Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 14
MAREL fjármagnar liðlega helming eða 54% kaupverðs Stork Food Syst- em með langtímalánum til fimm til sjö ára sem Landsbanki sér um en hinn hlutinn verður fjármagnaður með hlutafé. Þetta var meðal þess sem kom fram á kynningarfundi þar sem Hörður Arnarson forstjóri og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, fóru yfir kaupin á Stork og framtíðarstefnu félagsins. Um 4.200 starfsmenn Stjórnendur Marels munu, eftir að kaupin á Stork verða formlega geng- in í gegn, einbeita sér að rekstrinum – enda einar þrjár yfirtökur að baki á fáum árum – og því að auka arðsemi félagsins. Velta Marels mun meira en tvöfaldast við kaupin á Stork og losa 60 milljarða króna og starfs- menn verða um 4.200 í fleiri en 40 löndum. Stefnt verður að því að skrá hlutafé félagsins í evrum um leið og það verður hægt en ekki stendur til að skrá félagið í annarri kauphöll en OMX á Íslandi. Eins og greint hefur verið frá greiðir Marel 415 milljónir evra eða um 38 milljarða íslenskra króna fyrir Stork Food System. 12% kaupverðs- ins, eða 53 milljónir evra, eru fjár- mögnuð með fé sem Marel hefur þegar aflað sér með hlutafjárútgáfu og þess sem eftir stendur, eða 147 miljónir evra, verður aflað með hluta- fjárútboði með forkaupsrétti til nú- verandi hluthafa, en Landsbankinn sölutryggir útboðið. Eiginfjárhlutfall Marels verður áfram sterkt þrátt fyr- ir kaupin eða um 33%. Ekki ókeypis Það kostar hins vegar augljóslega orðið skildinginn að standa í stórræð- um eins og kaupum Marels á Stork: Kostnaðurinn nemur um 20 milljón- um evra eða 4,8% af kaupverðinu, jafngildi um 1,8 milljarða íslenskra króna. Sá kostnaður varð meiri en ráð var fyrir gert, m.a. vegna krepp- unnar á fjármálamörkuðum. Velta losar 60 milljarða Marel mun einbeita sér að rekstri og arðsemi fyrst um sinn 14 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 1,24% í Kauphöll OMX á Íslandi í gær og var lokagildi hennar 6.410,48 við lokun markaða. FL Group hækkaði um 3,76%, SPRON um 3,62% og Icelandair um 2,77%. Krónan styrktist um 0,39% í gær, en velta á millibankamarkaði var í meðallagi. Gengi Bandaríkjadals var 69,40 krónur við lokun markaða, evru 90,7 krónur og punds 126,71 krónur. Hækkanir í kauphöll ● FJÁRFESTINGARSJÓÐURINN KCAJ, sem er í eigu Arev-verðbréfa, hefur gert tilboð í allt hlutafé sport- vöruverslanakeðjanna Intersport og Sportmaster. Keðjurnar, sem báðar starfa á Norðurlöndunum, eru sam- tals með um 200 verslanir á sínum snærum. Elín Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Arev-verðbréfa, segir að hluthafar Intersport séu þegar búnir að samþykkja kauptilboðið, en hluthafar í Sportmaster hafa frest til 4. desember til að taka til- boðinu. Stjórn Sportmaster hefur mælt með því við hluthafa að þeir taki tilboði KCAJ. Aðspurð segir Elín langt frá því að fólk sé að velta fyrir sér sameiningu keðjanna tveggja, en getgátur um slíkan samruna hafa gengið í norrænum miðlum frá því að greint var frá yfirtökutilboð- unum. Tilboð í Intersport og Sportmaster ● SKULDATRYGGINGAÁLAG á skuldabréfum íslensku bankanna hefur lækkað umtalsvert á einni viku, en þá hafði álagið náð hæstu hæðum, eins og sagt var frá í Morg- unblaðinu. Lækkunin á einni viku nemur 0,7 til 1,05 prósentustigum. Á fimmtu- dag fyrir viku var álagið á bréfum Kaupþings 3,6% en var í gær 2,55%. Álag á bréfum Glitnis var 2,55% fyrir viku en er nú 1,7% og álag á bréfum Landsbankans var í síðustu viku 1,95% en er nú 1,25%. 