Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 30
Svar við athugasemdum Að hafa það sem sannara reynist eða er vænlegra til fylgis? MORGUNBLAÐIÐ hefur gert það eitt af baráttumálum sínum, og sækir þar stuðning til Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, að vera mótfallið plast- pokanotkun. Þetta viðhorf hefur blaðið viðrað bæði í leiðara í sumar og í Stak- steinum nú í síðustu viku og vitnar þar í skoðanir forsætis- ráðherrans. Skoðun blaðsins byggist á því að rökin gegn plastpokanotkun séu „mjög sterk“ og slíkt bann hefði „jákvæð áhrif á umhverfið“. Skoðum þessa fullyrðingu aðeins nánar. Þorri fólks kaupir matvörur á leið úr vinnu og er þá ekki með tösku eða poka fyrir inn- kaupin. Þá kaupa margir inn til vik- unnar og þurfa fjölda poka til þess að komast með varninginn heim. Valið stendur oftast á milli þess að versl- anir bjóði við- skiptavinum sínum pappírspoka eða plastpoka. Verslanir hafa valið plastpok- ana út frá umhverf- isástæðum. Ástæðan er sú að fram- leiðsla á plastpokum notar minni orku og orsakar minni loft- og jarðvegsmengun. Förgun plast- poka tekur líka minna pláss á sorp- haugum og þeir taka minna rúm í flutningi. Umhverfisstofnun Bandaríkja Norður-Ameríku (EPA) hefur komist að því að framleiðsla bréf- poka leiði til 70% meiri loftmeng- unar og 50% meiri vatnsmengandi efna en framleiðsla plastpoka vegna þess að fjórum sinnum meiri orku er þörf til þess að framleiða pappírspoka og 85 sinnum meiri orku er þörf til þess að endurvinna þá. Pappír tekur til sín níu sinnum meira pláss á sorphaugum og brotnar ekki niður verulega hraðar en plastpokarnir. Fjöldi kannana, sem rekja lífshlaup þessara vara, þ.e. frá framleiðslu hráefnis til förgunar fullunninnar vöru, leiðir til svipaðra niðurstaðna (www.car- rierbagtax.com/downloads/ USResearch2007ULSreport.pdf). Má þar nefna umfangs- mikla athugun sem gerð var fyrir frönsku verslunarkeðjuna Car- refour og birt var í febrúar 2004 (www.car- refour.com), svo og at- hugun Institute for Lif- ecycle Environmental Assessment frá 1990 (www.ilea.org/lcas/ frankli8n1990.html), þannig að þetta eru ekki ný sannindi. Hins vegar hafa plastpok- arnir af einhverjum ástæðum orðið blóra- böggull fyrir einnota hagkerfið. Þó er það svo að plastpokarnir eru ekki einnota. T.d. endurnýta 80% af breskum heim- ilum plastpokana. Þeir eru notaðir undir sorp og garðúrgang, sem pappírspokar nýtast ekki til, undir gömul dagblöð o.s.frv., og iðu- lega aftur og aftur. Ef Gordon Brown tekst að koma í veg fyrir plast- poka í verslunum þar í landi eru bresk heimili sennilega tilbúin til þess að kaupa plastpoka til þessara þarfa. Þetta telja fram- leiðendur í Bretlandi sig vita. Verslunareigendur hafa einnig fundið út með könnunum að stórar innkaupatöskur leiða til þess að neytendur kaupa meira. Þeir sem virðast hafa hagsmuna að gæta láta þess vegna ekki eins mikið í sér heyra. Því miður getur þögnin hins vegar leitt til verstu nið- urstöðunnar sem er að tré verði höggvin til þess að framleiða papp- írsburðarpoka fyrir verslanir í stað plastpoka. Þess vegna eru þessar línur settar á blað. Rökin gegn plastpokanotkun halda ekki vatni í bréfpokum segir Árni Árnason Árni Árnason Höfundur er skógræktarbóndi í frístundum og selur plasthráefni að aðalstarfi. »Morg-unblaðið hefur gert það eitt af baráttu- málum sínum, og sækir þar stuðning til Gordon Brown, forsætisráð- herra Breta, að