Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 23 Kveikt á perunum Á sunnudag verða ljósin tendruð á jólatrénu við Austurvöll en í rúma hálfa öld hafa Norð- menn fært Íslendingum grenitré að gjöf í til- efni jóla. Dagskráin hefst kl. 15.30 með lúðra- blæstri og að loknum kórsöng kl. 16 mun hinn 10 ára gamli norsk-íslenski Árni Óttar Hall- dórsson kveikja ljósin á trénu. Að því loknu verður húllumhæ á sviðinu við Austurvöll og frést hefur af rauðklæddum kónum sem ætla sér að taka forskot á sæluna og kíkja í bæinn. Metri á alla kanta Menn þurfa ekkert að vera ferkantaðir í hugsun til að sækja samsýningu 22 listamanna og hönnuða sem verður opnuð á laugardag á Korpúlfsstöðum, þótt öll verk sýningarinnar séu metri á hvern veg. Ýmsar uppákomur verða í tengslum við sýninguna s.s. upplestur rithöfunda úr nýútgefnum bókum, tónlist, kaffisala og meðlæti og vinnustofur verða opn- ar. Þreföld fluga á Suðurnesjum Um helgina og á næstunni gefst tækifæri til að slá þrjár flugur í einu höggi með því að sækja sölusýningu myndlistarmanna á Suð- urnesjum sem verður opnuð í kaffihúsi Kaffi- stárs á Stapabraut í Reykjanesbæ í dag. Allur ágóðinn af sölu málverka þar rennur til að- stoðar Afríkubúum sem misst hafa útlimi vegna styrjalda, pyntinga eða sjúkdóma. Kjör- ið að njóta góðra kaffiveitinga, kaupa listmun í jólagjöf og styrkja gott málefni um leið. Lifandi dagatal Fyrsti glugginn í lifandi jóladagatali Nor- ræna hússins verður opnaður á morgun kl. 12.34 en á bak við hann leynist landsþekktur listamaður. Á sunnudag og næstu tvær helgar verður einnig barnadagskrá í húsinu sem og handverksmarkaður og allar helgarnar fram að jólum verður boðið upp á norrænt jólahlað- borð í hádeginu. Fyrsta kertið tendrað Á laugardag eru síðustu forvöð að útvega aðventukrans, hvort sem rykið er dustað af þeim gamla eða nýr föndraður í rólegheitum á laugardag. Róleg jólatónlist, heitt kakó og lif- andi ljós er að sjálfsögðu nauðsynlegt meðlæti við slík tækifæri sem og spariskapið sem auð- vitað á að vera allsráðandi alla aðventuna. Á sunnudag tendrar lýðurinn ljós á spámanns- kertinu en næstu sunnudaga á eftir fylgja Betlehemskertið, hirðakertið og englakertið. mælt með Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Eyþór Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Víða um heim er það taliðmerki um að jólin nálgistþegar jólabjórinn kemur á markað. Sú hefð er og rík hér á landi, bæði er danskur jólabjór vin- sæll hér og svo hafa íslenskir brugg- meistarar búið til íslenskan jólabjór sem stendur þeim erlenda síst að baki að margra mati. Jólabjórinn kemur á markað hér á landi þriðja fimmtudag í nóvember og má selja hann til 6. janúar. Helstu tegundir eru Tuborg- jólabjórinn og Egils-jólabjór, ljós og dökkur, sem koma frá Ölgerðinni, og svo Viking-jólabjórinn frá Vífi- felli. Alltaf einhver munur á milli ára Hreiðar Þór Jónsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Vífilfelli, segir að Viking-jólabjórinn sé ekki frábrugð- inn bjór síðustu ára þótt alltaf sé einhver munur á milli ára, enda bjórinn lifandi drykkur. „Það er líka smávægileg eftirgerjun í flöskunum fyrst eftir að honum er tappað á og þá nær hann fyrri blæbrigðum,“ segir Hreiðar, en bruggmeistarinn er Baldur Kárason. Hreiðar segir að Viking-bjórinn hafi sótt í sig veðrið á undanförnum árum og skammturinn aukist jafnt og þétt, en það sé hörð samkeppni á markaðnum, aðallega við Tuborg- jólabjórinn sem hefur verið vinsæll undanfarin ár. „Á síðasta ári fór Viking-jólabjórinn þó fram úr Tu- borg í heildarmagni.“ Bruggmeistari jólabjórs Ölgerð- arinnar er Guðmundur Már Magn- ússon. Hann segir að það sé alltaf eitthvert smá „aukakrydd“ ef svo megi að orði komast, „en í grunninn er alltaf notuð sama uppskriftin, að- eins fínpússuð og stillt milli ára“. Góð hefð fyrir jólabjór Halldór Gunnlaugsson, vöru- merkjastjóri hjá Ölgerðinni, segir að vel hafi gengið með jólabjórinn, fólk sé alltaf forvitið að smakka Egils- og Tuborg-jólabjórinn því það sé yf- irleitt einhver smábreyting ár frá ári. „Því hefur skapast góð hefð fyr- ir þessum tegundum, en einnig er gaman að segja frá því að Egils- maltjólabjórinn byrjar vel í ár og greinileg aukning milli ára, sem kallar á aukið magn,“ segir hann og bætir við að Tuborg hafi átt vinsæl- asta jólabjórinn seinustu árin. „Það hefur skapast mikil hefð fyrir Tu- borg-jólabjórnum hér á landi, við finnum fyrir mikilli eftirvæntingu eftir honum og hann selst alltaf upp.“ Jólabjórinn ávallt vinsæll Morgunblaðið/Ómar Þeim fjölgar stöðugt konunum sem kjósa svonefndar ævintýraferðir í fríum sínum, velja t.d. að ganga á fjöll eða fara í hjólaferðir, að því að greint var frá á vefmiðli danska dagblaðsins Politiken. „Áður var hinn dæmigerði ferða- langur karlmaður,“ hefur blaðið eftir Jens Ole Aaris frá ferðaskrif- stofunni Ruby Rejser sem hefur skipulagt ævintýraferðir í rúm 30 ár. Þetta voru yfirleitt leiðangrar milli skála þar sem gengið var með farangur og gist í skálum eða mað- ur jafnvel gróf sig í fönn í verstu tilfellum. Ferðirnar voru oftast vikulangar og voru farnar um þjóð- garða í Noregi. Fyrir 25-30 árum voru engar konur með í þessum ferðum.“ Í dag eru konur hins vegar um 50-80% ferðalanganna, en að sögn Aaris eru um fimm ár frá því að kynjahlutfallið breyttist verulega konum í vil. Konur velja ævintýra- ferðir í rík- ari mæli Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn         STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA H R I N G U R                !  " #  $ %" " &  ' $  ( #)"  $ " " %" "  * " " +"  ' "  "     ,           ! "   - ( ""    - % " ./     - ( #)"     - 0 "       !" # - +"   " $ - 1  "  %   "# -  "# " &  '    &(      ) * +, -  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.