70 til 105 punkta lækkun á einni viku VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hefur gert drög að frumvarpi um breyt- ingar á samkeppnislögum. Breyting- arnar taka til þeirra ákvæða er varða samruna fyrirtækja og fengi umsögn Samkeppniseftirlits meira vægi við þessar breytingar. Lagt er til að tilkynna skuli um samruna áður en hann kemur til framkvæmda og hann skuli ekki framkvæma á meðan Samkeppnis- eftirlitið fjallar um hann. Samkvæmt núgildandi lögum tekur samruni gildi óháð skoðun Samkeppniseftir- litsins þótt hann sé gerður með fyr- irvara um samþykki þess. Nokkuð óhagræði þykir hafa skapast af gild- andi fyrirkomulagi. Þá er gerð tillaga um útvíkkun á heimildum Samkeppniseftirlitsins til að ógilda samruna eða setja skilyrði fyrir honum. Einn þáttur þess er heimild til að krefjast þess, þegar samruna hefur verið hafnað, að fyr- irtæki eða eignir sem hafa verið sam- einaðar verði aðskildar og sameig- inlegri stjórn hætt, til að koma á virkri samkeppni á ný. Auk þessa er lagt til í drögunum að breytingar verði á ákvæðum um fresti Samkeppniseftirlitsins til að taka ákvarðanir í samrunamálum. Að heimilt verði að setja fram styttri tilkynningar um samruna í tiltekn- um tilvikum. Og að Samkeppniseft- irlitið öðlist heimild til að taka mál fyrir að nýju, hafi áfrýjunarnefnd eða dómstóll ógilt ákvörðun eftirlits- ins sökum formgalla. Þá er skilgrein- ing á samruna og yfirráðum færð til samræmis við evrópskan samkeppn- isrétt. Samruni bíði samþykktar Samkeppniseftirlitsins Drög að breytingum á samrunaákvæðum samkeppnislaga Menn eru augljóslega orðnir lang- þreyttir á að vera úthrópaðar karl- rembur vegna þessa, segja að sú sé alls ekki raunin og stundum hafi verið langt seilst til að fá konu í stjórn en ekkert gengið. „Það er miklu skemmtilegra í stjórnum þar sem konur sitja,“ sagði einn og annar sagði: „Ef þetta er mein þá liggur það við eldhúsborðið heima fyrir en ekki í reykfylltum bakherbergjum“ og vísar þar til þess að á bakvið stóra eign- arhluti einstaklinga standi oft ekki einungis karl heldur líka kona og þau hljóti að ákveða sín á milli hvort þeirra tekur stjórnarsæti til að verja hagsmuni þeirra. Almennur vilji til að fjölga stjórnarkonum Fleiri konur í stjórnunarstörfum skila sér í fjölgun í stjórnum Morgunblaðið/Golli Með reynslu Katrín Pétursdóttir hefur þekkinguna, reynsluna og getuna enda situr hún í úrvalsvísitölustjórnum bæði Glitnis og Bakkavarar. MJÖG almennur vilji er til að fjölga konum í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins, að sögn nokkurra stjórnar- formanna og varaformanna sem hafa marga fjöruna sopið í stjórnarstörf- um og Morgunblaðið hafði samband við. Ástæður þess að konurnar eru ekki fleiri en raun ber vitni eru taldar margþættar og erfitt að benda á eina einstaka. Eitt af því sem viðmælend- ur nefndu var að aukning kvenna í stjórnunarstörfum innan stórfyrir- tækja haldist í hendur við fjölgun kvenna í yfirstjórnum. Konur verði smám saman meira áberandi stjórn- endur og þá verði leiðin greiðari í stjórnirnar. „Þeir sem sitja í stjórnum fyrirtækja sitja þar í krafti þekkingar sinnar, reynslu og getu. Hafi þeir ekki gegnt stjórnunarstöðum þá er óraun- hæft og erfitt að ætlast til þess að þeir geti setið í stjórnum stærri fyrirtækja og miðlað af reynslu sem þeir hafa ekki,“ sagði einn viðmælenda. Annað er það, sem bent var á, að stærstu eigendur fyrirtækjanna til- nefna stjórnarmenn fyrir sína hönd og vilja þá gjarnan sjálfir sitja í þeim sætum. Stjórnarsætin eru af skorn- um skammti og eigendahóparnir þurfa á stundum að berjast fyrir því að fá fulltrúa í stjórn. „Ég ber ábyrgð á þessum fjármunum og vil halda ut- an um þetta sjálfur. Þess vegna til- nefni ég sjálfan mig,“ var ein rök- semd. Í HNOTSKURN » Konur eru 8,5% stjórn-armanna