vera mótfallið plastpoka- notkun 30 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á UNDANFÖRNUM vikum hafa fjölmiðlar greint frá baráttu aðstand- enda aldraðra á hjúkrunarheimilum, Skjóli og Droplaugarstöðum, sam- skiptum við stjórnvöld vegna ófull- nægjandi aðbúnaðar á hjúkr- unarheimilum þar sem foreldrar þeirra dvelja. Fram hefur komið að þessi barátta hefur skilað litlum árangri. Morg- unblaðið gerði þetta að umræðuefni í leiðara nýlega undir yfirskrift- inni „Sviknar vonir“ og á blaðið heiður skilið fyrir þá grein. Þar er vísað í loforð stjórn- valda um úrbætur sem aðstandendur höfðu vonast eftir þegar þeir áttu fundi með stjórn- völdum fyrir ári. Og blaðið spyr: Hvernig stendur á því að ekkert gerist í þessum málum? Sann- arlega góð og tímabær spurning. Í leiðara Mbl. hinn 6. október sl. er fjallað um almannatryggingakerfið undir yfirskriftinni „Ónothæft trygg- ingakerfi“ þar sem rakið er hversu flókið og illskiljanlegt kerfið er öllu venjulegu fólki. Orðrétt segir: „Þetta er í einu orði sagt fáránlegt og erfitt að skilja að svo vitlaust kerfi hafi get- að lifað svo lengi sem raun ber vitni,“ og skal heils hugar undir það tekið hér. Nokkur undanfarin ár hefur Fé- lag eldri borgara í Reykjavík sam- þykkt áskoranir og ályktanir til stjórnvalda um að beita sér fyrir heildarendurskoðun á almannatrygg- ingarlögunum og fært margvísleg rök fyrir nauðsyn þess. Því hefur ver- ið fylgt eftir á fundum með stjórn- völdum og þingmönnum. Ennfremur hefur Landssamband eldri borgara samþykkt hliðstæðar áskoranir, nú síðast á landsfundi í júní sl. þar sem segir m.a.: „Hafin verði nú þegar end- urskoðun á lögum um almannatrygg- ingar m.a. með það að markmiði að einfalda kerfi lífeyristrygginga svo að það verði sem virkast fyrir þá sem byggja meginafkomu sína á því, að draga verulega úr tekjutengingum, að skerðing á tekjutengdum bótum vegna tekna maka verði afnumin nú þegar, að endurskoða ákvæði um endurkröfu lífeyrisgreiðslna frá TR.“ Mörg önnur atriði eru nefnd í þessari áskorun, sem öll eru mikilvæg. En um þess- ar mundir er mikil reiði meðal eldri borgara vegna endurgreiðslna sem TR krefst af þeim vegna ofgreiðslna eins og það heitir. Er óhætt að fullyrða að slíkar endurgreiðslur koma illa við marga, ekki síst á þessum tíma árs, þegar hátíð jólanna nálgast. Eftir því sem best er vitað munu slíkar endurgreiðslu- reglur vera séríslenskt fyrirbæri og ekki eiga sér stað í öðrum löndum. Nú eftir margra ára þrotlausa bar- áttu eldri borgara bjarmar loks fyrir breytingum sem vonandi munu líta dagsins ljós í upphafi næsta árs þegar lífeyristryggingar TR munu flytjast til félagsmálaráðuneytis samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar og er einn þáttur í breytingum á stjórn- arráðinu. Miklar vonir eru bundnar við þá vinnu sem hafin er vegna flutn- ings á málefnum aldraðra til félags- málaráðuneytis. En snúum okkur þá að stofnunum/ hjúkrunarheimilum sem minnst var á í upphafi greinar og skal drepið á nokkrar staðreyndir. Flest hjúkr- unarheimili hér á landi eru frá síðustu öld og nokkur þeirra frá fyrri hluta síðustu aldar. Þau eru þar af leiðandi börn síns tíma og mörg þeirra eru úr- elt sem heimili fyrir aldrað fólk og standast ekki á nokkurn hátt kröfur nútímans. Samt eru hlutfallslega langtum fleiri einstaklingar „vistaðir“ á slíkum stofnunum hér á landi en gerist í nágrannalöndum okkar. Þar þekkist t.d. ekki að setja ókunnuga saman í rými. Hér á landi er ókunnugum gert að búa saman allt að þrír og jafnvel fleiri í sama herbergi. Þetta er vitaskuld algerlega óvið- unandi. Aðstandendur telja faglegu starfi ábótavant, skortur á starfsfólki í umönnun og fleira kemur fram í kröfum þeirra um bættan aðbúnað og skal vissulega tekið undir það. