Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 37 Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Faxabraut 30, fnr. 208-7443, Keflavík, þingl. eig. Viktor Agnar Guðmundsson, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf og Vátryggingafélag Íslands hf, miðvikudaginn 5. desember 2007 kl. 10:00. Hafnargata 6, fnr. 227-5937, Vogum, þingl. eig. Ólafur Ragnar Guðbjörnsson, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Vogar, miðvikudaginn 5. desember 2007 kl. 11:50. Hellubraut 4, fnr. 209-1922, Grindavík, þingl. eig. Katrín G. Kristbjörns- dóttir, gerðarbeiðendur Avant hf, Grindavíkurkaupstaður, Íbúðalána- sjóður, Tryggingamiðstöðin hf og Valitor hf, miðvikudaginn 5. desem- ber 2007 kl. 11:05. Hólagata 35, fnr. 209-3590, Njarðvík, þingl. eig. Auður Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv., og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 5. desember 2007 kl. 10:15. Kirkjubraut 7, fnr. 209-3774, Njarðvík, þingl. eig. Þórlína Jóna Ólafs- dóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf, miðvikudaginn 5. desember 2007 kl. 10:35. Silfurtún 20, fnr. 209-5691, Garði, þingl. eig. Hulda Björk Pálsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 5. desember 2007 kl. 09:30. Sýslumaðurinn í Keflavík, 29. nóvember 2007. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Bjarkarbraut 3, 01-0201, Dalvíkurbyggð (215-4688), þingl. eig. Dóra Rut Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 5. desember 2007 kl. 13:30. Bjarkarbraut 5, íb. 01-0301, Dalvíkurbyggð (215-4691), þingl. eig. LMS ehf, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 5. desember 2007 kl. 14:00. Hríseyjargata 5, 01-0101, Akureyri (214-7894), þingl. eig. Hafdís Sveinsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf, miðvikudaginn 5. desember 2007 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 29. nóvember 2007. Uppboð Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri þriðjudaginn 4. desember 2007 kl. 11:00. Kirkjuvegur 14, Ólafsfirði, fn. 215-4181, þingl. eig. Böðvarr ehf., gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf. og Íbúðalánasjóður Sýslumaðurinn á Siglufirði, 27. nóvember 2007, Ásdís Ármannsdóttir. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hraunbær 158, 204-5205, Reykjavík, þingl. eig. Sigrún Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Háskóli Íslands og Landsbanki Íslands hf, aðal- stöðv., þriðjudaginn 4. desember 2007 kl. 11:30. Reyrengi 4, 221-3740, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Hafdís Benedikts- dóttir og Halldór Jónsson, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf, Íbúða- lánasjóður, Tryggingamiðstöðin hf og Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 4. desember 2007 kl. 10:00. Seljavegur 7, 200-0690, Reykjavík, þingl. eig. Guðný Steinunn Guð- mundsdóttir, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 4. des- ember 2007 kl. 15:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 29. nóvember 2007. Félagslíf Í kvöld kl. 20.30 heldur Bjarni Sveinbjörnsson erindi sem hann nefnir “Upphafsár Paramahansa Yogananda í Bandaríkjunum” í húsi félagsins Ingólfsstræti 22. Einnig sýnt stutt myndband. Á laugardag 1. desember kl. 15-17 er opið hús. Kl. 15.30 verður sýnd rússnesk kvikmynd: “Hver ert þú, Madame Blavat- sky?” eftir Karine Dilanyan. Á fimmtudögum kl. 16.30 - 18.30 er bókaþjónustan opin svo og bókasafn félagsins m. miklu úrvali andlegra bókmennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  188113081/2  E. T. 2. I.O.O.F. 1  18811308 M.A.