Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 1
HLEYPT var upp tveimur borholum á Þeistareykjum í gær og að sögn Franz Árnasonar, formanns stjórnar Þeistareykja ehf., reyndist önnur borholan mjög góð og hin skárri en reiknað hafði verið með. Franz segir þó alltof snemmt að segja nokkuð til um holurnar því nokkurn tíma taki fyrir þær að jafna sig. Niðurstaðan nú sé þó í það minnsta eftir björtustu vonum. Enn er eftir að bora tvær til þrjár holur á Þeistareykjum en viss- an um að þar fáist 40-80 megavött hið minnsta styrkist sífellt. „Aðalnið- urstaðan er sú að menn eru nú bjart- sýnni en áður. Álverið þarf nú ein- hver lifandis ósköp en það er verið að hugsa um miklu fleiri svæði fyrir það,“ segir Franz og nefnir m.a. Kröflu og Bjarnarflag. „Það er gert ráð fyrir að Þeistareykir gefi 140 MW á endanum og ég get ekki svar- að því hvort það stenst, en allavega helminginn af því.“ Myndin sýnir Kristján Stefánsson, Karl Emil Sveinsson og Sigurjón Benediktsson þegar opnað var fyrir borholu.Morgunblaðið/Birkir Fanndal Tveimur borholum hleypt upp á Þeistareykjum og bora á tvær til þrjár til viðbótar Bjartsýnni en áður STOFNAÐ 1913 327. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is JÓL 2007 | KRÆSILEGT JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS KEMUR ÚT Í DAG FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is MEIRA en hundrað aðventu- og jóla- tónleikar verða haldnir opinberlega á aðventu, samkvæmt tónleikalista Jólablaðs Morg- unblaðsins. Fyrir um mánuði var birt auglýsing í Morgunblaðinu og tónlistarfólk og tónleikahaldarar beðnir að senda upplýsingar um jólatónleika til blaðsins. 90 tón- leikar í fullri lengd eru á listan- um, en að auki um 10 skemmri tón- leikar, innan við klukkustundar lang- ir. Tæplega fimmtíu kórar koma fram á þessum tónleikum, auk hljómsveita, einleikara, einsöngvara og stjórn- enda. Ef litið er til kóranna eingöngu, og þess að í meðalkór eru um 40 manns og æft er einu sinni til tvisvar í viku frá hausti; þá má gera ráð fyrir því að um 98 þúsund vinnustundir liggi að baki tónleikum í æfingatíma kóranna. Sé sá tími yfirfærður í hóg- vær kvöldvinnulaun, þar sem æfinga- tími er undantekningarlítið um kvöld og helgar, nemur vinnuframlagið andvirði um 200 milljóna króna. Alla jafna fá kórfélagar ekki greitt fyrir vinnu sína, en tekjur af tónleikum renna til starfseminnar. Andvirði 250 milljóna króna Í kórum starfar fyrst og fremst áhugafólk um tónlist, en ekki mennt- aðir tónlistarmenn, þótt undantekn- ingar séu á því. Ef teknir eru aðrir tónleikar en kórtónleikar, þar sem at- vinnutónlistarfólk kemur fram, má gera ráð fyrir mun skemmri æfinga- tíma. Miðað við að slíkir tónleikar séu um 50 talsins, og að þar liggi að jafn- aði að baki 10 æfingar 20 manns fyrir hverja þeirra, sem er varlega reikn- að, þar sem kammersveitir og Sinfón- íuhljómsveit Íslands myndu falla undir þennan hóp, jafnt sem minni hópar; og með nokkuð hærri launum en ófaglærða tónlistarfólkið hefði, eða um 3.500 krónum á tímann, yrði and- virði vinnuframlags þessa hóps um 35 milljónir. Sé tónleikatími einnig reiknaður með, sá tími, sem það tekur 3.800 manns að flytja sína tónlist, á 3.000 króna jafnaðarkaupi – eða tæpum 23 milljónum alls – þá nemur heildar- andvirði vinnu tónlistarfólks á að- ventu ríflega 250 