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur undanfarin ár skorað á stjórn- völd að beita sér fyrir aðgerðaáætlun um fjölbýli á hjúkrunarheimilum sem nú eru starfandi, að þeim verði breytt þannig að allir íbúar hafi einkarými með snyrtingu. Ennfremur að settar verði reglur um stærð einkarýmis og að gerðir verði þjónustusamningar við öll hjúkrunarheimili aldraðra þar sem komi skýrt fram hvaða þjónustu eigi að veita og hver markmiðin séu. Að settar verði reglur varðandi eft- irlit með þjónustunni og hvaða aðili sé ábyrgur. Að nú þegar verði gert átak í að eyða biðlistum aldraðra eftir hjúkrunarrýmum og umönnun bæði vegna þeirra sem bíða á sjúkrahúsum og í heimahúsum við erfiðar að- stæður. Samkvæmt loforði heilbrigð- isyfirvalda átti nýtt hjúkrunarheimili í Reykjavík að vera tilbúið 2005, næsta áætlun var 2007, nú hefur lof- orðinu verið frestað til 2009 og nú er að sjá hverjar efndirnar verða. Ennþá erum við langt á eftir ná- grannaþjóðunum, sem hafa fyrir mörgum áratugum markað heild- stæða stefnu í málefnum aldraðra og starfað eftir henni en þar er þessi málaflokkur alfarið á vegum sveitar- félaga sem bera ábyrgð á að þjón- ustan sé markviss og skilvirk í takt við nútímaþróun í samfélaginu. Landssamband eldri borgara á Ís- landi hefur sett fram þá kröfu að málaflokkurinn flytjist allur til sveit- arfélaga og að félagsmálaráðuneytið fari með yfirstjórn og móti heild- stæða stefnu til framtíðar. Það er sannarlega kominn tími til að eitt- hvað gerist. Margrét Margeirsdóttir skrifar um helstu baráttumál eldri borgara »Miklar vonir erubundnar við þá vinnu sem hafin er vegna flutnings á mál- efnum aldraðra til fé- lagsmálaráðuneytis. Margrét Margeirsdóttir Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Um málefni aldraðra SÆNSKUR kunningi minn starf- ar við stofnun sem sérhæfir sig í að aðstoða karla sem eiga í einhverjum vanda. Hluti þeirra sem þangað sækja eru karlar sem beitt hafa konu sína eða kærustu ofbeldi og eru afar ósáttir við sjálfa sig. Þeir óska eftir aðstoð til að breyta þess- ari hegðun sinni. Við þeim er tekið og eftir nokkur samtöl við sálfræð- ing er þeim tjáð að tími sé til þess kominn að þeir mæti á fund hjá hópi karla sem svipað sé ástatt um. Þessi kunningi minn segir að afar algeng viðbrögð þeirra séu að þangað eigi þeir ekkert erindi. Þar hljóti að vera leðurklædd vöðvabúnt tengd ein- hverjum vélhjólagengjum. Sjálfir séu þeir hins vegar bara venjulegar skrifstofublækur. Alltaf verði þeir svo jafn hissa þegar þeir mæta á fundinn og í ljós kemur að þar eru fyrst og fremst aðrar skrif- stofublækur eða karlar sem lítið eða ekkert skera sig frá öðrum körlum, afar venjulegir einstaklingar en með það sameiginlegt að beita konur sínar og kærustur ofbeldi og vilja aðstoð við að hætta því. Svipaðar sögur segja menn sjálfsagt í öðrum löndum þar sem með- ferðarúrræði eru starf- rækt. Það er nokkuð lífseig sú mynd að það þurfi sér- staka ofbeldiskarla til að leggja hendur á konur sínar og kærustur. Samt sýna stærri rannsóknir okkur að slíkt ofbeldi viðgengst í öllum