* Guðspekifélagið Í kvöld föstudaginn 30. nóvember kl. 20.30 í húsi félagsins Ingólfsstræti 22. Bjarni Sveinbjörnsson flytur erindi og sýnir stutt myndband um upphafsár Parama- hansa Yogananda í Bandaríkjunum. Raðauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR Á ÞESSU ári eru 75 ár liðin frá gild- istöku fyrstu barnaverndarlaganna á Íslandi. Af því tilefni efnir Barna- verndarstofa til afmælishátíðar í samstarfi við Barnavernd Reykja- víkur. Verður afmælishátíð fyrir boðsgesti í dag, föstudaginn 30. nóvember, kl. 14–18 í hátíðarsal Há- skóla Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra flytur ávarp og síðan flytur Bragi Guðbrandsson, for- stjóri Barnaverndarstofu, erindi um þætti úr sögu barnaverndar á Ís- landi. Þá verður þessara tímamóta minnst með því að heiðra nokkra einstaklinga sem hafa markað djúp spor í þróun barnaverndar á Ís- landi. Að lokum verður sýnd mynd- in „Úr dagbók lífsins“ sem er leikin heimildarmynd um barnavernd frá árinu 1963. Á morgun, laugardaginn 1. des- ember, verður opin dagskrá í Há- skólabíói kl. 14–17 þar sem kvik- myndin „Syndir feðranna“ verður sýnd og umræður í lok mynd- arinnar. Þátttakendur verða fulltrúar Breiðavíkursamtakanna, aðstand- enda myndarinnar, Barnavernd- arstofu og fyrrverandi starfsmenn Breiðavíkurheimilisins auk þess sem áhorfendum mun gefast kostur á að beina fyrirspurnum til þeirra. Á laugardag er öllum frjáls aðgang- ur á meðan húsrúm leyfir. 75 ár frá setn- ingu barna- verndarlaga EFNT verður til hátíðarsamkomu undir yfirskriftinni „Bessastaða- skóli – vagga íslenskrar menning- ar“ í íþróttahúsi Álftaness laug- ardaginn 1. desember næstkom- andi og stendur hún frá kl. 14 til 16. Skipuleggjendur samkom- unnar eru SÁUM, Samtök áhuga- fólks um menningarhús á Álfta- nesi, sem vilja með þessum hætti minna á Bessastaðaskóla og vekja athygli á hve stóran þátt skólinn átti í þróun og eflingu íslenskrar menningar. Á samkomunni verður blandað saman fræðum og listflutningi sem tengist umfjöllunarefninu. Anna Ólafsdóttir Björnsson fjallar um áhrif skólans á mannlíf á Álftanesi, Hjalti Hugason um prestsmenntunina sem þar fór fram og Sveinn Yngvi Egilsson um skólaár Jónasar Hallgríms- sonar og Fjölnismanna. Enn frem- ur flytja þau Bára Grímsdóttir og Chris Forster tvísöngsstemmu og kynna leik skólapilta. Þá syngur Skólakór Álftaness, nemendur úr Álftanesskóla flytja ljóð og Ingi- björg Guðjónsdóttir og Tinna Þor- steinsdóttir frumflytja lag eftir Karólínu Eiríksdóttur við ljóð Björns Gunnlaugssonar. Boðið verður upp á kaffiveit- ingar og safnað skráningum í áhugahóp um Bessastaðaskóla, en í framtíðinni er ætlunin að minn- ast skólahaldsins ár hvert á hefð- bundnum skólasetningardegi hans, 1. október og safna saman til útgáfu efni sem tengist honum, segir í fréttatilkynningu. Hátíðardagskrá um Bessastaðaskóla VínsmökkunÍ frétt Morgunblaðsins í gær um vín- smökkun og tónleika í Neskirkju var ranglega sagt að tónleikarnir hefðu verið sl. miðvikudagskvöld. Hið rétta er að þeir verða haldnir í kvöld, föstudaginn 30. nóvember, kl. 20. Beðist er velvirðingar á misherminu. Rangt nafn Í frétt um nýjan formann Golfklúbbs Reykjavíkur á íþróttasíðum Morg- unblaðsins í gær var rangt farið með föðurnafn Gests Jónssonar, fyrrver- andi formanns klúbbsins. