrún Óskarsdóttir AFMÆLISVEISLA stendur nú yfir í Iðnó. Húsið er 110 ára um þessar mundir og af því tilefni er boðið upp á söngperludagskrá úr íslensk- um revíum í húsinu. Það eru þau Soffía Karlsdóttir söngkona og Örn Árnason leikari sem flytja söngv- ana, sem eru frá árunum 1902 til 1950, við undirleik Jónasar Þóris. Nokkur þessara laga hafa ekki verið flutt síðan þau voru frumflutt og eru mörg þeirra hreinar ger- semar. Margar revíur voru sýndar á árunum 1930-50, eins og Spánsk- ar nætur, Haustrigningar, Allt í lagi lagsi, Halló Ameríka og fleiri. Mörg lög úr þessum revíum eru þekkt enn þann dag í dag, eins og „Tóta litla tindilfætt“, „Syrpuþula“, „Hvað getur hann Stebbi gert að því þó hann sé sætur“ og fleiri skemmtileg lög. Söngskemmtunin þykir tilvalin fyrir einstaklinga og hópa sem vilja upplifa sönglist fyrri ára í Iðnó og öðruvísi skemmtun í skammdeginu. Miðaverð er 2.900 kr. og innifalið í því er kaffi og smörrebröd. Næstu sýningar eru í kvöld kl. 20 og svo á morgun og sunnudag og um næstkomandi helgi, 7. og 8. des- ember. Rifja upp nokkur revíulög í Iðnó Soffía Karlsdóttir söngkona og Örn Árnason leikari með söngskemmtun Revía Soffía Karlsdóttir söngkona og Örn Árnason leikari. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.