samfélagshópum þó svo því sé vissu- lega ekki jafnt dreift. En það er ekki fyrst og fremst líkamlegur styrkur sem ræður því hvort menn berja eða niðurlægja þá sem þeim þykir vænt um. Þar eru aðrir þættir að baki, samfélagslegir og einstaklings- bundnir. Í samspili samfélagslegra hug- mynda um karla og konur og einstaklings- bundinna einkenna verða til þeir ein- staklingar sem beita konur ofbeldi og sama samspil fær suma þeirra til að leita sér aðstoðar við að hætta ofbeldisbeitingu. Hérlendis var fyrst árið 1998 farið að bjóða með skipulegum hætti upp á aðstoð við karla til að hætta að beita ofbeldi í nánum samböndum. Starfsemin lá niðri í nokkur ár sök- um fjárskorts en var endurreist á síðasta ári og er rekin undir heitinu Karlar til ábyrgðar. Þegar starfsemin var að fara í gang 1998 var ekki laust við að við aðstandendur hefðum nokkrar áhyggjur. Ef til vill kæmi enginn og vinna okkar til einskis og fé þeirra sem lögðu málinu lið tapað í ein- hverja vitleysu. Konurnar hjá Kvennaathvarfinu róuðu okkur hins vegar og sögðu að karlarnir myndu koma. Það reyndist rétt. Jöfn og þétt aðsókn var allan þann tíma sem starfsemin var í gangi í fyrra skiptið og það sama gerist núna þegar starfsemin er endurreist. Það er ljóslega eftirspurn eftir þessari að- stoð. Við gerðum stutta athugun á ánægju með þjónustuna áður en henni var lokað á sínum tíma. Karl- arnir, skjólstæðingarnir, voru ánægðir. Þeim fannst þetta hafa hjálpað verulega, þeir beittu ekki lengur ofbeldi. Það sem meiru skipt- ir er þó að konurnar, makar þeirra, voru líka ánægðar. Lífsgæði þeirra höfðu að eigin mati aukist verulega. Endurreisn verkefnisins Karlar til ábyrgðar er mörgum að þakka en ekki síst kvennasamtökum ýmsum sem aldrei þreyttust á að þrýsta á stjórnvöld að styðja verk- efnið. Nú er okkar allra að sjá til þess að það skili þeim árangri sem að er stefnt. Ef þú ert í þeirri stöðu að beita konu þína eða kærustu of- beldi eða ef þú þekkir einhvern sem slíkt gerir þá er til leið úr þeim víta- hring sem ofbeldið verður. Sá sem vill aðstoð við að hætta að beita of- beldi getur hringt í síma 555 3020 og óskað aðstoðar. Þar er svarað á skrifstofutíma og þess utan er þar símsvari. Vítisenglar og skrifstofublækur Ingólfur V. Gíslason skrifar í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi Ingólfur Gíslason » ... karlar sem lítiðeða ekkert skera sig frá öðrum körlum, afar venjulegir einstaklingar en með það sameiginlegt að beita konur sínar og kærustur ofbeldi og vilja aðstoð við að hætta því. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Í grein minni sem birtist fyrir stuttu og fjallaði um vaxandi ofbeldi og kynþáttafordóma í Evrópu minnti ég meðal annars á ástandið í Rúss- landi. Sumir sem lásu greinina virt- ust vera ósáttir við innihald hennar. Ég vil benda þeim, sem vildu tjá sig um greinina, á að beina reiðinni og orkunni að því sem er að gerast í þessum tilteknu löndum (þ. á m. Rússlandi). Ég tala aðeins um stað- reyndir sem ég vildi vekja athygli á. Betra væri að mótmæla háttsemi þar í landi heldur en að vera ósáttur á Íslandi. Ég tel að Rússar sem gera ekkert til að gagnrýna ástandið séu jafnsekir hvar á landi sem þeir búa. Enn fremur er það alveg á tæru að ástandið í Rússlandi er hreint út sagt skelfilegt. Þetta er ekkert persónulegt. AKEEM CUJO OPPONG, hjá Alþjóðahúsi. Frá Akeem Cujo Oppong Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.