milljónum króna. Varlega áætlað má reikna með að um 48 þúsund manns sæki þá tón- leika sem skráðir eru, og að jafnaði greiði hver þeirra 2.000 krónur í að- gangseyri, sem nemur þá um 9,6 milljónum alls. Ómæld aukavinna söngfugla Yfir 100 jólatón- leikar á 3 vikum VONIR manna standa til að hægt verði að ganga frá samningum milli Samson Properties og Listaháskóla Íslands (LHÍ) á allra næstu dögum. Þetta segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Samson Properties, en gangi samningar efir myndi Samson Properties fá 11 þúsund fermetra lóð í Vatnsmýri í skiptum fyrir uppbyggingu LHÍ á svokölluðum Frakkastígsreit í miðborginni, en sá reitur er um 3 þúsund fermetrar og afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vatns- stíg. Leyfilegt byggingarmagn á hvorum reit fyrir sig er sambærilegt, sem skýrist af því að byggðin er þéttari í miðbænum og nýtingarhlutfall hærra. Aðspurður segir Sveinn ekki búið að ákveða hvernig uppbyggingin á Frakkastígsreitnum verði en segist ekki útiloka að haldin verði hug- Sveinn og tekur fram að slík uppbygging verði út- færð í sátt og samráði við skipulagsyfirvöld borg- arinnar. Í borgarráði í gær var samþykkt að ganga til samninga við Samson Properties um kaup á eignum borgarinnar á svokölluðum Bar- ónsreit, sem afmarkast af Laugavegi, Vitastíg, Skúlagötu og Barónsstíg. Að sögn borgarstjóra fær borgin tæpar 1.300 milljónir fyrir sinn snúð. Spurður hvort fyrirtækið sé nú búið að kaupa allar þær lóðir á reitnum sem það þurfti til að geta hafið uppbygginguna segir Sveinn að enn eigi eftir að semja við ýmsa aðila sem eigi eignir á reitnum. „Verkefnið um miðborgarkjarnann þróast bara í kringum það hvernig sátt næst á þessum reit.“ Stórtæk uppbygging Útilokar ekki hugmyndasamkeppni um uppbyggingu Samson Properties á Frakkastígsreit Framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands gæti verið í miðbænum myndasamkeppni um uppbygginguna. Spurður hvað Samson Properties hyggist gera við lóðina í Vatnsmýrinni gangi samningar eftir segir Sveinn ótímabært að gefa neitt upp um það á þessum tímapunkti. „En ef við eignumst lóðina þá höfum við klárlega í hyggju að byggja á henni,“ segir                          Uppbygging | 20 Leikhúsin í landinu Velkomin í leikhúsið >> 44 á www.jolamjolk.is Spennandi leikur hefst 1. desember. Fylgstu með SIGURÐI Guðmundssyni landlækni líst almennt ágætlega á þá hugmynd að selja nikótínlyf víðar en í apótekum, t.d. í matvöruverslunum. Hið sama gildi um einföld verkjalyf s.s. parasetamól. Hugmyndin um að selja nikótínlyf víðar en í apótekum er ekki ný en hún var meðal þeirra atriða sem Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, nefndi í fram- sögu sinni á fundi um fákeppni og samkeppnishindranir á íslenskum lyfjamarkaði sem Rannsóknarstofnun um lyfja- mál við Háskóla Íslands stóð fyrir í gærmorgun. Sigurður sagði að þar sem slík lyf væru seld utan apó- teka hefði lyfjanotkun ekki aukist, fólk keypti þau ekki nema það þyrfti á þeim að halda. „Nikótínlyfin eiga tvímælalaust að vera á þessum lista, þetta eru lyf sem koma að klárlega að gagni í baráttu við eitt helsta heilsufars- vandamál 21. aldar sem eru reykingar,“ sagði hann. | Miðopna Líst vel á að selja nikótínlyf og parasetamól í búðum Sigurður Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.