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT HIN árlega jólatrjáasala Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar hefst sunnudaginn 2. desember. Salan fer fram í höfuðstöðvum félagsins, Þöll, við Kaldárselsveginn skammt frá Íshestum. Á boðstólum er barr- heldin, nýhöggvin stafafura, furu- greinar og íslenskir könglar af ýmsum tegundum. Viðskiptavinum er boðið upp á heitt súkkulaði og kökur á staðnum. Opið sunnudaginn 2. desember kl. 10–16, laugardagana 8. og 15. desember og sunnudagana 9. og 16. desember kl. 10–18. Jólatrjáasala Skógræktar- félags Hafn- arfjarðar STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands heldur að venju upp á 1. desember, hátíðisdag stúdenta. Þetta árið er dagurinn sérstaklega merkilegur þar sem tvær nýjar háskólabygg- ingar verða vígðar. Dagskráin hefst með messu guð- fræðinema í kapellunni í aðalbygg- ingu. Klukkan 13:00-14:00 fer fram málþingið „Háskólatorg – skiptir bætt aðstaða máli?“ í hátíðarsal. Framsögumenn verða Ingjaldur Hannibalsson, formaður bygging- arnefndar Háskólatorgs, Ragnar Ingimarsson, prófessor emeritus, Rannveig Traustadóttir, prófessor í félagsvísindadeild, og Dagný Ósk Aradóttir, formaður stúdentaráðs. Fundarstjóri er Arnaldur Sölvi Kristjánsson. Eftir fundinn ganga stúdentar saman að leiði Jóns Sigurðssonar og leggja blómsveig við það. Stúdentar halda upp á full- veldisdaginn SÍÐASTI opni hláturjógatíminn fyr- ir jól verður í Maður lifandi laug- ardaginn 1. desember klukkan 10.30 til 11.30. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Hláturleiðbeinendurnir Ásta Valdi- marsdóttir og Kristján Helgason stjórna tímanum. Hláturjógatímar eru fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur í Maður lifandi, Borgartúni 24. Nánar tiltekið eru þetta laug- ardagarnir 5. janúar, 2. febrúar, 1. mars, 5. apríl og 3. maí. Hlegið í Maður lifandi LJÓSIN á jólatrénu á Garðatorgi verða tendruð laugardaginn 1. desember. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Nor- egi, og er þetta í 38. sinn sem Garðbæingar fá þessa vinasend- ingu þaðan. Athöfnin hefst rétt fyrir kl. 16 fyrir framan turninn á torginu og stendur í u.þ.b. klukkustund. Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur og Gunnar Pálmason, formaður Norræna fé- lagsins í Garðabæ, býður gesti velkomna. Ole Jacob Johansen, varabæjarstjóri Asker, afhendir tréð fyrir hönd Asker og Páll Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, veitir trénu viðtöku. Kórskóli Flataskóla syngur og að lokum má gera ráð fyrir því að jólasveinarnir komi. Stoppleikhúsið sýnir leikritið „Jólin hennar Jóru“ í bókasafni Garðabæjar kl. 13.30. Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi LANDSBÓKASAFN Íslands – Háskólabókasafn annars vegar og Reykjavíkurakademían hins vegar gerðu nýlega samninga við ORG Ættfræðiþjónustuna. Í ORG Ættfræðiþjónustunni er að finna í ættfræðigrunninum Unni upplýsingar um 660 þúsund manns, núlifandi, forfeður og af- komendur hérlendis og erlendis. Þar er jafnframt mikið af ætt- fræðibókum og ættartölum Íslend- inga. Samningurinn við Landsbóka- safn kveður á um aðgang starfs- manna safnsins að grunninum til að bæta skráningu á íslensku efni og björgun heimilda sem tengjast ættfræðirannsóknum og íslenskri sögu. „Með samningnum við Reykja- víkurakademíuna vonast báðir að- ilar eftir að hin svokölluðu neftób- aksfræði, þ.e. ættfræði, þjóðfræði og sagnaritun, öðlist sess í þekk- ingarsamfélagi nútímans og að um þau verði fjallað á vettvangi menn- ingarfræða,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Saman áforma þessir aðilar að standa fyrir málþingi og sýningu á vordögum 2008. Samstarfssamningar undirritaðir Viðar Hreinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkurakademíunnar, Oddur Helgason ættfræðingur og Ingibjörg Sverrisdóttir landsbókavörður. Samstarfssamningar um ættfræðigrunn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.