úrvalsvísitölufyr- irtækjanna. Í Teymi er hlut- fallið hæst, eða 40%. » Rannsókn frá í sumarleiddi í ljós að 8% stjórn- armanna í 100 stærstu fyrir- tækjum landsins eru konur. » Í Bretlandi eru fram-kvæmdastjórnir fyrir- tækja álitnar vera útung- unarvélar fyrir framtíðar stjórnarmenn. KAUPÞING hefur keypt nær helm- ingshlut í E-kortinu af Spron. Þetta staðfestir Benedikt Sigurðs- son, upplýsingafulltrúi bankans, í samtali við Morg- unblaðið. Hann segir Kaupþing að und- anförnu hafa verið að leita að einhvers kon- ar vildarkortakerfi og samkomulag hafi náðst við Spron um aðild að E- kortinu. Hann segir að stofnað verði sérfélag sem verður í sameig- inlegri eigu Spron og Kaupþings, Spron þó aðeins stærri hluthafi. Kaupverð er ekki gefið upp. „Valið stóð á milli þess að fara út á markaðinn og ná samningum við kaupmenn og fleiri aðila eða að kaupa sig inn í félag á borð við E-kort,“ segir Benedikt. Að sögn hans er stefnt að því að viðskiptavinum Kaupþings verði boðið upp á E-kortið innan skamms. Stuðlar að betri útbreiðslu Um verður að ræða samstarf Kaupþings og Spron um E-kortið. Samkvæmt upplýsingum frá Spron var farið út í samstarfið við Kaup- þing með það fyrir augum að stuðla að betri útbreiðslu á kort- unum. E-kortið er alþjóðlegt greiðslu- kort en handhafar kortsins fá end- urgreiddan hluta af allri innlendri notkun þess utan peningaúttekta, óháð því hvar er verslað. Kaupþing eignast hlut í E-kortinu ) * + & *,-./0 "1! '!"##2 2%34 5 % %&'() *+',& (*'&& (&',& (-',& .)'+& (,'+& /(*'&& .,'(& %)'(& )'., //'*& ('-% )'-- %+%('&& *-+'&& %'&+ (&&'&& *'-( /)'&& (.'(& %&'++ -,'&& +'*& .-+&'&& %%'&& )'*&                  ! " # !$ %& '  (  (( (  (  (( ((   (  ( (    ( ( (    )  )( ) ( ) ) (() ) ) ) ( ) )  )  ) ) ) ) ) )( ( ) ) )  ) ) ( ) )  ) *+,   (       -! ! (  (  (  (  (  (  (  (  (  (  (  (  (  (  (  (   (   (  (  (    (     6*! !4* . / & 01 2,/ & 01 34 01 *5/ & 01 /  01 136 17!8 9: / & 01 %& ! 01 5  8 01 ' &6&2&;*+;1 01 "<601 =&01 7 689:% 4 01 .1:01 . :> &6>?* 32 *!/ & 01 *@ <2 9: :/ & 01 A01 BC0+01 '>DEB "<!! !6 , 01 F & , 01 4. 4;9 G &<.&6 &6G 2/ 01 6 + 01 EAH< EAH -,& %0&// 1&') 1&'- I I EAH =2H .0&+, -%/ 1&', 1&'- I I - JK B %.0.%( (0))+ 1&'( 1&'( I I *"'3 -.H )0.-/ ,0,)* 1&', 1&'* I I EAH> EAH. )0+/) %0(+( 1%') 1&'* I I ● HLUTHAFAFUNDI í finnska símafyr- irtækinu Elisa, sem átti að vera hinn 18. desember, hefur verið frestað til 21. janúar. Novator, fjárfesting- arfélag í eigu Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, er stærsti einstaki hlut- hafinn í Elisa og hafði krafist hluthafafundarins til að ræða ónýtta möguleika fyrirtækisins, sem Novator telur ekki hægt að nýta án þess að breytingar verði gerðar á rekstri Elisa. Talsmenn Novators hafa lýst yfir undrun sinni á þeirri ákvörðun stjórn- ar Elisa að fresta hluthafafundinum. Hluthafafundi frestað MATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s seg- ist vera að endurskoða lánshæfisein- kunn Kaupþings, sem nú er Aa3/C, með tilliti til lækkunar hennar. Á sama tíma er lánshæfiseinkunn NIBC-bankans, sem Kaupþing er að kaupa, í skoðun, en hollenski bank- inn hefur nú langtímaeinkunnina Baa1. Einkunnin hefur verið til skoð- unar með tilliti til mögulegrar hækk- unar síðan í ágúst þegar tilkynnt var um yfirtöku Kaupþings á bankanum. Einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika Kaupþings og skamm- tímaeinkunn eru óbreyttar og horf- urnar stöðugar. Ástæða skoðunarinnar er sögð endurspegla veikari stöðu NIBC og þá áhættu sem er fólgin í yfirtök- unni. Þó verði tekið tillit til sterkari stöðu Kaupþings. Skoðar lækk- un Kaupþings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.